Tíminn - 12.10.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.10.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. október 1995 Q$fninn 5 Bragi Benediktsson: Enn um Gilsfj aröarbrú Sviksemi og óheiöarleiki þingmanna og ráöherra Það kemur ekki til mála að fresta Gilsfjarðarbrú! ALLT FRÁ árinu' 1984 hefur Vegagerð- in haft til athugunar brúargerð yfir Gils- fjörð frá Kaldrana yfir í Króksfi'arðarnes, í kjölfar tillögu Matthí- asar Bjarnasonar þar að lútandi sem hann flutti á Alþingi með stuðningi allra þing- manna Vestfjarða og Vesturlands. Samkvæmt áætlun- um og viljayfirlýsing- um allra sem að þessu jnáli hafa komið átti standi ekki við þær og hafist verði handa ekki síðar en í haust 1995. Mér er kunnugt um að öll gögn eru tilbúin fyrir útboð og hefðu getað verið tilbúin fyrr. Afsakanir sem hafa komið frá Vegagerð- inni vegna tafa eru markiausar, það er ein- hver sem tefur fyrir málinu. Getur það verið að háttvirtur ráðherra borðakliþpir eigi þar hlut að máli? Ég skora á þingmenn Vestfjarða og Vestur- lands, segir Gísli S. Einarsson, að sjá til þess að Gilsfjarðar- brú verði boðin út nú í október. lísli s. fjarða -ogJVesturlands að sjá til Flæði v efnahag hvað þet jísland, r ríkja Evri Til að tryg LITSSTOF l'ramkvænn , Þrátt fyriri EFTA-rík J umsóknir Frá og n. her áhvrg' -f - 0| Starfsmaji háskólaiJ Miövikudaginn 4. októ- ber síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu góð grein eftir Gisla S. Einarsson, þingmann Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Þar segir hann, að það komi ekki til greina að fresta Gilsfjarðarbrú. Hann rekur í grein sinni aðdragandann að fyrirhugaðri brúargerð yfir Gils- fjörð og skýrir frá því, að allt frá árinu 1984 hafi Vegagerðin haft til athugunar brúargerð yfir Gils- fjörð frá Kaldrana yfir í Króks- fjarðarnes, í kjölfar tillögu Matt- híasar Bjarnasonar þar að lút- andi, sem hann flutti á Alþingi meb stuðningi allra þingmanna Vestfjarða og Vesturlands. Þab skal strax tekiö fram, að Vestfirðingar hafa misst út af þingi fyrirmyndar þingmann, þegar Matthías blessaður Bjarna- son hvarf af vettvangi. Hann vissi ávallt hvað hann vildi og lét ekki dusilmenni villa um fyr- ir sér eða raska þeim skoðunum sínum, sem hann þá haföi tekið. Mér virbist hins vegar ab arftak- ar hans mættu betur tileinka sér þá stefnufestu og heiðarleika, sem einkenndi Matthías Bjarna- son. Ég er þó ekki með þessum orð- um að segja það, að ég efist um vilja þingmanna Vestfjarða og Vesturlands þess efnis að brúa Gilsfjörð, en hræddur er ég um, að í flesta þeirra vanti áræði og djörfung forvera þeirra í starfi, sem ábur var nefndur.- Gilsfjarðarbrú átti að bjóða út um mánaðamótin maí-júní og í síöasta lagi júní-júlí, samkvæmt áætlunum og viljayfirlýsingum allra, sem að þessu máli hafa komið. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Gilsfjarðarbrú átti að vera komin í dag. En tvær brýr voru teknar fram yfir hana. Önnur þeirra er brúin yfir Dýra- fjörð skammt frá Þingeyri, og hin er brúin yfir Kúðafljót. Ég hef fullan skilning á nauðsyn þess, að gera hringveginn sem allra fyrst þannig úr garði, að hann geti talist boðlegur lands- mönnum svo að ekki leynist á honum hættur, sem grandað geti þeim, sem um hringveginn þurfa að fara. En það verður líka að líta til hinna smærri og fá- mennari byggðarlaga úr því að örlögin höguðu svo málum, að þau urðu til. Fyrri ríkisstjórnir töluðu mikið um jafnvægi í byggð landsins. Nú heyri ég það orð varla nefnt, en þess í stað heyri ég háværar yfirlýsingar um það, aö íslendingar séu að yfir- gefa landið sitt og hverfa í stór- um stíl bæði til Danmerkur og Noregs. Sjálfsagt er þetta það sem koma skal, þegar horft er til þess, að höfuðborgin Reykjavík á í vök ab verjast og menn fá þar ekki lengur atvinnu, sem koma utan af landi, en áttu þann kost nán- ast vísan fyrr meir. Enda gefa hagtölur upplýsingar um það, að leið margra þeirra, sem fara ut- VETTVANGUR „Ég geri mér grein fyrir því, að Vesturland og Vestfirðir skipta engu máli í atkvæðakassanum hans Halldórs Blöndal, en ég bendi á það, að þar á Sjálfstœðisflokkurinn nokkra þingmenn, sem ríkisstjómina munar ef til vill eitthvað um." an, sé fyrst til höfuðborgarinnar og þaðan til Noregs eða Dan- merkur. Miðað við sífellda fækkun landsmanna, sem virðist stefna í, þá er eðlilegt að fara að skoða stórkostlega fækkun þing- manna. Og minnug skulum við þess, sem gamla máltækið segir og ég hef oft hugsað um, og einkum þá ég hef þurft að deila hugsun með misvitrum mönn- um, sem raun hefur verið af ab starfa með: „Því verri eru heimskra manna ráð, sem fleiri koma saman." Hver eru rökin fyrir því að brúa Gilsfjörð? Síðastliðinn vetur . komust menn ekki leiðar sinnar um hann svo vikum skipti. Þegar snjóflóðið féll á Grund í Reyk- hólahreppi 18. janúar, þá var fyrirhugað að fá björgunarsveitir til aðstobar að grafa upp menn og búsmala úr fönn, en engin leiö var að nýta sér þjónustu þeirra sakir lokunar Gilsfjarðar. Kostnaður viö snjómokstur- í Gilsfirði síðastliðinn vetur var aö sögn i kringum 40 milljónir, þrátt fyrir að hann væri stóra kafla vetrarins lokaður. Samein- ing sveitarfélaga hefur verib áhugamál fyrri ríkisstjórna. Svo að þau mál megi vel fara, þá er nauðsynlegt að stytta vega- lengdir milli staða og ryðja úr vegi hindrunum, sem hamla á móti eðlilegum samskiptum manna og félagsheilda. Á Reykhólum situr ekki lækn- ir, en þjónusta læknis er frá Búb- ardal og þarf hann að fara um Gilsfjörð til Reykhóla. Dvalarheimili fyrir aldraða er á Reykhólum með hjúkrunarsjúk- linga, sem læknarnir í Búðardal annast um. Getur hver mabur séð, hver þjónusta læknis verður við aldraða og abra borgara, sem hann nær ekki til. Snjóflóða- hætta er mikil í Gilsfirði og aur- skriður eru tíðar í vætutíð. Þrjú dauðaslys hafa orðið í Gilsfirði og má gera sér það í hugarlund, að ekki laði það unga lækna ab, vitneskjan um tálmanir Gils- fjarðar og þá hættu að vera því viðbúnir að láta lífið í ferðum sínum. Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, hefur aö sögn annarra og raunar hefur hann sjálfur sagt það í mín eyru, aö hann telji þverun Gilsfjarðar ekki vera skynsamlega, sakir fámennis byggbanna í kringum hann. Eg vil þá spyrja: Er Vesturland og Vestfirðir svo fámenn byggð, ab ekki beri að sinna þeim á þess- um vettvangi? Ég geri mér grein fyrir því, að Vesturland og Vestfirðir skipta engu máli í atkvæðakassanum hans Halldórs Blöndal, en ég bendi á það, ab þar á Sjálfstæðis- flokkurinn nokkra þingmenn, sem ríkisstjórnina munar ef til vill eitthvað um. Hræddur er ég um, aö þeir fari heldur bónleiðari til búðar en áður, hafandi ekki druslast til að koma þvi verki í framkvæmd, sem búið er að svíkja menn um í heil 11 ár. Ég hef ekki geð í mér til að orð- lengja þetta og ætla ekki að ata grein mína út með skítkasti, en minni á það, að á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins verða þessi mál skoðuð betur. Höfundur er sóknarprestur á Reykhólum. Eftirsóknarverður taprekstur? Barátta Félags íslenskra bifreiða- eigenda fyrir lægri iðgjöldum bif- reiöatrygginga hefur vakið verð- skuldaða athygli og nú bíöa neyt- endur eftirvæntingarfullir eftir því að árangur verði sýnilegur. Margt hefur verið dregið fram í dagsljósið varðandi tryggingarn- ar, einkum sú staðreynd að trygg- ingarfélögin virðast hafa um þab sjálfdæmi hvað mikið er lagt tii hliðar í sjóði til þess ab mæta tjónum sem gera á upp mörgum árum eftir slys — eða kannski aldrei? Sjóössöfnunin er ein af senni- legum skýringum þess kapps sem tryggingarfélög virðast hafa lagt á aö ná í bifreiðatryggingar, þótt sú niðurstaða sé kynnt á hverju ári að tap hafi verið einmitt á þeim Vyggingum. Barátta FÍB mun vonandi leiða til þess að sanngirni verði í gjald- töku og ekki síður til þess ab öll spil verði lögð á borðið. Eftir alla þessa umfjöllun hljóta bifreiða- eigendur að hafa góba þekkingu á málunum og geta gagnrýnt bar- lóm tryggingarfélaga, eða gert þau hlægileg, þegar þau kvarta undan of lágum iðgjöldum. Digr- ir sjóðir eru greinilega helsta skýr- ingin á eftirsókn eftir þessum „taprekstri". En þaö hangir fleira á spýtunni. Auðvitað eru bifreiöatryggingar ein besta leið sölumanna trygg- ingarfélaganna að viðskiptavin- unum. Þab er hægt að bjóba aðrar tryggingar um leið og bifreibin er tryggð. Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Reyndar er eitt sem ég gagnrýni FÍB fyrir. Það er eins og menn þar á bæ séu búnir að gleyma því þeg- ar FÍB gekkst fyrir stofnun bif- reiðatryggingarfélags sem kallað var Hagtrygging. Það var félag bifreiöaeigend- anna sjálfra og fjölmargir reyndir ökumenn, sem eru bestu við- skiptavinimir, fluttu tryggingar sínar þangað. Ekki liðu mörg ár áður en þab tryggingarfélag var innlimað í eitt af gömlu félögunum og hlaut þar meö hljóðlát endalok þrátt fyrir hávaðasama fæðingu. Neytendavernd gagnvart trygg- ingarfélögum er hins vegar nauð- synleg og held ég að FÍB ætti að láta hana nægja. Einu atriði bifreibatrygginga hefur FÍB ekki hreyft svo ég muni, en er þó líklega full ástæða til. Þetta eru framrúðutryggingarn- ar. Aurhlífum var á sínum tíma kennt um að af akstri á málarveg- um hlaust framrúðubrot. Þá var þessi trygging fundin upp og nú er ekki spurt hvort menn vilji trygginguna þegar bif- reibir eru tryggöar, tryggingin er bara innheimt án skýringa. Síðan þessi trygging var fundin upp hefur margt breyst og fjöl- förnustu þjóðvegirnir eru nú lagðir bundnu slitlagi. Ég hef ekki séð tölur um fram- rúðubrot, en heldur þykir mér ólíklegt að ein af hverjum 10 eða 20 bifreiðum lendi í slíku á ári hverju, en við þab sýnist mér ið- gjaldiö miðast. Ef þetta er rétt hjá mér, er þarna á ferðinni afar hagstæb trygging fyrir tryggingarfélögin: Há iðgjöld en fá tjón. Þetta væri gamart að fá upplýst auk alls annars sem tengist trygg- ingarmálum. Það er virk neyt- endavernd. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.