Tíminn - 27.10.1995, Síða 4

Tíminn - 27.10.1995, Síða 4
4 Föstudagur 27. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 565 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk. Ógnartíöindi Enn hefur lítið byggðarlag á Vestfjörðum orðið fyrir þyngra áfalli en tárum taki. Snjó- flóð hefur fallið þar sem enginn átti þess von, manntjón er staðreynd og fjölda fólks saknað. Hér sannast það enn að maðurinn má sín lítils, þegar náttúruhamfarir ríða yfir. Þrátt fyrir alla þekkingu á náttúrufari landsins koma þeir atburðir, sem nú hafa orðið á Flateyri, öllum í opna skjöldu. Það er vissulega mikið áfall að þeir atburð- ir, sem gerðust síðastliðinn vetur á Vest- fjörðum, virðast ekki hafa verið einstakir, bundnir óvenjulega hörðum vetri. Nú hafa svipaðar aðstæður, svipuð braut lægða með stórviðri og úrkomu, endurtekið sig á þeim tíma sem vetur er yfirleitt ekki genginn í garð. Við þessar aðstæður er hugur þjóðarinnar sameinaður og bundinn við það að hjálpa, ef þess er nokkur kostur. Vangaveltur um framtíðina og frekari viðbrögð verða að bíða að sinni, og ekki er hægt að ætlast til þess að spurningum sé svarað, sem þessir nýju ógn- aratburðir vekja, meðan fyrstu aðgerðir standa yfir. Það tekur tíma að átta sig á þeim breyttu aðstæðum sem þessir atburðir skapa. Það er mjög alvarleg staðreynd að þrátt fyrir viðleitni til þess að endurmeta hættu- ástand og þrátt fyrir allan þann viðbúnað, sem hafður var, skuli höggið ríða á nýjum stað sem ekki var séður fyrir. Orð eru oftar en ekki fánýt og út í hött þegar slíkir atburðir gerast. Góðar hugsanir skipta meira máli, og það skiptir einnig máli að þeir, sem telja sig óhulta, haldi ró sinni og spari sér stórar yfirlýsingar. Þegar svo háttar til sem nú, reynir á þolrif margra. Það reynir á þá sem veita fyrstu aðstoð, og fjöldi björgunar- og aðstoðarfólks leggur sig í mikla hættu. Um slíkt er ekki spurt. Tíminn sendir öllum, sem um sárt eiga að binda, samúðarkveðjur. Kveðja skal einnig send öllum þeim, sem hafa orðið að þola hamfarir náttúruaflanna og stórslys síðustu daga á Vestfjörðum og annars staðar á land- inu. Megi góður guð og góður hugur fólks- ins í landinu veita þeim styrk í hinni miklu reynslu sem þessir óveðursdagar hafa í för með sér. Kvennalistinn og Komintern í gærkvöldi átti aö halda mikinn fund um sameiningu vinstri- manna í einn flokk. Þetta mun vera fjóröi eöa fimmti stórfundur- inn sem boðaö er til um þessa sameiningu á þessu kjörtímabili og alltaf viröist málið jafn ferskt og alltaf eru menn jafn tilbúnir til aö skeggræða máliö. Helstu átaka- punktarnir hafa þó verið milli Allaballa og Alþýöuflokksins eins og vera ber, því það virðist ætla að lifa lengi í hinum klassíska fjand- skap milli Komintern og II. Al- þjóðasambandsins, sem rekja má til fyrirskipana Stalíns um það leyti sem kreppan mikla hélt inn- reiö sína í Vesturálfu undir lok þriöja áratugar aldarinnar. Þá urðu sósíaldemókratar höfuð- óvinur alþýöunnar og kommar allra landa sneru sér að því að ráö- ast aö þeim. Þó svo að Komintern hafi löngu seinna söblað um og fyrir- skipað samfylkingu með sósíal- demókrötum gegn fasismanum, er það einhvern veginn svo ab ekki hefur enn gróið um heilt frá upphaflega klofningnum. Stalín er ekki hér? En nú vilja menn semsé sættast og þykir tilskipun Stalíns ekki lengur eiga við. Sættir eru samt ekki einfalt mál; síðast í Alþýðu-- blaðinu í gær talar Sighvatur Björgvinsson um ágreininginn milli Allaballa og Alþýbuflokksins og er áhyggjum hans slegið upp í fjórdálkafrétt á forsíðu undir fyr- irsögninni „Ágreiningur í mörg- um stórum málum". Garri verður nú ab segja að Al- þýðublaðið hefur stundum verið með ferskari frétt en þessa, en það er svo merkilegt hvernig Komint- ern gengur alltaf í endurnýjun líf- daga hjá íslenskum jafnaðar- mönnum og er síferskt í hugum þeirra. En það er þó ekki fréttamat Al- þýðublaðsins sem er áhugaverð- ast við sameiningarviðræðurnar GARRI nú þessa daga, heldur allt annað. Þegar vinstrimenn tala um að sameinast, þá er alltaf verið að tala um að A-flokkarnir, Þjóðvaki og Kvennalistinn setjist niður og skipi sér í eina fylkingu. Kvenna- listinn er þannig alltaf hafður með, hann er t.d. einn þátttak- enda í stórfundinum sem boðað- ur var í gærkvöldi. Og þegar menn eru núorðið að tala um aö sameina „vinstri blöðin", er nú talað um að sameina hin opin- beru málgögn þessara flokka, Al- þýðublaöiö, Vikublabib og Veru. Kvennapólitík hvað? Það, sem telja verður merkilegt við þetta, er að aldrei nokkurn tíma kemur það upp í þesari um- ræbu, að eitthvert vandamál sé með að sameina Kvennalistann hinum vinstriflokkunum, og öll dýnamik togstreitunnar liggur mílli A-flokkanna. Kvennalistinn hins vegar viröist ekki vera vandamál sem þörf er að hafa áhyggjur af, ekki í fyrstu lotum sameiningarinnar í það minnsta. Kannski stafar þessi prúð- mennska kvennanna af slakri út- komu listans í síðustu kosning- um, og kannski stafar hún ein- faldlega af því að kvennapólitíkin er búin að sprengja utan af sér þennan ramma sem Kvennalist- inn setur henni. í það minnsta þótti fyrir nokkrum misserum ófært að flokka Kvennalistann sem vinstriflokk, og ekki mátti raunar heldur flokka hann sem hægriflokk. Þá hefði verib óhugs- andi að Kvennalistinn yrði spyrt- ur saman við A-flokkana eins og hver önnur meðfærileg lagskona í vinstrasamstarfi. Þá hefði verib barið í boröið og hrópab að Kvennalistinn væri hafinn yfir vinstri/hægripólitík, Kvennalist- inn stæði fyrir kvennapólitík. Hvort sem kvennapólitíkin er öll komin á vinstri kantinn eða vinstripólitíkin orðin ab kvenna- pólitík er ekki ljóst, en hitt er þó klárt að enginn virðist gera grein- armun á Kvenrialistanum og A- flokkunum lengur, ekki einu sinni Kvennalistakonurnar sjálf- ar. Því hlýtur það að vera tímabær spurning, nú að tvítugum kvennafrídegi nýafstöðnum, hvort Kvennalistinn eigi ekki með formlegum hætti að leggja sig niður. Slík niðurstaða væri vissulega skömminni skárri fyrir glæstan feril þessa óvenjulega stjórnmála- afls en aö sitja sem aflóga horn- kerling og vera ráðstafað fram og aftur í áratugagömlu tafli fulltrúa II. og III. Alþjóðasambands sósíal- ista. Garri Vandræðagripir Danski stjórnmálaskörungurinn Ritt Bjerregaard hefur lag á því að komast í sviðsljósiö með stráks- legum uppátækjum. Einu sinni var hún rekin úr embætti menntamálaráðherra fyrir flott- ræfilshátt. Þá hélt hún sig vera orðna íslenskur aðalsembættis- maöur, og í stórmennskubrjálæb- inu hélt hún sig ríkmarmlega í út- löndum á kostnað danskra skatt- greiðenda. En af því ab Danir eru Danir en ekki íslendingar, kunnu þeir ekki að meta tíðar utanlands- ferðir og bruðl ráðherrans og varð stúlkan að segja af sér embætti. Ritt naut lengi aðdáunar í flokki sínum, er kjaftfor og dug- leg. Hún sat því áfram á þingi, en fyrst fór ab gusta af henni á þeim vettvangi, þegar upp komst ab hún leigði dýra íbúð á eftirsóttum stað í Kaupmannahöfn á kostnað þjóðþingsins. Þingmenn fá þar eins og víðar greitt fyrir kost og logí í höfuð- borginni, eigi þeir hehnilisfestu í öðrum umdæmum. Einhvern veginn fór Ritt í kringum tveggja- heimilakerfiö og lét þingið greiba hærri leigu en því bar. En af því að Ritt er dönsk en ekki íslensk, varð hún að biöjast afsökunar á oftekinni risnu og borga óhófiö sjálf. Óskundi Danskir kratar fóru nú ab líta í kringum sig eftir embætti, til að koma stjórnmálakonunni frá- bæru af höndum sér. Tókst aö koma henni í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins, sem er nokkurs konar ríkisstjórn samtak- anna. Ekki leiö á löngu áður en henni tókst að gera umtalsverðan óskunda þar. Eftir tiltölulega stutta dvöl í Brussel ákvab stjórnmálakonan hispurslausa að gefa út dagbækur, sem hún skrifabi eftir að þangað kom. Þar í eru palladómar um helstu menn álfunnar og hvernig þeir koma danska fulltrúanum í framkvæmdastjórninni fyrir sjón- ir. Á víbavangi Þar sem menn eru yfirleitt ekki í pólitík til ab ganga í augun á Ritt Bjerregaard, finnur hún leiðtog- unum flest til foráttu. Er nú allt í uppnámi í kringum Ritt eins og fyrri daginn, og síöustu fregnir herma að hún sé hætt viö aö gefa bókarskömmina út. En þá gerir Politiken sér létt fyrir og birtir hana án leyfis. Álit dönsku stjórnmálakon- unnar á hinum pólitíkusunum er nú orðiö eitt heitasta mál Evrópu- sambandsins. Heima í Danmörku er Ritt orðin sama vandræðabarn- ið og ávallt fyrr, og mun nú fátt eitt til rába nema aö gera hana að sendiherra á íslandi, þar sem eng- ar siðareglur gilda. Hér verður Ritt á heimavelli. Bullað á frægum tröppum Fleira skemmtilegt er að gerast í heimspólitíkinni. Þegar Jeltsín las leiðara Jónasar Krist jánssonar í gær, fékk hann hjartakast og var lagður inn. Ritstjórinn sagði forsetann vera sídrukkinn róna, sem ekki er fær um ab stjórna sjálfum sér, hvað þá stórveldi. Ekki veit mabur hvað Jónas hefur fyrir sér í því að rónar séu verri stjórnendur en aðrir. En það má Jeltsín eiga, að hann er fyndnari en allir menn aðrir. Þegar hann húð- skammaði blaðamenn vestra um daginn, grenjaði Clinton Banda- ríkjaforseti af fögnuði, tók bakföll og mátti ekki mæla fyrir hlátursrok- um. Tilefniö var að Jeltsín sagöi það tóma vitleysu, sem stóð í blöðun- um, að fundur þeirra forsetanna yrði gagnslaus. Fyrir utan Clinton hefur engin önnur mannvera kom- ið auga á húmorinn í venjubundn- um ruddaskap Rússlandsforseta. Auðvitað varð fundurinn gjörsam- lega árangurslaus, eins og vitaö var fyrir, og hefur kátínan kannski staf- að af því að Jeltsín bullaði tóma vit- leysu á tröppum Hvíta hússins, sem raunar telst vart til nýmæla. En svona eru heimsfréttirnar, sem alltaf er verið að segja manni, og má með sanni segja að veröld- inni komi við hvernig karlar virka á hnjáliöi Ritt hinnar dönsku og hvernig hótfyndni Jeltsíns kemur af stað taugaveikluðu hláturskasti og grenjandi bakföllum Bandaríkjafor- seta. En verst er ef hann Jónas fer al- veg meö heilsufar forystumanna þjóðanna með sannleikskornum. Rónunum sárnar svo að vera kallað- ir rónar. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.