Tíminn - 27.10.1995, Side 8

Tíminn - 27.10.1995, Side 8
8 Föstudagur 27. október 1995 Austurþýska ríkiö lét eft- ir sig „eyöilagöar sálir í hundruöþúsundatali," segir þýskur sálfrœöing- ur. Þaö á ekki síst viö um fólk sem var á snœr- um njósnaþjónustunnar Stasi s IReinickendorf, borgarhluta í Vestur-Berlín sem á sínum tíma lá ab „múr skammar- innar", eins og Berlínarmúr var gjarnan kaliabur, er sjúkra- stofnun mönnub geblæknum og sálfræbingum, sem gegna þjónustu fyrir fóik í borgar- hlutanum. En þar ab auki tek- ur starfsfólkib þar til mebferbar sjúklinga hvabanæva úr Þýska- landi, sem haldnir eru því sem einhverjir fjölmiblamenn hafa kallab „endursameiningarveik- ina". Ursula Plog, hálfsextugur sál- fræbingur frá Hamborg, sem er forstööukona stofnunarinnar, orbar þetta þannig viö blaba- mann frá franska blaöinu Libér- ation aö hér sé um ab ræöa fólk, „sem á viö aö stríöa viss vanda- mál, sem komiö hafa upp í sam- bandi vib umskiptin 1989." Um hundraö fyrrverandi ríkisborgarar austurþýska ríkisins eru nú í meö- höndlun hjá stofnuninni vegna slíkra vandamála. Þar á meöal eru margir, sem unnu fyrir þá örygg- is- og leyniþjónustustofnun þess ríkis, sem í daglegu tali var kölluö Stasi. Stasi sem „yfirég" Austurþýska ríkiö hefur látiö eftir sig „eyöilagöar sálir í hundr- uöþúsundatali," segir Ursula Plog. Hún er auk annars formaö- ur nefndar, sem borgarstjórn Berlínar hefur skipaö til að rann- saka misnotkun austurþýskra yf- irvalda á geölækningum. Hún heldur því fram, aö í aug- um milljóna Austur-Þjóbverja hafi Stasi verið einskonar „yf- irég". Stasi hafi verib æðsta leiðar- ljós samvisku þessa fólks. Leyni- þjónustan hafi verib því sams- konar athvarf og kirkja eöa söfn- uðir eru mörgu trúuðu fólki. Nú þarfnist þetta fólk sárlega ein- hvers, sem svarað geti spurning- um þess og sagt því hvað sé rétt og rangt. Erfibust hafi umskiptin reynst fyrrverandi „óopinberum" liösmönnum Stasi. Leyniþjónustustofnun þessi haföi á sínum snærum hundruö- þúsundir „hlutastarfsmanna", fólks sem gegndi hinum og þess- um störfum í daglega lífinu, en var jafnframt njósnarar á vegum Stasi. Meb hverjum og einum slíkra aukamanna fylgdist „leið- beinandi" frá Stasi, og gegnum þessa tengiliöi tengdust „óopin- beru" starfsmennirnir leyniþjón- ustunni persónulegum tilfinn- ingaböndum. „Vib höfum ekki séö dæmi annars eins," segir Urs- ula Plog. „Þetta fólk varð sann- fært um aö það væri réttu megin og aö þaö væri á vegum þess sem væri eölilegt og sjálfsagt. Og nú, eftir á, hafa margir þessara sjúk- linga minna misst vinnuna og vinir þeirra hafi snúiö baki viö þeim. Þarafleiðandi eru þeir sjálfir í algerri upplausn." Hinir eiginlegu Stasi-menn, fastir starfsmenn leyniþjónust- unnar, hafa ab sögn Plog komist miklu auðveldlegar yfir umskipt- in. Þeir hafa veriö fljótir aö ablag- ast nýjum kringumstæbum og viröast ekki vera í miklum vand- ræöum meö aö tileinka sér „kap- ítalísk" vibhorf. Hrörnandi hús i Erfurt endurnýjub: „sálin fylgist ekki meb líkamanum ..." Endursameiningarveiki Foreldrar sögöu til barna sinna Vera má aö þeir hafi margir eöa flestir verib fýrst og fremst eða ekki annab en kaldrifjaöir at- vinnumenn, sem störfubu ekki með annab í huga en eigin frama. Slíkir menn þurfa ekki endilega aö lenda í miklu hugarstríöi þótt gamli starfsvettvangurinn gufi upp, ef kostur er á nýjum. „Aukastarfsmenn" Stasi þurftu hins vegar ekki aö búast viö mikl- um frama á vegum leyniþjónust- unnar og líklegt er að margir þeirra eöa kannski flestir hafi gengiö til liös viö hana fyrst og fremst vegna þess, að þeir hafi ekki talið sig eiga annarra kosta völ meb góöu móti. Fyrir almenn- an borgara alþýðulýöveldisins svokallaða hefur varla veriö mjög auðvelt að neita, ef Stasi fór fram BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON á samstarf. Þrýstingurinn að ofan á hinn almenna austurþýska borgara var ekkert smáræöi; fyrir kom aö foreldrar sögbu til barna sinna, ef börnin höföu í hyggju að komast „vestur fyrir", af ótta vib að annars væri samfélagsstaba foreldranna í hættu. Ekki er ólík- legt aö fólk, sem taldi sig tilneytt að njósna um kúnningja og sam- starfsmenn, hafi á flótta frá þaraf- leiðandi samviskubiti taliö sér trú um ab þab væri í raun réttri aö gegna heilagri skyldu fyrir samfé- lagiö. Þannig var vænlegt að ööl- ast sálarfrið nokkurn. Umrædd vandamál fyrrverandi aukamanna hjá Stasi er raunar hluti af vandamáli, sem mikill þorri fyrrverandi borgara austur- þýska ríkisins á viö að glíma. Meðan þab ríki var, gerði þorri fólks þar sitt besta til aö aðlagast þeim veruleika sem vandræða- minnst, sætta sig við hann og verba jafnvel ánægt meö hann, einfaldlega vegna þess að þab taldi aö ekki væri á ööru völ. „Múrinn í höfðinu" Hluti af vanda Austur-Þjóðverja er að þeir mæta ekki lengur full- kominni samúð landa sinna í vesturfylkjunum. Þeir síöar- nefndu vita að gífurlegt fjármagn þarf til aö austurfylkin komist vesturfylkjunum jafnfætis í efna- hagsmálum og þeim finnst ab þeir peningar séu frá þeim teknir. Þess eru ófá dæmi aö Vestur-Þjóð- verjar, sem héldu stöðugt vib samböndum við austurþýska ætt- ingja sína meðan Múrinn var, hafi nú slitið þeim samböndum. Ursula Plog telur aö það merki- legasta viö endursameininguna sé þó það hve fljótt Austur- Þjóð- verjar hafi aölagast nýju kring- umstæðunum, þrátt fyrir alla erf- iðleika. Undravert sé hve þeim hafi yfirleitt tekist að tileinka sér lífsmáta Vestursins á aöeins fimm árum. En Ursula minnir jafn- framt á indverskan málshátt, þess efnis aö „sálin fylgist ekki meö líkamanum, þegar hann er á ferðalagi". Ablögunin risti sem sé enn grunnt hjá mörgum, þeir séu enn meb „Múrinn í höföinu", eins og sálfræöingurinn orbar þab. En miöaö viö þaö, hve aðlög- unin hafi þrátt fyrir allt gengið vel, sé ástæða til bjartsýni. „Eftir svo sem fimm ár í viðbót veröur endursameiningin fullkomnuð."

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.