Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 19. október 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM BOSfiFiRDINGUR BORGARNESI Sorpuröunarmálib: Forkaupsréttur felldur úr gildi Landbúnaðarráöherra hefur úrskurbað í kærumáli vegna for- kaupsréttar sem Borgarbyggð hugöist neyta á jörðinni Fífl- holtum og er skemmst frá því að segja að sveitarfélagiö fær ekki að neyta forkaupsréttar. í dómnum segir m.a.: „Til- gangur jarðalaganna er bersýni- lega sá að tryggja nýtingu lands utan skipulagöra þéttbýlissvæða í þágu landbúnaðar og þeirra sem hann vilja stunda. ... Þann- ig er ekki um það að ræða að bæjarstjórn Borgarbyggðar hafi neytt forkaupsréttar aö jörðinni Fíflholtum vegna hagsmuna sveitarfélagsins á sviði landbú- anaðar. ... Því veröur að fallast á það meö kærendum að bæjar- stjórn Borgarbyggðar hafi, eins og hér stóð á, verið óheimilt ab neyta forkaupsréttar að jörðinni Fíflholtum, samkvæmt heimild 1. mgr. 30. gr. jarbalaga nr. 65/1976 meö síöari breyting- um." Gubmundur Guðmarsson, forseti bæjarstjórnar, sagði er málib var borið undir hann: „Ég óttast ab þessi afgreiðsla geti komiö til með að brjóta upp samstarf sveitarfélaga um sorpurðun á Vesturlandi." Munir frá Listiðjunni Eik vekja athygli í Finnlandi: Hringprjónn úr hrosslegg og hross- hári slær í gegn Munir úr horni og beini frá Listiðjunni Eik, hannaöir og smíðaðir af Hlyni Halldórssyni og Eddu Björnsdóttur, vöktu mikla athygli á sýningu sem haldin var í Hanaholmen kult- ursentrum í Finnlandi í síðustu viku. Sýningin var haldin í tengslum við ráðstefnu á veg- um Samtaka um fullorðins- fræðslu á Norðurlöndum og var þeim Eddu og Hlyni boðið að sækja þingið ásamt Jóhönnu Pálmadóttur, sem veitt hefur Ullarselinu á Hvanneyri for- stöðu, en munir unnir í Ullar- selinu og víðar voru einnig sýndir á þinginu. Tvenn félagasamtök á íslandi, Bændasamtökin og UMFÍ, eru í samtökunum og sóttu ráðstefn- una af þeirra hálfu þau Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri og Kristín Gísladóttir. í viðtali við blaðiö sagði Jónas Jónsson að tilgangur samtakanna væri að efla handverk í hinum dreifbu byggbum á Norburlöndum með það að markmiöi að auka at- vinnumöguleika þar. Hann sagði muni þeirra Hlyns og Eddu hafa vakið mikla athygli lörbin sem allt hefur snúist um, Fíflholt. sýningargesta fyrir fallegt hand- bragð, frumlega hönnun og óvenjulegt hráefni. Sérstaka at- hygli vakti hringprjónn unninn úr hrosslegg og hrosshári. Eins þóttu skartgripir úr horni, beini og tönnum bæði óvenjulegir og fallegir. Samþykkt á hluthafafundi SR-mjöls hf. ab hefja bygg- ingu í Helguvík: Lobnuverksmibjan komin í höfn! Á hluthafafundi í SR-mjöli hf. fyrir skömmu var samþykkt ein- róma að hefja byggingu fiski- mjölsverksmiðju í Helguvík. Stefnt er að því að ljúka bygg- ingu hennar á 15 til 16 mánuð- um, eða um áramótin 1986-7. Byggingarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna og stærö húsnæðis um 3 þús. fer- metrar. Áætluð afkastageta er um 700 tonn á dag. Jafnhliba þessari ákvörðun SR-mjöls var ákveðið að auka hlutafé í fyrir- tækinu. „Það er gaman þegar draumar rætast, ekki síst svona stórir eins og þessi. Það er ljóst að þetta verður mikil vítamín- sprauta fyrir atvinnulífiö á Suð- urnesjum," sagði Þorsteinn Er- lingsson, stjórnarformaður Helguvíkurmjöls hf., en hann hefur staðib manna fremstur fyrir byggingu loðnuverksmiðju í Helguvík. Bæjarstjórn lokar Lífeyrissjóbi starfsmanna Vestmannaeyja- bæjar: Starfsmannafélag- iö áskilur sér allan rétt til aö taka máliö upp á ný Fyrir bæjarráði á mánudaginn lá fyrir bréf frá Starfsmannafé- lagi Vestmannaeyjabæjar þar sem greint er frá því ab félags- menn hefðu samþykkt kjara- samning í atkvæðagreiðslu í síðustu viku. Jafnframt lá fyrir yfirlýsing stjórnar félagsins þar sem hún áskilur sér rétt til að taka lífeyrismál til endurskoð- unar í næstu kjarasamningum. Bæjarráð samþykkti samning- inn, en meirihluti sjálfstæðis- manna lét bóka, vegna yfirlýs- ingar stjórnar Starfsmannafé- lagsins, að farið yröi eftir ákvæðum reglugerðar Lífeyris- sjóbs starfsmanna Vestmanna- eyjabæjar frá 5. sept. 1994 sem var staðfest af fjármálarábu- neytinu þann 10. okt. sama ár. „Þessi afstaða Vestmannaeyja- bæjar var ljós við afgreiðslu kjarasamnings, og lítur bæjar- ráö svo á að félagsmenn Starfs- mannafélagsins hafi með sam- þykkt samningsins fallist á þá skipan mála. Bæjarráð ítrekar aö málefni Lífeyrissjóðsins eru óviðkomandi viðræðum um gerð kjarasamnings," sögðu sjálfstæðismenn í bókun sinni. Fulltrúi Vestmannaeyjalistans lét bóka ab hann vísabi til fyrri fyrirvara vegna lífeyrissjóðs- málsins. Deilan um lífeyrismálið á rætur að rekja til þeirrar ákvörð- unar bæjarstjórnar að loka Líf- eyrissjóði starfsmanna Vest- mannaeyjabæjar frá síðustu ára- mótum. Allir, sem hófu störf hjá bænum eftir þann tíma, verða félagar í Lífeyrissjóði Vestmannaeyinga. Skagafjörður: Samstarf kannaö í skólamálum Á fundi bæjarrábs Sauðár- króks á dögunum var lagt fram bréf frá hreppsnefnd Skefils- staðahrepps, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarstjórn Sauðárkróks um mögulega aðild Skefilsstaðahrepps ab Grunn- skóla Sauðárkróks. Var bæjar- stjóra og formanni skólanefnd- ar falið ab ganga til viðræðna við hreppsnefnd Skefilsstaða- hrepps um málib. Ab sögn Björns Sigurbjörns- sonar, formanns bæjarráðs og skólastjóra Gagnfræðaskólans, er í gangi samstarf við Rípur- hrepp, sem sent hefur nemend- ur í elstu bekkjum grunnskól- ans til Saubárkróks, og eru uppi hugmyndir um nánara samstarf en verið hefur. Björn segir góða reynslu af þessu samstarfi. „Vib erum mjög sáttir við að sam- starf eflist og dafni milli sveitar- félaganna á þessum svibum sem öðrum." Samþykkt var á hluthafafundi SR- mjöls hf. fyrir skömmu ab hefja byggingu lobnuverksmibju í Helguvík. Togaraskýrsla LÍÚ fyrstu átta mánuöi ársins: Arnar HU 1 með mesta aflaverömætið Frystitogarinn Arnar HU 1 frá Skagaströnd var með mesta afla- verðmæti togaraflotans fyrstu átta mánuði ársins, eða tæpar 372 miljónir króna. Athygli vek- ur ab þrátt fyrir ab togarinn sé búinn að tróna í og vib toppinn frá því hann kom til landsins fyrir nokkrum árum, virðist ekki vera grundvöllur fyrir áfram- haldandi rekstri hans. Togarinn hefur verið seldur úr landi og verður á næstunni afhentur nýj- um eigendum. í togaraskýrslu LÍÚ kemur fram að á þessu tímabili hefur heildar- aflaverðmæti frystitogara aukist um 6,9%, en minnkab um rúm 7% hjá ísfisktogurum. Á tímabilinu fækkabi úthaldsdögum ísfisktogara um rúm 13%, en úthaldsdögum frsytitogara fjölgaði um 4,3%. Þannig var heildaraflaverðmæti ís- fisktogara 6.774 miljónir króna á móti 7.297 miljónum á sama tíma í fyrra. Þá var aflaverðmæti frysti- togaraflotans 8.933 miljónir kr. á móti 8.356 miljónum fyrstu átta mánubina í fyrra. Af ísfisktogurum var Grandatog- arinn Ásbjörn RE með mestan meðalafla á hvern úthaldsdag, eða 24,24 tonn. Togarinn var einnig með mesta aflaverðmætib, 206 mi- ljónir króna. Samherja-frystitogar- inn Baldvin Þorsteinsson EA var hinsvegar með mestan afla á út- haldsdag af frystitogurum, eba 24,54 tonn að jafnaði. Skiptaverðmæti ísfisktogara á hvern úthaldsdag jókst ab meðal- tali um rúm 8% á þessu tímabili. Á sama tíma jókst meöalskiptaverð- mæti frystitogara um 1,7%. Meöa- laflaverðmæti alls togaraflotans jókst aftur á móti um 7,7%. Á umræddu tímabili dróst meðalafli togaraflotans saman um 0,89% á hvern úthaldsdag miðað við sama tíma í fyrra. Hjá ísfisktog- urum nemur aflasamdrátturinn um 1,03%, en hvorki meira né minna en 16,13% hjá frystitogurum. -grh Eggert Briem, Elísabet Cubjohnsen, Kjartan C. Magnússon, Haflibi P. Gíslason, Gubmundur G. Haraldsson, Leó Kristjánsson, LeifurA. Símonarson, Robertj. Magnus og Sigríbur jónsdóttir. Raunvísindastofnun Háskólans: Ný stjóm kjörin 1 byrjun september tók til starfa ný stjórn Raunvísinda- stofnunar Háskóla íslands og er hún kjörin til 4 ára í senn. Stjórnina skipa: Eggert Briem prófessor, stjórnarformaður; Haf- liöi P. Gíslason prófessor, Jón Geirsson dósent, Leifur A. Símon- arson prófessor, Leó Kristjánsson vísindamaöur, Kjartan G. Magn- ússon dósent, Jakob Yngvason prófessor og Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur. Elísabet Guðjohn- sen er framkvæmdastjóri stofn- unarinnar. Þess má geta að Raunvísinda- stofnun á 30 ára afmæli á næsta ári. ■ Fjórar mcelingar á fiski í Smugunni eftir gildistöku nýrrar reglugerbar: Eitt tilvik stóðst ekki viðmiðun 1 fjórum mælingum varðskips- manna á Óðni á afla íslenskra skipá í Smugunni, eftir gildis- töku reglugerðar 20. september sl., kom í ijós að aflinn stóðst ís- lensk viðmiðunarmörk um lok; un svæba nema í einu tilviki. í öllum fjórum tilvikunum stóbst aflinn hinsvegar viðmiðunar- mörk Norðmanna. Samkvæmt norskum reglum er mibab við þab hvort meira en 15% af afla sé undir 47 cm, þegar ákvarðanir eru teknar um lokun svæða. íslenska viðmiðunin er aft- ur á móti sú ab svæbum er lokað, þegar meira en 25% aflans er undir 55 cm. í fyrstu mælingu var aflinn 7 tonn og mældir 452 fiskar. Þar af voru 80 undir 55 cm, eða 17,7%, og 9 undir 47 cm, eða 2%. í ann- arri mælingu var aflinn 14 tonn og mældir 513 fiskar. Þar af voru 146 undir 55 cm, eða 28,5%, en 17, undir 47 cm, eba 3,3%. I þriðju mælingu var aflinn 10 tonn og mældir 304 fiskar. Undir 55 cm voru 15, eða 4,9%, og einn fiskur undir 47 cm, eöa 0,3%. I fjórðu og síðustu mælingunni var aflinn 2,5 tonn og 250 fiskar mældir. Undir 55 cm voru 38 fiskar, eða 15,2%, og 23 undir 47 cm, eða 9,2%. En eins og kunnugt er, þá var eftir 20. september sl. öllum ís- lenskum skipum í Smugunni gert skylt að nota a.m.k. 155 mm möskva í 8 öftustu metrum botn- og flotvörpu. Þab voru mun strang- ari kröfur en Norðmenn gera til norskra skipa á svæðinu. Reglu- gerðin var sett eftir að fyrri mæl- ingar varðskipsmanna höfðu leitt í ljós að allmikið var um smáan fisk í afla íslensku skipanna, þótt hann stæðist norsk viðmibunarmörk. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.