Tíminn - 27.10.1995, Síða 11

Tíminn - 27.10.1995, Síða 11
Föstudagur 27. oktöber 1995 11 Bestu kostir Matthíasar Fréttir af bókum Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýtt smásagnasafn eftir Matthías Johannessen rit- stjóra, en hann er löngu kunnur sem einn fremsti og mikilvirk- asti rithöfundur þjóðarinnar. í kynningartexta segir m.a.: „Smásagnasafniö Hvíldarlaus ferð inní drauminn hefur að geyma 22 smásögur og stutta þætti þar sem bestu kostir Matt- híasar sem skálds fá notið sín. Þar er m.a. að finna fíngeröan og ljóðraenan skáldskap, hnyttnar frásagnir og ógleym- anlegar mannlýsingar, svo að eitthvað sé nefnt. Styrkur höf- undarins liggur ekki síst í blæ- brigðaríkum og fjörlegum stíl, myndauðugu og oft margræðu líldngamáli. Tvær sögur bókar- innar eru umfangsmestar, Hvar er nú fóturinn minn? og Seglin og vindurinn, margslungnar sögur sem verða lesendum eftir- minnilegar eins og annað fjöl- breytilegt efni bókarinnar." Bókin er 189 bls. Verð kr. 2.980. ■ „Magisterinn" að austan, I Bókaflokkurinn „Ab austan". Steinþór Ei- ríksson, líf hans og list. Höfundur er Vil- hjálmur Einarsson. Útgefandi Náms- hringjaskólinn. Námshringjaskólinn 1995, 108 blabsíbur, litprentub. Allt frá hugljúfum æskuverk- um, með nákvæmni hins unga listamanns, ekki aöeins í formi heldur ekki síður í lit, svo að skoðandanum finnst hann sökkva í snjóinn fyrir framan sig, ef hann stígur feti framar, fram á hin fyllri og óræðari form Fjalladrottningarinnar og sandauðnanna í kringum hana, er að finna í myndskreytingu þessarar bókar. Dyrfjöllin séö úr Hjaltastaðarþinghá, þessi tign- arlega sjón sem oft hefir blasað við leiðsögumanninum, jafnvel þeim er þetta skrifar og var þá í sama starfi og Steinþór. Höfundurinn tekur lesand- ann gegnum líf vélvirkjans og smiðsins, ferðalangsins og/eða frímúrarans. Hann hefir ferðast BÆKUR SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON gegnum vélar og virki með fullu afli, sem til þurfti. En hann hef- ir líka fariö með pensil og liti, svo að nálgast oft viðkvæmni. Ævintýramyndir æskunnar, Hulduklettar umhverfisins og tröllaform Dyrfjalla frá ýmsum sjónarhornum, ab ógleymdri fegurð Snæfells og nágrennis, myndskreytir frásögnina í sam- tali vinanna Vilhjálms og Stein- þórs. í þessari fátæklegu umsögn ætla ég ekki að reyna að rekja æviferil Steinþórs samkvæmt bókinni, hann á svo langt eftir enn. Hitt er svo annað að frá- sögnin og frásagnarmátinn tek- ur lesandann svo skemmtilega föstum tökum, að bókin verður tæpast lögð frá sér nema fullles- in. Því miður er ekki slíkt hægt ab segja um allar bækur. Steinþór hefir ekki aðeins lagt gjörva hönd á hverskonar smíð- ar og málaralist í venjulegum myndum. Hann hefir einnig málað ieiktjöld, sem eru unnin í allt öðru hlutfalli. Þarna hefir honum tekist meistaralega að fá út rétta hlutfallið, hvort sem var í smáu eba stóru, sem og í sam- lífi sínu við abra vegfarendur lífshlaupsins. Hann var þó að- eins á undan, eins og þegar þeir félagar voru að byggja á Egils- stöðum. Vilhjálmur mátti vera á undan í keppnisíþróttunum. Þetta er alveg einstaklega vönduð bók, bæði hvað varöar prentun og allan frágang, og svo sakar náttúrlega ekki aö hún er bráöskemmtileg, með góðum myndskreytingum. ■ Blaðagreinar Marats 1789-1793 Marat myrtur í babinu. Oeuvres Politiques, eftir Jean-Paul Mar- at, bindi l-X, ritst. af Jacques de Cock og Charlotte Coetz. Pole Nord (í Brussel). í þessari 10 binda útgáfu á blaðagreinum Marats frá fram- gangsárum frönsku byltingar- innar telja þær um 6.500 blað- síður, en umsagnir samtíðar- manna um hann um 2.000 síð- ur. í ritdómi í Times Literary Supplement 6. október 1995 sagði: „í drögum að „Mannrétt- indayfirlýsingu", sem hann lagði fyrir þjóðþingið í ágúst 1789, fórust honum svo orð: „... sérhverjum manni, sem í heim- inn er borinn, eru þarfir með- fæddar, geta til að verða við þeim og til ab tímgast, viðvar- andi þrá eftir hamingju og gegndarlaus sjálfsást, ráðríki, og undir þessum (eiginleikum) er viöhald mannkynsins komið, en þeir eru líka frjó undirrót deilna, átaka, ofbeldis, yfirgangs og manndrápa, í stuttu máli, allrar óreiðu sem virðist raska skipan náttúrunnar og í reynd raskar skipan þjóbfélagsins"." „Nálega hið sama (nær orð fyrir orð) hafði hann ritað í fyrsta verkinu sem hann birti, „Heimspekilegri ritgerð um manninn", sem út kom 1773. Þessi blakka höfnun á með- fæddri góðvild mannsins skipar Marat við hlið tveggja hugsuða um stjómmál, Montesquieu og Rousseau. En Marat neitaði skel- egglegar en þeir, ab óeigingjarn- ar hvatir lægju ab baki samfélagi manna. Og gagnstætt Rousseau hélt hann því fram, aö samúð væri mönnum ekki meðfædd.... Ab áliti Marats var mannfélagib afsprengi máttugrar kenndar til sjálfsvarbveislu, þannig að til- vistarlíkur hvers og eins þjóðfé- lags fæm eftir getu þess til að verða jafnan að fullu vib þörf- um allra íbúa þess." ■ BELTIN ^nð ||U^FERÐAR Framsóknarflokkurinn 36. kjördæmisþinqi framsókn- armanna á Austuríandi er frestaö um óákveöinn tíma. Kjördæmisþingi framsóknar- manna í Vestfjaröakjördæmi er frestaö um óakveöinn tíma. TÖKUM ÁFENGIÐ Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaðinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. Auglýsing Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Meb vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiöslu, verblagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu meb lögum nr. 87/1995 og meb vísan til rg. nr. 544/1995 er hér meb auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftir- farandi innflutning og er nánar vísab til ofangreindrar reglugerbar. Vara Tímabil Vöru- Verö- Magn- magn tollur tollur Tollnúmer kg % kr/kg 0601.2003 Grænar pottaplöntur undir 1 m. 01.11.-31.12. 1.000 30 0 0603.1009 Annars (Afskorin blóm) 01.11.-31.12. 2.S00 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleibis eba meb sím- bréfi til landbúnabarráöuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 16.00 mánudag- inn 30. október 1995. La nd bú n aba rrábu neytib, 26. október 1995

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.