Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 19. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cuómundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Ríkisvaldiö og atvinnulífiö Það er eitt af hlutverkum stjórnvalda og ekki það veigaminnsta að skapa efnahagslegt um- hverfi sem stuðlar að fullri atvinnu. Mann- fjölgun, tækniþróun og hagræðing í fyrirtækj- um hefur fækkað störfum á undanförnum ár- um. Atvinnumál voru til umræðu í kosningabar- áttunni síðastliðið vor og er það að vonum. Stefnumið Framsóknarflokksins í kosninga- baráttunni, að takast af alvöru á við það verk- efni að skapa 12.000 störf til aldamóta, vakti athygli. Eftir kosningarnar hefur þetta stefnu- mið verið mjög umrætt, ekki síst í umræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1996. Þetta mál er tilefni til umhugsunar og um- ræðu um hlutverk ríkisvaldsins í uppbyggingu atvinnulífsins. Varanleg atvinnuuppbygging verður ekki til með því að auka hallarekstur ríkissjóðs með opinberum framlögum til at- vinnulífsins. Sú atvinnuuppbygging er varan- legri sem byggir á fjárfestingum og aukinni at- hafnasemi og framleiðslu fyrirtækjanna í landinu. Stöðugt gengi, lág verðbólga og sam- bærilegir vextir og í nágrannalöndunum eru nauðsynleg skilyrði þess að framþróun geti átt sér stað í atvinnulífinu. Stöðvun skuldasöfnunar og minnkandi lánsfjárþörf ríkissjóðs eru grundvöllur þess að vextir lækki og aðrir þættir efnahagslífsins stuðli að eflingu atvinnulífsins. Þess sjást nú sem betur fer merki að framþróun og fram- leiðsluaukning sé að verða í einstökum at- vinnugreinum. Útflutningur almennra iðnað- arvara hefur aukist verulega og reiknað er með aukinni fjárfestingu í atvinnulífinu á næsta ári. Hins vegar hefur hlutfall fjárfestinga verið lágt og nauðsyn ber til að örva hana enn frek- ar í; atvinnuvegunum. Þetta er ekki síst nauð- syn á þeim tímum þegar efnahagslífið er að qpnast og fjármagnsflutningar eru leyfðir til erlendra fjármagnsmarkaða. Nauðsyn er að ís- lenskt efnahagslíf sé með þeim hætti að það laði að fjármagn til fjárfestingar hér á landi. Hallalaus rekstur ríkissjóðs er nauðsyn til þess að skapa þetta umhverfi, því ekkert svig- rúm er til að jafna hallarekstur hins opinbera með innlendum lántökum. Skuldsetning rík- issjóðs erlendis er of mikil og innlend lántaka mun leiða til vaxtahækkana. Jafnvægi í opin- berum rekstri er því forsenda fyrir því að um- svif í almennu atvinnulífi vaxi og störfum fjölgi. Kristilegt ríkisútvarp Þab vakti óneitanlega athygli vib setningu kirkjuþings ab kirkju- málarábherrann lét ekki sjá sig. Hins vegar kom menntamálaráb- herrann. Kirkjumálarábherrann var nefnilega upptekinn á öbrum vettvangi vib ab tippa meb vib- höfn í nýjum íþróttagetraunaleik. Því má eiginlega segja ab þeir fé- lagar Þorsteinn Pálsson og Björn Bjarnason hafi haft vistaskipti í rábherradómum meb því ab Björn gegndi skyldum kirkju- málaráöherrans, en Þorsteinn gekk í starf íþróttamálaráöherr- ans. í ræðu sinni á kirkjuþinginu geröi Björn Bjarnason kristni, kirkjuna og lýöræöiö aö umtals- efni og hann lýsti áhyggjum sín- um yfir því að íslensk ungmenni fengju ekki nægjanlega kristni- fræöslu og ættu þess vegna í erfiö- leikum meö aö skilja listir og bók- menntir. En trúarleg tákn og myndir eru einmitt þýöingarmik- ill grunnur í vestrænni listsköp- un. Menntamálaráðherra hefur greinilega talsverðar áhyggjur af því að unga fólkiö muni ekki ná aö skilja þau verömæti, sem í list- inni eru fólgin, og hefur einsett sér aö bæta þar úr. „Sækir á hugann ..." í kirkjuþingsræöunni boöaöi hinn listelskandi menntamála- ráöherra aö gera þyrfti kaþólsku kirkjunni hærra undir höfði, og hann gaf jafnframt fyrirheit um aö ríkisútvarpiö tæki aö sér nýtt upplýsingahlutverk fyrir kirkj- una. RÚV færi þannig líka að keppa viö Ómega, kristilegu sjón- varpsstöðina, en sem kunnugt er hefur Ríkisútvarpiö gert allt sem þaö getur til að drepa niöur aðra fjölmiðla í landinu, með því aö beita krafti ríkisstyrkjanna í að ná sem mestu af auglýsingum til sín. Menntamálaráðherra sagöi í ræöu sinni: „Sækir á hugann hvort ekki sé ástæða fyrir kirkjuna aö auka upplýsingamiölun um þessa lykla (biblíuna og tákn trú- arinnar) aö leyndardómum margra stórbrotinna iistaverka. GARRI Til þess mætti nota þann miðil, sem ríkið rekur, til þess aö leggja rækt viö menningararfinn, Ríkis- útvarpið." Augljóslega væru hæg heima- tökin ab breyta RÚV í kristilega útvarpsstöð, þar sem útvarpsstjór- inn er sjóaöur prestur og hermaö- ur Krists, stundum kallaöur hinn mikli fjölmiðlaklerkur íslands. Þess utan hefur útvarpsstjórinn sýnt og sannað upp á síökastið, að hann er ötull liðsmaður mennta- málaráöherrans í flestum málum og er skemmst að minnast af- stööu hans varöandi það aö stofna íslenskan her. Þá óttubust starfsmenn RÚV, aö útvarpsstjór- inn og ráöherrann ætluöu að draga úr starfsemi útvarps og beina starfsfólkinu inn í hinar nýju öryggissveitir. Það hafa hins vegar reynst óþarfa áhyggjur, því nú er komið í ljós aö starfsmenn- irnir munu verða hermenn Krists rétt eins og útvarpsstjórinn. Vinningur í bobi Kirkjuhússins Þessi nýja kristilega sókn á öld- um ljósvakans mun eflaust efla skilning manna á byggingarlist, bókmenntum, myndlist og kvik- myndum og gera þjóöina hæfari til samræðna á menningarlegum nótum og til að njóta þeirra lysti- semda sem lífið býöur upp á. Þessu framtaki ber að fagna og Garri bíður í ofvæni eftir því aö sjá Hemma Gunn bjóöa fólki happ í hendi, þegar þaö skefur of- an af hæsta vinningi næsta þáttar — orbskýringum Gídeonsfélags- ins viö Davíðssálmana í boöi Kirkjuhússins og Biskupsstofu. Þá er þaö ekki síður fagnaöar- efni að menntamálaráöherra hafi náö aö punda á villutrúar-vinstra- liöið, sem situr viö kjötkatlana hér í Reykjavíkurborg. Þab voru orð í tíma töluð hjá Birni, að setja ofan í við borgarstjórann að hafa lánað Ráðhúsiö undir borgaralega fermingu á dögunum og leggja þannig lið þeim öflum, sem tefja fyrir og spilla því að ungviöiö læri um biblíuna og trúarlegu táknin, sem eru forsenda þess aö þau geti notið hinna æðri lista. Borgaryfir- völd hafa því stuölað aö afsiðun ungmenna og menningarfátækt þeirra, sem sérhver listelskandi ráðherra hlaut aö mótmæla. Garrí Forsetaframbjóbendum fjölgar enn Sú frétt hefur verið sögð að ýms- ir af dyggustu stuðningsmönn- um Þorsetins Pálssonar, þar á meðal aðstoðarmaður hans í dómsmálaráðuneytinu, hafi komib saman til fundar til að kanna kosti þess að skora á Þor- stein að gefa kost á sér í forseta- framboöi. Þetta er merkileg frétt og hleypir svo um munar nýju lífi í þær vangaveltur sem uppi hafa verið um forsetaframbjóö- endur og hugsanleg framboð stjórnmálamanna til þess emb- ættis. í skoðanakönnun DV kom fram að Pálmi Matthíasson og Guðrún Agnarsdóttir eiga talsverða lýðhylli þegar spurt er um tiltekinn lista manna. Þar kemst forsætisráðherra líka á blað og hugsanlegt framboð hans er að sjálfsögðu lang áhugaverðast, ekki endilega vegna þess að hann yröi svo miklu betri forseti en hinir, heldur vegna þess að það myndi hafa gríðarleg áhrif á allt stjórn- málalíf landsins ef hann tæki þá ákvörðun að gefa kost á sér. Sterki maðurinn Hugsanlegt framboö Davíðs sem sterks stjórnmálamanns vekur Iíka upp spurningar um hvort hann myndi ekki breyta forsetaembættinu og gera það valdameira. í heitu pottum höf- uöborgarinnar og á kaffihúsun- um skortir enda ekki kenningar um þab hvað Davíb ætli aö gera og heyrast ýmsar útfærslur, allt frá því að fullyrða ab hann láti sér ekki koma til hugar ab fara fram, yfir í þab að hann muni segja af sér á næsta landsfundi og tilkynna framboð. En allt hafa þetta verið getgát- ur, varla prenthæfar, þar til í gær ab stuðningmannahópur Þor- steins Pálssonar kastar nýrri bombu inn í þessar vangaveltur. Skyndilega er ráðherra í ríkis- Á víbavangi stjórn Davíös orðaður vib fram- boð og þaö ekki bara einhver ráðherra. Þorsteinn er formað- urinn sem Davíð felldi á Lands- fundi og þó talsvert sé um liðiö væri til of mikils ætlast að ekki ríkti enn spenna milli þessara manna og stuöningshópa þeirra. Sprenging í spegla- sjónum Það er því ekki óeölilegt ab sjálfskipaðir stjórnmálaskýrend- ur um land allt velti fyrir sér dýpri merkinu fréttar af þessu tagi. Meðal þeirra spurninga sem upp koma er spurningin um það hvers vegna stuðnings- menn Þorsteins ákveða ab fleyta þessu máli núna, svo skömmu fyrir landsfund? Eru þeir búnir ab missa trúna á pólitíska fram- tíð Þorsteins og vilja koma hon- um í valdalítið en virðulegt embætti forseta? Liggur kannski þarna að baki flóknari pólitísk flétta þar sem verið er að reyna að særa fram einhverja yfirlýs- ingu frá Davíð um framboð þannig að aukiö pólitískt rými skapist fyrir Þorstein? Og eins og einhver spuröi svo réttilega: Hver er hlutur Eggerts Haukdals í þessari áskorun? Þessar og margar fleiri spurningar hafa verið á floti eftir frétt ríkisút- varpsins í gær og þó enginn viti í rauninni neitt um hugmyndir og fyrirætlanir þeirra Davíös og Þorsteins sjálfra, þá er ljóst að umræðan um frambob til for- seta er ab taka á sig mun pólit- ískari mynd en áður. Sú stað- reynd ein að umræðan um for- setaframboð er farin að snúast að talsverðu leyti um virka for- ustumenn í stjórnmálum og ráðherra í ríkisstjórn setur for- setaembættið í nýtt samhengi sem landsmönnum hefur ekki verið tamt. Hvort það er til góðs að umræðan um forsetafram- boð er að þróast yfir í að vera öðrum þræði umræða um inn- anflokksmál Sjálfstæðisflokks- ins og ríkisstjórnarinnar skal ósagt látið, en hitt er þó ljóst að slík tenging við innanflokks- átök verður hvorki Þorsteini né Davíð til framdráttar ef svo fer ab annar hvor eða bábir ákveba að fara í framboð. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.