Tíminn - 06.12.1995, Page 4

Tíminn - 06.12.1995, Page 4
4 Mi&vikudagur 6. desember 1995 fÍMraw STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk. Verbstríb jólabókanna Jólabækur og jólabókasala lýsa því vel á hverju ís- lensk bókaútgáfa byggist. Það að langmestur hluti allra þeirra bóka sem út eru gefnar á árinu koma út vikurnar fyrir jól er glöggur vitnisburður um að bækur eru keyptar til gjafa og ber síst að lasta það. Því það þýðir ekki endilega að þær séu ekki lesnar, síður en svo. Oft er því hreyft af útgefendum sem öðrum að æskilegra væri að dreifa útkomutíman- um yfir árið og er eitthvað til í því. En þessu verður ekki breytt. Útkomutími bóka og jólabækurnar eru orðnar fastur liður í þjóðlíf- inu og fara bókakaup og verslun með þær eftir þeim reglum. Auglýsingar og umfjöllun um efni bóka er öll á sama tíma og salan þar með líka. Og vel má við una að bók sé helsta jólagjöfin og örvar það bæði útgáfu og bókalestur. En samkeppnin um bóksöluna er hörð. Auglýs- ingastríð eru háð og mikið er lagt upp úr að bækur komist sem efst á þann lista sem telur mest seldu bækurnar. Er öllum ráðum beitt til að auglýsa rit sem metsölubækur, enda kvað það auka sölu- möguleika. Nú eru háð verðstríð um jólabækurnar og geng- ur á ýmsu. Útgefendur reyna að bindast samtök- um um að halda verðinu uppi og njóta fulltingis Samkeppnisráðs til að reyna að koma í veg fyrir undirboð. Hótað er að afgreiða ekki bækur til þeirra verslana sem mestan gefa afsláttinn. En við ramman reip er að draga þar sem stórmarkaðir sem flestar selja bækurnar eru þeir sem bjóða mestan afsláttinn. Þær verslanir sem sérhæfa sig í bóksölu eiga ekki í verðstríði, þar sem afkoma þeirra byggist að miklu leyti á mikilli sölu fyrir jólin. Og bókaversl- anir geta ekki veitt afslátt af bókum og unnið hann upp með meiri áiagningu á öðrum vöruteg- undum, eins og stórmarkaðir gera sér leik að. í stríðinu um bókaverðið stangast mörg sjónar- mið á. Þau verða aldrei leyst svo öllum líki. Útgef- endur verða að fá sitt og það er freistandi að selja þeim sem sýna hæstu sölutölurnar. Bókaverslanir geta tæpast keppt við stórmarkaði í verði, en að öllu jöfnu er mun meiri fjölbreytni í hillum þeirra. Og illt væri ef bókaverslanir þyrftu að leggja upp laupana og að bóka væri helst að leita á bak við kjötborð og mjólkurskápa stórmarkaða. Hins vegar er ekki óeðlilegt að fólk kaupi bækur þar sem verðið er lægst og eru það einföld mark- aðslögmál. Þess er svo enn að geta að útgefendur og bóksal- ar eru furðufljótir að slá verulega af bókum á bak jólum. Breiður af jólabókunum frá því í fyrra eru falboönar fyrir brot af því verði, sem þær kostuðu uphaflega og langt fyrir neðan það sem stórmark- aðir bjóða. Þetta veit allt bókafólk og margir kaupa sínar „jólabækur" á útmánuðum. Stundum ein- hverjum árum eftir að þær komu út. En einsog all- ir læsir menn vita vinnur tímans tönn illa á þeim ritverkum sem einhvers virði eru. En hvað sem verðstríðum og ódýrum mörkuð- um líður er og verður jólabókin gjöfin í ár. Allir sem vilja fá viburkenningu Tískusveiflurnar eru ýmiskonar og stundum dálítið einkennilegar. Nú t.d. er augljóslega í tísku meðal dómnefnda og verðlaunagjafa hvers konar að veita helst öllum verðlaun sem hugsast getur. Þannig var tónninn gefinn þegar Menningarborg Evrópu var valin á dögunum. Níu borgir sóttu um aö fá að verða menningarborg Evrópu og níu borgir verða menn- ingarborgir Evrópu. Starf dómnefndar fólst í því að geta ekki gert upp hug sinn, þannig að allir fengu sem sóttu um. Nú er búið að tilnefna til íslensku bókmennta- verðlaunanna og átti að tilnefna fimm athyglisverð- ustu bækurnar í flokki fagurbókmennta annars veg- ar og í flokki fræðibóka hins vegar. Starf þessarar dómnefndar fólst líka í því að geta ekki gert upp hug sinn, þannig að tilnefningum var fjölgað í sex í hverjum flokki, svo að sem flestir gætu verið með. Eflaust munu allir þessir tólf aðilar fá íslensku bókmenntaverðlaunin sjálf þegar þar að kemur, enda væri það í stíl við tískusveifluna í þessum efn- um. Or&uveitingar á fullveldinu Á fullveldisdaginn var tilkynnt um orðuveitingar á vegum forsetaembættisins og einir fimmtán manns fengu oröu. Eflaust er þetta allt hiö mætasta fólk sem fékk orðu og sumir meira að segja vel að fálkaorðunni komnir, en einhvern veginn virðist samt skína í gegn að flestir, sem á annað borð eru orðaðir við orðu, fái orðu. Gildi orðuveitingarinnar sjálfrar er því orðið heldur lítið, þegar hún er af- greidd vibstöðulaust út og lítib gert upp á milli manna. Þarna fá t.d. tveir embættismenn orbu aug- ljóslega til þess eins ab einkennisbúningar þeirra líti betur út. Guðmundur Eiríksson hefur raunar unnið í mörg ár að þjóðréttarmálum fyrir íslendinga, þó hann hafi fallið í ónáð hjá Jóni Baldvini Hannibals- syni um skeið. Guðmundur er nú sæmdur stórridd- arakrossi augljóslega til að skaprauna Jóni Baldvini og fullkomna sendiherrabúninginn sem hann notar í opinberum veislum, frekar en til að heiðra hann fyrir vel unnin störf. Guðmundur hefur vissulega unnib mjög vel til þessa, en á fjölmörg ár eftir við störf að þjóðarétti, þannig að fullkomlega ótímabært er að hengja á hann riddarakrossinn ef ekki væri fyr- ir einkennisklæbnaðinn. Hnappur á búninginn Hafsteinn Hafsteinsson hjá Landhelgisgæslunni fær líka oröu, sem er nú kannski það skrýtnasta í þessu, því hann fær það fyrir opinber störf eftir að hafa verið tvö ár forstöðumabur hjá Gæslunni! Sá verður heldur betur oröum gyrtur þegar hann kemst á eftirlaun! Ab vísu vann hann um tíma sem lög- maður fyrir Landhelgisgæsluna og eflaust má flokka það sem „opinber störf", en það liggur í augum uppi að hér er verið að setja punktinn yfir i-ið á hátíðarklæðnaði embættismanns. Garri er ekki í nokkrum vafa um að embættismenn eins og forstjóri Gæslunnar eiga ýmiss konar heiður og við- urkenningar skilið, en þegar orburnar eru orðnar eins og hver annar hnappur á hátíðarbúningi hafa þær gengisfallið allverulega. í ljósi hinnar nýju tísku að ekki megi velja úr og hafna neinum, sem tilnefndir eru til viðurkenninga af öllu tagi, og það skipti því ekki máli hver ber þennan titil, þá er eiginlega spurning hvort ekki sé tímabært að selja þessar viðurkenningar á opnum markaði og afla með þeim fjár til góðra málefna. Þannig gætu t.d. borgir keypt sér titilinn menningar- borg Evrópu, bækur gætu keypt sér tilnefningu til bókmenntaverðlauna og fálkaorða fylgdi meö þegar háttsettir embættismenn kaupa sér kjólföt eða ann- an viðhafnarklæðnað. Þessi aðferð er þekkt í Bandaríkjunum þar sem til eru stofnanir sem selja mönnum ýmiss konar gráður og viðurkenningar, sem líta vel út en eru í rauninni harla merkingarlausar. Reynslan er sú aö dálítill markaöur er fyrir þetta, þannig ab hér gæti hæglega verið um einhverja tekjulind aö ræða. Garri GARRI Sviknir strípalingar Fréttastofur sjónvarpanna eru komnar í harba samkeppni vib dagskrárdeildirnar, sem farnar eru að laumast til að sýna ljósbláar bíómyndir upp úr miðnætti. Tíminn er valinn með tilliti til þess að þá eru foreldrarnir annað hvort farnir að sofa eða eru úti að skemmta sér og krakkarnir geta óáreitt- ir horft á blámann sem laumað er inní dagskrárn- ar. En kvartað er yfir að þar sé ósköp lítið að sjá og eru krakkagreyin svikin um að fá að sjá það sem þeim kann að þykja forvitnilegt. Ef fyrir siðasakir eru sjón- varpsmyndirnar svo fölbláar að varla grein- ir þar nokkurn skapað- an hlut af því sem ger- ir blá bíó blá. En fréttastofurnar skjóta nú dagskrár- deildum ref fyrir rass eins og oft áður. í fyrrakvöld komust þær í feitt og buöu upp á miklar rassa- og tippa- sýningar og þóttu fréttnæmar. Myndatökumeistarar voru mættir á staðinn þegar verslun opnaði á mánudags- morgun og hafði auglýst ab hver sem kæmi strípaður í búbina þann daginn mundi fá ókeypis stöðutákn, sem sé GMS- tól. Upplýsingaskylda vib almenning Ekki þarf ab rekja þá sögu, því tugir strípalinga ásamt útsendurum ríkisfrétta og einkafrétta mættu á staðinn. Sumir til að fá frían síma, sumir kannski haldnir sýningarnáttúru, kallaðir flassar- ar, og aðrir til að sinna upplýsingaskyldu vib al- menning, eins og ómerkilegir fréttamenn kalla það þegar þeir eru að skýra frá einu og öðru sem engum kemur við. Auglýsingabrella símasalans hreif. Örtröð strípalinga ruddist að verslun hans og fréttastjór- arnir sinntu upplýsingaskyldum sínum við al- menning með þeim hætti sem þeim einum er lag- ið, eins og þeir segja. En gkki er hægt að sjá annað en að símasalinn snjalli hafi svindlað heldur gressilega á strípaling- unum sem þyrptust að versluninni. Aðeins tíu berir strákar fengu vöruna, sem lofað var að gefa öllum þeim sem mættu berrassaðir bæði að aftan og framan, eins og kerlingin sagbi. Hinum var snúið frá og sagt að fleiri strípalingar fengju ekki neitt. í auglýsingunni stendur: „Ef þú kemur nakin(n) á mánudaginn færðu gefins síma." Sklpt um hlutverk Hér fer varla á milli mála að brotin hafa verib lög á fjölda manna, sem norpuðu allsberir á almannafæri. Það teljast ekki lögmætir viðskiptahættir að ekki sé staðið við fyrirheit í auglýsingu frá verslun- arfyrirtæki. Ab afhenda tíu strípalingum síma og reka svo fjöldann allan annan af berstríp- uðum vonsvikna í bux- urnar aftur eru við- skiptahættir sem ekki standast. Þá er spurning hvort þeir beru hafi ekki brotið lög um velsæmi á almannafæri. Réttast að kíkja í lögreglusamþykkt og athuga hvort þab samrýmist velsæmi að fólk sé ab spranga um kviknakið við búb- ardyr eða inni í verslunum í gróðaskyni. En það er kannski allt í lagi. Það er bara bannað að pissa á al- mannafæri. í útvarpslögum eru rassa- og tippasýningar áreiöanlega ekki bannaðar. Og þegar þær eru eins fréttnæmar og þarna bar í veiði, er það auðsjáan- lega skylda ríkisfrétta að skýra vel og vendilega frá hvernig menn versla hjá Antoni Skúlasyni á mánudagsmorgnum. Þab mætti kannski lífga upp á látbragðið og sönginn í dansinum kringum jólatréð: „Göngum við í kringum einiberjarunn ... Svona gerum við ... snemma á mánudagsmorgni." Sniðugir kaupmenn gætu útfært hugmyndina um strípalingana á annan hátt til að örva jólasöl- una. Síma- eða skartgripasali til ab mynda gæti sem best iátið allt afgreiöslufólkib ganga um alls- bert og auglýst með góðum fyrirvara hvar og hve- nær hægt væri að kaupa jólabókina eða steikina hjá kviknöktu afgreiðslufólki. Það væri að minnsta kosti viðkunnanlegra en að heimta að viðskiptavinirnir kæmu klæðalausir til að gera jólainnkaupin. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.