Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 11
 Jón Kristinsson bóndi og listamaöur i Lambey, sjötugur í dag ARNAÐ HEILLA Enn erjón, sem ungur maður, upplitsdjarfur, heill ogglaður. — Sólskinsbam í sjötíu ár. Á Húsavík í heiminn borinn, hann á nyrðra bemsku sporin, þar var bamsins bros og tár. Komungur í krambúð var hann, kaffi og sykurpoka bar hann, áður en hann var orðinn stór. Þingeyingar þekktu drenginn, þar er listagleðin fengin. Seinna Jóndi suður fór. Auglýsingar öllum betri útbjó hann með fógm letri, leiftrandi með léttum brag. Móti straumnum stefhdi hann austur, stálviljugur, laginn, hraustur, . og nœrri lagði nótt við dag. Byggði í Lambey býlið fríða, bóndans dugur fréttist víða, gerði hann kot að kostajörð. Húsfreyjan er heiðurskona, hún var drottning bjartra vona. Bömin vel afGuði gjörð. Listmálari, landið kallar, langt er þar til degi hallar. Seint úr Jónda sumar fer. Enn ergott um vor að vaka,' velja liti, pensil taka. Jökullinn í austri er. Pálmi Eyjólfsson Harmatónlist í Hallgrímskirkju: Vinsældalistasinfoma og eftirmæli frímúrara ■ * ■ ~->'frn9VCf? .d f ~ * Fimmtudagur 16. nóvember 1995 Harmatónlist er yfirskrift tveggja tónleika BLAU rabar- innar, sem haldnir veröa í Hallgrímskirkju í vetur. Fyrri tónleikarnir verba í kvöld, fimmtudaginn 16. nóv., kl. 20.00. Fyrsta verkiö á tónleikunum er tónverk sem Mozart samdi eftir lát tveggja háttsettra frí- múrara, en Mozart hafbi mik- inn áhuga á boöskap og starfi frímúrarareglunnar. Verkið heitir Maurerische Trauer- musik. Annað verk á efnis- skránni er Lachrymae fyrir ví- ólu og strengi eftir Benjamin Britten, en Helga Þórarinsdótt- ir er einleikari í verkinu. Hen- ryk Gorecki á þriðja verk á dagskrá, sem er sinfónía nr. 3 eða Sinfónía sorglegra söngva. Sinfónían fellur undir framúr- stefnutónlist og hlotnaðist henni sá heiður að vera um nokkurra mánaða skeið í einu af efstu sætum breska vin- Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ein- söng í Sinfóníu sorglegra söngva. sældalistans, sem hlýtur að teljast óvanalegt fyrir þessa tegund tónlistar. Það er Sigrún Hjálmtýsdóttir sem syngur Helga Þórarinsdóttir leikur einleik á víólu í verki eftir Benjamin Brítten. einsöngshlutverkið, en Osmo Vanska heldur um tónsprot- ann á tónleikunum. LESENDUR Aðgát skal höfð Slysið á Flateyri var stórkostlegt og ógnvekjandi, svo ab varla verður vibeigandi orbum ab því komib. Þau mörgu hluttekningar- og hug- hreystingarorb, sem mætir menn hafa látib falla í því sambandi, eru heil og sönn og þakkarverb. Þau áttu fullan rétt á sér. Almenningur hefur sýnt samúb sína og hluttekn- ingu í orbi og verki. Þjóbin hefur verib í sorg. Eflaust hefur því fólki, sem á um sárt ab binda, verib styrk- ur í ab finna þann samhug, sem þar bjó ab baki. En er ekki kominn tími til ab gefa ferba- og málglöbum fréttamönn- um frí frá því ab halda uppi stöbugu frobusnakki um þennan sorglega atburb? Og meb því gefa þeim, sem urbu hart úti í því slysi, tóm til ab íhuga sín mál í næbi og átta sig á því sem orbib er, meb eigin hug í nálægb vib þab almætti, sem hefur rétt þeim svo beiskan bikar ab bergja af. — Þab gæti orbib mörgum meiri ávinningur en ab sjá og heyra fréttamenn velta sér upp úr þessu í tíma og ótíma. — Þab er nóg sem vekur upp minningarnar um þenn- an sorgaratburb, þó ekki sé krukkab í sárin að nauðsynjalitlu eba naub- synjalausu. Athugib þab, góbir fréttamenn, ab ofgera ekki í slíkum kringumstæðum. Vestfirðingur DAGBÓK Fimmtudaqur lé nóvember 320. dagur ársins - 45 dagar eftir. 46. vlka Sólris kl. 09.58 sólarlag kl. 16.26 Dagurinn styttist um 7 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennl Bridge í Risinu í dag kl. 13. Heitur fimmtudagur í Deiglunni, Akureyri Á heitum fimmtudegi í Deiglunni 16. nóv. verbur Hagyrbingakvöld. Þá leiba saman skáldfáka sína þau Erla Gubjónsdóttir frá Seybisfirbi, Jóhannes Sigfússon úr Þistilfirbi og Fribrik Steingrímsson úr Mývatns- sveit. Hörbur Kristinsson leikur á harmónikku og Steinunn S. Sigurb- ardóttir frá Grenjabarstáb les upp. Stjórnandi er Málmfríbur Sigurbar- dóttir. Dagskráin hefst kl. 20.30 og abgangur er ókeypis. Dagur og Gil- félagið standa að Hagyrbingakvöld- inu. Ljósmyndasýning í Myndási f dag, fimmtudag, kl. 17 opnar Kristján Logason Ijósmyndasýningu í ljósmyndamibstöbinni Myndási, Laugarásvegi 1. Ber hún yfirskriftina „Úr litabókinni". Kristján hefur lagt stund á ljós- myndun frá árinu 1982 og starfabi um hríb sem blabaljósmyndari ásamt því ab mynda fyrir tímarit og fyrirtæki. 1992 hélt Kristján til ljós- myndanáms í Gautaborg og útskrif- aðist frá Fotoskolan vorib '94. Um þessar mundir starfar Kristján í Reykjavík sem auglýsingaljós- myndari, þar sem hann ásamt félög- um hefur nýlega opnab ljósmynda- ver. Þetta er fjórba einkasýning Krist- jáns, en auk einkasýninga hefur hann tekib þátt í 3 samsýningum. Ab þessu sinni er vibfangsefnib leik- ur ab litum og formi. Allar eru myndirnar teknar á litskyggnur og sérstaklega stækkabar af Ljós- myndaþjónustu Egils til ab ná fram sem bestum litgæbum. Sýningin stendur til 15. desem- ber, en þá mun taka við sýning á verkum úr Ljósmyndakeppni Myndáss. jón Gunnarsson sýnir í Hafnarborg Nú stendur yfir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarbar, málverkasýning Jóns Gunn- arssonar. Hún er opin frá kl. 12 til 18 alla daga nema þribjudaga. Á fimmtudögum er opib til kl. 21. Sýningin stendur til 27. nóvember. Bandarísk og japönsk bókagjöf: Bókasýning ■ Þjóbar- bókhiöbu Nú stendur yfir sýning í Lands- bókasafni — Háskólabókasafni (Þjóbarbókhlöbunni) á tveimur bókagjöfum, sem bárust í tilefni af opnun safnsins 1. desember 1994. Annars vegar eru sýndar bækur úr gjöf sem bandarísk stjórnvöld færbu safninu, allt nýlegar bækur sem varba daglegt líf, sögu og stofnanir í Bandaríkjunum. Hins vegar eru um 330 bækur úr bókagjöf Japansk-íslenska vináttufé- lagsins í Tókýó. Þær eru flestar á ensku og varba Japan og japanska menningu, en eru annars fjölbreytt- ar ab efni. Sýningin verbur opin til 25. nóv- ember. Danshúsib í Glaesibæ Um helgina, föstudags- og laugar- dagskvöldin 17. og 18. nóvember, mun hin frábæra hljómsveit Lúdó og Stefán skemmta gestum Dans- hússins í Glæsibæ. Húsib opnar kl. 22 og rúllugjald er kr. 500. Munib eftir dansparakortunum. Kristnibobsdagar í Hafnarfirbi Efnt verbur til þriggja kristnibobs- daga í húsi KFUM og KFUK vib Hverfisgötu í Hafnarfiröi nú um helgina. Veröa haldnar samkomur frá föstudegi til sunnudags, kl. 20.30 öll kvöldin. Kristnibobarnir Gublaugur Gísla- son og Skúli Svavarsson munu segja í máli og myndum frá starfi fslend- inga í Eþíópíu og Kenýu og þeim mikla árangri, sem oröib hefur á þeim áratugum er kristnibobar héb- an hafa lagt hönd á plóginn þar sybra. Abrir, sem taka til máls, eru sr. Frank M. Halldórsson og Friörik Hilmarsson. Þá syngja þær einsöng Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Helga Magnúsdóttir og Laufey Geirlaugs- dóttir. Á fyrstu samkomunni á föstu- dagskvöld mun Friörik Hilmarsson segja frá högum kristinna manna í Kína og áhrifum kristilegra útvarps- sendinga til fjölmennustu þjóðar veraldar. Eins og kunnugt er hefur Kristnibobssambandib ákvebið að hefja samstarf vib kristilega útvarps- félagib Norea, sem kostar sendingar á 20 tungumálum, m.a. til Kína. 11 APÓTEK________________________________________ Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavlk frá 10. Ul 16. nóvember er I Borgar apótekl og Grafar- vogs apótekl. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aó kvökll Ul kl. 9.00 aó morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudðgum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Slmsvarl 681041. Hafnarf|ðrður: Apótek Nordurbæjar, Miðvangi 41, er opið mánud.-föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 10-14, sunnud., helgi- daga og almenna fridaga kl. 10-14 til skiptis við Hafnar- fjarðarapótek. Upplýslngar f simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, 61 kl. 19.00. Á helgidögum er optð frá kl. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýs- ingar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Self oss: Selfoss apótek er opið 61 kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjaríns er opið virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garóabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR 1. nóv. 1995 Mána&argrei&dur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) . 12.921 1/2 hjónalífeyrir 11.629 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 23.773 Full tekjutrygging örorkulJeyrisþega 24.439 Heimilisuppbót 8.081 Sérstök heimilisuppbót 5.559 Bensínstyrkur 4.317 Bamalifeyrirv/1 bams 10.794 Meölag v/1 bams 10.794 Mæöralaun/feöralaun v/1 bams 1.048 Mæöralaun/feöralaun v/ 2ja bama 5.240 Mæöralaun/feöralaun v/ 3ja bama eöa fleiri 11.318 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaöa 16.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaöa 12.139 Fullur ekkjulffeyrir 12.921 Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190 Fæöingarstyrkur 26.294 Vasapeningar vistmanna 10.658 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658 Daggreiðslur Fullir fæöingardagpeningar 1.102,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00 Sjúkradagp. fyrir hvert bam á framfæri 150,00 Slysadagpeningar einstaklings 698,00 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri 150,00 GENGISSKRÁNING 15. nóv. 1995 kl. 10,50 Opinb. vlðm.gengl Gengl Kaup Sala skr.fundar Bandarfkjadollar 64,29 64,47 64,38 Sterlingspund ....100,46 100,72 100,59 Kanadadollar 47,34 47,52 47,43 Dðnsk króna ....11,809 11,847 11,828 Norsk króna ... 10,363 10,397 10,380 Sænsk króna 9,718 9,752 9,735 Finnskt mark ....15,301 15,353 15,327 Franskur frankl ....13,247 13,293 13,270 Belgfskur franki ....2,2272 2,2348 2,2310 Svissneskur frankl. 56,73 56,91 56,82 Hollenskt gyllini 40,88 41,02 40,95 Þýsktmark 45,80 45,92 45,86 ítðlsk Ifra ..0,04040 0,04058 0,04049 Austurrískur sch ......6,503 ’ 6,527 ’ 6,515 Portúg. escudo ....0,4355 0,4373 0,4364 Spánskur peseti ....0,5313 0,5335 0,5324 Japanskt yen ....0,6360 0,6380 0,6370 írskt pund 103,28 103,70 103,49 Sérst. dráttarr 96,45 96Í83 96Í64 ECU-Evrópumynt.... 83,84 84,12 83,98 Grfsk drakma ....0,2766 0,2774 0,2770 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓÖÝRU HELGARPAKkANA OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRJ 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.