Tíminn - 27.10.1995, Page 10
10
Föstudagur 27. október 1995
Bókin sem gaf um 7 00 milljónir í abra hönd — áöur en hún kom út:
„Markmib mitt er aö veröa
góöur spennusagnahöfundur"
Offrambob er á bókarhandrit-
um líkt og á mörgu öbru og því
var þab sennilega tilviljunin
ein sem réb því ab Michael
Ridpath varb skyndilega for-
ríkur. Kona nokkur í Bret-
landi, umbobsmabur, lá fót-
brotin heima hjá sér og hafbi
því óvenju góban tíma til ab
skoba þann bunka af handrit-
um sem henni berast reglu-
Iega. Eftir ab hafa gramsab í
bunkanum dró hún upp hand-
rit Ridpaths, Myrkraverk (Free
To Trade), og komst ab þeirri
niburstöbu ab þar væri á ferb
besta frumraun er hún hefbi
nokkurn tímann lesib. Útgef-
endur tóku ab bítast um út-
gáfuréttinn og voru tilbúnir til
ab inna af hendi miklar fjár-
hæbir til höfundarins ábur en
hún kom út, alls um 100 millj-
ónir íslenskar.
Mat þeirra reyndist á rökum
reist og bókin Myrkraverk skaust
í annab sæti á metsölulista í
Bretlandi, þegar hún kom út fyrr
á þessu ári. Hollywood tók einn-
ig vib sér og þegar Ridpath sá ab
bókin hafbi spjarab sig á eigin
verbleikum, skrifaöi hann undir
samning hjá Capitol Films, sem
mun líklega hefja tökur á næsta
ári. Sagan kom út hjá Vöku-
Helgafelli fyrir skömmu, en for-
lagiö var þaö fyrsta utan Bret-
lands til ab fá bókina til útgáfu.
Nú hafa 29 lönd siglt í kjölfariö.
Handrit geymt
Ævintýriö hófst meö því ab
Michael fór og keypti sér tölvu.
Eitthvab varb hann ab gera viö
blessaöa tölvuna, fyrst hann var
á annaö borö búinn að kaupa
hana, og fór aö skrifa sögu eftir
lestur nokkurra handbóka um
„Hvernig skal skrifa ...". Þegar
sögunni var lokiö, fengu konan
hans, Candy, og nokkrir vinir ab
sjá handritiö. Þau voru nokkuð
ánægö með drögin, en sögbu
vanta nokkuð á persónusköpun,
söguþráö og endi. Ridpath missti
áhugann og geymdi handritið í
nokkra mánuði og það var ekki
fyrr en kona hans lést af barns-
förum, þegar annaö barn þeirra
fæddist, að hann kláraði söguna
í krafti minningar hennar. Bók-
ina tileinkaði hann Candy.
Michael Ridpath á sér upp-
runa sem mörgum nútíma-
manninum þykir sjálfsagt heil-
næmislega heillandi, en hann
kemur frá litlu þorpi í Yorkshire
á Norður-Englandi. „Þetta er
þorp sem hefur fleiri hesta en
menn og er mjög einangrað."
Ridpath bjó þar fram að tvítugu
og segir að þá hafi einangrunin
rekið sig til stórborgarinnar til
ab sjá heiminn. Hann hafi nú
verið í London í nokkur ár og
það sé fyrst nú sem hann gæti
hugsað sér að snúa aftur til
þorpslífsins.
Ridpath er með próf í sagn-
fræði frá Oxford og fór með þab
upp á vasann til starfa hjá Saudi
International Bank þar sem
hann vann sem verðbréfasali og
sagbist hafa verið mjög áhuga-
samur um það starf. „Ég hafbi
mjög gaman af þessu, en er
hættur núna. Þegar ég fór ab
skrifa, komst ég að því að ég
hafði jafn, ef ekki meira, gaman
af því."
Breski útgefandinn hyggst
nota um 100 milljónir til kynn-
ingar á bókinni. Það er með ólík-
indum að svo miklar fjárhæbir
hafi verið settar í pottinn til ab
kynna eina bók. Aðspurður
hvort bakgrunnur hans sem
þorpsdrengur og síðar sem
hversdagslegur verðbréfasali hafi
ekki hjálpað til við markaðssetn-
ingu bókarinnar, svarar Michael
játandi. „Þetta er spennusaga
um skrifstofulíf, en ekki kalda
stríðib eba einkaspæjara né neitt
slíkt. Og mörg okkar þurfa, því
Fyrrum verbbréfasali en núverandi metsöluhöfundur, Michael Ridpath, meb fyrstu bók sína í höndunum. Tímamynd CS
miður, ab vinna á skrifstofum og
ég held að það höfði til fólks að
bókin er ekki aðeins skrifuð um
fólkið sem gæti verið að vinna
við hlið þér, heldur einnig skrif-
ub af einhverjum sem gæti verið
að vinna vib hlib þér."
Ekki á móti fagur-
bókmenntum
Sjálfur segist hann vilja lesa
bækur með söguþræði og vel
sköpubum persónum. Honum
líki ekki vib skáldskap sem leiki
sér á gáfulegan hátt meb form,
setningagerð og orðafar. „Mér
Unglist '95:
Þétt dagskrá Unglistar
Unglist er í fullu fjöri og hefur
nú stabib í viku. Margvísleg at-
ribi hafa verib á dagskránni og
má þar t.d. nefna einstæban
gjörning sem átti sér stab á
þribjudagskvöld í Tjarnarbíó.
Aldrei þessu vant á hann sér ekki
fyrirmynd erlendis frá, en þar
voru sýndar gamlar, þöglar cult-
myndir á borb vib Orustuskipib
Potemkin, Metropolis, Andalú-
síuhundinn og Chaplin-myndir
sem jjóttu henta vel til þessarar
tilraunar vegna þess hversu
myndrænar þær eru.
Þátttaka hefur verib gób á Ung-
list og má nefna ab um 70 skrábu
sig í ljósmyndamaraþon og rúm-
lega 50 skilubu inn filmum. í stutt-
myndamaraþoninu var 10 spólum
skilab inn, en úrslit úr báöum
keppnum vom kunngjörð í gær-
kvöldi.
Dagana 27.-29. okt. mun breska
dansrokkhljómsveitin Transcen-
dental Love Machine halda fjóra
tónleika í Reykjavík: í Hinu hús-
inu, Tunglinu, Undirheimum FB
og Gauki á Stöng. Hljómsveitin er
flutt inn af Hljómalind í samrábi
vib Unglist, en 5b sögn Sigurbar
hefur TLM verib ab hasla sér völl í
Bretlandi. „Hún er ein af þeim
stærstu núna í Bretlandi í þessum
flokki." Hljómsveitinni er lýst svo
ab hún spili rokkskotna danstón-
list, sem sé frábær blanda af sexý
grúví meb geimrokkskotnu teknó-
bíti.
Alla Unglistarvikuna verbur
fatahönnunarsýning á vegum Ibn-
skólans í Rábhúsi Reykjavíkur. Ab
sögn Gubmundar em þar litlar
gínur í klæðnabi eða búningum
sem tengjast leikhúsi og kvik-
myndum.
Uppákomur em öll kvöld. í
kvöld em djasstónleikar í Tjarnar-
bíó og á laugardagskvöld verða
stórir rokktónleikar meö hljóm-
sveitunum Olympia, Maus, Botn-
leðja, Niður, The Bag of Joys o.fl.
A morgun, laugardag, verður svo
málþing um unglingamenningu í
miöbænum fyrr og nú, með fram-
sögum og umræöum undir umsjón
Gests Guðmundssonar. Ræbu-
menn em allir fyrmm unglingar og
flestir þjóðkunnir einstaklingar:
Flosi Ólafsson leikari, Ómar Ragn-
arsson fréttamabur, Guðrún Ög-
mundsdóttir borgarfulltrúi, Einar
Örn Benediktsson athafnamaður,
Kolfinna Baldvinsdóttir dagskrár-
gerðarmaður, og Sandra Ásgeirs-
dóttir, nemi í MH. LÓA
finnst þær gleyma að segja sög-
una, en það er nokkuð sem mér
finnst að allar sögur þurfi að
gera." Hann segist þó alls ekki
vera ab mótmæla á nokkurn hátt
þeim flokki bókmennta, sem
kallaður er fagurbókmenntir, og
það sé ekki ástæban fyrir því að
hann vilji skrifa afþreyingarbók-
menntir. „Ég vildi skrifa til að
hafa gaman af því, og ég hélt ég
myndi skemmta mér meira yfir
því ab skrifa spennusögu. Ég er
mjög óþolinmóður maður og
þegar ég sit við skriftir, reyni ég
að pikka eins hratt og ég get til
ab komast á næstu síðu. Sem er
fínt, þegar mabur er að skrifa
spennusögu, en öllu verra ef út-
koman á að vera bókmennta-
verk. Auk þess er spennusagan
góbur miðill, m.a. vegna þess að
í þeim er iðulega sterkur siba-
boðskapur þar sem vib höfum
góða hetju, sem stendur frammi
fyrir erfiðum sibferðislegum
spurningum." Sjálfur segist
hann einkum hafa lesib fagur-
bókmenntir og aðeins stöku
sinnum gripið í spennusögur.
Ridpath hristi höfubið og hló,
þegar hann var spurður að því
hvort hann sæi höfundarferil
sinn sömu augum og útgefandi
hans, sem hefur sagt að hann
ætti 30 ára metsöluferil fram-
undan sér. „Guð minn góbur,
þetta hljómar eins og þrælabúðir
rithöfunda. Markmið mitt er að
verða mjög góður spennusagna-
höfundur og ég á enn margt
ólært til þess. Það mun sjálfsagt
taka nokkur ár og nokkrar bæk-
ur. Málib er hins vegar ab hafa
gaman af því að skrifa, og ég
held að lesendur finni það að ég
hafði mjög gaman af því að
skrifa þessa bók."
Sagan hefur verið sögð höfða
til breiðs aldurshóps, allt frá 15-
50 ára, og jafnvel til kvenkyns
lesenda! Ridpath telur þetta
koma til af því að aðalpersónan
er fremur mjúkur maður, dálítið
einfaldur og vibkvæm sála, sem
er að læra á heiminn í kringum
sig. „Ég held aö svona týpa geti
höfðað sterkt til kvenna. En það,
sem mér finnst skemmtilegast,
er þegar fólk sem hatar fjármála-
markaðinn les bókina og hefur
gaman af henni."
Ný saga ab fæöast
Michael er að ljúka við handrit
annarrar bókar sinnar og segist
hafa fundið fyrir mikilli pressu
til að byrja með, vegna vel-
gengni þeirrar fyrri. „Það var
freistandi að skrifa sömu bókina
aftur meb breyttum titli og
nöfnum, en þá sagði einn af
þýsku útgefendum mínum að ég
þyrfti ekki að hugsa um ab skrifa
eitthvað söluvænt, heldur bara
um efni sem mér þætti áhuga-
vert og spennandi og þá myndi
sagan ganga upp. Þeir myndu
svo hafa áhyggjur af sölunni."
Útgefendur fá mikinn fjölda
handrita eftir fólk, sem hefur les-
ib metsölubækur og vill skrifa
eina slíka. „Ég vildi útskýra fjár-
málamarkaðinn, vegna þess að
mér fannst hann spennandi og
skemmtilegur og taldi þab
ómögulegt að skrifa metsölubók
og var ekki að reyna það. Þess
vegna virkaði sagan, hún er
þannig að nokkru leyti frumleg,
þó þetta sé ekki stórkostlegt bók-
menntavérk."
Ridpath veit að hann er að
skrifa sig inn í hefð formúlubók-
mennta. „Það virkar ekki að
skrifa eingöngu eftir formúlu,
mabur þarf ab hafa einhvern
einkaneista. Það gildir jafnt um
Danielle Steel og spennusagna-
höfunda." Óvíst er hvort næsta
bók veröur jafn vinsæl, en Rid-
path segist halda sig við þá form-
úlu sem hann telur að hafi laðað
fólk aö síðustu bók. „Það er
þarna góður gæi, sem veit ekki
hvað hann er ab gera, lendir í
vandræðum þess vegna og reyn-
ir að komast að því hvað er ab
gerast í kringum hann." LÓA