Tíminn - 06.12.1995, Side 7

Tíminn - 06.12.1995, Side 7
Miövikudagur 6. desember 1995 8(mtom 7 Nám í hestamennsku núna viburkennt í námskerfinu Aöalfundur Félags tamninga- manna var haldinn í Félags- heimili Gusts í Kópavogi 2. desember. Trausti Þór Guö- mundson, formaöur félagsins, flutti skýrslu stjórnar og gjald- kerinn Olil Amble geröi grein fyrir reikningum. Félagiö var 25 ára á þessu starfsári. Félagsmenn eru nú um 300. Stór Iiður í starfi félagsins hefur á undanförnum árum ver- iö menntunarmál tamninga- manna, en fyrir nokkru tók fé- lagið upp samstarf við Bænda- skólann á Hólum um menntun tamningamanna. Nú er verið að móta framhaldsnám þar sem skólinn mun útskrifa nemendur með þjálfarapróf og reiðkenn- araréttindi C. Um er að ræða fimm mánaða nám, þrír mán- uðir í skóla og tveggja mánaða þjálfunartími heima. Inntöku- skilyrði í þetta nám er frum- tamninganám annað hvort frá Bændaskólanum eöa félaginu sjálfu. Félagið mun þó enn um óákveðinn tíma geta útskrifað þjálfara á sama hátt og verið hefur. Reiðkennaranámskeiði FT er nú nýlokið norður á Hólum. Námskeiðið stóð í 10 daga auk tveggja daga sem fóru í próf. Þetta námskeið var eingöngu ætlað nemendum sem lokiö höfðu áður fullgildu prófi tamningamanna. Yfirmaður prófnefndar var Eyjólfur ísólfsson, en með hon- um dæmdu prófin Reynir Aðal- steinsson og Sigurbjörn Bárðar- son. Félagið hefur nú ráðiö til sín starfskraft til að sinna skrif- stofustörfum. Það er Ingibjörg Magnúsdóttir, starfsmaður LH. Skrifstofa FT verður til húsa hjá Landssambandi hestamannafé- laga í Bændahöllinni og er fé- lagsmönnum bent á aö snúa sér til skrifstofunnar, vanti þá upp- lýsingar. Ingibjörg verður nokk- urs konar framkvæmdastjóri fé- lagsins. Frá landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Fremst t.h. á myndinnier Trausti Þór Cubmundsson, formabur F.T. ingamanna, reiðkennara og þjálf- ara. „Hólaskóli og Félag tamninga- manna gera með sér svofellt sam- komulag: Hólaskóli setur á stofn fram- haldsdeild sem útskrifar þjálfara, sýningarfólk og reiðkennara sem uppfylla kröfur Félags tamninga- manna. Námiö mun lúta sömu reglum og hliðstætt nám innan menntakerfisins og m.a. vera lánshæft samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Félag tamningamanna og Hóla- skóli skipa nefnd til að útfæra námið og skal nefndin kölluð Reiðkennslunefnd. Reiökennslu- nefnd skal skipuð fimm mönn- um, tveimur fulltrúum Hólaskóla og tveimur fulltrúum Félags tamningamanna. Fimmti maður Reiðkennslunefndar og jafnframt oddamaður skal vera kennari á Hólum og jafnframt félagi í Félagi tamningamanna. Reiðkennslu- nefnd skal móta íeglugerð og til- lögur að námskrá fyrir námið. Jafnframt skal Reiðkennslunefnd Felldur nlbur dómur á 4ra vetra hrossum Samkvæmt samþykkt síðasta aðalfundar þá sendi stjórn FT bréf til Bændasamtaka íslands þess efnis að felldir yrðu niður dómar á 4 vetra hrossum. Send var greinargerð með bréfinu sem hljóðaði þannig: „Það er samdóma álit félags- manna í FT að oft sé gengið nærri 4 vetra jjömlum lirossum í sýningum. A þessum aldri eru hross á viðkvæmu þroskastigi og auðvelt að marka spor í sálu þeirra sem ekki verða aftur tek- in. Kröfur til kynbótahrossa eru alltaf að aukast og með auknum kröfum eykst álag á hrossin. Ennfremur má geta þess að FT telur ekki nauðsyn- legt að sýna 4 vetra gömul hross til að stytta ættliðabilið vegna þess að í flestum tilfell- um eru hryssur sýndar aftur 5 vetra og jafnvel eldri." Svar hefur ekki borist við þessari málaleitan. Nýtt skref í mennt- unarmálum Nýverið gerðu Félag tamninga- manna og Bændaskólinn á Hól- um með sér samning um mennt- un reiðkennara og þjálfara og sýningarmanna. Samkomulag þetta var undirritað af Jóni Bjarnasyni, skólastjóra á Hólum, fyrir hönd skólans og Trausta Þór Guðmundssyni fyrir hönd FT með fyrirvara um að aðalfundur staðfesti það. Samkomulagið var borið undir aðalfund og sam- þykkt þar. Það hljóðar þannig: Samningur um menntun tamn- HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON Af stóbhestum HS Hrossaræktarsamband Suður- lands hefur tekib á leigu í hús- notkun á næsta vori þrjá topp- hesta. Það eru Gustur frá Hóli II, Stígandi frá Sauðárkróki og Otur frá Sauðárkróki. Hér er um skipti- leigu að ræða. Við því er ab búast ab mikil absókn verði í þessa hesta. Gustur og Stígandi eru báð- ir í éigu annarra hrossaræktar- sambanda, en Otur er í eigu Sveins Guðmundssonar. Allir eru þessir hestar mjög umsetnir. Þá hefur Hrossaræktarsambandið keypt stóðhestinn Jó frá Kjartans- stöðum. Jór er undan Trostan frá Kjartans- stöðum og Vöku frá Ytra-Skörðu- gili. Hann stób efstur 5 vetra hesta á landsmótinu 1994 og hlaut þá í að- aleinkunn 8.32. Kynbótamat hans er 126 stig. Þeir hafa boðið öðrum sambönd- um hlut í honum og Hornfirðingar hafa þegar tryggt sér hlut. Hrossa- ræktarsamband Eyfirðinga og Þing- eyinga og Hrossaræktarsamband Vesturlands munu vera að hugsa Hrossaræktarsamband Suburlands hefur keypt Jó frá Kjartansstöbum. Knapi: Þórbur Þorgeirsson. sinn gang. Stóðhesturinn Kópur frá Mykjunesi, sem verið hefur í eigu Hrossaræktarsambands Suburlands og Hornfirðinga, hefur verið seldur Sigurbirni Báröarsyni. Hann er seld- ur til geldingar vegna sjúkleika í skaufa. Ekki tímabært ab samþykkja Vegna fréttar af aðalfundi Hrossaræktarsambands íslands skal það tekið fram í sambandi við stóð- hestastöðina, að fundurinn felldi tillögu um að væntanlegt sameinað samband hrossaræktenda tæki við rekstri stöbvarinnar. Það var ekki talið tímabært að gera slíka sam- þykkt, bæði vegna þess að af sam- einingunni er ekki enn orðið og eins hitt að ekki væri hægt ab ganga inn í sameiningu með slíkar kvaðir. Fundarmenn voru hins vegar sam- mála því að rekstur stóbhestastöðv- ar yrði áfram í Gunnarsholti, þó menn hefðu mismunandi áhersl- ur varðandi verkefnið. ■ yfirfara og endurskoða reglugerð og námskrá reglulega, minnst einu sinni á ári, og gera tillögur um nauösynlegar breytingar sem miða að þróun og eflingu náms- ins. Kennarar þeir sem sjá um kennslu námsþátta, sem lúta beint að reiðkennslu, skulu vera gagnrýndir af Reiðkennslu- nefnd." Hólum, 1. desember 1995 F.h. Hólaskóla Jón Bjamason F.h. Félags tamningamanna Trausti Þór Guðmundsson Hér hefur náðst mjög merkileg- ur áfangi í því að fá nám sem varðar kennslu og störf í hesta- mennsku viöurkennt í mennta- kerfinu. Áfangi hafði áður náðst í samvinnu Hólaskóla og Félags tamningamanna er varðar nám tamningamanna. Þess er rétt að geta að þeir, sem áöur hafa unnið til þessara rétt- inda á vegum félagsins, halda þeim óskertum. Áfram verður líka boöið upp á námskeiö af svipuð- um toga og það námskeiö, sem lauk nú í lok nóvember og minnst er á hér aö framan, meðan verið er að þróa hiö nýja nám. Þannig gefst þeim tækifæri á því að „- hreinsa upp", eins og formaður FT komst að oröi, en að öðru leyti ná menn ekki þessum réttindum nema með þessu námi við Hóla- skóla. Það er stefnt að því aö þetta nám geti hafist í febrúar og þá liggi fyrir nauðsynlegar reglugerð- ir. Frumdrög að reglugerðum liggja þegar fyrir, en Reiðkennslu- nefnd verður að bregða skjótt við og ganga frá endanlegri gerð þeirra. Það, sem er ekki síst merkilegt við þetta samkomulag, er að þarna er það viðurkennt að fag- fólkið komi að mótun námsins sem jafnframt felur í sér að menntakerfið viðurkennir Félag tamningamanna sem fagfélag. Aðalfundurinn kaus eftirtalda menn í Reiðkennslunefnd: Trausta Þór Guömundsson og Ólaf Hafstein Einarsson. Trausti Þór Guömundsson var endurkjörinn formaöur og aðrir í stjórn eru Einar Öder Magnússon varaformaður, Olil Amble gjald- keri, Ólafur Hafsteinn Einarsson ritari, Atli Guömundsson með- stjórnandi. Varamenn Sveinn Jónsson og Freyja Hilmarsdóttir. ■ Af stöbinni Stóðhestastöbin hóf starfsemi sína 1. nóvember, eins og skýrt hefur verib frá. Nú þegar er allt komiö á fulla ferð, fjöldi hesta á stööinni er kominn yfir 30 og nokkrir hestar munu bætast við á næstunni. Þab verður því að grípa til þess ráðs að bæta við mannskap, svo hægt sé ab sinna öllum beiðnum. Um áramót- in mun hestum fjölga enn, því vit- að er að þá verður byrjað með nokkra hesta sem komnir eru á fimmta vetur. Af þeim hestum, sem þegar er byrjað með, eru margir spennandi, en tíminn mun leiöa í ljós hvað í þeim býr. í þessari viku mun Páll Stefánsson dýralæknir koma í eftirlitsferb þar sem hann mun athuga heiisufar hestanna. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.