Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 16. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. ísland og Vestur- Evrópusambandið Háværar kröfur eru nú uppi um að fella Vest- ur-Evrópusambandið (VES) undir ýmsar stofnanir Evrópusambandsins. Komu þessi sjónarmið m.a. sterklega fram á ráðherrafundi VES í vikunni hjá ýmsum ESB-þjóðum á meg- inlandinu og er greinilegt að þar vilja menn gera þetta bandalag að eins konar hernaðar- armi Evrópusambandsins. VES hefur verið sjálfstæður vettvangur hernaðarsamvinnu Evrópuríkja og sem slíkt ekki bundið Evrópu- sambandinu, þó vissulega séu þetta að lang- stærstum hluta sömu ríkin sem standa að báð- um bandalögunum. Þó tengjast VES í gegnum aukaaðild lönd eins og ísland, Noregur og Tyrkland, sem eru ekki í ESB en eru samstarfs- aðilar ESB-landa innan NATO. Auk þessara landa með aukaaðild að VES eru Austurríki, Danmörk, Finnland, írland og Svíþjóð áheyrnaraðilar að bandalaginu, og loks tengj- ast níu samstarfsríki VES nokkuð lauslegri böndum. í þeirri gerjun, sem nú á sér stað í Evrópu, annars vegar varðandi framtíð NATO og fram- tíðarhlutverk þess og hins vegar varðandi framtíð ESB og ríkjaráðstefnuna á næsta ári, er brýnt áð íslendingar verði ekki utanveltu í þeirri niðurstöðu sem kann að fást. Þannig er hætta á að ef Vestur-Evrópusambandið verður að eins konar öryggismáladeild í Evrópusam- bandinu, muni staða íslands innan NATO verða erfið og óskýr, þar sem NATO myndi þá í auknum mæli verða tveggja stoða samtök Bandaríkjamanna og ESB. Hins vegar þurfa ís- lendingar að vinna að því að VES haldi sjálf- stæði sínu gagnvart ESB og að VES verði áfram tiltölulega breiður öryggismálavettvangur Evrópuríkja og sem slíkt Evrópustoðin í Atl- antshaf sbandalaginu. Halldór Ásgrímsson hélt einmitt á lofti þessu viðhorfi á ráðherrafundi VES í vikunni, og undirstrikaði hversu mikilvægt þetta væri fyrir íslendinga, sem ekki hefðu í huga að sækja um aðild að ESB. Öryggismálaumræðan á íslandi tengist þannig með mjög afgerandi hætti Evrópuumræðunni almennt og í ljós kemur að í þeim efnum eiga íslendingar sam- leið með Bretum, sem eru ötulir talsmenn þess að VES haldi sjálfstæði sínu. Fréttir um lífsstíl Tvær fréttir í Tímanum í gær vöktu athygli Garra. Segja má aö þessar fréttir hafi í sameiningu sagt meira um lífsstíl og heims- mynd íslendinga en margir læröir fyrirlestrar, og það lætur nærri aö þessar fréttir séu jafn lýsandi vitn- isburður um þjóðarsálina og grein Sverris Stormskers um sálarlíf ís- lenskra efnamanna í DV í gær. Þar leiðir Sverrir rök að því að íslensk- ir efnamenn séu auðmjúkir þræl- ar hugmyndarinnar um að efna- menn skuli eiga jeppa, GSM- síma, viðhald, hund, snjósleða (helst), spila veggtennis og veiða lax. Sverrir bendir á að menn, sem lenda í því að verða efna- menn, hafi ekki endilega áhuga á þessum hlutum, en taki þátt í leiknum vegna þess að það til- heyri lífsstílnum. Eins er það með íslendinga upp til hópa. Þeir eru alltaf að réyna aö tileinka sér einhvern lífsstíl, sem er svo eftirsóknarverður að hann gegnsýrir og spillir allri til- veru manna. Tímafréttirnar tvær Fréttirnar í Tímanum í gær eru annars vegar frétt um ab flugvél- ar, sem koma með íslendinga heim úr innkaupaferðum til Dyfl- innar, þyngist,um þetta þrjú tonn frá því sem þær voru á útleiðinni. Verslunarvarningurinn, sem menn em að bera með sér heim, er því nálægt 3 tonnum í hverri ferð, sem er ekki ótrúlegt í ljósi þess að allir eru að gera svo góð kaup þarna úti, að kjörið er að kaupa fatnaö á sjálfa sig og börn- in í kílóavís. Hin fréttin fjallar um þá athygl- isverbu staðreynd að landsmenn gáfu Rauöa krossinum um 50 tonn af fötum í fyrra, sem eiga að fara til flóttamanna og bág- GARRI staddra út um allan heim. Freist- andi er að draga þá ályktun að með fatagjöfunum hafi lands- menn verið að rýma til í skápum sínum fyrir varningnum úr næstu verslunarferð. í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum misserum, þegar allt var á heljar- þröm í Bolungavík, atvinnu- ástand ótryggt og óvissa með kvótann, var í sjónvarpinu viðtal við fiskvinnslustúlku, sem fór nokkrum heimspekilegum orbum um lífsstíl Bolvíkinga og raunar allra landsmanna. Saga fiskvinnslu- konunnar Stúlkan sagðist strita í vinnu frá morgni til kvölds til ab eignast einhverja peninga. Hún gerði í raun lítið annað en að vinna, sofa og borða, og því væri tæpast tími til þess einu sinni aö njóta pen- inganna, sem hún þó væri búin að vinna sér inn. Þess vegna færi hún með vinnufélögunum í verslunarferð til Glasgow og keypti föt og annað fyrir vinnu- launin og kæmi svo heim og byrj- aði að vinna aftur. En þá byrjaði sama sagan aftur í vinnunni og hún hefði engan tíma til að vera í þessum fötum, svo þau væru óhreyfð inni í skáp þangað til hún gæfi þau í einhverja Kúrda- söfnun. Þessar vangaveltur fiskvinnslu- konunnar frá Bolungavík eru afar minnisstæðar, enda kemur fram í þeim mikill sannleikur um heimsmynd og lífsstíl þjóðarinn- ar. Fréttirnar í Tímanum í gær staðfesta að í þessum efnum hef- ur ekkert breyst síðustu misserin, og þjóðin mun áfram verða fremst þjóða heimsins í því að gefa fátæklingum föt. Garri Víkingaferðir Margt má gott um Mogga segja, eins og það að blaðið sinnir mál- efnum sjávarútvegs betur en aðrir fjölmiðlar og gefur út sérblað þar um. í gær mátti lesa kafla úr ís- landssögunni úr þremur aðskild- um skrifum um sjósókn og er þeim það helst sameiginlegt að hafa birst í einu og sama tölublaði. í leiðara er dáðst mjög að þeim íslensku útgerðum sem leggjast í víking og kaupa upp skip og kvóta í Evrópusambandinu og veröa þau gerð út þaðan. Er þetta taliö til marks um hve framarlega íslend- ingar standa í sjávarútvegi. I annan staö eru birtar sam- þykktir aðalfundar LÍÚ þar sem samtökin dást innilega að sjálfum sér og framgöngu sinni í fiskiríi og leggja sérstaka áherslu á ab stjórn- völd sinni nú verulega vel hags- munum íslenskra útgerba á mið- um utan eigin auðlindalögsögu. Það eru hagsmunimir og framtíð- in. í þriðja lagi er birt þýdd grein úr vísindatímariti um þorskinn sem hvarf. Hún er um fáráblingshátt kanadískra útgerba, stjórnvalda og vísindamanna, sem horfðu upp á og tóku þátt í útrýmingu þorsks og fleiri fisktegunda af Miklabanka. „A&dáunarvert'7 Varla þykir taka því aö minnast á veiðileysuna innan 200 míln- anna viö ísland, sem jafna má til auðæfanna sem heimskir, gráðug- ir og fyrirhyggjulitlir menn eru búnir að eyða og eyðileggja af Miklabanka. Því má skeyta við, aö abalfundur LÍÚ ályktar að leggast beri gegn sóknarstýringu á Flæmska hattinum. Þeir, sem kunna að rýna í sjókort, ættu að geta sagt aðalfundarmönnum hvar sú veiðislóð er, sem þeir vilja fá aö rányrkja á meöan nokkurt líf treinist þar. Lítið eitt er vikið að heimamið- um í ályktunum. Orörétt: „Þaö er aðdáunarvert hvað sjávarútvegur- inn í heild hefur náð að halda styrkri stöðu sinni þrátt fyrir ýmis Á víbavangi ytri áföll í hafinu og fremur lágt afurðaverð undanfarin misseri. Helstu vandamál sjávarútvegsins eru skertar aflaheimildir vegna lít- ils þorskstofns, miklar skuldir vegna erfiðleika fyrri ára og háir raunvextir af þeim." Ofboösleg offjárfesting í skip- um, villimannleg mebferð á fiski- stofnum. Aflakvóti langt framúr tillögum fiskifræðinga og hræöi- lega vond meðferð á þeim afla sem dreginn er úr sjó. Skreiðarverkun fyrri ára og núna mokstur smáfisks út um lensportin, fremur en aðrar athafnir útgerðar- og sjómanna, eru ekki taldar með. Það em „ytri áföll" sem valda fisfdeysinu, sam- kvæmt kenningum LIÚ, og fyrir þessu og sjálfum sér klappa karl- arnir, upphafnir af skjalli sjávarút- vegsráðherra, sem lofar fjarlægum miðum vegna þess að íslenska fiskislóöin er svo illa farin að allt flota- veldi og tog- kraftur LÍÚ nær þar ekki meiri þorskafla en dagróðrar- bátar og skútur með handfæri fiskuöu fyrir fyrra stríð. Til hvers var bar- ist? Afrakstur ís- landsmiöa stendur hvergi nærri undir þeim mikla skipastól, sem útgerðarfyrirtækin eru búin að sanka að sér. Ályktunin, sem dregin er af því, er að skertar afla- heimildir og skuldir sem orsök „ytri áfalla" geta gengið inni á lok- uöum fundum valinna útvegs- manna með atkvæðaveiöurum, en em varla boðlegar í öðrum sel- sköpum. Aö leggjast í víking og gera út í útlandinu meö ES-kvóta í fartesk- inu er framtíðin. Hún er líka viö strendur Kyrrahafs og aö rányrkja Miklabanka svo lengi sem kvikt kvikindi þrífst þar. Aö miöa veiði- og vinnslugetu vib fyrrum auðug og fjölskrúöug mib við ísland er enn fjarlægari hugsun en að gera út í Bengalflóa og Subur- Kínahafi, sem liggja ab Víetnam. „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glataö?" spurði skáldið og sömuleiöis má spyrja: Hvað varð af væntingunum þegar lögsagan var færö út í allt að 200 mílur? Hvern grunaði þá aö ís- lenskir útgeröarmenn þyrftu aö leggjast í víking til ab fá bein úr sjó? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.