Tíminn - 06.12.1995, Side 6
6
arr . i ...
mmmn
Mi&vikudagur 6. desember 1995
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Listibnabarskóli á
Biönduósi
Hugmyndir eru uppi um að
stofna listiðnaðarskóla á
Blönduósi. Atvinnumálanefnd
Blönduóss hefur bent á þenn-
an möguleika og telur tilvalið
að skólinn veröi í húsnæði
Kvennaskólans, en þar sé til
staðar ýmislegt sem nýst gæti
slíkum skóla, t.d. bókasafnið
og heimilisiðnaðarsafnið. Bæj-
arráð hefur tekið jákvætt í
þessar hugmyndir og ákveöið
hefur verið að kanna mögu-
leika á stofnun skólans.
Hugmyndin mun hafa
kviknab í Heimaiðjunni, fé-
lagi handverkshóps í Austur-
Húnavatnssýslu. Unnur Krist-
jánsdóttir, fyrrverandi bæjar-
fulltrúi á Blönduósi, hefur
starfaö með handverkshópn-
um, en hún á einnig sæti í at-
vinnumálanefnd Blönduós-
bæjar, og flutti Unnur tillögu
í nefndinni varðandi málið.
Atvinnumálanefndin lagði
til að rábinn verði starfsmaður
til að vinna að framgangi
málsins og benti á Helgu
Thoroddsen á Þingeyrum, sem
hefur reynslu og þekkingu á
þessu sviði, en Helga á sæti í
handverksnefnd sem starfar á
vegum forsætisráðuneytisins.
Skúli Þórbarson, bæjarstjóri
á Blönduósi, kvaðst búast viö
að málinu yrbi komið á skrið
meö því að óska eftir fundi
með Helgu á Þingeyrum, en
hins vegar væri að svo stöddu
ekki hægt að segja til um
hvort sérstakur starfsmaður
yrði ráðinn til að vinna aö
framgangi verkefnisins.
Þess má geta að í allmörg ár
hafa ráöamenn á Blönduósi
horft til þess að skapa aukna
starfsemi í húsnæði kvenna-
skólans, en það hefur ekki ver-
ið nýtt sem skyldi frá því að
skólinn var lagður niður. Jafn-
framt hefur einnig verib í
gangi umræða á landsvísu um
nauðsyn þess að stofna ein-
hvers konar listaskóla, en sú
umræða hefur ekki komist á
það plan enn í hvaða formi og
á hvaða skólastigi sú mennta-
stofnun yrði, ef henni yrði
komiö á laggirnar.
FRÉTTIR
VESTMANNAEYJUM
Bæjarstjóri meb athyglis-
verbar tillögur um félagslega
íbúbakerfib:
Allar íbúöirnar
settar á almenn-
an markaö
Á fundi væntanlegra
reynslusveitarfélaga fyrir
skömmu kynnti Guðjón Hjör-
leifsson bæjarstjóri hugmynd-
ir sínar um breytingar á fé-
lagslega íbúöakerfinu, sem
miða að því að koma kerfinu
út úr þeirri blindgötu sem það
stefnir í. Vill Guðjón að íbúð-
irnar verði settar á almennan
markað, en með ákveðnum
skilyrðum þó. Telur Guðjón
að verði sú leið farin, sem
hann bendir á, skapist mögu-
leikar fyrir sveitarfélög og
Byggingasjóð ríkisins að kom-
ast undan innlausnarskyld-
unni, sem er að sliga mörg
sveitarfélög.
„Ég geri mér ljóst að það
verður erfitt fyrir Bygginga-
sjóð að fá fjárveitingu til þess
að færa félagslegar íbúðir nið-
ur í markaösverð. Þó svo að
það verði gert, eru allar líkur á
því ab kerfiö springi eftir ein-
hver ár, þar sem 90% lánsregl-
an er við lýði og aðrar for-
sendur, sem hafa gert það að
verkum að verö félagslegra
íbúða hefur hækkað meira en
verð íbúða á almennum mark-
aði," sagbi Guðjón.
Megininntak í hugmyndum
Guöjóns er að íbúðirnar verði
settar á almennan markað
með ákveðnum skilyrðum
varðandi kaupsamning. Þær
eru helstar að kaupandi þarf
að eiga 10% kaupverðs, Bygg-
ingasjóður láni 70% til 43 ára
með 2,4% vöxtum og 20%
verbi lánuö til 15 ára meb
2,4% vöxtum.
Reyndar verður kaupverð
íbúðanna hærra en á almenn-
um markaði, en á móti kemur
aö vextir eru lægri og afborg-
anir verba lægri. Sem dæmi
tók Guöjón um afborganir af
íbúö sem seld yrði samkvæmt
þessu kerfi á 8 milljónir, þá
yrði greiðslubyrði lægri en af
íbúð sem seldist á 5 milljónir
á almennum markaði.
Greiöslubyrði á 8 milljón
króna íbúð yrði samkvæmt
þessu 28.405 krónur í félags-
lega kerfinu, en 48.240 á al-
mennum markaði. Einnig yrði
hagstæðara ab kaupa þessar
íbúðir en ab leigja á almenn-
um markaði.
„Söluverð nálgast markaðs-
verð á einhverjum árum, en
núvirði greiðslnanna er tölu-
vert lægra. Þannig verður í
lagi ab endurselja íbúðina á
hærra verði áfram, þó svo að
hún fari á sölu eftir þrjú,
fimm eöa tíu ár."
Austurland
■ iUHlWIIJ.-WirM
Heimavistir auka
forskot í sam-
keppni um ferba-
þjónustu
Bæjarstjórn Seyðisfjarbar
hefur lagt til að greiðsluskipt-
ingu vegna framhaldsskóla í
Múlasýslum verði breytt frá
því sem nú er í þá veru að
heimasveitarfélögin, þ.e. þau
sveitarfélög sem skólarnir eru
í, greiði meira en verið hefur.
Reyndar er aðeins samningur
á milli sveitarfélaganna um
Verkmenntaskóla Austur-
lands, en tillögurnar sem
sveitarstjórnir fengu í vor til
umfjöllunar gera ráð fyrir að
þær nái einnig til Mennta-
skólans á Egilsstöðum. Til
þessa hefur greiðsluhlutfall
sveitarfélaganna verið miðað
vib útsvarsstofn, en Seyðfirð-
ingar vilja miða við íbúa-
fjölda.
Neskaupstaður greiðir nú
þrisvar sinnum útsvarsstofn-
hlut vegna Verkmenntaskól-
ans áður en til skipta á milli
annarra sveitarfélaga kemur. í
tillögum bæjarstjórnar Seyðis-
fjarbar er gert ráð fyrir ab
heimasveitarfélögin greiði
fyrst 24% af hlut sveitarfélag-
anna og síðan skiptist þau
16% sem eftir eru á milli allra
sveitarfélaganna, heimasveit-
arfélaganna líka, í hlutfalli við
íbúafjölda miðað vib 1. des.
árið á undan. Þarna er miðað
við að hlutur ríkisins verði
60% og sveitarfélaganna 40%.
í rökstuðningi bæjarstjórnar
Seyðisfjaröar kemur fram að
þeir telja að heimasveitarfé-
lögin hafi meiri tekjur og hag-
ræðingu — í þessu tilfelli Nes-
kaupstaður, þar sem enginn
samningur er til um Mennta-
skólann á Egilsstöðum — en
sú skipting, sem nú er í gildi,
gerir ráð fyrir. í rökstuðningn-
um segir einnig að ætla megi
aö beinar og óbeinar tekjur
séu mun hærri en sem nemi
greiðslum þeirra til viðkom-
andi skóla. Með tilkomu
heimavistanna fá þau sveitar-
félög, sem um ræbir, gistirými
á aðalferðamannatímanum,
sem að stórum hluta er greitt
af öðrum en þeim sem standa
í feröaþjónustu á viðkomandi
stöðum, og veitir þeim sveit-
arfélögum forskot í sam-
keppninni um ferðaþjónustu.
Nýtt fréttablab:
Vopnfirbingur
Nýtt blað, Vopnfirðingur,
óháb fréttablab, hefur hafib
göngu sína. Komin eru út tvö
tölublöð, en fyrirhugað er að
blaðið komi út hálfsmánaðar-
lega. Útgáfustjóri er Hafþór
Róbertsson og er blaðið prent-
ab í Hafþórsprenti. Ritstjóri er
Sigrún Oddsdóttir kennari og
sagði hún í viötali við Austra
að blaðið hefði fengib góbar
viðtökur. Aðaláhersla verður
lögð á fréttir og fréttatengt
efni, ýmsar frásagnir og við-
töl. Einnig verða í blaðinu
mataruppskriftir, íþróttaefni
og fleira. Til aö byrja með
veröur blaöib selt í lausasölu,
en til greina kemur að bjóða
upp á blaöið í áskrift síðar.
Heimavistarhús Menntaskólans á Egilsstööum og Verkmenntaskóians í Neskaupstab.
Einar Sigurösson landsbókavöröur (ímiöiö) tekur viö bókagjöfinni af dr.
Franz Schmid sendiherra. T.v. er Árni Siemsen, rœöismaöur Austurríkis.
Austurrísk bókagjöf
til Landsbókasafnsins
Þribjudaginn 21. nóvember
sl. afhenti sendiherra Austur-
ríkis, dr. Franz Schmid,
Umferbin í mibbœnum
fram ab jólum:
Frítt í bíla-
stæðahús á
laugardögum
Umferb verbur takmörkub
um Laugaveg og Austur-
stræti, dagana 9.-24. desem-
ber næstkomandi, en eink-
um má þó gera ráð fyrir lok-
un þessara gatna laugardag-
ana 9. og 16. desember, auk
Þorláksmessu. Strætisvagnar
og leigubílstjórar, sem erindi
eiga í hús við göturnar, verba
þó látnir njóta einhverra
undanþága frá þessari reglu.
Gjaldskylda í stöðu- og
miðamæla verður á þessum
tíma frá 10-18.00 mánudaga til
föstudaga, en laugardag frá
10.00 til 14.00. Bílahúsin verða
opin í samræmi við opnunar-
tíma verslana gegn, eins og
segir í tilkynningu frá borgar-
stjórn og lögreglu, vægu gjaldi,
eða 30 kr. fyrsta klst. og síðan
10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur.
Notkun bílastæðahúsa verður
hins vegar gjaldfrí á laugardög-
um í desember.
Starfsfólk í miðbænum er
hvatt til að leggja bílum sínum
fjær en venjulega. -PS
Leibrétting:
Anna Berg
meö 69 út-
flutt hross
í aukablabi Tímans um land-
búnað var upptalning á þeim
aðilum sem það sem af er
þessu ári hafa flutt út hross.
Þar var sagt að Anna Bera hefði
flutt út 69 hross, en hið rétta
er ab það er Anna Berg sem
það geröi. Undirritaöur biðst
velvirðingar, en bendir þó á sér
til varnar að út úr gögnum frá
Bændasamtökunum er ekki
hægt að lesa annað en að kon-
an heiti fyrrnefnda nafninu.
-PS
Landsbókasafni íslands —
Háskólabókasafni bókagjöf
frá menningardeild austur-
ríska utanríkisráðuneytisins.
Um er að ræða austurrískar
bókmenntir og rit sem fjalla
um Austurríki, land, þjóð og
menningu, um hundrað og
þrjátíu bindi, öll valin í samráði
við kennarana í þýsku við Há-
skóla íslands og fyrir meðal-
göngu Ludwigs Siemsen, aðal-
ræðismanns Austurríkis á ís-
landi. ■
Lindab
11 ■ ■ ■
þakrennur
sm
Þola íslenskar Z
veóurbreytingar;
Þakrennukerfiö frá okkur er sam- ■
sett úr galvanhúöuöu plastvöröu J
stáli. Þær hafa styrk stálsins og m
endingu plastsins. Gott litaúrval. ■
Umboösmenn um land allt. ■
asmnnmm
TÆKNIDEILD thls,k .../fc /VÍ.' ■
Smidshöfða 9 • 132 Reykjavík a
Sími 587 5699 • Fax 567 4699 *
4 ■ ■ ■ I
Lindab
■ ■ ■■>
ÞAKSTAL
„ Þak- og veggklæðning í H
■ mörgum útfærslum, t.d.: bárað,■
■ kantað, þaksteinamynstur ofl.
B Plastisol yfirborðsvörn klæðn- ■
■ ingarinnargefur margfalda ■
endingu.
m Fjölbreytt litaúrval.
■ Umboðsmenn um land allt. ■
qanEnamciaa
^^HDEiLDáfeA ^FtaaNG Z
: jjk
■ Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík m
■ Sími 587 5699 • Fax 567 4699 *
♦■■■■■■■■■■■■■*‘