Tíminn - 24.11.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.11.1995, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 24. nóvember 1995 Tíminn spyr... Var rétt af Ríkisútvarpinu a& end- urflytja hina umdeildu „Hetju- sögu" Hrafns Cunnlaugssonar? Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnniálafræbingur: Mér þykir það fullmikil auglýsing fyrir Hrafn Gunnlaugsson, en á það ber að líta að aðstandendur Hall- dórs Laxness, sem á aö vera sögu- hetja í smásögunni,. óskuðu eftir þessu og Hrafn veitti saiíiþykki sitt. Líklega er eins mikið til í að Halldór Laxness'sé'sögubetja þarna og að Ólafur Thors hafi verið sögulietja í Atómstöðinni. Mörður Árnason íslenskufræð- ingur: Út af fyrir sig getur enginn sagt neitt við þessari sögu. Ýmsir höf- undar hafa notað efni úr samtíðar- sögu og dulbúið frægt fólk. l>ar má minna á t.d. bók Hallgríms Helga- sonar, sem hefur notað svipaða að- ferð og Hrafn beitir þarna. Útvarpið hlýtur hins vegar að leggja sitt mat á dagskrána, þ.á m. bókmenntir. Til er sérstakur bókmenntaráögjafi við útvarpiö. ITóðlegt væri að vita hvort hann var meö í ráöum, þegar þetta efni var sett saman. Fróðlegt væri að vita hvort útvarpiö hefur metið þaö þannig í upphafi, að hér væri merkilegt bókmenntaverk á ferð, samið af þeirri smekkvísi sem útvarpinu hæfir. Endurtekning efn- isins bendir til að svo hafi veriö. Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, formaður Útvarpsráðs: Já, ég tel aö svo hafi verið. Það lá fyrir fjöldi áskorana frá hlustend- um og mér virðist aö báðir málsað- ilar hafi verið fylgjandi því að þetta yrði flutt. Þetta er sjálfsögð þjón- usta. Það er allt annaö mál j)ótt um- deilt hafi verið þegar sagan fór fyrst í loftið. í gær (fyrradag) lá fyrir áskorun 150 manna með leyfi frá Auði Laxness að Ríkisútvarpiö end- urflytti þáttinn. Þess vegna get ég ekki gert athugasemd við að dag- skrárstjóri hafi tekiö ákvörðun um endurflutning efnisins. Ég styð það heils hugar. Miklar vonir bundnar vib Jólalandiö / Hveragerbi. Allur bœrinn myrkv- aöur 1. des. ábur en œvintýralandiö opnar formlega: „Nú á aö taka Finn- ana og skilja þá eftir" Morgunblabsfréttin er röng, segir Leifur Steinn Elísson hjá VISA-ísland: Undirbúningur stendur nú sem hæst að opnun „Jólalands" í Hveragerði en 1. des. nk. verður allur bærinn myrkvaður og gamla tívolíið opnað með pomp og prakt. Von er á gestatívolíi frá líretlandi og verður margt til skemmtunar í Jólalandi í desem- ber aö sögn forráðamanna. Það eru Flugleiðir, Samvinnuferðir- Landsýn, Hveragerðisbær auk 50 fyrirtækja þar sem standa aö Jóla- landi. Ólafur Reynisson í Húsinu á Sléttunni í Hveragerði er í stjóm verkefnisins og sagði hann í samtali við Tímann í gær að mikið væri lagt undir, 25 milljónir til að byrja meö, enda kominn tími á að markaðs- setja íslensku jólasveinafjölskyld- una. Bretar hefðu t.d. bara einn jólasvein og þeim þætti íslenska hefðin mjög spennandi. 13 sveinar og Grýla og Leppalúöi. „Nú á að taka Finnana og skilja þá eftir. Þeir hafa verið næsta einráöir í þessum heimshluta og svo talað sé í þotum þá fá þeir um 130 þotur í ár til sín, gagngert vegna jólasveinsins." Ólafur sagði Hveragerði álitlegan kost vegna nálægðar við höfuð- borgina og útsýniö að bænum frá Unniö oð undirbúningi Jólalands í gamla Tívolíhúsinu. Hellisheiöinni væri tilkomumikið, bærinn væri eins og lítið ævintýra- land þegar búið væri að skreyta allt með ljósadýrð. Forráöamenn Jólalands munu bjóða sérstaklega til sín grunnskól- um og ellilífeyrisþegum og auk þess er vonast til að erlendir ferðamenn láti sjá sig í nokkrum mæli. M.a. eru ferðir til Jólalands í Hveragerði not: aðar sem vinningur fyrir verslunar- Tímamynd: CS keðju í Bretlandi. Greiða þarf fyrir „vegabréf" aðjólalandi og mun að- gangseyrir fyrir fullorðna rétt undir bíómiðaverði en ódýrara fyrir börn. í gær kom risastórt jólatré frá Noregi sem sett verður upp í gamla tívolíhúsinu og þar var jafnframt verið að setja hitalögn í húsið og smíða geysistórt svið sem „rúmar heila Sinfóníuhljómsveit" að sögn Ólafs. -BÞ VISA abyrgist ekkert „Við hjá VISA-Islandi höfum að sjálfsögðu ekki tekist á hendur neina ábyrgð vegna viðskipta Tómasar Tómassonar og Reykja- víkurborgar," sagði Leifur Steinn Elísson aðstoðarframkvæmda- stjóri VISA í samtali við Tímann í gær. Leifur Steinn sagði ab flest- um væri ljóst að Visa er greiðslu- miðlunarfyrirtæki, það flytti fé frá korthöfum til söluaðila eftir ákveðnum reglum. Visa gæti enga ábyrgð tekið á framtíð ein- stakra fyrirtækja. Frétt Morgunblaðsins um aö Tómas Tómasson veitingamaður á Hótel Borg og Hard Rock Cafe mundi greiba borginni andvirbi Pósthússtrætis 9, áður fyrri hús Al- mennra trygginga, að hluta til meb Visa raðgreiðslum vakti athygli margra og vissa erfiöleika hjá skrif- stofu Visa. „Sennilega byggist þessi mis- skilningur á því að Tómas Tómas- son hafi bent borgaryfirvöldum á þab að greiöslur hans mundu ber- ast borginni mánaöarlega sama dag og hann fær uppgjör frá VISA vegna viöskipta sinna. Einhver misskilningur hefur alla vega kom- ið upp, ég veit ekki nákvæmlega hvar hann liggur," sagði Leifur Steinn. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, bar það í gær tii baka að borgin seldi húsið á raðgreiðslum Visa. Hún segir þó að Visa-ísland hafi tekib að sér að tryggja mánaöarlegar greiðslur af reikningi Hótel Borgar. Borgarlögmaður sagði í bréfi til borgarráös að til tryggingar á út- borgunargreiðslum „skal seljandi leggja fram yfirlýsingu frá VISA- ís- land þess efnis að fyrirtækið skuld- bindi sig til þess að leggja ofan- greindar fjárhæðir á reikning borg- arsjóðs á umsömdum gjalddög- um." Leifur Steinn Elísson sagöi ab einnig þetta væri málum blandið og rangt með farið. Visa sæi ein- faldlega ekki um slíkar tilfærslur á peningum. Ennfremur hefði eng- inn nokkru sinni talað við Visa um þessa flutninga á fé. -JBP Sagt var... Haldíb þér kjafti skáld — allt er sagt „...og Halldór Laxness sem situr í sæmd sinni í hárri elli að loknu því æviverki að orba snilldarvel hverja einustu hugsun sem leitará íslend- inga." Gubmundur Andri í Alþýbublabinu í gær. Sarnhugur í verkl „Ép held hins vegar að nú sé þörf á þjobarátaki um ab leiöa Hrafn Gunn- laugsson hjá sér." G. Andri tekur þátt í stríbinu um hetjur Hrafns meb því ab fara fram á ab abrir þegi yfir snilldarbragbi eftirhermunnar. Minnisleysi maddömunnar „Nýskeb komu fokreibir trillukarlar saman á mótmælafundi á Austurvelli og hermdu mebal annars loforð upp á Siv sem stóö þar í miðri þvögu. Sjónvarvottar segja ab Siv hafi verib hálfrábalaus og a bendingu sagt meb uppgjafartóni vib hina herskáu sjó- sóknara: „Ég man ekki eftir öllum þessum loforbum." Segir Egill Helga í úttekt í grein Helgar- póstsins um „litlu framsóknarmaddö- muna", sem á bágt meb ab líma lof- orbaspjöldin upp í langtímaminnib eins og fleiri kollegar hennar. í tilvitnun var verib ab herma upp á hana opinberar hugmyndir sem þóttu í andstöbu vib kvótakerfib. Apinn er altént forfabir Snorra Beteis „Ætli trúarofstækismenn séu ekki sterkasta sönnunin fyrir því að mab- urinn og apinn eigi sameiginlegan forföbur, svo þab er ekkert skrítib ab þeir skuli vera svona sólgnir í aö kveikja í ritinu sem fjallar um þessi vibkvæmu fjölskyldumál." Sverrir Stormsker í DV furbar sig svo sem ekki á því ab Betelsfólk skuli hafa brennt rit um þróunarkenningu Darw- ins. Afkristnibobskapur biblíunnar „Innan spjalda biblíunnar er ab finna þvílíka leiðinda víbáttuvitleysu ab mabur er forviða að þessi „heilaga ritning" skuli ekki fyrir löngu vera bú- in að afkristna gjörvalla heimsbyggb- ina ... Þótt ég meti flestar bækur meira en þessa rotþró dragúldinna kennisetninga ..." Sverrir hélt áfram ab mæla fram marg- an sannleikann í DV í gær. Hæfileikaríkt nýaldarrit „Bók sem kemur aðeins fram einu sinni á mannsævi og skiptir sköpum í lífi fólks." Þessi rökkvaba dularbók sem hefur ab geyma Celestine handritib (sem „hefur ab geyma leyndardóma sem eru ab gjörbreyta heiminum") getur á ein- hvern óskiljanlegan hátt abeins komib fram einu sinni á hverri mannsævi. Þetta reikningsdæmi er þó líklega ný- öldurum aubleysanlegt en því má ekki gleyma ab bókin hefur gengib frá manni til manns síban hún kom í litlar, NB: litlar, bókaverslanir víba um Amer- íku. (Hún hefur því ekki selst í milljón- um eintaka, er nr. 1 á metsölulista New York Times, nema á yfirborbinu heldur farib óhefbbundnar leibir manna á milli). Þetta er ekki gróbabrall heldur heibarleg auglýsing frá Leibarljósi í Mogganum í gær. í pottinum eru margir sérfræðingar í höfundarétti og þótti öllum það mik- il tíðindi að tilkynnt hafi veriö í út- varpinu áður en Hetjusaga Hrafns Gunnlaugssonar var lesin í annab sinn í fyrrakvöld ab sagan væri lesin vegna fjölda áskorana og með leyfi Aubar Sveinsdóttur (konu Hall- dórs). Það vissi enginn ab Aubur hefði „copyright" á verkum Hrafns! ... • Það hitnar stundum í kolunum á þingi þó rólegt sé á yfirborbinu. Þannig mun Arni Johnsen hafa hrist höfubið undir ræðu hjá Össuri í fyrradag og Össur þá gripið til gömlu klisjunnar um að hann „heyrbi ab háttvirtur þingmabur Árni Johnsen hristi höfuðið". Árna líkaöi ekki þessi glósa og þegar hann gekk fram hjá Össuri í þingsalnum skömmu síðar greip Árni í eyra Öss- urar og sneri dudjlega upp á. Enn síðar kom Árni aftan ab Össsuri í stiga þinghússins og þá sparkabi Árni í afturenda umhverfisrábherrans fyrrverandi. Össur mun hafa haldið stillingu sinni en hann er vfst hættur ab senda Árna glósur — í bili...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.