Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.01.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suöurland: Austan stinninqkaldi e6a allhvasst og rigning. Talsvert lægir og léttir til þegar líöur á daginn. Hiti á bilinu 2 til 8 stig. • Faxaflói og Breibafjörbur: Allhvöss eba hvöss austanátt og rigning. Lægir talsvert í kvöld. Hiti 1 til 6 stig. • Vestfirbir: Austan og síban norbaustan hvassvibri eba stormur og snjó eba slydduél á morgun. Hiti 0 til 4 stig. • Strandir og Norburland vestra til Austurlands ab Glettingi: All- hvöss eba hvöss austan átt og slydda eba rigning. Hiti 0 til 4 stig. • Austfirbir: Austan stinningskaldi eba allhvasst í dag. Rigning eba skúrir. Hiti 2 til 6 stig. • Subausturland: Austan stinningskaldi eba allhvasst og rigning. Lægir og léttir til þegar líbur á daginn. Fjárhagsœtlun Reykjavíkurborgar fyrir áriö 7 996: Áhersla á skóla og leikskóla Eiríkur Þorbjörnsson (t.v.), framkvœmdastjórí Neybaríínunnar, var í stjórnstöbinni í gœr ásamt Magnúsi Ingólfs- syni sem var á vaktinni. Tímamynd: bc Fyrstu dagar Neyöarlínunnar gengu aö óskum en öryggisnetiö veröur þétt enn frekar: Stefnt ab öflugu símboöa- kerfi á landsbyggöinni Áhersla verður lögb á áfram- haldandi uppbyggingu skóla og leikskóla í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir þetta ár. Gert er ráö fyrir að átaks- verkefnum fækki verulega og dregib verði úr rábningum. Frumvarp ab fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árib 1996 verður lagt fyrir fund borgarstjórnar 19. þessa mánað- ar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir aö áhersluat- riði borgaryfirvalda verði að mestu leyti þau sömu á þessu ári og því síðasta. „Við munum áfram leggja áherslu að halda skuldasöfnun í lágmarki. Ég á ekki von á að við getum tekið fyrir allar lántökur keltinn Nú hefur teiknimyndasagan um Auðun vestfirska runnib sitt skeið á enda, en í blaðinu í dag hefst ný íslensk saga í sama sögulega stílnum. Þetta er sagan af Keltanum Atla og er þessi teiknimyndasaga eftir Harald Einarsson eins og teiknimyndasagan um Aubun var. Atli — keltinn byggist á sögulegum grunni, en er þó skáldskapur og gerist sagan á 11. öld í dölum Alpafjalla, en ættingjar Atla höfðu þá sótt til írlands og sumir alla leið norb- ur til íslands. ■ en reynum að hafa þær eins litl- ar og hægt er." Uppbygging skóla og leik- skóla verður áfram í forgangi að sögn Ingibjargar og einnig verð- ur áhersla lögö á endurbætur á þjónustu SVR, m.a. meö breyt- ingum á leiðarkerfinu. Þá verð- ur unnið að sparnaði í einstök- um stofnunum borgarinnar sem borgarstjóri á von á að skili árangri á árinu. Hún segist þó vona að ekki komi til uppsagna en hugsanlega verði dregiö úr ráðningum í stöður sem losna og því geti störfum fækkað. Ingibjörg segir einnig að átaks- verkefnum á vegum borgarinn- ar muni fækka verulega á árinu. -GBK „Þaö hefur blessunarlega lítiö verið hringt í okkur ennþá og engin tæknileg vandamál komib upp. Ég tel ljóst að ör- yggi landsmanna eigi eftir að stóraukast meö tilkomu Neyð- arlínunnar," sagði Eiríkur Þorbjörnsson í samtali vib Tímann í gær. Neyðarlínan tók til starfa um áramótin og eru landsmenn nú allir beintengdir nýju neyöar- númeri, 112. Eiríkur segir kost- ina við breytinguna einkum tvo: „Yfirleitt þegar fólk er statt í mikilli neyð á það mjög erfitt með að muna löng símanúmer. Annað dæmi er að úti á landi er víða engin sólarhringsvöktun en nú verður alltaf hægt aö ná í viðbragðsaðila í gegnum okkur. Þó á enn eftir aö þétta öryggis- netiö nokkuð. Kerfi viðbragðs- aðila, t.d. símkerfið, er t.d. ekki nægilega gott ennþá og þess vegna erum við að stórfjölga símboðum víða um þessar mundir." Stjórnstöð Neyðarlínunnar er tvískipt enn sem komið er. Slysavarnafélagið heldur áfram ab vakta ákvebna neyöarsíma á landinu og bætir reyndar við sig. Vesturlandið allt, Skafta- fellssýslur og Vestmannaeyjar heyra undir Slysavarnafélagið en önnur svæði eru tengd skrif- stofu slökkviliðsins. Nokkuð hefur verið rætt um meðal fagablila úr hvaða röðum þeir 18 starfsmenn eigi að koma, sem stendur til að ráða vegna Neyðarlínunnar. Þannig hafa slökkviliðsmenn sagt að þeir ættu alfarið að sjá um vakt og svipaðar raddir hafa verið uppi innan lögreglunnar. Eirík- ur segir að ekki sé búið að ganga frá ráðningu en starfsfólkið muni verða sérþjálfað í við- brögðum og koma bæði úr röð- um slökkviliösmanna, hjúkrun- arfræðinga og heilsugæslu. „Þegar fram líða stundir tel ég að við verðum með .mjög hæft Verkamannafélagib Dagsbrún: Stjórnarkjör 19. og 20 jan. nk. Kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs fer fram í Verka- mannafélaginu Dagsbrún 19. og 20. janúar nk. Aðeins listi uppstillingarnefndar hefur verib lagbur fram en síðasti skiladagur fyrir hugsanlegt mótframbob er viku fyrir kjördag, eða 12. janúar nk. Töluverðar breytingar eru á lista uppstillingarnefndar frá því sem verið hefur og munar einna mest um ab Guðmundur J. Guðmundsson formaður fé- lagsins gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Formannsefni uppstillingamefndar er Hall- dór Björnsson varaformaður og Sigríður Ólafsdóttir í emb- ætti varaformanns. Auk Gub- mundar J. ganga úr stjórn þau Hjálmfríður Þórðardóttir ritari og Leifur Guðjónsson með- stjórnandi. í varastjórn hætta þeir Fribrik Ragnarsson og Jó- hannes Sigursveinsson. -grh fólk til að taka réttar ákvaröanir á örlagastundu," sagði fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar. í tilkynningu frá Dagsbrún hefur verið bent á að félagið hafi samningsrétt fyrir starfs- menn sem sinna öryggisgæslu og við stjórnstöðvar öryggis- gæslufyrirtækja. Auk þess hafi félagið gert bindandi kjara- samninga við Securitas og fleiri aðila í þessum geira atvinnulífs- ins. Hannes Guðmundson, framkvæmdastjóri Securitas, sagöi að framkomin ósk Dags- brúnar um viðræöur um gerð kjarasamnings vegna starfs- manna Neyðarlínunnar hf. og tilfærslu starfsmanna frá Secu- ritas til Neyðarlínunnar hf. snerist ekki um neinar kaup- kröfur heldur fyrst og fremst um það hvort væntanlegir starfsmenn Neyðarlínunnar yrðu í Dagsbrún. -BÞ/-grh FIMMFALDUR1. VINNINGUR Róleg áramót í Reykjavík en dœmi um aö skemmtistaöir vceru opnir fram á 9. tímann á nýársdagsmorgun: Friðælustu áramót um margra ára skeið Lögreglan í Reykjavík er ánægb meb hegbun borgarbúa um ára- mótin og sagbi abalvarbstjóri Iög- reglunnar í samtali vib Tímann í gær ab áramótin væru þau róleg- ustu í mörg ár. Alvarlegasta óhappib var augnmeibsli sem 7 ára drengur hlaut af völdum flug- elds vib brennu. Geir Jón Þórisson, aðalvarðstjóri, sagbi færri verkefni hafa veriö hjá lögreglunni en áður, ölvun hefði verið lítil vib brennur og allt farið stórslysalaust fram. Umferð hefði verið nokkur allt fram á rauðan morgun en gott veður heföi alltaf áhrif á gebslag fólks. Geir Jón sagbi ennfremur að auð- sýnt væri að foreldrar væru betur meðvitaðir um hlutverk sitt, að sinna fjölskyldu og börnum fram eftir kvöldi, sprengja flugelda og annað. Eftir miðnætti færu full- orðnir frekar sína leið. „Það var jafnvel minna nú um heimilisófrið og leibindi í heimahúsum en um venjulega helgi." Skemmtistaðaeigendur hafa opn- unartíma til kl. 04.00 á nýársnótt en samkvæmt heimildum Tímans fóru sum veitingahús gróflega fram úr afgreibslutíma um áramótin og munu síðustu gestir veitingahúsa í miðbænum hafa eirt fram á 9. tím- ann. Geir Jón neitabi ekki ab þetta gæti verið rétt enda hefði lögreglan haft ítrekuð afskipti af sumum veit- ingahúsaeigendum. Byrjað hefbi verið upp úr fimm um nóttina að hafa samband við þá og ýta á að þeir rýmdu hús sín. „Við fórum ekki út í að rýma staðina sjálfir enda er það ekki hægt. Það hefur bara upp úr sér átök og leibindi." Misnotkun á sölutíma varðar sviptingu vínveitingaleyfis. Skemmtistabir voru opnir fram eftir nóttu í fyrrinótt en þá var alveg dautt að sögn Geirs Jóns Þórissonar, enda aðeins fyrir fína fólkiö að hafa efni á slíkum flottheitum. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.