Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1995, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 16. nóvember 1995 Tíminn spyr... Á ab endurskoba ákvörbun um ab einkavæba Neybarlínuna? Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða krossins: ísland er bundiö vegna EES ab taka upp evrópskt neyðarnúmer, 112, enda verulegt hagræði og ör- yggi fólgiö í að hafa eitt nónier á íandinu ölu. Rekstrarformið er um- hugsunarefni en þó viröist ljóst að stjórnvöld vilji frekar að reksturinn sé í höndum annarra en ríkisins. Þar sem um nýja starfsemi er að ræða er æskilegt að samstaða ríki um rekstrarfyrirkomulagið og fullt traust sé borið til rekstraraöilans. Athugasemdirnar sem fram hafa komið að undanförnu hlýtur að verða að skoða í því ljósi, þótt ég telji að bera megi fullt traust til þeirra aðila sem samið hefur verið við. Hannes Gubmundsson, fram- kvæmdastjóri Securitas: Ástæðan fyrir því að ríkib fer þessa leið er einfaldlega sú að það er aö spara skattgreiðendum pening meb því að fá greiðslur frá einkafyr- irtækjum líka til aö minnka kostn- aðinn. Þab eru fullgild rök að verið er að gæta hagkvæmni í rekstri. Ég blæs á rök Ögmundar um að ein- staklingur sem er starfsmaður Secu- ritas sé ekki jafn líklegur til að gæta trúnaðarupplýsinga og opinber starfsmaður. Maöur er forviba eftir þessa grein Ögmundar í Morgun- blaðinu í gær, aö þingmaður og for- maður stéttarfélags sé haldinn slík- um fordómum ab kveða upp úr meö þab að einkafyrirtæki sé ekki treystandi. Þetta hlýtur að kalla á hörö viðbrögö hjá verkalýöshreyf- ingunni. Pétur Blöndal þingmabur: Nei. Mér finnst rétt að einkavæða Neyöarlínuna, það er skilvirkasta leiðin til að fá góöa og skjóta þjón- ustu. Það sýnir sig aö opinber þjón- usta er yfirleitt ekki eins skilvirk, það koma upp biðraðir og annnað slíkt sem fyrirfinnast ekki í einka- rekstri. Vesturbyggö er í miklum fjárhagsvanda, en allt kapp lagt á aö minnka skulda- baggann og niöurgreiösla skulda er þegar hafin. Císli Olafsson bœjarstjóri: Vib eram ekki á leið í félagsmálaráðuneytib Vesturbyggb er ekki á leibinni til félagsmálarábuneytis meb fjárhagsvanda sinn. Staba hins nýja sveitarfélags, Vest- urbyggbar, er þó afar slæm. Hver íbúi byggbarlagsins, en þar búa 1.395 manns, skuldar um 215 þúsund krónur, ef skuldinni er jafnab nibur. Bæjarstjórinn, Gísli Ólafsson, segir ab þetta séu slæmu frétt- irnar. Góbu fréttirnar séu ab menn sjái þó til lands og framundan sé stórfelld lækk- un skuldaklafans og þab verk hafib. Verri tölur blöstu vib fyrir ári síban þegar Patreks- fjörbur, Bíldudalur og sveita- hreppar sameinubust í Vest- urbyggb. Hert á sultarólinni „Núna stöndum vib frammi fyrir því ab geta ekki stabib undir neinum framkvæmdum, og þurfum ab draga úr þjón- ustu kostnabarlega séb eins og mögulegt er til ab laga fjárhags- lega stöbu sveitarfélagsins. Þá á ég vib ab draga úr rekstri mála- flokka, gera þá eins ódýra og hægt er, draga úr mannahaldi og öbrum tilkostnabi," sagbi Gísli. Bæjarfulltrúar gengu reyndar á undan meb góbu for- dæmi og lækkubu laun sín um 25% nýlega. Bíldudalur fær heldur ekki íþróttahús í bili, og Patreksfjöröur ekki nýtt skóla- hús sem er í byggingu. Sameining mun sanna gildi sitt Ársreikningur sveitarfélags- ins var lagbur fram á fundi bæj- arstjórnar Vesturbyggbar í fyrradag. Gísli Ólafsson sagbi ab sameining sveitarfélaganna hefbi mebal annars skilab því ab skuldajöfnunarframlagib er upp á 66 milljónir króna og kemur inn á þessu ári og dregst frá 400 milljón króna heildar- skuld samkvæmt ársreikningi 1994. „Þegar til langs tíma er litib mun sameiningin skila sér, þab Frá Patreksfiröi. er ekki nema tæpt ár frá sam- einingunni. Eftir fimm til tíu ár munu menn ekki lengur efast um gagnsemi sameiningar, sem mun birtast í betri og öruggari þjónustu vib íbúana, ab hægt verbi ab halda uppi lögbund- inni þjónustu," sagbi Gísli. Vilja vinna sig sjálfir út úr vandanum Gísli Ólafsson sagbi ab búib vari nú þegar ab taka á ýmsum þeirra vandamála sem vib blöstu. Rekstrarkostnabur á þessu ári er áætlabur 120 millj- ónir og virbist þab ætla ab ganga eftir, reksturinn kostabi á síbasta ári 136 milljónir króna. Á næstu tveim árum er reiknab meb ab talan lækki enn. „Sveitarfélög hér vestra og raunar víbar á landinu skulda eins mikla og meiri peninga eins og Vesturbyggb. Séum vib á leib til félagsmálarábuneytis- ins þá hlýtur rábuneytib verba ab taka á móti skara af sveitar- félögum. Vib höfum engin áform uppi um ab leita til fé- lagsmálarábherra. Vib munum vinna okkur sjálf út úr vandan- um. Þab gerum vib meb gagn- gerri endurskipulagningu á rekstrinum í samrábi vib ráb- gjafa og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þab er okkar vett- vangur," sagbi Gísli Ólafsson. Gísli segir ab rekstur sveitar- félagsins hafi kostab 98% af skatttekjunum 1994, 138 millj- ónum króna. í ár mun rekstur- inn kosta um 120 milljónir í stab 136 milljóna, auk þess sem skatttekjurnar eru hækkandi og fara í 150 milljónir. Þetta segir Gísli skipta sköpum. Þab þýbi ab meb abhaldi í rekstri bæjar- félagsins sé hægt ab hefja nib- urgreibslu skulda. Lækkun á 400 milljón króna skuld sem blasti vib nýja sveit- arfélaginu, sem Patreksfjörbur og Bíldudalur mynda, á ab verba hröb. Frá jöfnunarsjóbi sveitarfélaga eiga ab koma 66 milljónir króna. Tekist hefur ab selja eignir, fyrst og fremst hlutabréf og hlutdeild í útgerb- arfélagi, 24 milljónir. Meb samningum hefur líka tekist ab lækka skuldirnar til vibbótar um 20 milljónir. Þetta eru 110 milljónir króna. „Þetta leibir til þess ab heild- arskuldin á ab fara í um þab bil 300 milljónir króna. Vib eigum miklar eignir, verbúbir, vöru- skemmur, íbúbir og fleira sem er seljanlegt. Þab tekur tíma ab selja þessar eignir, en ég geri ráb fýrir ab þab verbi komib í höfn fyrir árslok 1996, en þarna teljum vib ab séu 30 til 40 milljónir króna," sagbi Gísli Ólafsson. -JBP Sagt var... Óréttlát ákvörbun „Nú spyr ég: Hver eru rökin fyrir því aö láta fólk, sem vegna sjúkdóms getur ekki átt börn, greiða allan kostnað við glasafrjóvgunardeild Landspftalans sem er ríkisrekin stofn- un. Þetta fólk greiöir sömu skatta og aðrir landsmenn og meðal annars fyrir skólagöngu barnanna okkar, leikskóla o.fl. Þó að það komi ekki til með að geta glaðst yfir velgengni barnanna sinna eins og við." Anna Kristín Bjarnadóttir í Mogganum. Sibspillandi óþverri í RÚV „Ríkisútvarpið á ekki rétt á að senda þennan siðspillandi óþverra inn á heimilin í landinu. Það ætti að varða við refsilög. Greiðið því ekki afnota- gjöldin. Og ennfremur: Ég skora á allar konur aö kaupa ekki dömubindi, sem auglýst eru í Sjónvarpinu." Önundur Ásgeirsson er ekki hrifinn af dagskrá Ríkissjónvarpsins. Mogginn. Enga pólltíkusa til Bessastaba „Reglan ætti að vera: Enginn úr stjórnmálum til Bessastaða. Finnist ekki hlutlaus aöili, þ.e. sem ekki hefur blandast í stjórnmál, á hreinlega aö leggja embættið niður og sameina það embætti forsætisráðherra." Fribjón í DV. Sami rass í sömu skál „Þegar ein konan pissar veröur ann- arri mál, segir í einhverju góðu nátt- úrufræðiriti. Eða var það kýrin? Skipt- ir ekki máli. Kemur út á eitt. Það er sami rassinn undir þeim öllum." tnngangur Sverris Stormskers í DV, en hann skrifar þar um ímyndir og ímynd- unaraflsleysi. Dabbi flottastur „Indíánahöfðinginn er með skraut- legasta fjaðravirkiö á hausnum, for- stjórinn sýgur vindla en ekki sleiki- brjóstsykur, Dabbi ráðherramamma er á fínustu kerrunni með vígaleg- ustu krullurnar osfrv. Áhugamálin verða að ríma við ímyndina. Rak- spíralyktandi skjalatöskuplebbi fer í veggtennis, ekki í brennó. Færi virðu- leg vindlasuga með hraustlega reyrt bindi, blá í framan, að æfa pílukast? Hæpið. Ekkert fíntvið það." Sami. Trillukarl frá Akranesi mætti í pottinn í gær og þungt var í hon- um vegna banndaga og lélegs ýsuverbs. Hann upplýsti ab búib væri ab festa í málinu nýtt orb í tilefni af því ab smábátar þyrftu ab sæta þeim afarkostum að láta kontórista úr Reykjavík ákveba hvort þeir færu á sjó eba ekki. Þetta orb er nýyrbið „banndaga- blíba" og er notab um vebur þegar hvergi gárar á hafflötinn en enginn fer á sjó vegna bann- daga. Þab fór heldur betur um mann- skapinn á FFSÍ þinginu í gær þeg- ar Gubjón A. Kristjánsson fyrr- um fyrsti varaþingmabur Sjálf- stæbisflokksins á Vestfjörbum og núverandi annar varaþingmabur flokksins vék ab foringja sínum og meistara Davíb Oddssyni for- sætisrábherra og þeim skobunum sem Davíb lét uppi f maf sl. um kröfugerb sjómanna. Gubjón sagbi í ræbustól: „Þab var mikil fljótaskrift á þessari afstöbu for- sætisrábherra og jafn vel gefinn mabur sem fljótur er ab átta sig á hlutunum átti ab kynna sér málib frá bábum hlibum í stab þess ab gerast flýtibúktalari fyrir Kristján Ragnarsson." í pottinum velta menn því fyrir sér hvort einhver bendi Gubjóni ekki á ab „svona tali menn ekki"...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.