Tíminn - 13.10.1995, Side 16
Föstudagur 13. október 1995
Vebrlb (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær)
• Su&urland: Hæq austan eöa su&austanátt og smá skúrir e&a él, eink-
um viö ströndina. Hiti 2-5 stig.
• Faxaflói og Brei&afjör&ur: Fremur hæg austanátt, ví&ast léttskýjab.
Hiti -3 til +4 stig, þ.e. næturfrost, einkum i innsveitum.
• Vestfir&ir og Strandir og Nor&urland vestra: Fremur hæg norö-
austlæg átt og lettskýjaö ví&ast hvar. Hiti nálægt frostmarki yfir daginn.
• Nor&urland eystra: Fremur hæg breytileg átt og léttir til. Hiti ná-
lægt frostmarki.
• Austurland a& Clettingi: Fremur hæg nor&vestlæg e&a breytileg
átt, 'dálítil él vi& ströndina en léttir til í innsveitum. Hiti nálægt frost-
marki.
• Austfir&ir: Hæg breytileg e&a nor&austlæg átt og dálítil slydduél.
Hiti 1-4 stig.
• Subausturland: Fremur hæg austlæg e&a breytileg átt og smá skúr-
ir e&a slydduél. Hiti 3 til 8 stig.
ASÍ segir stefnumörkunina í londbúnaöi frá 1990 hafa veriö rofna af bœndum og stjórnvöld-
um. Mibstjórn ASÍ:
Sjáífgefið að starfi sjö-
mannanefndar er lokið
Mi&stjórn Alþý&usambands ís-
lands telur a& me& búvörusamn-
ingnum, sem bændur og stjórn-
völd hafi alfarib gert sín á milli,
sé verib a& ákve&a einhli&a a&
stö&va þa& samstarf sem tókst um
stefnumörkun í landbúna&i á ár-
inu 1990. Mi&stjórnin harmar í
ályktun sinni í fyrradag a& sú
stefnumörkun og ví&tæka sátt
hafi nú veri& rofin. Mi&stjórnin
segir búvörusamninginn ger&an á
ábyrgb bænda og stjórnvalda,
sem ver&i a& taka aflei&ingum
hans.
Minnt er á í ályktun ASÍ a& í
upphafi ársins 1990, vib þjóöar-
sáttarsamningana svoköllu&u, hafi
náðst víðtæk sátt milli aöila vinnu-
markaöarins, stjórnvalda, bænda,
banka og sparisjóöa, um tillögur aö
víötækum breytingum á íslensku
efnahagslífi.
Liður í þessu starfi var endurnýj-
uð þátttaka samtaka launafólks í
verðlagsnefndum landbúnaöarins
eftir áratuga hlé. í svokallaðri sjö-
mannanefnd var markmiðiö aö
tryggja hagræðingu í landbúnaði
sem gæti leitt til lækkaðs vöruverðs
en um leiö tryggari afkomu bænda
og þess fólks sem vinnur við fram-
leiðslugreinar tengdar landbúnaði
og þjónustu viö hann.
Miðstjórn ASÍ segir mikinn ár-
angur hafa orðið af starfinu í upp-
hafi, en síöustu tvö árin hafi starf
hennar legið niðri.
„í undirbúningsvinnu að ný-
gerðum búvömsamningi fengu
fulltrúar ASÍ ekki aö koma að mál-
inu meö viðhlítandi hætti. Meb
því var sjömannanefnd í raun lögð
niður," segir í ályktun miðstjórnar
ASÍ. Þá er minnt á að meginfor-
senda þess að ASÍ tilnefndi árið
1990 fulltrúa í verðlagsnefndir
landbúnaöarins hafi verið sú að
ekki kæmi til greina að taka þátt í
sjálfvirkum framreikningi búvöru-
verðs án þess að taka þátt í stefnu-
mótun í greininni.
„Með því að ákveða einhliða að
stöðva þetta samstarf er sjálfgefið
að starfi sjömannanefndar er lokiö
og mun ASÍ draga fulltrúa sinn þar
út," segir í ályktun miöstjórnar
ASÍ. -JBP-
Bœjarstjórn Seltjarnarness:
Siv tekur
frí fram
til áramóta
Siv Fri&leifsdóttir hefur fengib
tímabundib ólaunab leyfi frá
starfi í bæjarstjórn Seltjarnarness
til áramóta. í hennar sta& kemur
Högni Óskarsson ge&læknir til
starfa í bæjarstjórninni fyrir Nes-
listann, sem borinn var fram af
Bæjarmálafélagi Seltjarnarness.
Neslistinn er me& 3 bæjarfuiltrúa
af 7, Sjálfstæ&isflokkurinn me& 4
bæjarfulltrúa og naumasta meiri-
hluta í áratugi.
„Þetta frí tek ég vegna fyrirsjáan-
lega mikilla anna við þingstörfin
fram að áramótum. Ég lagði fram
bréf um þetta. Ég vil ógjarnan
hirða laun fyrir störf fyrir bæjarfé-
lagið sem ég get illa sinnt á þessu
tímabili," sagbi Siv Friöleifsdóttir í
gær. Hún sagðist mæta galvösk til
starfa fyrir Seltirninga í upphafi
nýs árs. -JBP
Formabur Bœndasamtakanna um meintan trúnab-
arbrest milli samningsabila ASí og bœnda:
Er frekar milli
ASI og ríkisins
„Þetta er dapurleg ásökun en af
minni hálfu hefur enginn trúnab-
arbrestur orbib. Vi& höfum átt vib
þessa abila ágætt samstarf, ekki
bara forystuna í Reykjavík heldur
einnig félagsmenn þeirra í af-
ur&astö&vunum," segir Ari Teits-
son, forma&ur Bændasamtaka ís-
lands.
í kvöldfréttum RÚV í fyrrakvöld
sagði forseti ASÍ það skoðun sína,
ab þar sem enginn fulltrúi innan
ASÍ hefði komið að gerð búvöru-
samningsins nú, liti hann svo á að
trúnaðarbrestur hefði átt sér stað
milli samningsabila bænda og ASÍ.
Um þetta segir Ari: „Ég finn engan
trúnaðarbrest í því samstarfi.
Ágreiningsefnið er hvort ASÍ kæmi
inn í þessa samninga sem við vor-
um að gera við ríkið. Það er auðvit-
að ekki okkar að ákveða hvort ríkiö
velur sér til fulltingis einhverja
samningsaðila. Við óskubum eftir
samningum við ríkiö í vor og fyrri
búvörusamnigur var gerður við
landbúnaðarráðherra fyrir hönd
ríkisins. Ef trúnabarbrestur hefur
orðið þá er hann milli ASÍ og ríkis-
stjórnarinnar. Við getum ekki
ákveðið hvenær þeir koma að
samningaborðinu." -BÞ
Alþjóblegur dagur hvíta stafsins:
Frá þingi Landssambands smábátaeigenda. F.v. Þorsteinn Pálsson, Hjálmar Árnason og Sighvatur Björgvinsson.
Páll gengur „blindur"
niður Laugaveginn
Þorsteinn Pálsson á þingi Landssambands smábátaeigenda:
Býður upp á viðræður
Á sunnudaginn kemur, 15.okt.,
ver&ur alþjó&legur dagur hvíta
stafsins og í tilefni af honum
mun Blindrafélagið efna til
göngu og dagskrár í Reykjavík.
Lagt ver&ur af sta& frá Hlemmi
kl. 14.00 og fer Páli Pétursson,
féiagsmálará&herra, fyrir hópn-
um me& bundib fyrir augu svo
hann kynnist högum blindra af
eigin raun.
Skipulögö dagskrá veröur á Ing-
ólfstorgi, stuttar ræður, leiktæki
fyrir börn og almenningi gefst
kostur á að setja sig í spor blindra
og sjónskertra. Einnig verður dag-
skrá á Kaffi Reykjavík og í Hinu
húsinu (gamla Geysishúsinu). -BÞ
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsrá&herra kom trillukörl-
um á þingi Landssambands
smábátaeigenda þægilega á
óvart í gær þegar hann opna&i
möguleika á vi&ræöum vi& þá
um breytingar á nokkrum at-
ri&um í fiskvei&istjórnuninni
sem smábátasjómenn hafa
veri& einna óánægöastir me&,
fyrir utan sjálft kvótakerfiö.
Meöal þessara atriða er t.d. að
breyta föstu aflahámarki yfir í
aflahlutdeild, framsal á þorsk-
kvóta við úreldingu sem yrði
aðeins bundið við atvinnu-
menn, eftirliti í róðradagakerf-
inu, færslu veiðidaga frá vetri
til sumars, ákvæöum um end-
urnýjun smábáta, reglugerð um
sóknardaga, veiðitímabil og
takmörkun á línuveiðum.
Ráðgerra segir að markmiðið
með viðræðunum og væntan-
legum breytingum væri að gera
iögin einfaldari í framkvæmd,
bæði fyrir þá sem þurfa að
vinna eftir þeim og einnig fyrir
þá sem vinna við að það að
framfylgja þeim. Hann taldi
hinsvegar ekki raunhæft að
breyta aflamarkinu né heldur
að ákveða 10 tonna veiðiheim-
ild fyrir hvert tonn í stærð
báta. -grh
Smábátafélag Reykjaness hvetur til stofnunar samtaka á norburslóbum um nýtingu á aublindum hafsins:
Mikill áhugi fyrir austan og vestan haf
Fyrir a&alfundi Landssam-
band smábátaeigenda liggur
tillaga frá Smábátafélagi
Reykjaness um a& LS beiti, sér
fyrir stofnun samtaka fólks í
löndum viö N-Atlantshaf. í
tillögunni er gert ráö fyrir a&
samtökin beiti sér fyrir skyn-
samlegri nýtingu á au&lind-
um hafsins og gegn rányrkju.
í tiilögunni er harðlega gagn-
rýnd stefna stjórnvalda í þess-
um efnum sem sögð er rekin af
frumkvæði LIU. Fullyrt er að
þessi stefna lýsi sér m.a. í því að
hefta og útiloka veiðar með
veiðarfærum sem valda minnst-
um skaða á vistkerfi hafsins og
fiskistofnum sem skapa þjóð-
inni mestan virðisauka af veið-
um og vinnslu.
í ræðu sinni á aðalfundinum í
gær sá formaður LS ástæðu til að
fagna þessari tillögu sérstaklega.
Hann sagði að hann hefði í
mörg ár átt sér þann draum að
strandveiðimenn og samfélögin
á ströndunum í Kanada, íslandi,
Noregi, Grænlandi, Færeyjum
og nyrst á austurströnd Banda-
ríkjanna mynduðu með sér
heildarsamtök sem settu í önd-
vegi þau stefnumið að knýja
fram rétt strandveiðanna og
byggðanna til að lifa af nýtingu
nærliggjandi grunnsjávarmiða.
Arthur Bogason sagöist hafa
rætt þetta mál viö menn bæði
austan hafs og vestan og ljóst að
áhugi fyrir þessu væri mikill.
Hinsvegar væri það borðliggj-
andi að frumkvæðiö a& stofnun
slíkra samtaka þyrfti að koma
héðan. Ástæðan fyrir því væri
m.a. sú að skipulögð félagsstarf-
semi hjá strandveiðimönnum
og smábátaeigendum á þessum
svæðum fyrirfyndist varla í lík-
ingu við það starf sem unnið er
á vegum Landssambands smá-
bátaeigenda.
-grh