Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 7
Þri&judagur 19. desember 1995
7
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
Cennadí Zjúganov, leibtogi rússneska Kommúnistaflokksins, hrósar sigri fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar í gœr, skömmu eftir ab fyrstu tölur úr
kosningunum höfbu borist.
Niöurstööur rússnesku þingkosninganna smám saman aö koma í Ijós:
Kommúnistar hrósa sigri
Moskvu — Reuter
Ljóst er aö rússneski Komm-
únistaflokkurinn var sigurveg-
ari þingkosninganna á sunnu-
daginn, en þegar taldar höfðu
verið 26 milljónir atkvæða,
eða 38% þeirra sem kusu,
höfðu kommúnistar hlotið
21,8%. Næstir á eftir þeim
kemur flokkur öfgasinnans
Vladimirs Zhirinovski, Frjáls-
lyndi lýðræðisflokkurinn,
með 11,1% atkvæða.
Þetta eru þó aðeins bráða-
birgðaniðurstöður og geta at-
kvæðatölur breyst allnokkuð
þegar líður á talninguna, en
endanlegra talna er ekki að
vænta fyrr en eftir nokkra
daga.
Samkvæmt þessum niður-
stöðum náðu einungis fjórir
flokkar að komast yfir 5%
markið, sem er nauðsynlegt til
þess að koma manni á þing.
Hinir tveir flokkarnir eru
flokkur Viktors Tsjernómyrdín
forsætisráðherra, Heimili okk-
ar Rússland, með 9,7% at-
kvæða, og Jabloko, sem er
frjálslyndur umbótaflokkur
Franz Vranitsky, kanslari Aust-
urríkis, átti erfitt með að
hemja kæti sína vegna þess ár-
angurs sem hann nábi í þing-
kosningunum í Austurríki um
helgina. Fylgi vinstri manna
hafði fariö stöbugt minnkandi
í 16 ár og fyrir kosningarnar
nú um helgina var allt útlit
fyrir að framhald yrði á þeirri
þróun. Og framtíðarhorfur
Vranitskys sjálfs í pólitík voru
ekki góðar. Allt benti til þess
að sigurvegari kosninganna
yrbi Jörg Haider og Frelsis-
flokkur hans, sem er flokkur
þjóðernissinnaðra hægri-
manna sem hafa lagt áherslu á
málflutning gegn útlending-
um.
Grígorís Javlinskí, með 8,4%.
Þeir flokkar, sem ná yfir 5%
markið, skipta á milli sín 225
af 450 þingsætum Dúmunnar,
neðri deildar rússneska þings-
ins, en hinum 225 þingsætun-
um sem eftir eru er úthlutað til
þeirra einstaklinga sem fá flest
atkvæbi í einmenningskjör-
dæmum. Engar tölur höfðu
enn borist um niðurstöður í
einmenningskjördæmunum í
gær þegar Tíminn fór í prent-
un.
„Þetta eru alvöru
kommúnistar"
Rússneski Kommúnista-
flokkurinn hefur lýst því yfir
að hann ætli að endurreisa
Sovétríkin, hægja á efnahags-
umbótunum og tryggja fólki
aftur það öryggi sem það bjó
við áður en Sovétríkin
hrundu. Þeir ætla að nibur-
greiða verblag og auka fjárfest-
ingu til að efla framleiðsluna,
en hafa þó ekki lýst neinum
hugmyndum um þab hvernig
þeir hyggjast fjármagna þessar
En það óvænta gerbist, Jafn-
aðarmannaflokkur Vranitskys
hlaut 38,3% atkvæða og 72
þingsæti af alls 183, og telst
því ótvíræður sigurvegari
kosninganna. Þetta er sjö
þingsætum meira en hann
hlaut í síðustu þingkosning-
um. Frelsisflokkurinn hlaut
22,1% atkvæða og 41 þing-
sæti, sem er litlu minna en
hann hlaut síöast. Skoðana-
kannanir höfðu bent til þess
að hann gæti fengið um 25%
atkvæða, svo ljóst er að úrslit-
in hljóta að valda nokkrum
vonbrigðum í herbúðum Hai-
ders, enda þótt flokkur hans sé
enn þriðji stærsti stjórnmála-
flokkur landsins og ekkert sem
bendir til þess að hann fari að
aðgerðir.
Þó er ljóst að þeim hefur tek-
ist að höfða til verulegs hóps
kjósenda, þeir virðast vera að
segja það sem fólk vill heyra.
Að því leytinu leika þeir
sama leik og Zhirinovski lék
fyrir fjórum árum, en þá tókst
honum að afla þjóðernisflokki
sínum 22,9% atkvæða meö
því að lofa róttækum breyting-
um og heita því að enginn
skyldi fá að vaða yfir rúss-
nesku þjóbina. Sá boðskapur
gengur hins vegar ekki lengur í
fólk, sem hefur fengið nóg af
óörygginu og umrótinu, og
horfa nú margir með söknuði
til Sovétríkjanna sálugu.
Rússneski kommúnista-
flokkurinn virðist eiga fátt
sameiginlegt með kommún-
istaflokkum í öðrum fyrrver-
andi austantjaldsríkjum, þar
sem þeir hafa einnig unnið
hvern kosningasigurinn á fæt-
ur öðrum, en hafa yfirleitt
hafnað öllu afturhvarfi til for-
tíðarinnar og hyggjast taka
þátt í umbótastarfinu af heil-
um hug. Öbru máli gegnir um
leggja upp laupana á næst-
unni.
Vonbrigða gætti einnig í
herbúðum Þjóðarflokksins, en
hann hlaut 28,3% atkvæða
sem er örlítið meira en í síð-
ustu kosningum. Þjóðarflokk-
urinn, sem er flokkur íhalds-
manna, hefur lagt áherslu á að
gera þurfi strangar efnahags-
aðgerðir hið fyrsta og sleit
stjórnarsamstarfi sínu við
Jafnaðarmannaflokkinn vegna
ágreinings í efnahagsmálum.
Þeir sem mestu töpuðu í
kosningunum eru smáflokk-
arnir, flokkar græningja og
frjálslyndra. Ljóst er að stór
hópur kjósenda hefur ákveðið
að greiba heldur Jafnaðar-
mannaflokki Vranitskys at-
rússneska kommúnista. „Við
þurfum að taka kommúnist-
unum með varúð. Þeir segja
eitt við fréttamenn, annað við
okkur, enn annab við Zhir-
inovskí og fjórðu útgáfuna við
Vesturlönd," segir Vladimir
Lukin, einn af leiðtogum Ja-
bloko. „Þetta eru alvöru
kommúnistar."
Ljóst er að kommúnistar
verða langstærsti flokkurinn í
Dúmunni. Hins vegar er Dú-
man valdalítil stofnun, forset-
inn og ríkisstjórnin hafa
miklu meiri völd í raun. Því er
líklegt að það sé fátt sem þeir
geta gert á þingi í andstöbu
vib ríkisstjórn og forseta.
Kommúnistaflokkurinn er
hins vegar vel skipulagður og
hefur innan sinna vébanda
hálfa milljón meðlima. Næsta
skref þeirra verður því ab taka
þátt í forsetakosningunum,
sem fram eiga að fara í júlí á
næsta ári. Fullvíst er talið að
Zjúganov hyggist bjóða sig
fram til forseta þegar þar ab
kemur.
kvæbi sitt en smáflokkunum,
væntanlega í því skyni að
reyna að koma í veg fyrir sigur
Frelsisflokksins. „Margir kjós-
endur studdu Jafnaðarmanna-
flokkinn, sem hafa aldrei
greitt honum atkvæði sitt áður
og munu sennilega aldrei gera
það aftur," sagbi Wolfgang
Bachmayer hjá kosningastofn-
un Austurríkis. „Þeir studdu
Jafnaðarmannaflokkinn ein-
göngu í því skyni að koma í
veg fyrir að Haider kæmist í
ríkisstjórn."
Samningaviðræður eru þeg-
ar hafnar um myndun nýrrar
samsteypustjórnar Jafnaðar-
mannaflokksins og Þjóðar-
flokksins.
Gonzalez veröur í kjöri
Felipe Gonzalez, forsætisráð-
herra Spánar, hefur ákveðið að
bjóða sig fram í kosningunum í
mars á næsta ári, en óvissa hafbi
ríkt um hvort hann hyggðist
gefa nýjum manni kost á ab taka
við leiðtogaembætti Sósíal-
demókrataflokksins ábur en að
kosningum kæmi.
Eftirlitsmenn segja
kosningarnar frjálsar og
sanngjarnar
Óháðir alþjóblegir eftirlitsað-
ilar, sem fylgdust með fram-
kvæmd þingkosninganna í
Rússlandi, hafa lýst því yfir að
kosningarnar hafi í stórum
dráttum verið bæði frjálsar og
sanngjarnar. Reyndar hafi átt sér
stab einstaka frávik frá því, en á
heildina litið væri um mikla
framför að ræba frá síðustu
þingkosningum í landinu, sem
fram fóru árið 1993. „Kosning-
arnar sýna að lýðræði í Rúss-
landi er öflugra en nokkru sinni
fyrr, enda þótt það sé enn ekki
fyllilega traust í sessi," sagði
William Taft, frá Alþjóðastofn-
un Repúblíkana í Bandaríkjun-
um. „Þátttakan er meiri en í
kosningunum fyrir tveim árum,
sem sýnir að traust almennings
á stofnunum lýðræðisþjóðfé-
lagsins er að aukast."
Aö komast í eölilegt horf
Franskt þjóðlíf er smám sam-
an ab færast í eðlilegt horf eftir
þriggja vikna verkföll sem höfðu
meira og minna Iamað allar
samgöngur í landinu. Mikil ólga
er þó enn undir niðri og verka-
lýbsleibtogar hafa varað við því
ab verkalýðsátök geti sem hæg-
ast blossað upp að nýju eftir ára-
mótin. „Ef þeir (ríkisstjórnin)
láta ekki af þeirri iðju sinni ab
gefa fyrirtækjunum gjafir undir
því yfirskini að verið sé að auka
atvinnu ... gæti allt farið í loft
upp," sagði Louis Viannet, en
hann er leiðtógi CGT þar sem
kommúnistar fara með stjórn.
Indónesía og Ástralía
gera öryggissamning
Indónesar og Ástralir undirrit-
uðu í gær öryggissamning, sem
báðir aðilar vonast til að geti
dregið úr gagnkvæmri tor-
tryggni sem löngum hefur verið
á milli þeirra. Samkvæmt samn-
ingnum er stefnt að því að auka
hernaðarsamvinnu ríkjanna.
Það voru utanríkisráðherrar ríkj-
anna, Ali Alatas frá Indónesíu og
Gareth Evans frá Ástralíu, sem
undirrituöu samninginn, en
viðstaddir vom Paul Keating for-
sætisráðherra Ástralíu og Su-
harto, forseti Indónesíu. Til
hemaðarátaka kom milli ríkj-
anna tveggja snemma á sjöunda
áratugnum.
Sáttaviöræöur Hamas
og PLO
í gær hófust í Kaíró í Egypta-
landi sáttaviðræður milli full-
trúa Palestínsku sjálfsstjórnar-
svæðanna og Hamas, skæruliða-
hreyfingar bókstafssinnaöra
múslima. Þetta eru fyrstu opin-
beru sáttaviðræður þeirra frá því
að PLO samdi um frið vib ísra-
elsstjórn árið 1993. Fulltrúar
PLO vonast til þess ab þeim tak-
ist að fá Hamas til þess aft lýsa
því yfir formlega aft skærulifta-
hernaði samtakanna á hendur
Ísraelsríki sé lokift og aft þau
muni í framhaldi af því taka þátt
í fyrstu kosningunum sem fara
eiga fram á sjálfsstjórnarsvæð-
unum í Palestínu þann 20. janú-
ar nk. ■
Vranitsky kanslari sigrar í þingkosningunum í Austurríki. Crœningjar og frjálslyndir tapa:
Erfiö stjórnarmyndun framundan
Vínarborg — Reuter