Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. nóvember 1995 Whtim* 13 Helgarvaktin ígóöum gír. Frá vinstri: Elías Kristjánsson, Sturla Pétursson, Halldór ívar Cuönason, Friörik Alan jónsson, Einar Cuömundsson og Ragnar Sævarsson. Dekkjatömin í fullum gangi Skarphéöinn áttræöur Skarphéðinn Helgason, stýrimað- ur og togaraskipstjóri, varð átt- ræður um daginn, en hann dvel- ur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Slegið var upp ættarmóti í tilefni dags- ins og svo var afmælisveisla í Mosabarðinu. Skarphéðinn fæddist að Forsæti í V,- Landeyjum, elstur sjö systk- ina. Fjórtán ára gamall var hann sendur á vetrarvertíð til Vest- mannaeyja og réri margar vertíðir í Eyjum uns hann fór í Stýri- mannaskólann. Eftir þab var hann yfirmaður á togurum ára- tugum saman. Skarphéðinn er allra manna hressastur og rammur að afli. Eitt sinn lenti háseti nokkur hjá hon- um í ástarsorg úti í Grimsby og óð um allt skipið með búrhnífinn ab vopni. Skarphéðinn tók af hon- um hnífinn og sagði: „Þú stingur þá ekki í neitt í kvöld, væni minn." Einstakt tækifæri var fyrir pjakka ab fá að kippa meb Skarp- héðni, þegar Hafnarfjaröartogar- arnir Júní og Júlí fóru í slipp í Reykjavík, og maula lúöurikling af „keisnum" á meban. Svo var náttúrlega farið til sjós með Skarphéðni og hafa menn ekki í annan tíma verið vígalegri í MR, nýkomnir úr siglingu meö allan tollinn og sögurnar úr evrópskum höfnum. Skarphéðinn hefur sínar skob- anir á þjóðmálum og hinir út- völdu í vinahópnum fengu Gerplu með sér í rúmib og ljóð Þorsteins Erlingssonar. Skarphéb- inn ber heiðursmerki Sjómanna- dagsins í Hafnarfirði. ■ Nú er sá tími þegar allir ættu að huga að vetrardekkjunum undir bíla sína. Um hundrað þúsund bílar eru á landinu, og eru því ekki fá dekk sem þarf að um- felga og negla á þessum dögum. Fæstir gera sér alla jafna grein fyrir því að einmitt hjólbarðarn- ir, ástand þeirra og stilling, eru helsta öryggistæki bílsins. Dekkjakarlarnir okkar eru þó klárir á þessu og eru sem betur fer ósparir á holl ráð um hjól- barðana. Miklar og stöðugar rannsóknir fara líka fram um mynstur dekkja, stærð og hlut- fall miðað við aðstæður í hverju landi og hafa hinar sérstæðu veðurfarsaðstæður á íslandi skil- að sér í mynstri íslensku sóluðu dekkjanna. Vor og haust eru miklar tarnir í dekkjunum og þá er unnið fram á kvöld og um helgar á dekkjaverkstæðunum. Viðskiptavinirnir bíða í heitum biðstofum með kaffi og blöð og láta sér líða vel meðan bíllinn er gerður klár. Myndirnar eru teknar um helgina í Skipholt- inu. ■ Ceysismenn í Rangárþingi einbeittir viö umræöurnar. Yst til vinstri er nýi stjórnarmaöurinn í LH, Sigurgeir Báröarson á Hvolsvelli, viö hliö hans er Árni stórbóndi í Teigi í Fljótshlíö og innstur er Pétur Behrens. Cegnt hon- um er Þorbergur Albertsson, þá Ulfar Albertsson og yst til hægri er for- maöur Ceysis, Haukur Kristjánsson. Ábúðarmikl- ir hestamenn á þingi LH Mann- lífs spegill GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON Það er greinilega ekkert smá- mál að vera hestamaöur og menn geta verið í þungum þönkum yfir minna tilefni en skaparans meistaramynd. Sér- staklega þegar landsmótunum hefur fjölgað um helming og útlendingar farnir að ríða ís- lendinga af sér á heimsmeist- aramótunum. Flestir ríða sér þó til skemmt- unar og vonandi léttist brúnin á mönnum, þegar gæðingarnir koma í hús um hátíðarnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á LH-þinginu í Garðabæ um daginn. Halldór ívar Cuönason á fullu viö umfelgunina. Haröarmenn úr Mosfellsbœ einbeittir yfir tillögunum. Þaö er landsliösein- valdurinn Pétur jökull Hákonarson sem er til hœgri, og Hreinn Ólafsson í Helgadal er yst til vinstri. Léttfetamenn úr Skagafiröi ábúöarmiklir á LH-þinginu. Þaö er rœktunar- meistarinn og fálkaoröuhafinn Sveinn Cuömundsson á Sauöárkróki sem er til vinstri. Sturla Pétursson einbeittur viö jafnvœgisstillinguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.