Tíminn - 13.12.1995, Side 4

Tíminn - 13.12.1995, Side 4
4 Wfwtitin Miövikudagur 13. desember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjáns'son Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsinqar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiója hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Skattar og stjórnarskrá Frumvarp um afnám skattfríðinda forseta íslands hefur vakið nokkurt umtal. Á Alþingi hefur komið fram sú skoðun að varla sé sæmandi að skattfríð- indi skuli vera hluti af launakjörum þjóðhöfðingj- ans. Þingkona, sem er meðflutningsmaður frum- varpsins, kveður svo fast að orði að skattfríðindi forseta séu brot á stjórnarskrá lýðveldisins. Rökin eru þau að skýrt sé kveðið á um að allir skuli jafn- ir fyrir lögunum. Leiki vafi á að túlkun þingkonunnar eigi sér lagastoð, er hér mál á ferðinni sem lögspakir ættu að skera úr um og ættu að vera löngu búnir að því. Embætti forseta íslands á að vera hafið yfir allan grun um að ekki sé farið að lögum í hvívetna hvað varðar kjör og embættisfærslu. En það eru önnur skattfríðindi sem allt í einu eru komin í umræðuna. Tillögur eru komnar fram um að afnema skattfríðindi fyrirtækja eins og Mjólkursamsölunnar, Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda og fleiri fyrirtækja af ótrúlegri stærðargráðu, sé miðað við þau miklu fríðindi sem þau búa við. Sé það rétt að skattleysi forsetans sé brot á stjórnarskrá, þá er sannarlega ástæða til að athuga hvort lögin um skattfríðindi sjómanna séu ekki gróft stjórnlagabrot og siðlítil mismunun á því ákvæði að allir sé jafnir fyrir lögum. Skattfríðindi sjómanna eru einn anginn af mörgum sem ríkisvaldið hefur flækt kjaramálin með í gegnum tíðina. Vinnudeilur eru leystar með því að örlátir og skammsýnir ráðherrar rjúka til og bjarga málum með ríkissjóð að bakhjarli. Fyrst var vinnudeila milli útgerðarmanna og sjómanna á fiskiskipaflotanum leyst með þessum vafasama hætti og löngu síðar setti ráðherra pennastrik á pappír til að forða eigendum kaupskipanna frá að hækka kaupið við farmenn. Það var afsakað með því að koma þyrfti á jafnræði meðal allra sjó- manna í skattamálum. Svo undarlegt sem það er, þá hreyfði nær eng- inn andmælum gegn svona vafasömum vinnu- brögðum, sem ef til vill eru líka stjórnarskrárbrot. Og fyrst málin eru komin á dagskrá, verður ekki undan því vikist að það verði úrskurðað með óyggjandi hætti hvort skattfríðindi séu brot á stjórnarskrá eða ekki. Alþingi hlýtur að knýja fram skýr svör við svo veigamiklum spurningum. Skattamálum skal skipað með lögum, segir í 77. grein stjórnarkrárinnar, skýrt og skorinort. En skattalög eru sjaldnast skýr eða skorinorð. Þvert á móti eru þau flókin og margræð og vita fæstir hvers vegna þeir eru látnir greiða þessi ósköp til samfélagsþarfa, en aðrir lítið og sumir ekkert, þrátt fyrir að hafa mikið umleikis. Þegar það svo kemur upp á Alþingi að skattalög kunni að stangast á við stjórnarskrá, eru málin far- in að vandast og verður ekki við unað. Að minnsta kosti ekki ef til þess er ætlast að Lýðveldið ísland sé ekki eintómt grín Þögnin rofin Menn hafa alltaf gaman af því ab uppgötva ab þeir eiga eitthvab sammerkt meb frægum mönn- um og leibtogum. Þess vegna gladdist Garri þegar hann sá blabib „Sjálfstæbar kon- ur", sem er gefib út af samnefnd- um kvennahóp innan Sjálfstæb- isflokksins. í þessu blabi er ítar- legt vibtal vib Davíb Oddsson, forsætisrábherra lýbveldisins og formann Sjálfstæbisflokksins, sem í sjálfu sér er ekki óeblilegt í svona blabi. Davíb er spurbur spjörunum úr (en fær þó engan farsíma) og m.a. vilja sjálfstæbis- konur fá ab vita hvort hann ætl- ar ab fara í forsetaframbob eba ekki. Þá kemur í ljós ab Davíb hefur bara ekkert leitt hugann ab þessu máli, vegna þess ab þab hefur enginn skorab á hann ab fara í frambob. Orbrétt segir Davíb: „Ég hef ekki leitt hugann ab þessu atribi og þab hefur ekki nokkur mabur beint því til mín ab ég skyldi gera þab. Þab hefur enginn skorab á mig og því hefur ekki heldur verib nokkur ástæba til ab úti- loka eitt eba neitt. Málib hefur ekkert verib til um- ræbu." Styrkir forsetaefnib Þab er fróblegt ab heyra hversu upptekinn for- sætisrábherrann hefur verib af því ab hugsa um landsins gagn og naubsynjar, því þab hefur varla verib talab um annab í þjóbfélaginu en hugsan- legt frambob hans til forseta. Þetta er vissulega uppörvandi ab heyra og styrkir Davíb sem forseta- efni, því hann leggur ekki eyrun eftir slúbri og í þeim efnum ríkir algjör þögn í kringum hann. Garri þekkir vel þessa þögn þegar enginn kemur fram vikum og mánubum saman og skorar á mann ab gefa kost á sér — þó svo ab eflaust séu þúsundir úti í þjóbfélaginu sem ekki gera ann- ab en slúbra um þetta. Fyrst eft- ir ab Vigdís tilkynnti um ab hún ætlabi ab draga sig í hlé var frambob ámálgab vib Garra og varb til þess ab hann íhugabi málib. En síban þá hefur þessi „davíbska" þögn ríkt og enginn beint því til hans ab hann skyldi gera þab. Þab hefur enginn skor- ab á hann og því hefur heldur ekki verib nokkur ástæba til ab útiloka eitt eba neitt. Skorað á Davíb Þannig er í raun líkt komib á meb Garra og Davíb, sem aftur þýbir ab skilningur Garra á vanda Davíbs er bæbi mikill og næmur, þó svo ab þeir séu alls ekki sammála í pól- itík. Hins vegar gæti Garri vel hugsab sér ab gera sérstakt pólitískt samkomulag vib Davíb um gagnkvæman stubning, þannig ab ef Garri skorar á Davíb þá muni Davíb skora á Garra. Þannig væri þessi vandi beggja leystur meb einföldum og skjótum hætti. Því beinir Garri því hér meb til Davíbs ab íhuga ab hverfa úr stjórnmálum og fara í frambob til for- seta. Þetta er í raun formleg áskorun, þannig ab nú getur forsætisrábherra haft tilefni til ab skoba málib meb tilliti til þess hvort hann telur ástæbu til ab útiloka eitt eba annab. Þögnin er hér meb rofin. Garrí Jólasveinarugliö Jólasveinar ríba húsum allan desembermánub og eru margrar gerbar. Fjölmiblarnir flytja mikl- ar fréttir af jólasveinunum og eru orbnir upp- teknari af þeim og öllu þeirra æbi en af rábherr- unum, verkalýsbleibtogum og Þórarni Vibari, sem þó eru æbib fyrirferöarmiklir á jólaföstunni. í skólum og dagvistunum eru haldin litlu jól hvab eftir annab og mikiö sungiö um jólasvein- ana. Uppeldiskerfin, ab fjölmiölunum mebtöldum, halda úti geysimikilli fræbslu um jólasveina og alla þá gleöi sem þeir veita. Þar er öllu blandaö í einn graut og börnin mebtaka jöfnum hönd- um stabreyndir um kjarna- kvensuna Grýlu og mannsnefn- una hennar hann Leppalúba og um heilagan Nikulás frá Bár, sem íslendingar dýrkubu aö verbleikum í pápísku. Nikluás hefur tekib nokkrum stakkaskiptum og er nú oröinn eins amerískur og kókakóla og stefnuskrá Alþýbubandalagsins. Innrætingar Jólasveinninn frá Ameríku hefur heimilisfestu í Hverageröi og gegnir nafninu Knútur Bru- un þegar á hann er yrt. Þessi jólasveinn á líka heima á Norðurpólnum og þeytist um heimin- geiminn á hreindýrasleða í barnatímum sjón- varpanna. Þetta mun líka vera sá sem kemur meb gottið í sokkana eða skóna sem litlu börnin eru plötuð til ab láta út í glugga. Jafnframt er því haldið ab krökkunum aö syn- ir Grýlu og Leppalúba séu að tínast til byggða of- an úr fjöllum eins og rjúpnaskyttur sem eru aö koma í leitirnar eftir að hafa verib týndar í nokkra daga. A þeim jólasveinum er alit annar bragur en Santa Claus í hvítbryddum, raubum fötum með skegg eins og gub almáttugur á gömlum myndum. Um þann jólasvein eru spil- ub og sungin amerísk dægurlög í útvörpunum allan sólarhringinn í sex vikur samfleytt. íslensku jólasveinarnir eru afar þjóblegir og troba upp í Þjóðminjasafninu, tötrum klæddir og skítugir. Nöfn þeirra eru sótt í hungurtíb bændasamfélagsins sæla. Af íslensku jólasveinunum fara ekki miklar sögur en syngja má um þá vísur eftir Jóhannes úr Kötlum og Þorstein Ö. Til aö rugla krakkana enn betur í jólasveina- ríminu taka einhverjir lúöar sig til og koma í bæ- inn í kerrum í úniformi heilags Nikuláusar frá Ameríku. I sjónvörpunum er sagt ab þetta séu þeir Stekkjastaur og Bjúgnakrækir og hinir sult- argemsarnir sem eru undan þeim Grýlu og Leppalúöa. En Grýla er sögö hafa gefist upp á rólunum og vera steindaub, en samt fara lúbarnir heim til hennar á bak jólum. Skrökvab ab börnum Enginn veit hvaða jólasveinar þab eru sem eru eins og útspýtt hundsskinn. ab troba sælgæti og fótabúnað í gluggum um öll foldarból. For- eldrum er í sjálfsvald sett hverju þeir skrökva að börnum sínum um þab efni, en senni- legt má samt telja ab þar séu út- sendarar hreppsstjórans í Hveragerði á ferð. En þar er sjálft Jólasveinalandið sam- kvæmt sveitarstjórnarsam- þykkt. Svo eru þab jólasveinarnir sem koma með allar gjafirnar og síban þeir sem syngja og sprella á jólaböllum barnanna. Þeir eru svo braggaralegir ab varla eru þab þeir Skyrgámur og Pottasleikir í raubum galla. Þeir hljóta því ab vera margfeldi af dýrlingi sæ- fara og þjófa. En þegar litlu skinnin eru búin ab fá í magann af gotteríisáti og plastleikföngin orbin sorp- tunnumatur og Barbí búin ab missa meydóminn (nú er hægt ab fá hana meb brúbguma) fara jóla- sveinarnir ab týnast heim til túristaslóba á há- lendinu. Þá fara eingöngu synir hennar Grýlu, en raubu jólasveinarnir meb stóru skeggin guf- ubu einhvers stabar upp. Opinberir uppalendur segja börnunum frá því hverjir eru ab leggja í hann á hverjum degi fram á þrettándann. Og þá eru jólin loks búin og koma ekki aftur fyrr en um mibjan október þeg- ar allt jólasveinafarganib hefst á nýjan leik og nýr árgangur barna fær sitt jólasveinauppeldi. Kannski er allt þetta yfirþyrmandi jólasveina- rugl ekkert annab en spegilmynd af samfélagi sem veit ekkert hvab þab vill né ab hverju ber ab stefna. Þab versta vib þab er ab blessub börnin eru fórnarlömb snarbrjálaörar og ótímabærrar jólasveinadýrkunar sem er álíka fölsk og yfirlýs- ingarnar um ab bæta kjör hinna verst settu sem eru helst til þess fallnar ab framkalla gæsahúö og grænar bólur. Á víbavangi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.