Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.10.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. október 1995 jjJuyMar vmiww 5 Rognheiöur Hergeirsdóttir: Meðferb eða refsing? Sjúklingar þeir, sem vistaðir eru á réttargeðdeildinni að Sogni, hafa verið dæmdir til að sæta öruggri gæslu og meðferð samkvæmt 15. og 62. gr. al- mennra hegningarlaga. Það felur í sér að viðkomandi hafi framið brot sem varðar við almenn hegningarlög, en að ekki sé leyfi- legt að refsa honum sökum geð- veiki. Því er ekki um að ræða refs- ingu, heldur ráðstöfun sem tryggi að ekki stafi háski af viðkomandi vegna veikinda hans. Aflétting öryggisgæsludóms er ákveðin af dómstólum og er yfir- leitt háð því skilyrði að viðkom- andi sjúklingúr þarf að fara að ráðum og fyrirmælum meðferðar- aðila og honum skal jafnframt tryggð heilbrigð.is- eða félags- þjónusta við hæfi. Þannig er reynt að draga sem mest úr líkum á að afbrot endurtaki sig vegna sjúkdómsins. Mebferb Markmið stofnunarinnar er að koma sjúklingum til svo góðrar heilsu sem kostur er meðan á vist- un stendur og aö stuðla að nauö- synlegri aðlögun hans í þjóðfélag- inu áður en dómi verður aflétt. Á Sogni er um tvíþætta starfsemi að ræða, þ.e. öryggisgæslu og með- ferð. Ekki er alltaf auðvelt að sam- ræma þessa tvo þætti. Mannúð, mannréttindi og mannhelgi skulu höfð að leiðarljósi í með- ferðarstarfi, en ætíð skal gæta fyllsta öryggis. Grundvallarþáttur meðferðar er lyfjameðferð. Þegar tekist hefur aö bæta líðan sjúk- lings með lyfjum, skapast mögu- leikar á frekari meðferð og endur- hæfingu, sem stefnir að því að sjúklingur geti útskrifast frá stofn- uninni og lifað sem eðlilegustu lífi í samfélaginu. Mikilvægur þáttur í þeirri með- ferð er starfsþjálfun og kennsla. Þar sem sjúklingar eru á mismun- andi aldri og með ólíkan bak- grunn, þarf að vera hægt aö mæta mismunandi þörfum. í starfs- þjálfun þurfa að vera til mögu- leikar til grófari starfa, t.d. smíða, gifssteypu/leirvinnu, endur- vinnslu pappírs og máiunar, og til annarra starfa, t.d. hannyrða, teiknunar og pökkunarverkefna ýmiskonar. Einnig þarf að vera til aðstaða til þjálfunar við mat- reiðslu, þjálfunareldhús, en í dag er engin slík aðstaða fyrir hendi. VETTVANGUR Þessi þáttur meðferðar, starfsþjálf- un, býr við óheppilegan og þröngan kost að Sogni í dag og takmarkar það starfsemina nokk- uð. Hann vegur eðlilega þungt, þegar gera á sjúklingum kleift að fara aftur út í lífið, og því afar mikilvægt að hægt verði að ráða bót á þessum málum. Sl. haust hófst kennsla fyrir sjúklinga á Sogni. Um er að ræða einstaklingsmiðaða sérkennslu á grunnskólastigi, sem fram fer í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suð- urlands og fer kennslan fram að Sogni. Er þar um að ræða mikið framfaraspor í meðferð sjúkling- anna og mun það vafalítið auka færni þeirra og möguleika í fram- tíðinni. Fjölskyldutengsl Einn þáttur meðferðarinnar er að styðja sjúklinga til að endur- heimta og viðhalda tengslum við fjölskyldur sínar og vini eins og kostur er. En ein afleiðing langvarandi geðsjúkdóma er einmitt rofin eða sködduö tengsl við annað fólk. Til aö mögulegt sé að styðja þessi samskipti þurfa sjúklingar að geta tekið á móti og heimsótt sína nánustu og notið með þeim einhvers af því sem umhverfið hefur upp á að bjóða. Forsenda þess er þó að meðferðar- aðilar telji fyllsta öryggis vera gætt, í samræmi við ástand sjúk- lings hverju sinni. Réttargebdeidin ab Sogni. Eftirmebferb Auk þess að styðja við fjöl- skyldu- og vináttutengsl er nauð- synlegt að skapa í umhverfi sjúk- lings „öryggisnet", sem byggir á eftirliti og stuðningi þegar til út- skriftar kemur. Við undirbúning útskriftar sjúklinga frá Sogni er á- hersla lögð á samstarf við þjón- ustustofnanir ríkis og sveitarfé- laga, sérstaklega varðandi félags- legan stuðning og eftirlit. Geð- sjúkdómar draga úr virkni og frumkvæði fólks og því þarf að tryggja sjúklingum stöðugleika og viðráðanlegar lífsaðstæður. Virk eftirmeðferð undir umsjón sér- hæfðra aðila dregur verulega úr líkum á að sjúklingur verði hættulegur sér eða öðrum að nýju, og gerir meðferðaraðilum og dómsyfirvöldum kleift að grípa inn í aðstæður, ef þurfa þyk- ir vegna öryggissjónarmiða. Brautrybjendastarf Geðsjúkdómar fara ekki í manngreinarálit. Geðsjúkum, sem ekki njóta nauðsynlegrar að- hlynningar af hálfu samfélagsins og verða því líklegri til afbrota, virðist því miður fjölga. Líkleg skýring er m.a. samdráttur í heil- brigðisþjónustu. Sambærileg þró- un í nágrannalöndum hefur leitt til fjölgunar alvarlegra afbrota, sem framin eru af geðsjúkum. Ekkert bendir til að þróunin verði önnur hér á landi. Á Sogni fer fram öflugt þróunar- starf í meðferð geðsjúkra afbrota- manna á íslandi. Að því þarf að hlúa. Ef mögulegt á að vera að halda áfram á þeirri braut og sinna á mannúðlegan og löglegan hátt þeim einstaklingum, sem nú þegar hafa lent í þeirri ógæfu að fremja alvarleg afbrot sökum geð- veiki, þurfa stjórnvöld að leggja aukinn skilning og metnað í upp- byggingu meðferðar geðsjúkra af- brotamanna. Liðstyrkur Kiwanis- hreyfingarinnar er nú að Sogni ó- metanlegur hvað varðar uppbygg- ingu starfsþjálfunar á staðnum, og ekki síður fyrir þá viðurkenningu sem felst í því að þetta verkefni skuli valið í tilefni K-dags. Höfundur er félagsráögjafi á réttargeö- deildinni aö Sogni. Ævisaga Maríu Ævisaga Maríu Guðmundsdóttur, fyrrverandi feguröardrottningar og Ijósmyndafyrirsætu, er vænt- anleg hjá Vöku-Helgafelli nú um næstu mánaðamót. Ingólfur Margeirsson skráir sögu hennar og nefnist hún f f María — konan Frettir af bokum bak við goðsögnina. María Guðmundsdóttir komst á hátinda tískuheimsins beggja vegna Atlantsála í byrjun sjöunda áratugarins. Hún var óvænt upp- götvuð í París og varð undraskjótt ein eftirsóttasta fyrirsæta heims. María lifbi hinu ljúfa lífi í stór- borgum austan hafs og vestan og kynntist eftirminnilegu fólki úr heimi stjórnmála, kvikmynda og viðskipta. En Ingólfur Margeirsson fjallar einnig um þab hvaða verði María keypti frægðina og framann. Hann fjallar um sigra hennar og einsemd; segir frá uppvexti henn- ar á Djúpuvík á Ströndum og hrottafenginni árás sem hún varð fyrir í New York; greinir frá gleöistundum með glaumgosum í París og vist á geödeild — leiðinni á tindinn og niður aftur. Ingólfur byggir á bréf- um sem fóru milli Maríu og for- eldra hennar, svo og á dagbókum hennar. Þá átti hann ítarleg viðtöl við hana heima og erlendis. Gott sjónvarp er vont sjónvarp Þótt yfirskrift þessa pistils •hljómi undarlega má rökstyðja hana, eins og ég mun gera hér á eftir. Á sama hátt má líka rökstyðja ab vont sjónvarp sé gott sjón- varp. Sjónvarpsefni er nefnilega hægt að flokka á mismunandi hátt eftir því hvaða skilningur er lagður í hugtökin gott og vont. Mjög margir, sennilega flestir sjónvarpsáhorfendur, telja af- þreyingarefni, kvikmyndir, sápuóperur, spennuflokka og þess háttar, gott sjónvarpsefni en fussa og sveia yfir fræðsluefni og „ menningarkj aftæbi". Þetta fólk kallar afþreyingar- sjónvarp gott sjónvarp. Aðrir, en miklu færri, nenna ekki að eyða tíma sínum fyrir framan innihaldslítið skemmti- efni, sem ekkert skilur eftir. Þessu fólki finnst gott sjón- varp það sem hinum fyrrnefndu þykir vont. Það verbur hver um sig aö meta í hvorn flokkinn hann skipar sér, en það er ekki nokkur vafi ab fræðandi sjónvarpsefni er þjóbfélagslega eftirsóknar- verðara. Þá á ég vib sjónvarps- efni sem opnar mönnum nýja sýn í hina ýmsu menningar- heima, hvort sem er um fram- andi lönd, náttúrufar, vísindi, tónlist eða annað. Og sé sjónvarp ekki svo spennandi að borgararnir sitji límdir við skjáinn, getur vel ver- ið að fólk taki þann kost að byrja aftur ab tala saman, fara í heim- sóknir og rækta vináttu eða ann- að mannlíf af holdi og blóði en ekki úr einhverjum sýndar- Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE heimi. Það er löngu viðurkennt að sjónvarpsefni getur haft mikil áhrif á áhorfandann. Verstu dæmin eru þegar fólk fær hug- myndir að glæpaverkum úr sjónvarpinu eba verður tilfinn- ingalega ónæmt fyrir vobaverk- um og öðrum hörmungum. Meira að segja hafa böm leikið þab eftir sem þau hafa séb í sjón- varpi og valdið óbætanlegu og ólýsanlegu tjóni. Að drepa eða limlesta verður svo „venjulegur" hluti af tilver- unni, að fólk kippir sér ekki upp við ofbeldi, jafnvel þótt það verði vitni að slíku í raunveru- leikanum. Þjóðfélagið brenglast, ef svo má að orði komast. Auðvitað er erfitt viö að eiga, þegar um er að ræða sjónvarps- efni sem „fólkiö vill". Þá dugir skammt þótt kvik- myndaeftirlitið láti sjónvarps- þulinn segja að myndin sé ekki við hæfi barna. Við vitum nefni- lega sem er, að sumir foreldrar hafa engan þroska til eöa áhuga á að ala bömin sín upp. Ekki veit ég hvab gæti verið til ráða, en einhver ráb verður þó að finna. Boð eða bönn duga skammt, þab verður að finna aðrar lausn- ir. Ef til vill er hægt að kenna börnum í skólunum að kvik- myndir séu aðeins sýndarheim- ur og ofbeldið sviðsett. Væru börnunum sýnd öll brögðin sem beitt er, þau látin taka þátt í þeim sjálf og þannig undirstrik- að hvað langt bilið er á milli raunvemleika og kvikmynda, gæti verið von. Eins hljóta aðrar leiðir að vera færar. Það er þó alveg víst, að þjóðfé- lög verða að vernda sjálf sig fyrir þeirri ógn sem þeim stendur af vanþroska borgaranna, van- þroska sem rekja má til einfeldn- ingsháttar í bland við afþreying- armenningu sjónvarpsins. Það þarf aö gera gott (vont?) sjónvarp hættulaust. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.