Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Fimmtudagur 19. október 1995 196. tölublað 1995 Nemendur í guöfrœöi- deild áiíka margir og all- ir prestar landsms: „Numerus clausus" á prestsefnin? „Þab er líka spuming, hvort eðli- legt sé ab hafa miklu fleiri kandid- ata í starfsþjálfun en reikna má meb ab geti fengib embætti á veg- um kirkjunnar. Og sé sú niburstab- an, hvernig standa beri þá ab því ab takmarka abgang, og hvort kirkjan geti sett sér reglur, t.d. um lágmarkseinkunn óháb reglum gubfræbideildarinnar, þar sem undir flmm er falieinkunn," segir í skýrslu biskups og kirkjurábs sem flutt var af herra Ólafi Skúlasyni, biskup og Baldri Kristjánssyni, biskupsritara, á kirkjuþingi í gær. í skýrslunni kemur ennfremur fram að innritaðir nemendur í guð- fræðideild eru álíka margir og allir prestar landsins. Fyrir fáum árum nægði próf úr guðfræðideild Há- skólans til að geta sótt um laus prestaköll en nú þurfa guðfræðik- andidatar að ganga í gegnum fjög- urra mánaða starfsþjálfun innan Þjóðkirkjunnar áöur en þeir fá „embættisgengi" og geta sótt um prestaköll. Þetta starfsnám er styrkt af kirkjumálasjóð en kostnaður á hvern kandidat nemur 400.000 krónum. Þegar fjárþörf starfsþjálf- unar var áætluð var gert ráð fyrir mun færri kandidötum en raun varð á og ákvað því kirkjuráð að veitt yrði framlag úr kristnisjóði til að standa undir umframkostnaði við starfsþjálfunina. Þannig eru 10 kandidatar í starfsþjálfun á þessu ári og má búast við að þeir verði 13 á því næsta. LÓ.4 Dilkakjötsfjalliö: Býbst til a 6 nibur- sjóba kjötib í dósir Niðursubufyrirtækib Dagstjarnan í Hafnarfirbi hefur sent landbún- abarnefnd, landbúnabarrábu- neyti og Bændasamtökunum bréf þar sem fyrirtækib býbst til ab sjóba nibur í dósir umframbirgbir af dilkakjöti. Samkvæmt heimildum Tímans í gær er það hugmyndin að fyrirtækið fái kjötið frítt til vinnslu, en annist niðursuðu og sölu þess, sennilega á Rússlandsmarkaði. Heimildir blaðs- ins herma að tiboð þetta sé ekki talið raunhæft í stjórnkerfinu. -JBP Fulltrúar í Kjaradómi hafa rcett saman í síma og á óformlegum fundum: Kjaradómur kemur saman á næstu dögum Sigurbur Snævarr ritari Kjara- dóms sagði í gær ab dómurinn mundi koma saman í þessari eba næstu viku en ákvörbun um fundardag hefbi ekki verib tekin. Abspurbur sagbi hann ab myndataka yrbi ekki leyfb á fundinum, sem ab öllum lík- indum verbur haldinn í húsa- kynnum Seblabanka íslands. Á fundi Kjaradóms verður væntanlega tekin afstaba til þess hvort dómurinn verður við fram- kominni ósk forsætisráðherra um að birta þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörbun dómsins um launahækkanir til þing- manna, rábherra og embættis- manna. En mikill þrýstingur hef- ur verib á dóminn ab birta þessar forsendur sínar, m.a. frá verka- lýbshreyfingunni. Ritari Kjaradóms segir að þótt dómurinn hafi ekki komiö sam- an, m.a. vegna fjarveru einstakra fulltrúa, þá hafa menn rætt málið sín í milli í síma og á óformlegum fundum. En eftir vibræbur for- ystu ASÍ meb forsætisráðherra og utanríkisrábherra laugardaginn 7. október sl. bjóst forsætisrábherra vib því að dómurinn mundi koma saman fljótlega eftir 12. þ.m. Síban þá er libin ein vika. -grh Börnin loksins heim? „i u nœsta mánabar mun hæstiréttur í Tyrklandi taka efnislega fyrir mál Sophiu Hansen og dætra hennar Dagbjartar og Rúnu. Meiri von en oft ábur er á ab stúlkurnar komi heim til íslands. Sophia þarf ab vera vib réttarhöldin en er ífjár- hagskröggum. A myndinni má sjá þau Sophiu og stubningsmann hennar, Sigurb Pétur Harbarson, skoba gögn í málinu í gær. Tímamynd cs lönaöarráöherra um vikurnámiö: Samstarfsverkefni um fullnýtingu vikursins Iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfs- son, segist ekki hafa bobab neitt bann vib útflutningi á vikri frá ís- landi. Hann segir hins vegar ab hann leggi áherslu á nýtt hugar- far, ab takmarkab verbi nokkub útflutningsmagn á hrávikri, til ab halda sem allra hæstum verbum og til ab sóa ekki aublindinni á stuttum tíma. Og jafnframt verbi leitab leiba til ab fullvinna úr vikri hér heima. Hér séu fyrirtæki sem hafa haft leyfi til útflutnings á vikri, sem hafi samhliba leitab leiba til ab framleiba eins mikib unnar afurbir og unnt er. Finnur Ingólfsson sagði í gær aö með því móti yrði virðisaukinn eftir hér í landinu í staö þess að flytja út óunnið eða lítt unnið hráefni á erlendan markað þar sem útlendingar búa til mikil verömæti úr afurðum okkar. Sementsverð hér á landi mun vera 2 til 3 sinnum hærra en í Þýskalandi. Finnur sagði að Se- mentsverksmiðjan, Jarðefnaiðn- aður, þýskir aöilar og iðnaðar- ráðuneytiö væru meö samstarfs- verkefni í gangi til að leita leiöa til aö nýta vikurinn betur. „Hafi dregið úr eftirspurninni eftir hrávikri í Þýskalandi þá finnst mér í sjálfu sér ekkert at- hugavert við það. En ef menn ná enn að halda hrávikrinum í þó þeim verðum sem þeir hafa verið að fá, þá finnst mér þaö í góðu lagi. Þaö er aftur á móti ekki mark- mið okkar aö flytja út óunnin náttúruauöæfi eins og vikurinn er. Hann er ekki endurnýjanleg náttúruauðlind. í honum búa mikii verðmæti fyrir okkur þegar til framtíöar er litið," sagði Finnur Ingólfsson iðnaöarráöherra í gær. -JBP Kettir á Akureyri verði framvegis inni eða tjóðraðir um nætur Á Akureyri er í undirbúningi reglugerb um kattahald í bænum. í reglugerbinni verbur kvebib á um ab kettir skulu vera inni um nætur eba ab öbrum kosti tjóbrab- ir á lóbum. Slík reglugerb um kattahald er nánast einsdæmi í sveitarfélögum hér á landi en á Reybarfirbi munu vera í gildi regl- ur sem lúta ab eign og umgengni katta. Ástæbur þess ab unnib er ab þessari reglugerb nú er mikil fjölg- un katta á Akureyri ab undan- förnu og brögb ab því ab þessi dýr séu heimilislaus meb öllu. Áb mati umhverfisdeildar Akureyrar er full þörf ab taka á þessu máli einkum hvab villikettina varbar og því naubsynlegt ab hafa reglu- gerb til þess ab byggja á ef stemma á stigu vib eftirlitslausri fjölgun katta í bæjarlandinu. í drögum að reglugerðinni er gert ráð fyrir að heimiliskettir verði merktir og eigendur þeirra verði að einhverju leyti gerðir ábyrgir fyrir tjóni er þeir kunna að valda auk þess sem gert er ráð fyrir að ekki verði heimilt ab hafa fleiri en tvo ketti á sama heimili nema um unga kettlinga sé að ræða. fcá er megin- ákvæði væntanlegrar reglugerðar um að kettir skuii vera inni eða tjóðraðir um nætur og einnig er ákvæði um að umhverfisdeild bæj- arins veröi heimilt að láta eyba ómerktum flækings- og villiköttum að undangenginni auglýsingu þar ab lútandi. Þegar reglugerðin er til- búin verður hún lögb fyrir bæjar- stjórn og er það bæjarfulltrúa að taka endanlega ákvörðun um hvort þörf er fyrir takmörkun á kattahaldi á Akureyri. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.