Tíminn - 19.12.1995, Qupperneq 13

Tíminn - 19.12.1995, Qupperneq 13
Þri&judagur 19. desember 1995 13 Tunglferbin sem ekki tókst Apollo 13 ★★★1/2 Handrit: William Broyles, Jr. og Al Rein- ert. Leikstjóri: Ron Howard. Abalhlutverk: Tom Hanks, Kevin Bacon, Bill Paxton, Gary Sinise, Ed Harris og Kathleen Quinlan. Háskólabíó. Öllum leyfb. Eftir að þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin höföu stigið fæti á tunglið í elleftu Apolloferð- inni misstu Bandaríkjamenn á- hugann á tunglferðum. Þegar lagt er af stað í þá þrettándu er áhugi þeirra í algjöru lágmarki. í þeirri för eru Jim Lovell (Hanks), Fred Haise (Paxton) og Jack Swigert (Bacon). Allt geng- ur ab óskum í fyrstu, en þegar sprenging verður í súrefnistanki geimfarsins skapast neyðará- stand í orðsins fyllstu merk- ingu. Til að geimfararnir þrír komist heilir á húfi til jarðar þarf að leysa mýmörg tæknileg vandamál á stuttum tíma. Vís- indamennirnir á jörðu niðri þurfa að „spila af fingrum fram", því ekkert þessu líkt hafði gerst áður. Það reynir einnig á þjálfun og tæknikunn- áttu þremenninganna, sem hvað eftir annað þurfa ab glíma við ótrúlegustu vandamál. Þeg- ar fréttist af vandræðum geim- faranna er áhugi Bandaríkja- manna vakinn og allur hinn vestræni heimur fylgist síðan með fréttum af því hvort tekst ab koma þeim til jarðar. Þaö vita líklega allir hvernig KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON þetta endaði allt saman, en með frábæru handriti og leikstjórn verður útkoman engu að síður mjög spennandi og áhrifarík, sérstaklega þegar líða tekur á myndina. Tæknilegum vanda- málum er gert hátt undir höfði, en samt þannig að allir skilji hvab við er að glíma, og mann- legu hliðinni er einnig komið til skila. Það er auövelt aö spila inn á tilfinningar áhorfenda, sem skynja allir einveru þremenn- inganna órafjarri heimahögun- um, en þetta er gert á smekkleg- an hátt og án allrar væmni. Helsti gallinn er hins vegar að lopinn er teygður ansi mikið í byrjun og hefði mátt stytta þann kafla myndarinnar og þétta þannig frásögnina. Leikararnir eru síðan hver öðrum betri með Tom Hanks fremstan í flokki, en bæði Kevin Bacon og sérstaklega Bill Paxton sýna einnig stjörnuleik. Apollo 13 er stórmynd í flesta staði og það er nokkuð öruggt að einhverjir af aðstandendum hennar eiga eftir að fá styttur af- hentar á næstu Óskarsverð- launahátíb. Myndin er enn sýnd á fimm-sýningum í Há- skólabíó. W Framsóknarflokkurínn Jólaalmanak SUF Eftirtalin númer hafa hlotib vinning í jólaalmanaki SUF: 1. desember 4541 3602 2. desember 881 1950 3. desember 7326 3844 4. desember 4989 6408 5. desember 3105 6455 6. desember 4964 3401 7. desember 6236 4010 8. desember 19 1284 9. desember 1776 7879 10. desember 2532 6046 11. desember 3595 117 12. desember 5582 4585 13. desember 1234 2964 14. desember 1598 902 15. desember 3840 4685 16. desember 5748 6053 17. desember 6521 4094 Allar nánari uppiýsingar veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 562 4480. Samband ungra framsóknarmanna Jjl Venjum unga hestamenn strax á að N0TA HJÁLM! UÉUMFERÐAR Uráð (-------------------------------------------------------- . u* Ástkær eiginmabur minn og faðir Þórir Jón Gu&laugsson Vo&múlastö&um verbur jarbsunginn frá Vobmúlastabakapellu fimmtu- daginn 21. desemberkl. 14:00. Minningarathöfn verður í Akureyrarkirkju mibviku- daginn 27. desember kl. 13:30. V Anna María Gubmann Þórey Lísa Þórisdóttir Söngkonan, leikkonan, umhverfissinni á vegum SÞ og sjónvarpskynnirinn fíflast viö snyrtiboröiö meö dóttur sinni. Mæðgur í París Olivia Newton-John er fræg um gervallan hnöttinn, enda geislandi og frískleg söng- og leikkona. Þaö varð heldur ekki til að varpa skugga á ljóma söngkonunnar þegar henni tókst að yfirvinna brjósta- krabbamein — sumir segja með óbilandi bjartsýni. Sjálf lítur hún fyrst og fremst á sig sem móður, en hún á eina níu ára gamla stúlku aö nafni Chloe. Þegar Olivia hafði rétt lokið upptökum á Songs from Heathcliff ásamt Cliff Richard í Bretlandi, skrapp hún til Par- ísar ásamt dóttur sinni þar sem hún kynnti nýjustu plötu sína, Gaia: One Woman's Journey. Platan er afrakstur tveggja ára vinnu, sem hófst eftir að Olivia fór í velheppnaða að- gerð þar sem unniö var á krabbameininu. Hún einangr- abi sig á búgarði sínum í þessi tvö ár og á þeim tíma skrifabi hún einlægustu og tilfinninga- ríkustu texta sína til þessa. „Ég held að þaö sem fékk mig til að taka upp þessa plötu hafi verið verðmæti einfald- leikans, náttúmnnar og mann- legra samskipta, sem hafa mun í SPEGLI TÍIVIANS meira gildi en efnislegir hlutir og peningar," segir þessi efn- aða kona í einlægni. „Þessi lífs- speki kemur mjög greinilega fram á Gaia." Sé tillit tekið til þeirra áfalla sem Olivia hefur orðið fyrir, krabbameinsins og skilnaðar- ins vib eiginmann sinn, Matt Lattanzi, fyrir ári síðan, verður að segjast að lífsspeki hennar ætti að vera öðru fólki hvatn- ing. ■ Chloe fœddist innan hjónabands þeirra Oliviu New- ton-John og Matt Lattanzi. Þaö er eitt hlutverk sem Olivia setur ofar öörv í irfi sínu — aö vera móöir níu ára dóttur sinnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.