Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 8
8 iMrg---r.---- Fimmtudagur 16. nóvember 1995 Forrábamenn íslensks markaöar vilja einkavœöa Keflavíkurflugvöll: Er fariö aö þörfum markaöarins? Bo Haugaard, markaösstjóri KLH. TímamyndirBÞ Nýlega fór sendinefnd opin- berra embættismanna auk fréttamanna til Kaupmanna- hafnar ab frumkvæbi forrába- manna íslensks markabar hf. Tilgangur ferbarinnar var ab kynna sér abstæbur Ðana á Kaupmannahafnarflugvelli, en Danir hafa afnumib hreinan ríkisrekstur á flugstöbinni og eru um 25% hlutabréfa nú í eigu einkaabila. Forrábamenn íslensks markab- ar telja tímabært ab einkavæba Leifsstöb í áföngum og vilja stybjast við dönsku fyrirmynd- ina. Þröstur Ólafsson stjórnarfor- mabur segir ab breyta þurfi stjórnunarfyrirkomulagi Kefla- víkurflugvallar meb þab ab markmibi ab styrkja rekstur hans og auka markaðssetningu. „Nú- verandi embættismannastjórn hnígur einkum að því að tryggja sem mestar tekjur ríkissjóðs af flugstöðinni og rekstri flugvallar- ins, og svo ab því ab tryggja að lögum og reglum sé framfylgt," segir Þröstur. Breytt umhverfi Stjórn ÍM bendir á ab rekstrar- legt umhverfi evrópskra flugvalla hafi gerbreyst síbustu 10-15 árin. Þeir hafi breyst úr opinberum brottfarar- og komustöbum í umfangsmiklar viðskiptamib- stöbvar, sem veiti fjölda fólks at- vinnu og skapi miklar tekjur. Jafnframt hafi stjórnunarleg staba þeirra breyst og víba hafi bæbi rekstri flugvalla og flug- stöbva verib breytt í hlutafélög í eigu ríkissjóðs og/eba einkaaðila. Stjórnarformaður ÍM vill ab rekstri flugstöbvarinnar verbi breytt í hlutafélag í eigu ríkisins þar sem flugstöbin væri „seld" hinu nýja félagi. Stjórn rekstrar- félagsins um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar yrbi að meirihluta skip- ub aðilum úr viðskiptalífinu og markaðssinnaður framkvæmda- stjóri ráðinn. Síban gæti hluti af eign ríkissjóðs verib seldur einka- aðilum, eins og gert hefur verib í Kaupmannahöfn. Næsta skref væri svo að setja rekstur flugvall- arins undir sömu stjórn, svo hægt væri að samhæfa ákvarðan- ir og beita bæbi flugvelli og flug- stöb til að auka umferð um völl- inn og vibskipti inni í flugstöð- inni. „Til ab svo geti orðið þarf ab beita rekstrarlegum aðferðum (áætlanastjórnun), en ekki ab- ferbum sem beinast einkum að því ab hámarka tekjur ríkissjóðs í bráb (fjárveitingastjórnun). Það eru úrelt sjónarmib, sem eru ekki í takt vib tímann," segir stjórnar- formaður ÍM. Stjórn ÍM hefur haft fmm- kvæði að stofnun undirbúnings- félags, sem bæði hefði það hlut- verk ab vekja athygli á þessu máli og berjast fyrir framgangi þess. Þess má geta að ÍM er ab meirihluta í eigu ríkisins. í kjölfar Persaflóastríösins varð samdráttur í fyrsta sinn í mörg ár hjá Kobenhavns Lufthavne a/s (KLH). Þá ákváðu Danir róttækar breytingar á rekstri, ekki síst vegna þess aö boðað var þá aukib frelsi í loftflutningum í Evrópu, sem leiddi til aukinnar sam- keppni. Nú á ríkib 75% eignarhlut í KLH, en einkaaðilar 25%. 80% starfsfólksins keyptu bréf á sér- stöku tilboðsverbi, þannig að með því myndast hvati fyrir starfsfólkið ab veita sem besta þjónustu. Reynslan af einkavæðingunni er mjög góð. Helstu abgerðir vom virkt kostnabareftirlit og hátt gæöastig þjónustu og aukin afköst. Starfsmönnum hefur fækkað um 130, en þab hefur að mestu gerst án uppsagna og á sama tíma hafa umsvifin aldrei verið meiri. Verslun þung á metunum Alls em leigbir út um 2.400 fer- metrar til verslunarrekstrar í flugstöðinni. Verslanir greiða fasta leigu, sem allir greiða án til- lits til veltu- eba tekjumöguleika. Hins vegar em leyfisgjöld, sem em tengd þeim tekjum sem ríkis- sjóður verður af vegna þessarar sölu. Þannig greiða s.k. „Duty free"-libir hæst leyfisgjöld, eða allt að 40-50% af veltu, á meðan dagblöð greiba 2-3%. Þess má geta að tekjur af verslunarrekstri em um 30% af heildartekjum KLH. Annað atribi, sem Danir hafa lagt mikið upp úr að auka hjá sér síðusm árin, em fraktflutningar. Kaupmannahöfn er nú í hópi sjö stærstu fraktflugvalla í Evrópu og jukust fraktviðskipti um 12% milli ársins 1993 og 1994. Kaupmannahafnarflugvöllur er um 20 sinnum stærri en Kefla- vík, ef miðað er vib farþega- fjölda. Logi Úlfarsson, fram- kvæmdastjóri ÍM, gagnrýnir að Keflavíkurflugvöllur njóti engan veginn þeirra tekna sem verba til SAS er sem fyrr langstœrsti viö- skiptavinur Kaupmannahafnar- flugvallar. á flugvellinum. 90% lendingar- gjalda og farþegagjalda renni til annarra verkefna. Auk þess renni allur hagnaður af Fríhöfninni í ríkissjóð og fari þannig 80% þeirra tekna, sem verbi til á flug- vellinum, beint í ríkissjóð. „Þetta er í hróplegu ósamræmi vib ICAO (Alþjóbaflugmálastofnun- ina), sem telur ab það sé alls ekki viöurkennd regla á alþjóbaflug- völlum ab taka allt fé út úr rekstri ríkis- eða bæjarfyrirtækja, eins og gert er á Keflavíkurflugvelli." Hreyfanleiki nauð- synlegur Markaðsstjóri KLH, Bo Hauga- ard, segir meginmuninn á einka- væöingu og ríkisreknum flug- velli þann, að einkavæbingin leggi meira upp úr markabsmál- um, skilgreini markaðinn og ein- skorðist við þjónustu. Ríkib sé bundið af pólitískum áhrifum og fjárveitingar verði að vera innan ákveðins ramma hjá ríkisreknum fyrirtækjum. Þannig sé ekki hægt að vera stöbugt á verði gagnvart nýjum möguleikum. „Hreyfan- leiki verbur ab vera til staðar þeg- ar barist er um kúnnana." Bo Haugaard sagbist ekki sjá neitt sem stæbi í veginum fyrir því að íslendingar einkavæddu Keflavíkurflugvöll og benti á, máli sínu til sönnunar, ab danska ríkið nyti meiri tekna af flugvellinum í þeirri mynd sem hann er rekinn nú en fyrir einka- væbingu. -BÞ Rafvirkjar á Islandi, ung iönaöarmannastétt í tveggja binda stéttartali, Rafvirkjatali: Æviskrár á fjórba þúsund rafvirkja Glæsilegt stéttartal íslenskra rafvirkja er komib á markab hjá Þjóbsögu hf. Þetta er mikib verk, tvö stór bindi þar sem birt eru aeviágrip ásamt mynd- um af nokkub á 4. þúsund raf- virkja á íslandi. Þar er enn- fremur ab finna sögu rafvirkj- unar og rafvæbingar á íslandi ásamt fjölda ljósmynda. Stétt rafvirkja er ung iðnabar- stétt. Fyrsti rafvirki íslands var sveitadrengur, Halldór Gub- mundsson frá Felli í Mýrdal, fæddur 11. nóvember 1874. Hann fluttist ungur úr Mýrdaln- um ab Laxnesi í Mosfellssveit. Um þennan fmmkvöðul raf- virkjastéttarinnar segir ab félaus og heilsulítill hafi hann haldið úr föburgarði 18 ára gamall til ab afla sér menntunar á eigin spýt- ur. Lauk Halldór námi í járn- smíbi í Reykjavík, fór í tungu- málanám og sigldi til Kaup- mannahafnar 1899 til ab nema vib vélskóla. Því námi lauk hann 1901. Halldór velti fyrir sér ís- lenskum fossum og rafmagni og sótti um styrk til Alþingis, en fékk synjun. Engu ab síöur hélt hann í ágúst 1902 til Berlínar, ákveðinn í að nema rafmagns- fræði. Rafvirkjaprófi þaban lauk hann í lok september 1903. Tók hann til vib ab leggja raflagnir í ákvæðisvinnu í Berlín og varð brátt meistari í ibn sinni. Árib 1904 fór Halldór til Sviss, meö lítilsháttar styrk frá Alþingi, til að kynna sér rafmagnsframkvæmd- ir þar í landi. Eftir fimm ára dvöl erlendis kom hann heim og var þá vaknaður eilítill áhugi á raf- orku. Setti Halldór upp rafstöð Jóhannesar Reykdals í Hafnar- firbi og raflýsti hann þar nokkur hús, en fyrsta raforkan í heima- Qasstööin viö Hverfisgötu í Reykjavík, þar sem nú stendur lögregiustööin viö Hlemmtorg. Casstööin hóf aö starfa 1910, rétt íþann mund sem rafmagniö var aö halda innreiö sína. Raforkan haföi vinninginn og var gasstööinni lokaö 1955. A myndinni má sjá póstvagnalest. Sœti í vagni, sem var yfirklœddur og meö fjaöra- sœti, kostaöi 3,50 krónur til Selfoss á þeim tíma. Mynd úr Rafvirkjatali. húsum var í Hafnarfirði, Reyk- víkingum til nokkurrar gremju. Rafvirkjatal er mikib verk og vandasamt og hefur verið í vinnslu árum saman. En vandað hefur veriö til verksins í hvívetna og það er höfundum sínum greinilega til sóma. í ritnefnd sátu Gubmundur Gunnarsson, Svavar Guðbrandsson, Þór Otte- sen og Sigurbur Steinarsson. Gissur Pálsson hafði safnab sam- an miklum upplýsingum um raf- verktaka, sem komu ab góbum notum vib upphafsvinnu verks- ins. Ritstjórn ættfræbitexta var í höndum Þorsteins Jónssonar og upplýsingaöflun annaðist Hólm- fríður Gísladóttir ættfræðingur. Vinna við Rafvirkjatal hefur tekið nærfellt áratug. Verkib spannar næstum 1.000 blabsíbur og kostar 14.900 krónur. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.