Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 19. október 1995 Framsóknarflokkurinn Kristjana Siv Sigríbur Páll Halldór Sigurbjörg Ingibjörg E|fn Herdís Cubjón Drrfa _______Helga 7. Landsþing LFK * <4*. 4^1 „Konur í framsókn" Valgerbur verbur haldib í sal Lionsmanna í Kópavogi ab Aubbrekku 25, dagana 20.-22. október. Dagskrá: Föstudagurinn 20. október Kl. 19.30 Þingsetning ab Borgartúni 6. Setning: Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Kjör embættismanna þingsins. Ávörp: Páll Pétursson félagsmálarábherra. Siv Fribleifsdóttir, 1. þingmabur Reykjaneskjördæmis. Kl. 20.00 Fundi frestab til iaugardags. Kl. 20.00 Kvöldverbarhóf í tilefni 50 ára afmælis Félags framsóknarkvenna í Reykjavik. Ávarp: Sigríbur Hjartar, formabur FFK. Hátibarræba: Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins. Laugardagurinn 21. október Kl. 8.30 Afhending þinggagna ab Aubbrekku 25, Kópavogi. Kl. 9.00 Ávarp: Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formabur Freyju, félags framsóknar- kvenna í Kópavogi. Kl. 9.10 Skýrsla stjórnar. Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Þóra Einarsdóttir gjaldkeri. Umræbur — afgreibsla. Mál lögb fyrir þingib. Kl. 9.45 MANNRÉTTINDI KVENNA Mannréttindi eldri kvenna Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formabur Freyju og fulltrúi á kvennaráb- stefnunni í Kfna. Áherslur í mannréttindamálum kvenna Halldór Ásgrímsson, forma&ur Framsóknarflokksins. Lög og framkvæmd jafnréttisáætlunar ríkisstjórnarinnar Elín Líndal, formabur jafnréttisrá&s. Efnahagslegt sjálfstæbi — grundvallarmannréttindi Herdís Sæmundardóttir, formabur undirbúningsnefndar um stofnun lánatryggingasjóbs kvenna. Þróunarabstob meb persónulegum samskiptum Hansfna Björgvinsdóttir, ritari LFK og fulltrúi á kvennarábstefnunni f Kína. Umræ&ur. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Umræ&ur um stööu kvenna í Framsóknarflokknum og framtíbar sýn jseirra. Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Ávarp: Gu&jón Ólafur jónsson, forma&ur SUF. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrig&isrábherra. Valger&ur Sverrisdóttir, forma&ur þingflokks framsóknarmanna. Siv Fri&leifsdóttir, 1. þingma&ur Reykjaneskjördæmis. Umræbur. Tillögur a& jafnréttisáætlun í flokksstarfi lag&ar fram. Drffa Sigfúsdóttir, vararitari Framsóknarflokksins. Umræ&ur. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 16.15 Hópstarf. Kl. 17.00 Sko&unar- og skemmtiferb í Mosfellsbæ fram eftir kvöldi í bo&i Esju, félags framsóknarkvenna í Kjósarsýslu. Lei&söguma&ur er Helga Thor- oddsen bæjarfulltrúi. Sunnudagurinn 22. október Kl. 9.00 Morgunkaffi. Kl. 9.15 Ávarp: Ingibjörg Pálmadóttir, ritari Framsóknarflokksins. Kl. 9.30 Umræ&a og afgrei&sla jafnréttisáætlunar. Kl. 11.00 Afgrei&sla mála. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 12.45 Afgrei&sla mála. Kl. 13.45 Stjórnarkjör. Kl. 14.45 Þingslit. Kjördæmísþing framsóknar- manna í Noröurlandskjör- dæmi eystra verbur haldib þann 3. og 4. nóvember n.k. á Húsavík. Þingib hefst föstudaginn 3. nóvember kl. 20.00. Páll Pétursson félagsmálará&herra ávarpar þingib. Stjórn KFNE Gulir tónleikar Osmo Vánská stjórnaði tónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar 12. október, sem voru fyrstir í röö gulrar tónleikaraöar vetrar- ins, en sú röö einkennist af stór- um hljómsveitarverkum og ís- lenskum einleikurum. Tónleik- arnir voru haldnir í skugga op- inberrar deilu stjórnandans og tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins á síðum Morgunblaösins; megi álykta af viðtökum áheyrenda og viðmóti hljómsveitarmanna við Vánská, virðist hann engan skaba hafa beðið af þessum hnippingum. Fyrst á efnisskrá var 4. sinfón- ía Jósefs Haydn af 104 (hundrað og fjómm) sem þessi skapari sinfóníunnar og strengjakvar- tettsins samdi á langri ævi (1732-1809). Fyrstu 90 sinfón- íur Haydns heyrast mun sjaldn- ar á tónleikum en hinar síðustu 10-20, en 4. sinfónían a.m.k. reyndist vera bæði skemmtileg og heillandi í innblásnum flutningi Vánská og Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Á liðnum áratugum hafa mýmargir tón- leikar hér hafist á klassískri sin- fóníu sem stjórnandi og hljóm- sveit hafa hrist fram úr erminni rétt eins og í upphitunarskyni, áður en tekist væri á við einhver hátimbruð meginviðfangsefni kvöldsins. En slíkt hendir ekki Osmo Vánská: 4. sinfónía Haydns hlaut þá alúð í undir- búningi og flutningi sem hún átti skilib, enda var árangur eft- ir því. Næst kom annað sjaldheyrt verk, sem þó stendur oss nærri, Ljóðræn svíta eftir Pál ísólfsson (1893-1974). Páll var verulegur örlagavaldur í íslenskri tónlist- arþróun fyrra hluta þessarar ald- ar — hann hélt fyrstur manna Bach-tónleika hér í bænum, réb Osmo Vanska. mestu um tónlistarflutning í Ríkisútvarpinu frá stofnun þess 1930 (sinfóníugarg hét sú tón- list á alþýbumáli allt þar til skrúfað var frá Rás 2 og menn sneru sér að annars konar tón- list), var fyrsti skólastjóri Tón- TÖNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON listarskóians, o.s.frv. En jafn- framt var hann furðu afkasta- mikill tónsmiður, og margt sem hann samdi er alþekkt og vin- sælt. Enginn var hann tónbylt- ingarmabur, enda Bach hans lýsandi stjarna, en yfir mörgum verka hans er „ljóðrænn nor- rænn andi" ekki ólíkur því sem finna má hjá Síbelíusi og Grieg. Ljóðræna svítan, sem nú var flutt, er í fjórum þáttum, og þrír hinna síðustu eru betur þekktir undir heitinu Humoreskur. En sinfónísk útsetning Páls er mjög viðkunnanleg, enda var hann vel menntur í sinni grein. Sagt er að þetta hafi verið í annað sinn á 45 ára ferli Sinfóníu- hljómsveitar íslands sem hún flytur Ljóðræna svítu, sem má ómaklegt kallast. Síðastur á efnisskrá var 4. pí- anókonsert Beethovens í G-dúr, þar sem Örn Magnússon þreytti frumraun sína sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Örn hefur verið mjög virkur í spilamennsku sinni upp á síðkastið — m.a. leikið Jón Leifs inn á geisladiska — og nú flutti hann þennan innblásna og ljóðræna konsert Beethovens mjög fallega og af miklu öryggi. Beethoven sjálfur spilaði á pí- anóið þegar G-dúr konsertinn var frumfluttur á sögufrægum tónleikum veturinn 1808, og enda þótt hann væri framan af ævi þekktastur sem píanóvirtú- ós, var hann þegar hér var kom- ib farinn að tapa heyrn allnokk- ub og hinn mikli andi bundinn viö háleitari hluti en fingrasetn- ingu og fínan áslátt. Einu sinni sá ég reyndar Jón Leifs spila á píanó, og kannski voru taktarn- ir ekkert sérlega ólíkir, og sann- lega hefði verið fróölegt að ferb- ast í tímavél til Vínarborgar 1808 og verða vitni að þessum ævintýralegu tónleikum jöfurs- ins, þar sem frumflutt voru sum hans frægustu verka við mjög svo misjafnar undirtektir. En nú fengum við semsagt óaðfinnan- iega nútímaútgáfu af Beetho- ven- konsertnum, fágaða og vandaða samkvæmt ýtrustu kröfum geisladiskakynslóðar- innar. Ein smá-misfella hefði samt ekki skaðað, smá-háski, svosem eins og til að taka ofan fyrir skáldinu mikla. Tvö tríó og einu betur Svo er nú komið tónlistargetu þjóðar vorrar, ab Kammermús- íkklúbburinn, sem oftlega hefur brotið blað með tónleikahaldi sínu, heldur í vetur fimm tón- leika þar sem jafnmargir mis- munandi íslenskir kammerhóp- ar koma fram: fyrst lék strengja- kvartett 17. september og Tríó Reykjavíkur 15. október, síðan leikur Tríó Borealis 12. nóvem- ber, þá Bernardel-kvartettinn 21. janúar 1996 og loks Tríó Nordica 10. mars. Sú var nefni- lega tíð, að flestir flytjendur þessa æruverðuga klúbbs voru útlendir, líkt og hjá Tónlistarfé- laginu. Tríó Reykjavíkur, sem kom fram á 2. tónleikum vetrarins í Bústaðakirkju 15. október, skipa þau Peter Maté píanó, Guðný Guðmundsdóttir fiðla og Gunnar Kvaran knéfiðla, og fluttu píanótríó eftir Beethoven og Smetana, en í píanókvartett eftir Brahms bættist Guðmund- ur Kristmundsson lágfiðluleik- ari í hópinn. Fyrst á efnisskrá var tríó eftir Beethoven í Es-dúr op. 70 nr. 2 — systurtríóið op. 70 nr. 1 verb- ur flutt á tónleikunum 12. nóv- ember. „Þetta voru tímamóta- verk á sínu sviði og samin sama árið [1808] og Pastoralsinfónían op. 68 og sellósónatan op. 69," segir í skránni. Einhvern veginn nábi Beethoven sér ekki al- mennilega á flug í þetta sinn, þrátt fyrir vandaöa spila- mennsku og talsverb tilþrif, hinn tæri hljómur og skýra raddsetning skáldsins skilaði sér ekki og tónlistin varð þung- lamaleg án þess aö vera dramat- ísk. Eba þannig hljómaði það úr mínu horni, framarlega til vinstri í þéttsetinni kirkjunni. Louis Spohr varð vitni að æf- ingu annars tríósins op. 70 á heimili Lichnowskys greifa, sem Beethoven tileinkar þessi verk, og lýsir því svo í sjálfsævisögu sinni: „Þetta var óskemmtileg reynsla. í fyrsta lagi var píanóið hræöilega falskt, sem þó snerti Beethoven ekki hið minnsta, því hann heyrði það ekki. Að auki var lítið eba ekkert eftir af þeirri geislandi píanótækni hans sem fyrrum vakti svo mikla aðdáun. Þegar spila átti sterkt, hamraði vesalings heyrn- arlausi maðurinn heila nótna- klasa á píanóib, svo maöur fékk enga hugmynd um laglínuna nema maður fylgdist með skrif- uðu nótunum. Ég var djúpt snortinn af þessum harmleik. Nú skildi ég loks næstum stöð- ugt þunglyndi Beethovens." Tríó Smetana op. 15 í g-moll er elst þriggja kammerverka hans, samið 1857. Tríó Reykja- víkur flutti þetta kraftmikla verk afbragðs vel, og nú geisaði fiðl- an, sem hafði lent ofmikið í skugganum í Beethoven, eins og efni stóðu til. í verkinu gætir ekki ennþá áhrifa þjóðlegrar tékkneskrar tónlistar; hins vegar þykir djúp sorg svífa yfir vötn- um, því tríóið er samið í minn- ingu dóttur Smetana, mikils efnisbarns sem hafði dáið úr skarlatssótt fjögurra ára gömul. Síðastur og mestur á efnisskrá var píanókvartett Brahms í c- moll op. 60, saminn 1875. Eins og fyrr sagöi, bættist Guðmund- ur Kristmundsson lágfiðluleik- ari nú í hóp Tríós Reykjavíkur, og eins og segir í tónleikaskrá, styrkist strengjasveitin mjög gagnvart píanóinu við þetta. Þetta er mikil tónlist og höfug — fáir jafnast á við Brahms á þeim vettvangi. Og fáir tónlist- arvibburðir í bænum jafnast á vib tónleika Kammermúsík- klúbbsins. ■ Framsóknarfélag Mýrasýslu A&alfundur ver&ur haldinn fimmtudag 26. okt. í húsnæ&i félagsins a& Brákarbraut 1 í Borgarnesi. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá fundarins: 1. Fundurinn settur 5. Kosning í stjórn 2. Skýrsla gjaldkera 6. Kosning á kjördæmisþing 3. Skýrsla húsrá&s 7. Önnur mál 4. Lagabreytingar Formabur Framsóknarfélags Mýrasýslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.