Tíminn - 27.10.1995, Side 5

Tíminn - 27.10.1995, Side 5
Föstudagur 27. október 1995 Wmárn 5 Gjöfulasta laxveiöiáin í Þistilfirði er Sandá. Hún er um 60 km að lengd og fellur í sjó í Sandvík, fyr- ir miðjum Þistilfirði. Upptök ár- innar eru hins vegar í Mórilludal vestan við fjallið Bungu (967 m), sem er skammt suður af Heljar- dalsfjöllum. Upptökin eru um 10 km noröur af Víðirhóli á Hóls- fjöllum. Sandá þykir einkar glæsi- legt vatnsfall, að dómi þeirra veiðimanna, sem þarna hafa komið og víðar hafa farið til veiða. Sandá er laxgeng um 10 km, að Sandárfossi, sem mun vera um 17 metrar á hæð. í ána fellur Mos- fellskvísl, sem á upptök í Búrfells- heiði, auk margra lækja sem falla í Sandá á leið hennar til sjávar. Vib laxveiðar í ánni eru notað- ar þrjár stengur. Laxveiði í Sandá hefur að árlegu meðaltali 1974 til 1994 gefið 259 laxa, en mesta ár- leg veiði voru 474 laxar árið 1977. 1993 fengust 434 laxar, og s.l. sumar 220 laxar. Sandárfoss í Sandá. Myndir: EH Sandá í Þistilfiröi r? Sleppt hefur verib í ána, ofan fossins, sumaröldum laxaseiðum af Sandárstofni, frá Laxamýrar- stöðinni. Einnig hefur verið flutt- ur lifandi göngulax upp fyrir Sandárfoss og sleppt þar í ána til að láta hann hrygna þar. Tví- mælalaust skilar slíkt fiskræktar- starf árangri. Á sínum tíma, fyrir og eftir seinni heimsstyrjöldina, var rekið klakhús hjá Flögu, sem land á að Sandá, og þjónaði það Svalbarðsá, Sandá, Hölkná og Hafralónsá með seiði. Þetta starf VEIÐIMAL EINAR HANNESSON var á vegum Fiskræktar- og veiði- félags Þistilfjarðar. Sami leigutaki um áratugaskeið Sami aðili hefur verið með ána á leigu um þriggja áratuga skeið. Það er veiðiklúbburinn Þistlar, Veibihús vib Sandá í Þistilfirbi. sem byggði á sínum tíma veiði- hús við ána. Það kemst senn í eigu veiðieigenda, samkvæmt samningi sem rennur út eftir tvö ár. Þar geta veiðimenn haft sína hentisemi í gistingu og fæði. Auð- velt er að komast að veiðistöðum. Arftaki gamla fiskræktarfélags- ins er Veiðifélag Sandár, sem staðfestingu hlaut 1986. Innan vébanda þess eru fimm jaröir, en formaður félagsins er Vigfús Guð- björnsson, bóndi á Syðra-Álandi. Forveri hans var Grímur, bróðir Vigfúsar. Hann er látinn, en var á sínum tíma einnig bóndi á Sybra- Álandi. Til þess er tekið, hversu gott samkomulag er um málin við Sandá, eins og með leigutak- ann, að enn er arbi skipt eftir skrá, sem í gildi var á dögum fiskræktarfélagsins. Sandá. Gamla brúarstæbib og nýrri brúin. Höföingjar tveggja geröa Þessa dagana er þjóbin átakan- lega minnt á þau fornu sann- indi, að til eru tvær gerðir höfð- ingja, annars vegar höfðingjar í lund og hins vegar höfðingjar valdsins. Ef við höldum okkur vib veraldiega skilgreiningu, þá kallast þeir höfðingjar í lund, sem mikið gefa af litlum efnum. Það á og við um þá, sem hafa til að bera reisn og óbrenglaða rétt- lætiskennd. Flestir þeirra, sem með einum eða öðrum hætti hafa valist til veraldlegra höfðingja í þessu landi mörg undanfarin ár, eiga það sameiginlegt, að reisn þeirra er lítil og réttlætiskennd- in eftir því smá. Á sama tíma og þeir láta sér sæma, að hlaða í eigin vasa hundruðum þúsunda króna í hverjum mánuði og kalla það laun, rétt eins og það hvarfli að þeim að einhver telji þá hafa unniö til þeirra, þá ráð- ast þeir með offorsi ab kjörum öryrkja og ellilífeyrisþega. Topparnir í sjálftökuliðinu hafa komið sér upp einhverju, sem þeir kalla Kjaradóm. Þar sit- ur ofurlaunafólk og útbýtir al- mannafé ríflega til bræðra sinna og systra í sukkinu. Og sé spurt um rök, vísar hver á annan. Engan á íslensk valdastétt Ingj- ald í Hergilsey, en víða á hún Björn að baki Kára. „Ríkið, það er ég," mælti Lúð- vík Frakkakonungur XIV, með- an hann reisti sér gullbúriö í Versölum og skattpíndi þegna sína. Þeir fyrir sitt leyti kvöddu hann látinn með því að hrækja á kistu hans, þegar hann var fluttur hinsta spölinn. Og í sögulegu samhengi leið ekki langur tími milli andláts hans og hruns franska konungdæm- isins. íslenskri höfbingjastétt væri í þessu samhengi hollt að minn- ast þess, að ekkert ríki fær stab- ist fyrirlitningu þegna sinna. Svo er ab sjá, sem hún telji sig svo hafna yfir almenning, ab áðurnefnd orð Lúðvíks XIV gætu allt eins hrotið af vörum einhverrar kontóristablókarinn- ar við Arnarhól eða froðu- snakksins við A'usturvöll. SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON Og svo áfram sé haldið sögu- legum samlíkingum. Þegar Hitl- er gerði sér loks grein fyrir því, að ósigur Þýskalands í síðari heimsstyrjöldinni var óhjá- kvæmilegur, þá öskrabi hann framan í undirtyllur sínar, að þýska þjóbin væri fyrir neðan hans virðingu. Hvað gerir ís- lenska valdastéttin nú? Hún ber sér á brjóst og kvartar sáran yfir skilningsleysi alþýðunnar á mikilvægi sínu! „Við vinnum svo mikið," segja höfbingjar valdsins. „Við þurfum ab eiga fyrir sparifötum, maður tekur jú ekki á móti fimm kóngum á gallabuxum," var haft eftir einni hefðardömu, hvers flokk- ur kennir sig við alþýðuna. Lesendum þessa spjalls ætti ab vera ljóst, að það er ekki skrifað af sérlega djúpri virð- ingu fyrir valdhöfum. En virð- ingarleysi er eitt, hatur annab. Eg hef haft persónuleg kynni af ýmsum þeirra, sem skipa svo- kallaðar „æðri stöður". í þeim hópi er misjafn saubur í mörgu fé. Þar er m.a. að finna ágætis- fólk, en því miður afvegaleitt. Þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir því, að hlutverk þess er að þjóna en ekki drottna. Misskiln- ingur þessi á sér ekki endilega rætur í mannfyrirlitningu. Oftar en ekki stafar hann af því, að menn fá glýju í augun þegar þeir stíga inn í víðari sali en svo, að sál þeirra nái að fylla þar hvert horn. Þeir taka þá að kyrja þann söng, sem þegar glymur. En hverjar sem orsakir valds- hroka em, þá verður því ekki mótmælt, að mönnum er holl- ast að leggja hann af, áður en slíkt tjón er unnið, að ekki verði bætt. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES ÁFRAM FLATEYRINGAR! Þegar pistilhöfundur festir þessar línur á blab meb tárin í augunum, leita björgunarmenn og hundar að fólki í rústum húsa á Flateyri vjb Önundarfjörb. Enn á ný hefur snjó- flób breytt fögru sjávarþorpi í ís- kalda kirkju íslenskrar náttúru. Al- faðir styrki fólkið í raunum og efli björgunarlib í störfum. íslendingar eru hljóbir í dag og ganga sorgmæddir til vinnu og verka. Hugur þeirra er allur hjá Flateyringum og örlögum þeirra. Hjá traustu björgunarfólki, sem brýst áfram á landi, sjó og í lofti í örvæntingarfullu kapphlaupi vib tímann. Biðin er löng undir ísköldu vfargi og sú er huggun í harmi, að hvergi í veröldinni er vaskara björgunarfólk en nú skundar á vettvang. Galvaskir björgunar- hundar munu áfram gegna lykil- hlutverki í björgun mannslífa. í dag er þjóbin einhuga. En mitt í hörmungunum fer ekki hjá því að fólk velti fyrir sér lífsbar- áttu fólksins í sjávarþorpum við snarbrattar fjallshlíbar. Stutt er síb- an snjóflób lagöi sjávarþorpib Súbavík í rúst vestur á fjörðum. í gær sluppu tveir menn naumlega undan snjóskriðu við ísafjörð. Svona má áfram rekja áföllin frá því land byggðist. íslendingar hafa ekki ennþá náb sáttum vib landib sitt. Er kannski kominn tími til ab skilja heimili frá vinnustað þar sem náttúran lætur enn til skarar skríba með snjóflóbum og skriðuföllum? Geta foreldrar áfram boðið börn- um sínum falskt öryggið í hlýju rúmi ab kvöldi, þegar búast má við ísköldum snjófaðmi um nóttina? Hversu mikib vilja menn leggja á sig og sína fyrir átthagatengslin ein saman? Líbur senn ab því að verstöbvar undir fjallshlíbum verba dvalarstab- ir frekar en heimili? Hversu lengi getur fjölskyldufólk haldib áfram ab storka örlögunum? Sagan hefur því miður sýnt ab engar spár duga þegar snjóflób eiga í hlut. Menn lesa ýmist rangt í fjöllin eða gleyma hættulegum bollum og hvilftum sem leyna á sér í hlíðunum. Öll svoköllub hættumörk eru löngu úrelt, enda -byggb á hæpnum forsendum. Ab- eins ein regla gildir og hún er sjálft náttúrulögmálib: Úr fjalli kemur skriba! Samt er haldib áfram að byggja hvert húsib á fætur öbru undir fjallshlíbum, eins og ekkert hafi ískorist. Stofna hvert heimilib á fætur öbru undir tímasprengjum náttúrunnar. Skriður falla ekki á jafnsléttu og möguleg skribuföll eiga ekki ab koma fólki í opna skjöldu vib fjallsrætur. íslendingar standa saman í dag. Framundan eru erfibir tímar í Ön- undarfirbinum og víbar um land. Vib bibjum öll alföbur um ab blessa fólkib og styrkja. Pistilhöfundur sendir vinum sín- um og vandamönnum á Flateyri kvebjur á ögurstundu. Samúbar- kvebjur, en þó fyrst og fremst bar- . áttukvebjur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.