Tíminn - 30.11.1995, Qupperneq 5

Tíminn - 30.11.1995, Qupperneq 5
Fimmtudagur 30. nóvember 1995 5 Steinunn Sigurbardóttir. Vindþurrkaö kvenfólk Hjartastabur Steinunn Sigur&ardóttir Mál og menning Skýrt afmarkað form, tveggja daga ferðalag frá Bollagötu í Reykjavík austur á firði, er í nánum tengslum við byggingu skáldsögunnar Hjarta- staður eftir Steinunni Sigurðardótt- ur. Annar þráðurinn, hin ytri ferð, er ofinn frá morgni síðasta dags ág- ústmánaðar að kveldi fyrsta dags septembermánaðar, þegar persónur komast á leiðarenda. Meðan á ferðalaginu stendur lýsir aðalper- sónan Harpa Eir náttúru og lands- lagi eftir því sem hún, Heiöur vin- kona hennar og Edda Sólveig, dótt- ir Hörpu, komast í burtu frá Reykja- vík. „Lokkandi land á köflum sem er í rauninni ónothæft til annars en horfa á það gegnum bílglugga." (286) Þetta er hvorki landslag róman- tísku né natúralísku skáldanna, heldur landslagið okkar sem höfum óbeit á því að njóta náttúrunnar í kalsaroki eða kuldasól, en kunnum ve! að meta landið í gegnum bílrúð- una. Gallinn við náttúrulýsingar ytra ferðalags er kannski sá að þær kallast ekki á við hið innra ferðalag, sem er gildari þráður frásagnarinn- ar. Rúðunáttúran verður því dálítið úr tengslum við söguna og oft á tíö- um óþarflega umfangsmikil. Á ferðalaginu hittum viö líka fyrir bráðskemmtilega ættingja Hörpu og aðrar aukapersónur, en allar eru þær dregnar skýrum dráttum sem hlutverkum þeirra hæfa og útkom- an er sterkar sérviskupersónur. Önnur hlutverk úr samtímaferö- inni eru skipuð vonda félagsskapn- um úr Reykjavík, sem tælt hafði Eddu út í ólifnað og eiturlyf. Gerti hæna og liðið í gula bílnum elta þær langleiðina austur, ti! að ná Eddu af móöur sinni aö því er virð- ist, en hætta svo allt í einu eltingar- leiknum. Sem breytir varla miklu fyrir söguna, því þeir verða í raun aldrei sérstaklega ógnvekjandi. Innri ferðin lýsir lífshlaupi Hörpu, æskuminningum sem litast af umhyggjuskorti móður og eilíf- um grun hennar um að vera ekki dóttir pabba síns og þar með vissu um að vera ekki rétt staðsett i lífinu, enda vantar hana aðra rótina sem skýrt gæti útlendingslegt útlitið. Ferðin lýsir völdum köflum úr ævi Hörpu allt til þess dags þegar stöll- urnar þrjár leggja af stað austur. Kaflarnir skýra að mörgu leyti per- sónu Hörpu, sem alla tíð virðist telja sig minnimáttar og öðruvísi. Þankagangur og tilsvör Hörpu í sög- unni gefa hins vegar ekki til kynna veikburða manneskju, miklu frekar konu sem vegna aðstæðna og útlits hefur dottið inn í hlutverk þess sem hjálpa þarf. Harpa er afar smávaxin, falleg og dökk og varð einstæð móðir sem táningur. Þrátt fyrir allt kemur Harpa ekki f/rir sem þessi ör- yggislausi dvergur, sem hún telur lesanda og sjálfri sér trú um ab hún sé. Hún er þvert á móti orðin sterk á þeim tíma sem hún segir frá. Hún hefur safnab styrknum saman á því sem hún hefur þurft að þola og vegna þess að hún er falleg, sem veitir henni ákveðna yfirburöi yfir Heiði sem tók að sér ab hjálpa henni í gegnum lífið. Harpa verður oft léttpirruð á þessari hlutverka- skipan, þó hún hafi að sjálfsögðu leikið sitt hlutverk með sóma. Sam- band þeirra vinkvenna eru að mínu mati þau mannlegu samskipti í sög- unni þar sem dýpst er kafaö. Sam- band þeirra er á margan hátt flókn- ara heldur en samband mæðgin- anna. Mikilvægi Heiðar fyrir Hörpu og öfugt er ljósara og ígrundaðra en samband móður og dóttur, enda velur hver maður sér félagsskap en ekki afkomendur. Steinunni hefur verið marghælt fyrir stíl, ekki ab ósekju, og í sam- ræmi við nýtt söguefni breytist stíll- inn við hverja sögu. 1 raun hefur stíllinn í sögum hennar einatt þyngri merkingu en venja er. Það má t.d. merkja í Síðasta orðinu þar sem rannsókn á stílbrigðum ólíkra skrifara minningargreinanna getur varpað nýju ljósi á heildarmerk- ingu. Aðall sögunnar Hjartastabur er hins vegar tónninn sem hlýst af stílnum, stemningin sem vaknar við blöndu af vönduðu orðfæri, slettirekuorðum, smellnum tilsvör- um, kæruleysislegum og fjölbreyti- BÆKUR LÓA ALDÍSARDÓTTIR legum framsetningarmáta persóna og vísunum í alls kyns áttir, dægur- lagatexta o.fl. Hér skal nú fara fáeinum orbum um tvær unglingasögur sem Vaka- Helgafell sendir á markab. Þab eru sögurnar: Krókódílar gráta ekki eftir Elías Snæland Jónsson og: Röndótt- ir spóar fljúga aftur eftir Guðrúnu H. Eiríksdóttur. Eitt af því sem sam- eiginlegt er meb þessum bókum er það, að þær segja frá fólki sem áður er getiö. Þetta eru sjálfstæöar sögur í framhaldi af fyrri bókum höfunda sinna. Það er margt fleira sameiginlegt með þessum sögum. Þær segja frá unglingum um fermingaraldur. í þeim báðum er sagt frá fólki sem hefur strítt við drykkjufýsn og farið eða ætlar að fara í meðferb þess vegna. Sögurnar eru æsispennandi og stundum tvísýnt um horfur. Bruggarar og landasalar koma þar við sögu. Og ungir piltar bera á sér skeiðahnífa og ógna með þeim ef á þykir liggja. Og innbrot eru gerb. Það er ekki hverjum manni gefið að skrifa um konu, sem átti barn þegar hún var barn að aldri og stendur á þeim tímamótum að þurfa að bjarga unglingsdótturinni frá sollinum án þess að væmnin sé með í för. Ekki nóg með þaö, heldur er konan einstæb á sjúkraliðalaun- BÆKUR HALLDÓR KRISTJÁNSSON Þannig eiga þessar sögur báðar baksvið sem sótt er í þjóðlíf líðandi tíma. Þær eru að öðrum þræði studdar þeim veruleika sem lesa má í lögregluskýrslum þessara daga. En sagan er ekki öll sögð með tví- sýnum átökum við bófa og mis- indismenn, sem afla sér fjár meb því að selja unglingum landa, eða fyrirhyggjulausri baráttu við ís- lenska vetrarvebráttu í skólaferð. Þetta eru líka spennandi sögur vegna þess ab þar eru átök í innra lífi fólks á viðkvæmu mótunar- skeiði. Ef samfélagið hafnar manni, má vera ab hann fyllist hefndarhug og verði fjandsamlegur umhverfi sínu, neikvæður því samfélagi sem um, hefur átt í misheppnuðum samböndum, á ofurgóðan pabba, átti andans veika mömmu og svo gæti maður lengi talib. En Stein- unni tókst þetta vibfangsefni svo prýðilega að hvergi nokkurs staðar verbur vart viö vemmu, heldur þvert á móti eru kvartanir Hörpu Eir, sem er fremur bitur eða þreytt á veseninu, meðvitað fjarri tárakirtl- um, meðvitað af höfundi og per- sónunni sjálfri. F.ins og Harpa segir í lok sögunnar, þegar hún hefur komið Iiddu fyrir hjá ættingjum sínum þar sem hún á ab afvatnast: „Margrét veit ekki hvernig hún á að taka þessu. Margrét er góð, hún er gull af manni, en Margrét hefur ekki húmor. Það gæti orðið henni ab falli sem uppalandi Eddu Sól- veigar umskiptings. Enginn kemst af nálægt henni nema sjá vitleys- una úr fjarlægö öðru hvoru og hlæja meb hljóöum." (Bls. 320) Samt sem áður eru heildaráhrif Hjartastaðar ekki eins mögnuð og við hefbi mátt búast. Dóttirin er enn ókunnug manneskja þegar lestri lýkur, og Heiður besta vin- kona í raun líka. Ástæður fyrir vímuefnaveseni dótturinnar eru látnar óskýrbar, sem er í sjálfu sér kenning út af fyrir sig, þ.e. Stein- unn tekur hér ekki undir þá skoðun að vandræöaheimili geti af sér vandræöabörn, en eftir stendur að Edda er lesanda lokuð bók, þótt hún sé nú höfuðorsök þess ab ferð- in er farin. Þróttmikli sláninn hún Heiður verbur álíka dul, en hins vegar er vinátta þeirra Hörpu svo vel unnin að hlutverk bjargvættar- ins verður vel Ijóst, að svo miklu leyti sem þab þjónar þeim tilgangi ab Iýsa haltu mér-slepptu mér sam- bandi vinkvennanna. ekki fullnægir honum. Hér er vissu- lega sagt frá tvísýnum átökum í þeim efnum. Og þar er þá komið aö því sem fyrst og fremst gefur þess- um sögum gildi. Á kápum þessara bóka er auglýst ab höfundur þeirra hafi unnið til verðlauna með fyrri bókum. Eflaust munu sumir þeirra vænta þess ab fá meira ab sjá síðar. Sérstaklega finnst mér að Elías ætti að fylgja sínu fólki lengra. Hann skuldi lesendum sín- um þab. Vitanlega er hverjum höfundi frjálst að Ijúka sögum sínum þar sem hann vill. Það er alltaf fram- hald af ævisögum. Þannig má segja að lífið sé botnlaust. En hvort sem þau Elías og Guðrún kjósa að fylgja sínum fermingarbörnum lengur eða skemur eða leiða fram nýtt fólk, er gott að vita af þeim í hópi þeirra sem segja ungu fólki sögur. Tvær unglingasögur Bækur og bamaföt Framleiðslukostnaður barnafata er sennilega litlu minni en full- orðinsfata, nema hvað et'nis- kostnað varðar. Vegna þess að flíkurnar eru minni, er þaö ekki óeðlileg ályktun neytandans að barnaföt eigi aö vera mun ódýrari en full- orðinsföt, á sama hátt og eitt kíló af neysluvörum er ódýrara en tvö. Það er því samanburður við fulloröinsföt, án efa ósann- gjarn, sem gerir að fólki finnst barnafötin dýr. Þetta er vandamál sem flestir þekkja, en í Bretlandi eru menn ekki í vafa um hver sé besta lausnin: Þar leggja menn ekki virðisaukaskatt á barnaföt. Þar með hjálpa þeir barnafjöl- skyldum og ekki síður blessuð- um börnunum sem geta þá ver- ið betur klædd en annars væri. Mér finnst þetta menningar- legt og snjallt, þetta jafngildir barnabótum en er ekki beint peningaframlag sem gæti farið í hvaða þarfir sem er — eða jafn- vel óþarfa. Þessi styrkur hittir í mark, ef svo má að oröi komast. Bretar virðast ekki hafa af því áhyggjur að barnafötin séu seld án virðisaukaskatts í verslunum þar sem líka eru seldar vörur meö fullum skatti, eins og heyrst hefur þegar svipaðar hugmyndir eru reifaðar hér á landi, og ættu þarlendir þó enn síður en við að geta haft virkt Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE skattaeftirlit, í milljónaþjóðfé-- lagi. En það eru ekki bara barnaföt- in sem njóta þessa menningar- aukandi skattfrelsis í Bretlandi. Allar bækur, hvort sem er er- lendar eða þarlendar, njóta sama frelsis frá virðisaukaskatt- inum. íslendingar hafa löngum stært sig af að vera mest bók- menntaþjóð allra þjóða og eru stoltir af að geta sagt með nokkrum sanni að allir íbúar landsins séu læsir. Bókin hefur þó átt undir högg að sækja á undanförnum árum og var af þeim sökum ákveðið á sínum tíma að ekki skyldi inn- heimtur virbisaukaskattur af ís- lenskum bókum. Þetta þótti menningarlegt. Síban var þessu breytt og töldu margir ab þar með hefði bókin ekki aðeins átt undir högg að sækja vegna samkeppni vib aðra afþreyingu eba fræbslu, heldur hefði ríkisvaldið beinlín- is veitt henni náðarhöggib. Víst er að bóksala minnkabi mikið og væntanlega þýðir þab minni bóklestur. Enda sýna kannanir ab þótt flestir kunni tæknina vib að lesa og geti lesiö á verðmiöa eða nöfn vörutegunda, fer lestrar- kunnáttu hrakandi meðal þjóð- arinnar, og er þá átt við lestrar- kunnáttu í víðtækustu merk- ingu þess orðs: kunnáttu til að tileinka sér efni þess sem lesið er, ekki bara skilja orðin. Það fer ekki hjá því að maður hugsi eitthvaö á þessa leið: Hvar er metnaður stjórnarherranna fyrir hönd menningar og mennta? Éða snúast ríkismálefnin bara um fjárlagahalla og önnur pen- ingamál eða skattlagningu? ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.