Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. nóvember 1995 5 Halldór Kristjánsson: Bulliö um atkvæöa Stundum er veriö aö tala um vægi atkvæöa í sambandi viö kosningar til Alþingis. Sumir segja aö þar muni miklu. Þeim fróöleik er miölaö meö ýmsu móti. Ég minnist skýrslu eöa greinargeröar frá manni, sem haföi flutt milli kjördæma og taldi vægi atkvæöa mjög hafa breyst viö þaö. Honum fannst vægiö eöa áhrifin mjög hafa breyst eftir því hvar hann var hverju sinni. Nú var ég aö sjá þau ummæli aö misjafnt vægi atkvæöa valdi því aö Reykvíkingar séu fjóröa flokks þegnar eöa borgarar. Ég er oröinn þreyttur á þessu bulli, sem mér veröur stundum á að nefna kjaftæöi. Það mun þykja ljótt orö og ég skal ekki nota það hér. En bull nefni ég þaö, þar sem það er bull sem ekki styðst viö nein rök. Vægi atkvæöa og gildi þeirra viö skipun Alþingis er svo jafnt sem veröa má með kosningu 63 VETTVANGUR „Ég er orðinn þreyttur á þessu bulli, sem mér verð- ur stundum á að nefna kjaftœði. Það mun þykja Ijótt orð og ég skal ekki nota það hér. En bull nefni ég það, þar sem það er bull sem ekki styðst við nein rök." manna, atkvæðatala að baki hverjum þingmanni getur ekki verið jafnari. Hvert og eitt at- kvæöi hefur sömu áhrif á skip- un þingsins, hvort sem þaö er greitt í Reykjavík eða á Vest- fjöröum. Því er þaö leiðinlegt aö heyra menn, sem taldir eru með þokkalega greind, heimska sig á vægi því aö tala um þetta mikla mis- vægi, sem gefi einum kjósanda fjórum sinnum meiri áhrif en öðrum. Ég er ekki talsmaður þeirra kosningalaga sem nú gilda hér á landi. Þau eru ekki meöfæri venjulegra manna og fáir munu þeir vera sem sagt geti hvernig þingsæti verða skipuð, þó þeir hafi heyrt allar atkvæöatölur. En þó að mér þyki löggjöfin gölluð, veit ég þó að atkvæðum hvers flokks er safnað í einn sjóð og heildarfjöldi þeirra ræö- ur þingmannatölu flokksins. Þá er ekki spurt hvar kjósandinn er eða hvar hann eigi heima og greiði atkvæði. Þar eru Vestfirð- ingar og Reykvíkingar jafnir. Hitt er svo annað mál að ákveðin tala frambjóöenda úr hverju kjördæmi skal fá þing- sæti. Því eru reglur um þaö að kjörfylgi flokks í Reykjavík t.d. færist til frambjóðenda úti á landi. Því veröa t.d. kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik og á Reykjanesi að sætta sig viö það að Vilhjálmur Egilsson og Einar Oddur Kristjánsson fái þingsæti vegna atkvæða þeirra. Það hefur verið lögö áhersla á þaö aö jafnrétti gilti milli flokka, þannig aö þingstyrkur þeirra réðist af fylgi þeirra með- al landsmanna. Jafnframt því er svo reynt aö láta kjördæmin halda nokkurri áhrifastööu meö því aö tryggja frambjóðendum þeirra þingsæti aö vissu marki. Meö því er kjósendum ekki mis- munað, þó að flokkarnir hafi tekið af þeim ráöin um hverjir frambjóöendur skipi vonarsæt- in og njóti heildarfylgis flokks- ins. En öll fara atkvæði flokksins í einn sjóö þar sem öll atkvæðin hafa sama vægi. Ég vil gjarnan heyra rökræöur og tillögur um breytt kosninga- lög og hugmyndir um þaö hversu auka megi áhrif kjós- enda og vald um úrslit kosninga og skipun þingsæta. En látiö engan heyra aö þiö leggið trún- að á bullið um að fjögur atkvæöi í Reykjavík þurfi móti einu á Vestfjöröum. Hugsiö þið heldur. Höfundur er rithöfundur. Hin fjarstæbukennda ógn Kaffileikhúsiö: KENNSLUSTUNDIN eftir Eugéne lonesco. Þý&endur: Gísli Rúnar lónsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Leik- stjóri: Bríet Hé&insdóttir. Ljósahönnub- ur: Sigurbur Kaiser. Frumsýnt í Hlab- varpanum 11. nóvember. Einþáttungar Ionescos eru kjörin viðfangsefni fyrir litla leikhópa, enda stundum til þeirra gripiö; ég man eftir sýn- ingu á Stólunum í Lindarbæ fyr- ir fáum árum og Sköllótta söng- konan er ööru hverju sett á sviö. Kennslustundinni man ég hins vegar ekki eftir á sviöi, en hún var sýnd í Iönó, þá ásamt Stól- unum, fyrir rúmum þrjátíu ár- um, 1961. Á því ári kynntu leik- húsin Ionesco, sem þá var á miðjum aldri og vegur hans sem mestur, — Þjóðleikhúsið sýndi um sömu mundir Nashyrning- ana, frægasta verk höfundarins. Og þótt leikrit hans sjáist sjaldnar nú en þá, eins og gerig- ur, halda þau velli, eru klassísk túlkun á fjarstæöukenndri til- veru nútímamannsins. Ef nokk- uð er, sýnist manni „boðskap- ur" Ionescos eiga meiri rétt á sér í okkar samtíma en áöur var. Þaö verður enginn svikinn af aö bregöa sér í Hlaðvarpann á LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON næstunni og sjá Kennslustund- ina. Þessi fjarstæðukenndi, skoplegi og ógnvænlegi einþátt- ungur er saminn af slíkri íþrótt að fágætt er, og sýningin, undir stjórn Bríetar Héðinsdóttur, ein- kennist af alúö og vönduðum vinnubrögðum. Prófessor nokkur býr ásamt ráðskonu sinni Maríu og tekur nemendur í tíma. Nú kemur stúlka, sem hyggst taka allsherj- ar-doktorspróf og hefur lært út- komu allra hugsanlegra marg- földunardæma. En hún getur ekki dregið þrjá frá fjórum. Pró- fessorinn heldur yfir henni ræöu um leyndardóm stærö- fræðinnar, og síðan aðra enn stórfenglegri um málfræöina, — sífellt magnast fjarstæöur orö- ræðunnar. Af mikilli snilld fikar höfundurinn sig frá absúrd- skopleik og yfir í harmleik, eöa að mörkum hans, og síðan til baka og yfir í hiö grát-hlægilega; — loks er eins og ekkert hafi gerst og ráöskonan vísar næsta nemanda inn. Hlutverk prófessorsins krefst engrar smáræðis leikni af leikar- anum, öryggi í textameðferð, sveigjanleika, skopgáfu og krafts. Gísli Rúnar Jónsson skil- ar hlutverkinu meö sóma; sér- staklega fór hann vel með ræð- una um orðin og mismunandi tjáningarhátt þeirra; sá kafli er einna best saminn í leiknum, og flug textans hjá prófessornum sífellt temprað af yfirlýsingum nemandans um tannpínu sína. Túlkun Gísla var samfelld og svipsterk og markveröur áfangi á leikferli hans. Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir fer með hlutverk nemandans, unglingsstúlku meö tíkarspena og í stuttu pilsi. Hún veitti Gísla Rúnari ágætan mótleik, svip- brigöin, raddhreimurinn og hreyfingarnar, allt hæfilega skoplegt, án þess að fara út fyrir þau hárfínu mörk sem virða ber. Þá var ráðskonan Guörún Þ. Stephensen í essinu sínu hér, í eins konar nunnuklæöum, helst þótti mér hún ofgera í svip- brigðum í upphafi. Þaö er fróölegt aö lesa um viö- brögö manna þegar Ionesco var fyrst kynntur á íslandi. Hinn ágæti húmanisti og vinstri maö- ur Ásgeir Hjartarson lýsti sterk- um orðum fyrirlitningu höf- undarins á heiminum, lífinu, manninum. „Tal nútíma- mannsins er ekki annað en inn- antómt orðagjálfur... og gagns- laust aö reyna aö túlka líf hans með eðlilegum hætti á leiksviði, heldur verður að beita annarleg- um ráðum, fáránlegum, öfga- kenndum og kynlegum," segir Ásgeir og bætir því viö aö stefna Ionescos sé skilgetið afkvæmi borgaralegs þjóöfélags og beri dauöann í brjósti sér. Nú myndi enginn fást um „stefnu" þessa höfundar með áþekkum hætti, eða láta sér í augum vaxa aö hann skuli ekki vera uppbyggilegri en þatta. Verk Ionescos lifa af því aö þau eru skrifuö af list og kunnáttu, afhjúpa oröagjálfur og fjarstæð- ur nútímalífs, grimmd, heimsku, geöbilun, allt hiö and- hælislega í mannlegum aöstæö- um. Þetta er gert undir merki Eugéne lonesco. absúrdismans, fáránleikans, en þó meö þeim hætti — og þaö er galdurinn — að áhorfandinn sér sitt eigiö líf og samtíma síns í óhugnanlegu Ijósi, um leiö og hann veltist um af hlátri yfir fjarstæöunum. Þaö er bæöi hollt og gott, svo maður sé nú dálítið uppbyggilegur, og umfram allt skemmtilegt að fylgjast meö þeim hugkvæmnislega spuna hugmynda, stíls og oröræöu sem hér er boðið upp á. Því er í alla staöi vel til fundið af Kaffi- leikhúsinu aö draga Kennslu- stundina fram á ný. ■ Götuvitar og hálfvitar „Og ég bíð í röö á rauðu Ijósi á eft- ir hinum fíflunum og ég held að ég sé að fara yfirum". Svona hljómar fleygur dægur- lagatexti og þaö er alveg víst aö í umferöinni umhverfast mætustu menn, breytast í haröa keppnis- menn eöa villidýriö sem bælt hef- ur verið af svokallaðri menningu brýst fram. Þaö er því ljóst aö stjórnendum og öörum skipuleggjendum um- feröar er mikill vandi á höndum. Þeir þurfa að hafa innsýn í dýpstu þætti sálarlífsins auk þekkingar á tækni. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar aö umferöareftirliti lögreglu hafi farið verulega aftur á síðari árum og nú síðustu misseri hef ég líka efast um getu eða hæfni þeirra sem skipuleggja það kerfi umferöarljósa — sumir líkja því við skóg — sem ökumenn höfuö- borgarsvæðisins þurfa að búa viö. Það fyrsta sem sáði fræjum efa- semda um hverjir væru til meiri vandræöa í umferöinni, skipu- leggjendur umferðarljósa eöa ökumenn, var þegar götuvitum var á sama tíma komið fyrir í Engidal viö Hafnarfjörö og við Lyngás, skammt ofan Stálvíkur í Garöabæ. Síöan staðfestust efa- semdirnar þegar götuvitum var komið fyrir með u.þ.b. 50 metra millibili á Snorrabraut í Reykja- vík. Ég tel einsýnt að þarna hafi ekki verið hugsað rökrétt. Heföi ekki verið snjallara að koma aðeins öðrum ljósunum fyr- ir til að byrja meö og sjá hvort sú umferðarstýring nægöi til aö hlé Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE yrði á umferð og þeir sem annars staðar þyrftu að fara yfir aöalgöt- urnar fengju til þess tækifæri meö reglulegu millibili ef götuvitai* væru samstilltir með slíkt í huga? Götuvitar eru mjög dýr tæki og finnst mér aö þarna hafi verið bruðlað, svo sannfæröur er ég um aö á báðum þessum stööum heföi verið hægt að spara, án þess að þaö kæmi niöur á umferöinni og jafnvel þvert á móti. Þetta eitt er þó ekki nóg til að helga pistil með yfirskriftinni sem þessi pistill ber. Það sem virkilega hefur vakið spurningar í huga' mínum eru hinar nýlegu tímastillingar gulra og rauðra umferðarljósa. Þar hefur einhver snillingurinn fengið aö breyta frá fyrra horfi, sem var hvort tveggja í senn, af- kastamikið og skynsamlegt. Þaö sem ég á við er að nú skuli samtímis loga rautt ljós í nokkrar sekúndur á öllum götuvitum gatnamóta. Nauösyn þessa skilja sennilega aöeins einhverjir oflæröir verk- fræðingar, kannski þeir sem hafa fengið hugmyndina og þykir hún þess vegna góð. Aö minnsta kosti skilur al- menningur ekki spekina að baki þeim mörgu sekúndum sem ná- kvæmlega engin hreyfing er á gatnamótum og viðbrögðin verða eðlileg: Menn hætta að viröa götuvitana eins og áður var gert. Fara yfir á gulu ljósi eða jafnvel „bleiku", því þeir vita sem er að það gerir ekkert til. Svo koma viðbrögðin frá for- sjárhyggjunni: Setjum upp myndavélar og gómum þrjótana. Ég hef ekkert á móti myndavél- um sem notaðar eru með var- færni. En að leita ekki róta vand- ans er mér óskiljanlegt. Og nú sit ég en kemst ekki að niðurstööu um hvorir séu meiri hálfvitar, villidýrin við stýrið eða skipuleggjendur götuvitanna!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.