Tíminn - 13.12.1995, Side 9

Tíminn - 13.12.1995, Side 9
Mi&vikudagur 13. desember 1995 wWllfllW 9 CEISLADISKAR wHin mesta vandvirkni" í skugga Morthens Bubbi Morthens Skífan 1995 „Aldrei, aldrei mátti annað sjást en .hin mesta vandvirkni, hverjar sem aðstæður voru. Látum okkur þetta verða fyrirmynd, hvort sem við er- um dægurlagasöngvarar, húsmæð- ur, veðurfræðingar eða eitthvað annað." Þannig lýkur Trausti Jóns- son veðurfræðingur ávarpsorðum sínum um Hauk Morthens í geisla- bók þessarar plötu, eftir að hafa út- skýrt meö hvílíkri alúð og virðingu Haukur umgekkst lífsstarf sitt. Segja má að Bubbi Morthens hafi haft þessi frýjunarorö Trausta að leiðarljósi á þessari plötu sem hann gefur út í minningu og til heiðurs Hauki frænda sínum, en á plötunni syngur Bubbi þrettán lög sem urðu fræg í flutningi Hauks. „Hin mesta vandvirkni" einkennir allt á þessari plötu: sönginn hjá Bubba, hljóð- færaleikinn, upptöku og hljómgæði og umslag og ytri búnað allan. Meira að segja nafn plötunnar er valið af mikilli vandvirkni, því það segir ótrúlega margt um plötu af þessu tagi. Bubbi hlýtur alltaf að standa í skugga Hauks þegar hann syngur „lögin hans". Enda kemur á daginn að ef und- an er skilin upptökutækni, þá bætir Bubbi litlu við það sem gamli mað- urinn gaf þessum frægu lögum, þó þau verði óhjákvæmilega öðruvísi í meðförum hans. Hið hrokalausa nafn plötunnar gerir hlustandan- um líka auðveldara fyrir að sætta sig við að Bubbi ljái þessum perlum Hauks nýjan „bubbískan" blæ. Viðkvæmasta og vogaðasta uppá- tæki þessarar plötu er trúlega sam- söngur Bubba og Hauks í laginu Borg mín borg, en þar syngur Bubbi á móti Hauki og raddar með honum þetta fræga lag með hjálp nútíma- tækni. Þessi samsetning hefur trú- lega kostað talsverða yfirlegu, en niðurstaðan er í raun mun betri en búast hefði mátt við. Þetta er mjög smekklega gert, gefur laginu nýjan karakter og verður það ferskasta á plötunni. Lagavalið á plötunni er — fyrir utan þessa útsetningu á Borg mín borg — ekki óþarflega ögrandi gagnvart aðdáendum Hauks og það vekur t.d. athygli að lög eins og Til eru fræ eru ekki með. Hins vegar lög eins og Brúnaljósin brúnu, Þrek og tár, Lóa litla á Brú o.fl. sem hafa ver- iö sungin af öðrum en Hauki í gegn- um árin. Þessi lög eru öll stórvel út- sett og flutt á þessari plötu með þéttum, hljómmiklum og fagmann- legum hljóðfæraleik undir öruggri sögn Bubba. I skugga Morthens er því vönduð plata í alla staði, áferðarfalleg og mjög áheyrileg. Hins vegar er áber- andi að Bubbi passar sig að stíga varlega til jarðar, sökum virðingar fyrir minningu frænda síns. Fyrir vikið verður þessi plata ekki eins átakamikil og plötur þar sem Bubbi er bara hann sjálfur. -BG Personulegur og tregafullur Clebifólkiö KK Japis 1995 Þessi nýja plata KK virðist koma í eðlilegu — jafnvel þægilegu — framhaldi af fyrri plötum hans. Stíllinn er mjög áþekkur og hljóm- urinn kunnuglegur. Þó má e.t.v. finna persónulegri undirtónn nú en áður. Þennan persónulega tón má m.a. merkja af textum plöt- unnar, þar sem í nánast öllum þeirra er aö finna fyrstu persónu frásögn: „Ég hlýt að geta bjargað mér / og fundið einhver ráð." (1,2,3, fjór) Á sama hátt og textar plötunnar eru persónulegir má segja það sama um tónlistina sjálfa, því KK gefur sér talsvert svigrúm til að bregða út af sínu fræga „lestarbíti" með ýmsum tilbrigðum og sveita- tónlistarstemningin kemur sterk- lega fram víöa, ekki síst fyrir til- stilli fiölunnar. Þá kemur hið gull- fallega rólega lag „I think of ang- els", sem Ellen Kristjánsdóttir syngur sterkt inn í þetta samhengi. Almennt kemur fram áberandi tregi á plötunni, sem ítrekar þá persónulegu eiginleika sem áður hafa veriö nefndir, og eitt sterkasta lag plötunnar — sem raunar er í tveimur svipuðum útsetningum á plötunni — lagið Grand hótel I og II, er gott dæmi um það. Lagið sjálft er þrungið trega og textinn myndrænn, þannig aö þó hann sé ekki auðskilinn er auðvelt að skynja tregann eins og oft er með vel heppnuð ljóð. Hljóðfæraleikurinn og hljómur- inn á þessari plötu er í háum gæöaflokki eins og búast mátti við, en KK sjálfur er þar í stóru hlut- verki með gítarinn, ekki síst í „instrumental" Tunglskinsvalsin- um. Hafþór Ólafsson (Súkkat) syngur eitt lag á þessari plötu og rífur þannig dálítið „KK-hljóminn" í heildinni, því söngstíll Hafþórs og Súkkats er mjög sérstakur og þrátt fyrir allt ólíkur KK. Það er ekki sjálfgefið að þetta hafi verið góð hugmynd, þó svo að meö þessu hafi fjölbreytni plötunnar aukist. Loks verður ekki hjá því komist að lýsa vonbrigðum með að í ann- ars ágætri geislabók með textum skuli ekki hafa verið prófarkalesið betur. Þar úir allt og grúir í kjána- legum mál- og stafsetningarvill- um. Þegar jafn stór hlutur og vandaður geisladiskur er í húfi, eru svona hlutir alger óþarfi og skrifast á Myndasmiðju Austurbæjar, sem hannar umslagið. í heildina er þessi nýi diskur hinn besti áheyrnar og skemmti- lega persónulegur. Ævintýrið um landkönnuö- inn mikla Nokkuð er farið að fenna yfir minningu Vilhjálms Stefáns- sonar landkönnuðar, og yngra fólk kannast varla við hann nema af afspurn. En um miðja öldina var Vilhjálmur þekktur og dáður hér á landi, margar bóka hans mikið lesnar, en er- lendis hefur hann ávallt verib vel metinn sem vísindamaður og nafn hans tengt heimskauta- ferðum og vísindaafrekum. Nú er tími til kominn að rifja upp afrek Vilhjálms, sem fædd- ur var af íslenskum foreldrum vestanhafs og er því alíslenskur, þótt hann hafi alið aldur sinn í Ameríku. Út er komin ný ævisaga Vil- hjálms eftir William R. Hunt, en hún er rituð árið 1986. íslensku Vilhjálmur og Evelyn Stefánsson. Fréttir af bókum þýðingunni, sem Björn Jónsson gerði, fylgir kafli eftir ekkju Vil- hjálms, Evelyn Stefánsson Nef. Þar rekur hún kynni sín af Vil- hjálmi og segir frá hjónabandi þeirra og samskiptum, skap- gerðareinkennum manns síns og þeirri persónu sem hún kynntist öbrum betur. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ritar formálsorð. Margar myndir eru til skýr- ingar efni bókarinnar og landa- kort sem sýna ferbir hans um norðurslóðir. ■ Jólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin alla daga fram til 2. janúar SJÁVARRÉTTIR Kryddsíld með lauk og eggi* Marineruð síld með lauk • Karrýsíld með grænmeti • Reyksoðinn fískur með graslaukssósu • Sjávarréttasalat • Graflax • Reyktur lax Grásleppuhrogn • Sardínur • og fleira KJÖTRÉTTIR Hangikjöt • Reykt grísakjöt • Lambasteik • Grísasteik með puru • Lifrarkæfa og paté • Pottréttir með gæsa- anda- eða hreindýrakjöti • Reyksoðinn lundi og svartfugl • Kaldreykt lambacarpacio • Litlar kjötbollur • Tartalettur • og fleira EFTIRRÉTTIR Jólasmákökur • Amerísk ávaxtakaka • Ris a la mandel • o.fl. Verð í hádeginu kr. 1.650- en kr. 2.550 á kvöldin. Vinsamlega pantið tímanlega í síma 5050 925 og 562 7575 Jólaheimur Hótel Loftleiða erfyrirþig og alla fjölskylduna. Jólasöngvar og lifandi tónlist hljóma alla daga og skapa hina réttu jólastemningu. Sunnudagana 10 og 17 desember klukkan 14:00 verður jólaball fyrir alla fjölskylduna. : Jólasveinninn kemur með pakka handa börnunum. SCANPÍC LOFTLflBIR Jólaheimur út affyrir sig Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappadrætti. -BG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.