Tíminn - 30.11.1995, Page 8

Tíminn - 30.11.1995, Page 8
8 Fimmtudagur 30. nóvember 1995 Gób afþreying fyrir sterkar taugar Hættuleg tegund (Species) ★★★ Handrit: Dennis Feldman. Leikstjóri: Roger Donaldson. A&alhlutverk: Ben Kingsley, Natasha Hen- stridge, Michael Madsen, Forest Whitaker, Marg Helgenberger og Alfred Molina. Bíóhöllin og Laugarásbíó. Bönnub innan 16 ára. Hryllingsmyndir eru sjaldan „gáfu- legar" myndir, en geta engu aö síð- ur verið fyrsta flokks afþreying ef vel tekst til. í Hættulegri tegund takast hlutirnir vel og er það enn einu sinni erfðafræðin, sem er grundvöllurinn fyrir hryllingnum og útkoman er nokkurs konar blanda af Predator og Alien. Söguþráðurinn er á þá leið að árið 1974 senda vísindamenn boð út í óravíddir geimsins með upp- lýsingum um jöröina og erfðasam- setningu mannsins. Tuttugu árum seinna fá þeir skilaboð og m.a. erföasamsetningu „lífveranna", sem boðin sendu. Með því að malla henni saman við erfðasam- setningu mannsins skapa þeir stúlkuna Sil (Henstridge). Hún virðist eðlileg í fyrstu, en falin myndavél upplýsir vísindamenn- ina um annaö og ákveðið er aö taka hana af lífi. Sil nær að sleppa og upphefst mikill eltingaleikur, því hún getur fjölgað sér hratt, stefnir ótrauð á aö finna sér mannsefni og myrðir miskunnar- laust alla þá, sem reyna að standa í vegi fyrir henni. Eins og sjá má er sagan langt frá KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON því að vera gáfuleg, en afþreyingar- gildið er þeim mun meira fyrir þá, sem á annað borð hafa taugar fyrir svona myndir. Atburðarásin er nefnilega geysispennandi nær all- an tímann, tæknibrellurnar eru í háum gæðaflokki og leikararnir leika sínar stöðluðu persónur með ágætum. Það er e.t.v. einkennilegt að vera jákvæður í garð myndar, þar sem efnið og persónur eru mjög formúlukenndar, en leik- stjórinn, Roger Donaldson (No Way Out og White Sands), nýtir reynslu sína úr spennumyndunum mjög vel. Það er sjaldan dauður punktur í myndinni, frásögnin er keyrð áfram á miklum hraða og spennan er oft á tíðum yfirgengi- leg. Eins og áður sagði er ekki um mikla persónusköpun að ræða, flestar týpurnar eru vel þekktar úr sams konar hryllings- eða hasar- myndum, og fara leikararnir létt með aö koma þeim til skila. Forest Whitaker er þó skemmtilegastur í hlutverki nokkurs konar mibils. Hættuieg tegund er spennandi afþreying, mjög góð sem slík, enda sjálfsagt ekki ætlunin að gera hana að neinu öðru. ■ Framsóknarflokkurinn Ólafur Örn Gubni Isólfur Cylfi Selfossbúar — Sunnlendingar Skemmtikvöld a& hætti framsóknarmanna ver&ur haldib föstudaginn 1. desember ab Eyrarvegi 15, Selfossi, kl. 21.00. Glens, grín og gaman. A&algestur kvöldsins ver&ur alþmgisma&urinn og göngugarpurinn Ólafur Örn Har- aldsson. Guðni Agústsson og Isólfur Gylfi Pálmason mæta einnig og slá á létta strengi. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Félagsvist Spilum félagsvist á Hvoli, Hvolsvelli, sunnudaginn 3. des. kl. 21.00 (ath. breyttan tíma). Framsóknarfélag Rangceinga MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa stöðu í framhalds- skóla- og fullorðinsfræðsludeild ráðuneytisins. í starfinu felst einkum eftirfarandi: - vinna að þróun iðn- og starfsmenntunar, - vinna að námskrárgerð á sviði iðn- og starfs- menntunar, - að veita upplýsingar um iðn- og starfsmenntun, - umsjón með sveinsprófum. Umsækjendur skulu hafa þekkingu á skólastarfi á fram- haldsskólastigi, einkum á sviði iðn- og starfsmenntunar. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið háskólaprófi. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir berist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. des- ember næstkomandi. Reykjavíkurmótib í tvímenningi: Björn og Reykjavíkurmótib í tvímenn- ingi fór fram um síbustu helgi í Bridgehöllinni, Þöngla- bakka. Spilab var meb nýju snibi: mitchell-forkeppni fyrri daginn og 16 spila úrslitabar- ómeter seinni daginn. Eftir harba keppni sigrubu Björn Eysteinsson og Sverrir Ár- mannsson, eftir ab Rúnar Magnússon og Hrólfur Hjalta- son höfbu leitt um mibbik mótsins. Lokastaba efstu para: 1. Björn-Sverrir 74 2. Guðlaugur Sveinsson-Er- lendur Jónsson 65 3. Aðalsteinn Jörgensen-Ás- mundur Pálsson 61 4. Hrólfur Hjaltason-Rúnar Magnússon 47 5. Páll Valdimarsson-Ragnar Magnússon 45 28 pör tóku þátt í forkeppn- inni, en að henni lokinni leiddu Björn og Sverrir. Pörin tóku síð- an meb sér 15% úr forkeppn- inni í úrslitin og gaf það Sverri og Birni 21 í forgjöf. Lítum á handbragð nýju Reykjavíkurmeistaranna í vörn- inni: Spil 26: Austur/allir 4 ÁG7643 ¥ ÁT93 ♦ DG * 3 ♦ kt y G8 4 T65 4 ÁK9854 N V A S 4 092 V D7654 ♦ K972 * 2 4 85 ¥ K2 ♦ Á843 * DGT76 Austur Su&ur Vestur Nor&ur Björn Páll Sverrir Hjalti pass pass 21auf 2spa&ar pass allir pass 2grönd pass 3spa&ar í NS sátu feögarnir Oddur Hjaltason og Hjalti Elíasson. Björn spilaði út einspilinu í laufi, Sverrir drap og skipti í tíg- ul. Björn lagði kónginn á drottningu sagnhafa og ás í borði. Nú tók Hjalti hjartakóng og ás og spilaði þribja hjartanu. Sverrir yfirtrompaði spaða- fimmu blinds meb tíu. Meiri tígull sem Hjalti drap heima. Hjalti reyndi nú aðra hjarta- trompun, en Sverrir drap með kóngi og nú var fyrst tímabært að spila laufakóngi. Hjalta voru allar bjargir bannaðar og endabi einn niður, gaf fjóra slagi á spaða og einn á lauf. Blaðamað- ur Tímans sá þennan samning standa á a.m.k. tveimur borb- um. Sigmundur Stefánsson missti af fallegri vörn í eftirfarandi spili: S/NS ♦ 4 ¥ ÁKDG95 ♦ D76 ♦ K53 4 852 ¥ 3 ★ G82 4 ÁDG762 N V A S 4 KT6 ¥ T87642 ♦ KT5 4» 4 4 ÁDG973 ¥ - ♦ Á942 * T98 Sagnir gengu þannig með Rúnar og Hrólf í NS, en Hall- Sverrir meistarar Sverrir Ármannsson. Hrólfur Hjaltason gaf eftir á loka- sprettinum, en hann og Rúnar Magnússon leiddu Reykjavíkur- mótiö um skeiö. grím Hallgrímsson og Sigmund í AV: Rúnar Hallgrímur Hrólfur Sigmundur Su&ur Vestur Nor&ur Austur 1 spabi 2 lauf 2hjörtu pass 2spaöar pass 31auf pass 3tíglar pass 4hjörtu . pass 4spabar allir pass Útspil hjartaþristur: BRIDGE BJÖRN ÞORLÁKSSON Aðeins þrír spilarar stóbu við samninginn og Rúnar var einn af þeim. Hann tók tvo efstu í hjarta og kastaði tveimur laufum heima. Hallgrímur trompaði seinna hjartab, tók laufás og spilaði meira laufi. Sigmundur trompabi með sexu og Rúnar yfirtrompaöi. Nú kom spaðaás og meiri spaði og í þessari stöðu voru Sigmundi all- ar bjargir bannaðar. Hann reyndi í örvæntingu að spila tígli sem Rúnar drap í blindum og kastaði síðan tveimur tíglum í tvö efstu hjörtun. Vegna samgangsleysis gat Sig- mundur hnekkt spilinu í fjóröa slag með því að trompa með spaðakóngnum. Þá kastar hann frá sér varnarslag á tromp, en vörnin fær tvo á tígul í staðinn. Skemmtileg staða. Efstu pör í Philip Morris keppninni 82 reykvísk pör tóku þátt í Philip Morris tvímenningnum, föstudaginn 17. nóvember. Efstu pör: A-riðill NS 1. Aðalsteinn Jörgensen-Ás- mundur Pálsson 60,75% 2. Vignir Hauksson-Sveinn R. Þorvaldsson 58,50 3. F.inar Gubmannsson-Helgi Kristjánsson 50,67% Björn Eysteinsson. AV 1. Erlendur Jónsson-Þórður Björnsson 60,88% 2. Björg Pétursdóttir-Júlíanna Isebarn 60,62% 3. Árni St. Sigurðsson-Sigurður Þorgeirsson 55,63% B-ribiIl NS 1. María Ásmundsdóttir-Stein- dór Ingimundarson 66,17% 2. Kristinn Karlsson-Halldór Þorvaldsson 57,58% 3. Magnús Eymundsson-Skúli Einarsson 54,54% AV Snorri Karlsson-Karl Sigurhjart- arson 56,54% Guðmundur Sv. Hermannsson- Helgi Hermannsson 55,79% 3. Kristinn Þórisson-Kristján Sigurðsson 52,79% C-ribill NS 1. Gylfi Baldursson-Símon Sím- onarson 65,88% 2. Óskar Guðjónsson-Don Ber- man 62% 3. Ragnar Hermannsson-Guö- mundur Pétursson 59,83% AV 1. Magnús Aspelund-Steingrím- ur Jónasson 53,58% 2. Garbar V. Jónsson-Þorgeir Ingólfsson 51,83% 3. Björn Árnason-Rúnar Gunn- arsson 50,83% D-ribiIl NS 1. Magnús E. Magnússon-Bald- ur Bjartmarsson 69,13% 2. Sigrún Steinsdóttir-Haukur Harðarson 58,92% 3. Ólöf H. Þorsteinsdóttir-Þor- steinn Kristjánsson 57,08% AV 1. Brynjar Jónsson-Rósmundur Guðmundsson 55,88% 2. Örn Fribgeirsson-Jón Guð- mundsson 55,29% 3. Rafn Thorarensen-Hafþór Kristjánsson 54,50% Dagskrá föstudags- bridge BSÍ til áramóta Nk. föstudag veröur í fyrsta skipti hérlendis spilaöur Monrad- Butler í föstudagsbridge BSÍ. 8. desember verður tölvureiknaður Mitchell með forgefnum spilum. Föstudaginn 15. des. verður Monrad-Barómeter, 22. des. verð- ur tölvureiknaður Mitchell og miövikudaginn 27. desember Monrad-Barómeter. Sl. föstudagskvöld urðu efst í NS: 1. Geirlaug Magnúsdóttir-'l’orfi Axelsson 320 2. Vilhjálmur Sigurðsson-Þrá- inn Sigurðsson 303 AV: 1. Vilhjálmur Sigurðsson jr,- Daníel Már Sigurðsson 314 2. Rúnar Lárusson-Magnús Sverrisson 313 ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.