Tíminn - 13.10.1995, Side 4

Tíminn - 13.10.1995, Side 4
4 Föstudagur 13. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Deila í farsælum farvegi Það hefuí lengi legið í augum uppi að strandríkin við Dumbshaf eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi fiskveiðar og nýtingu auðlinda hafsins. Fiskistofnar synda milli lögsögu ríkjanna og eftir að þekking og veiðitækni fleygði svo fram að mögulegt var að nýta fiskislóðir íshafsins tókst ágæt samvinna um nýtingu og verndun ýmissa tegunda. Vísinda- og embættismenn réðu ráðum sínum og stjórnuðu veiðum á síld og loðnu og gekk árekstralítið. Síðar æxluðust málin svo að Norðmenn og Rússar tóku að sér stjórn þorskveiðanna á stórum hafsvæð- um og Smugan í Barentshafi varð að slíku ágrein- ingsefni að við vinslitum lá. Hefur deilan og sá yfir- gangur, sem allar þjóðirnar telja sig beittar, skaðað samvinnuna og hagsmuni allra viðkomandi. Ein- hverjir mettúrar einstakra útgerða skipta miklu minna máli en af er látið, ef litið er til heildarhags- muna. Það er því gleðiefni að utanríkisráðherrar íslands, Noregs og Rússlands hafa náð saman og standa góð- ar vonir til að semjist um kvóta til handa íslending- um í Barentshafi og á Svalbarðasvæðinu svokallaða. Þótt sá kvóti verði minni en íslenskum skipum hefur tekist að ná upp úr Smugunni, vega aðrir og veiga- meiri hagsmunir það upp. Ekki er við því að búast að það samningaferli, sem nú er hafið, leysi málin okkur í hag á svipstundu. í næstu viku verður fundað í Moskvu og mun þá væntanlega skýrast í hvaða farveg viðræðurnar fara og hve víötækir þeir samningar verða, sem stefnt er að því að ná. Hér er ekki einvörðungu um það að ræða að semja um kvóta íslendingum til handa, heldur líka um sameiginlega nýtingu sjávargæða á gríðarstóru haf- svæði og mikilvægu. Og ennfremur um samvinnu og viðskipti á mörgum þeim sviðum sem varða sjávarút- veg og jafnvel fleiri greinum. Smugudeilan hefur staðið í um þrjú ár, hefur varp- að skugga á samskipti góðra nágranna, dregið úr við- skiptum og áreiðanlega skaðað hagsmuni allra þjóö- anna sem nærri henni koma. Því er mál að linni og að málin séu rædd af skyn- semi og fundin sú framtíðarlausn sem allir megi við una. Það verður aldrei gert með því að einn samn- ingsaðilinn heimti allt og láti ekkert í staðinn. Því er mikilvægt að þjóðin öll standi fast að baki Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra, sem sannarlega hefur lagt sitt af mörkum til að leysa þessi erfiðu mál úr sjálfheldunni sem þau voru komin í. Hafa veröur í huga aö hér er ekki á ferðinni mál einhverra sérstakra hagsmunaaðila. Útgerðarmenn og sjómenn geta haft sínar skoðanir og tillögurétt um hvernig fiskvernd og veiðum verður háttað í Dumbshafi, en engin ástæða er til að þeir eigi síðasta orðið í viðkvæmum milliríkjasamningum, fremur en þeir landar þeirra sem stunda önnur störf. Utanríkisráöherranir Halldór Ásgrímsson, Björn Tore Godal og Andrei Kozyrev hafa allir sýnt góðan samningsvilja og er vel treystandi til að leiða deilu- málin til farsælla lykta. Prímadonnur fá spark Óvenjulegar fréttir berast af átökum milli þeirra Osmo Vanska, hins finnska stjórnanda Sinfóníunnar, og Guðmundar Emilssonar, dag- skrárstjóra tónlistardeilar RÚV, og ekki verður annað séð en að á ferð- inni sé klassískur prímadonnuslag- ur í sérflokki. Deila þessara tveggja manna náði hámarki á tónleikum NordSol sl. laugardag, sem var tón- listarkeppni ungra einleikara á Norðurlöndum. Deilan er að sönnu illskiljanleg. Þó er ljóst aö hljómsveitarstjórinn telur Guðmund Emilsson hafa troð- ið sér í dómnefnd keppninnar og meö ofríki komið því svo fyrir að verk eftir Sibelius lenti ekki inni í útsendingu Sjónvarpsins frá tón- leikunum. Finninn er þannig kom- inn í allstóran hóp samstarfsmanna Guðmundar hjá RÚV sem sagt er að hafi iðulega lent í útistöðum við dagskrárstjórann og borið á hann ofríki og yfirgang. Fagnabarlætin í lokin Á hinn bóginn liggur það líka fyr- ir aö kröfur Finnans hafa verið miklar og metnaðarfullar, því hann virðist hafa lagt aöaláherslu á að vera sjálfur í sviðsljósinu þegar sjónvarpsútsendingin var. Sú virðist í það minnsta skoðun Guðmundar, sem m.a. fullyrðir í Morgunblað- sviðtali í gær að listrænar hvatir að baki kröfu Osmo Vánská um að hafa Sibeliusarverkið síðast á tón- leikunum hafi verið „til þess að hann gæti einn baðað sig í fagnað- arlátunum í lokin og þyrfti ekki að deila sviðsljósinu með öðrum". Guðmundur bætir svo um betur með því að segja að Finninn hafi marg- kúvent í afstöðu sinni, allt eftir því á hvaða tíma sjónvarpsút- Cuömundur Osmo sendingin frá tónleikunum átti að vera. Guðmundur segir að finnski hljómsveitarstjórinn hafi gert það að úrslitakröfu sinni að úr því að hljómsveitarverkinu, sem hann stjórnaði, yrði ekki sjónvarpað beint, þá myndi lýðkjörinn fulltrúi þjóðarinnar, sjálfur forseti íslands, skyldaður til að fylgjast með í saln- um, þegar hann stjórnaði. Það gekk eftir og kallaði Guðmundur þaetta GARRI að forsetinn hefði verið gísl finnska hljómsveitarstjórans. Garri er ekki í neinni aðstöðu til að leggja mat á yfirlýsingar þeirra fjandvina Vánská og Guðmundar, en hitt er athyglisvert að allur þessi hamagangur virðist vera til kominn vegna þess að ákveðið var að sjón- varpa frá tónleikunum og gera þannig klassískri tónlist sæmilega hátt undir höfði, nú þegar þessi merki atburður fór fram. Það, sem hins vegar setti allt úr jafnvægi, var að útsendingin var stytt til að hægt væri að senda út, enn eina ferðina, beint frá einhverjum fótboltaleik. ^Yfirprímadonna" Islands Sinfóníuhljómsveitin, forsetinn, Guðmundur Emilsson og Osmo Vánská og þúsundir tónlistaráhuga- manna um land allt verða að sjálf- sögðu að víkja, eins og allt annaö þegar íþróttir í sjónvarpi eru annars vegar. Gildir þá einu þó hér hafi verið á ferö einstakur samnorrænn tónlistarviðburður þar sem ungir einleikarar eru í aðalhlutverki. í raun fágæt örvun og hvatning til þúsunda ungmenna, sem leggja á sig ómældar æfingar og erfiði til að læra að spila á hljóðfæri. íþróttir eru sem kunnugt er slík helgiathöfn í sjónvarpi og útvarpi aö það jaðr- aði við guðlast, ef ein lítil undan- tekning yrði gérð frá því að lýsa öll- um kappleikjum í öllum greinum og öllum flokkum kvenna og karla á öllum ljósvakamiðlunum alla daga ársins. Enda kom í ljós að eng- um virðist hafa dottið í hug að fremja slíkt guðlast og allra síst séra Heimi útvarpsstjóra, sern kominn er með þetta prímadonnumál inn á sitt borð. Tónlistarfrömuðirnir báöir sætta sig umyrðalaust við að vera sparkað burt af fótboltanum, „yfirprímad- onnu sjónvarps". Og í stað þess að sameinast um að krefjast óskertrar útsendingar í sjónvarpi, fyrst á ann- að borð var verið að þessu, þá rjúka þeir félagar upp hver gegn öðrum, til þess eins aö veröa að athlægi þjóðarinnar. Garri hefði glaður tekið upp hanskann fyrir þá báða, Guðmund og Vánská, ef þeir hefðu einfaldlega sett hnefann í borðiö og sagt að annaðhvort sjónvarpaði RÚV frá þessu eða ekki. Niðurstaöan er önn- ur og hryggðina ber hæst, bæði hjá tónlistarunnandanum Garra og þúsundum ungra tónlistarnem- enda um land allt. Garri Fjölskyldan Á Alþingi var tekin umræða um málefni fjölskyldunnar í gær vegna tillöguflutnings Rannveigar Guð- mundsdóttur og fleiri þingmanna um mótun opinberrar fjölskyldu- stefnu. Slíkar umræður hafa verið teknar áður og oft verður það svo að þær fara vítt og breitt, því auðvitað snerta allar hliðar mannlegs lífs fjölskyldurnar í landinu. Það skortir ekki í slíkum umræðum staðhæf- ingar um að fjölskyldan sé horn- steinn þjóðfélagsins. Breytt umhverfi Vettvangur fjölskyldunnar, eins og önnur svið þjóðlífsins, hefur breyst á síðari árum. Kynslóðirnar eru ekki lengur saman á heimilinu og miöla ekki hvor annarri af reynslu sinni. Aldraðir lifa í sínu umhverfi, þeir sem eru á miöjum aldri í öðru, og ungt fólk í enn ein- um heimi. Þetta er einföldun, en þó er þetta að verða æ skýrara og bilið er að vaxa milli kynslóðanna. Með batnandi möguleikum og samgöng- um veröur fjölskyldan hreyfanlegri. Miklar fjarlægðir skilja oft á tíöum fjölskyldumeðlimina að, og sam- skiptin verða í strjálum heimsókn- um. Þetta er staðreynd dagsins í dag, og þetta eru aðstæður sem verður að hafa í huga þegar málefni fjölskyldunnar eru rædd. Hlutverk stofnana samfélagsins Fjölskyldan í dag getur þurft á ýmissi ráðgjöf að halda um sín mál, sem veitt var á heimilinu áður af foreldrum eða afa og ömmu, eða var alls ekki veitt. Slík ráðgjöf kem- ur í dag í hlut ýmissa stofnana sam- félagsins. Miklu máli skiptir að þær séu í stakk búnar að veita hana. Starfsmenn kirkjunnar, skólanna og heilbrigöiskerfisins fara með veiga- mikið hlutverk á þessu sviði, ekki síður en stofnanir sem heyra undir félagsmálaráðuneytið sem er ráðu- neyti fjölskyldumála. Á víbavangi Forustuhlutverk ríkis- valdsins Mér finnst að hið opinbera geti gengið á undan með því að gangast fyrir almennri umræðu og upplýs- ingum um stöðu fjölskyldunnar, en að öðru leyti eru það miklu fleiri í þjóðfélaginu heldur en fulltrúar rík- isvaldsins sem koma ab málum. Þar má til dæmis nefna sveitarfélögin, atvinnurekendur og ekki síst ýmis félagasamtök, svo sem íþróttafélög og fleiri samtök sem vinna á sviði tómstunda. Mikilvægt er að þab vibhorf ríki í þjóbfélaginu að fjöl- skyldan þurfi að hafa tækifæri til þess að vera samvistum og treysta bönd sín á milli, sem vilja rakna í því áreitna þjóðfélagi sem við lifum Opinber fjölskyldustefna, í hversu mörgum liðum sem hún er, leysir aldrei allan vanda. Vandinn er einnig á efnahagssviðinu. Vaxta- mál, atvinnumál og hin hörðu efnahagsmál eru ekki síður fjöl- skyldumál en mjúku málin. Til- hneigingar gætir til þess að skilja þarna á milli. Það er rangt að stimpla þá, sem tala á hinum efna- hagslegum nótum, andvíga fjöl- skyldulífinu. Fjölskyldan -þarf aö hafa atvinnu og vera efnahagslega sjálfstæð. Það er grundvöllurinn og stjórnmálamönnum ber skylda til að reyna aö skapa það umhverfi að þetta sé mögulegt. Hins vegar er það staðreynd lífs- ins að hamingjan eða öryggið á heimilinu fer ekki eingöngu eftir efnahag. Ásóknin eftir stööugt meiri lífsgæðum getur sett öryggið á heimilinu og fjölskyldulífið úr skorðum. Þab skiptir líka máli fyrir hina önnum köfnu og efnameiri ab gera sér grein fyrir því að samveru- stundir með fjölskyldunni eru dýr- mætari en margt sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Jón Kr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.