Tíminn - 05.01.1996, Side 3
Föstudagur 5. janúar 1996
3
Evrópusambandsstaöall um ferskleika matvöru. Erna
Hauksdóttir, framkvœmdastjóri SVC:
Óttast að heil-
brigöisyfirvöld
veiti ekki aðhald
Menntamálarábherra skobar bakstur nemenda í Foldaskóla í Sandholtsbakaríi í Grafarvogi í gær, þar sem hon-
um voru afhentir bœklingarnir. Meb honum á myndinni er Stefán Sandholt bakari og tveir nemendur Foldaskóla.
Tímamynd: CS
lönfrœösluverkefniö INN gefur út kynningarbœklinga um iönnám:
Þörf á aö kynna ungu
fólki atvinnulífið
Evrópusta&lar um ferskleika
fæ&unnar í verslununum,
vinnslustö&vum og veitinga-
stö&um á íslandi eru þessa dag-
ana a& ver&a a& veruleika. Erna
Hauksdóttir hjá Sambandi veit-
inga- og gistihúsaeigenda segir
a& veitingamenn eigi nú aö
vera komnir af sta& me& sitt
eigi& innra eftirlit meö ferli
matvörunnar. Hún segir a& Evr-
ópusta&allinn sé til góöa þrátt
fyrir lítt vinsæla skriffinnsku
sem þessu fylgir. Allt mi&ar a&
ferskleika, gæöum og hollustu
matvælanna. Reglugerbin segir
Vélstjórafélag Isafjaröar:
Áleið
úrASÍ
Margt bendir til þess aö Vél-
stjórafélag ísafjar&ar sé á leiö
úr ASÍ yfir í Vélstjórafélag ís-
lands, en félagsmenn í Vél-
stjórafélagi ísafjar&ar eru tæp-
lega 40.
A nýafstöðnum aöalfundi
Vélstjórafélags íslands var sam-
þykkt aö ganga til samstarfs viö
Vélstjórafélag ísafjarðar um
sameiginlegan rekstur styrktar-
og sjúkrasjóöa og orlofsheimila-
sjóða félaganna. Jafnframt var
ákveöið aö Vélstjórafélagið veiti
Vélstjórafélagi ísafjaröar þá fé-
lagslega þjónustu sem Alþýöu-
samband Vestfjaröa hefur ann-
ast fyrir félagið á undanförnum
árum. Það felst m.a. í almennu
skrifstofuhaldi, gerö kjarasamn-
inga ásamt annarri margþættri
aðstoð viö félagsmenn í Vél-
stjórafélagi ísafjaröar.
Samskonar tillaga um sam-
starf viö Vélstjórafélag íslands
haföi áður verið samþykkt hjá
Vélstjórafélagi ísafjaröar. Reikn-
aö er meö að atkvæðagreiðsla
meðal félagsmanna Vélstjórafé-
lags ísafjaröar um úrsögn félags-
ins úr ASÍ fari fram innan tíðar.
-grh
a& séu menn ekki búnir a&
koma á sínu innra eftirliti, þá
missi þeir veitingaleyfin.
Ný matvælareglugerö ESB gekk
í gildi í byrjun síðasta árs og á
núna að vera komin í gang hjá
fyrirtækjunum eftir nokkurn að-
lögunartíma. Reglugerðin fjallar
um meðferð matvæla allt frá upp-
hafi og þar til fæðan er komin á
diska neytenda. Gengur hún
meðal annars út á innra eftirlit
veitingastaða. Veitingamenn hafa
sótt tveggja daga námskeiö SVG í
innra eftirliti.
Meiningin er að þegar viðkom-
andi heilbrigðisyfirvald kemur í
heimsókn sjái það svart á hvítu að
innra eftirlitið er í fullum gangi.
Matvælafræðingar hafa líka verið
fengnir til að gera úttekt á fyrir-
tækjum að undirlægi fyrirtækj-
anna sjálfra.
„Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík
hefur því miður verið afskaplega
lélegt. Sem dæmi um það er að
Heilbrigðiseftirlitið kom síðast á
Hótel Sögu árið 1989 til að taka
sýni. Ég verð að segja það að ég
óttast að heilbrigðisyfirvöld víða
um land muni ekki sýna nægjan-
legt aðhald gagnvart þessum nýju
reglum. Fyrirtæki sem fara að lög-
um hafa ekkert aö fela í þessu, en
það eru til alls konar sleðar. Til
dæmis fólk sem er að útbúa
veislumat í heimahúsum, kjöllur-
um og bílskúrum. Það er lögbrot,
en á því er ekki tekið," sagði Erna
Hauksdóttir. - JBP
Aöstoöarmaöur forsœtis-
ráöherra:
Eyjólfur
hættir
Eyjólfur Sveinsson hefur látið
af starfi sínu sem aðstoðarmað-
ur forsætisráðherra, en hann
hætti um áramót. Samkvæmt
upplýsingum ráöuneytisins hef-
ur ekki verið ráðinn annar í Eyj-
ólfs stað. -PS
Iönfræ&sluverkefniö INN hef-
ur gefiö út þrettán bæklinga
me& upplýsingum um nám í
jafnmörgum iöngreinum.
Bæklingunum ver&ur dreift til
nemenda 9. bekkjar og er
þeim ætlaö a& au&velda nem-
endum a& gera i&nnám a&
raunhæfum kosti í námsvali
sínu.
Iðnfræðsluverkefnið er
skammstöfun á: Iðnaður, nem-
endur, nýsköpun. Verkefnið er
hugsað sem ein leið til aö breyta
viðhorfum nemenda til iðn-
náms og iðnaðarstarfa. Að verk-
efninu standa Menntamála-
ráðuneytið, Fræðsluskrifstofa
Reykjavíkur, Samtök iðnaðarins
og fræðslusamtök atvinnurek-
enda og launþega í iðnaði.
Menntamálaráðuneytið
styrkti útgáfu bæklinganna sem
voru afhentir menntamálaráð-
herra formlega í gær. Við þaö
tækifæri sagði Ingi Bogi Boga-
son hjá Samtökum iðnaðarins
að mikil þörf væri á því að
kynna unglingum íslenskt at-
vinnulíf. I mörgum tilfellum
hefðu þeir óskynsamlegar fyrir-
myndir að heiman og skólakerf-
ið veitti enn sem komiö er mjög
takmarkaða fræðslu um at-
vinnumál.
Byrjað er á því að gefa út bæk-
linga um þrettán iðngreinar úr
sex ólíkum iðngreinaflokkum.
Menntamálaráðherra sagðist í
gær eiga von á að útgáfunni
yrði haldið áfram enda heföi vel
tekist til með þennan fyrsta
áfanga. Þær iðngreinar sem
kynntar eru í fyrstu bæklingun-
um eru: Bókband, stálsmíði,
tannsmíði, rafeindavirkjun, raf-
virkjun, matreiðsla, framleiösla,
rennismíði, netagerð, snyrti-
fræði, málaraiðn, húsasmíði og
fataiðn (störf klæðskera og
kjólasaumara). í bæklingunum
er kynnt starfssvið viökomandi
iðnaðarmanna, kröfur, nám og
möguleikar á framhaldsmennt-
un auk þess sem bent er á þá aö-
ila sem geta veitt nánari upplýs-
ingar.
-GBK
Guömundur Þ. jónsson formaöur löju:
Fremur kosið ný störf
Gu&mundur Þ. Jónsson formab-
ur I&ju, félags verksmi&jufólks
segir aö út af fyrir sig séu Akur-
eyringar vel a& því komnir a& fá
gott fyrirtæki noröur, eins og
sælgætisgeröin Opal er. Hins-
vegar hef&i hann viljab a& þessi
störf yröu áfram sunnan hei&a
og ný störf sköpub nyr&ra.
Hann segir að framtíð starfs-
manna Opals muni væntanlega
skýrast á næstu dögum, en
vissulega sé kvíði meðal þeirra
vegna þess ástands sem skapast
hefur í þeirra málum. Á undan-
förnum misserum hafa um 100
manns verið að jafnaði á at-
vinnuleysiskrá hjá Iðju, félagi
verksmiðjufólks.
-grh
Deilt um hvort fyrirvari í samningi T.R. viö Lœknafélagiö eigi viö um segulómtœki Lœknisfrœöilegrar myndgreiningar. Birna Jónsdóttir:
Segulómrannsóknir eru ekki ný starfsemi
Ágreiningur Tryggingastofn-
unar ríkisins og læknanna
sem reka Læknisfræ&ilega
myndgreiningu (LM) snýst
um þa& hvort fyrirvari í
rammasamningi Trygginga-
stofnunar og Læknafélags
Reykjavíkur eigi vi& um rann-
sóknir me& segulómtæki sem
LM hefur fest kaup á. Birna
Jónsdóttir geislagreininga-
læknir segir svo ekki vera og
þa& séu skýr brot á samningi
T.R. vi& LM a& grei&a ekki fyr-
ir rannsóknirnar.
Karl Steinar Guðnason, for-
stjóri Tryggingastofnunar, vísar
til samnings Tryggingastofnun-
ar við L.R. þar sem fram kemur
sá fyrirvari að hann nái ekki til
nýrrar starfsemi lækna sem hafi
hærri stofnkostnað en nemur
venjulegum stofnkostnaði
lækningastofu, nema samþykki
Tryggingastofnunar komi til.
Hann telur að rannsóknir meö
segulómtæki Læknisfræðilegrar
myndgreiningar falli undir
þennan fyrirvara.
Birna Jónsdóttir, sérfræðingur
í geislagreiningu og ein þeirra
sem stendur að Læknisfræðilegri
myndgreiningu, er á öðru máli.
Hún segir tvær ástæður vera fyr-
ir því að fyrirvarinn eigi ekki
við.
„í fyrsta lagi eru segulómrann-
sóknir ekki ný læknastarfsemi.
Tryggingastofnun hefur í þrjú ár
keypt þessa þjónustu af öðmm
aðila. I öðru lagi er þetta mjög
hagstæður stofnkostnaður fyrir
lækningastofu sem er fullkom-
lega eðlilegt að sérfræðingar í
geislagreiningu reki."
Birna bendir á ákvæði í samn-
ingi LM við T.R. þar sem segir að
ný verk verði ekki tekin upp á
meðfylgjandi skrá nema með
samþykki samráðsnefndar T.R.
og L.R.
„11. og 12. grein skrárinnar
fjalla um segulómrannsóknir.
Þannig að segulómrannsóknir
eru ekki nýjar á skránni. Það er
þess vegna ekki vafamál aö meö
því að greiða ekki fyrir þessar
rannsóknir er Tryggingastofnun
að brjóta samninginn," segir
Birna.
Um þetta atriöi segir Karl
Steinar hins vegar að þótt segu-
lómrannsóknir komi fram í
gjaldskrá samnningsins hafi það
ekki falið í sér fyrirheit um að
greiða fyrir slíkar rannsóknir.
Tryggingastofnun ríkisins hefur
sagt upp samningnum við LM
en samkvæmt ákvæði hans
gengur sú uppsögn ekki í gildi
fyrr en um næstu áramót.
Segulómrannsóknir koma í
staðinn fyrir röntgenmyndatök-
ur að verulegu leyti, að sögn
Birnu. Þó er reiknað með að
mest fækkun verði í tölvusneiö-
myndum.
„Segulómrannsókn er betri að
því leytinu að við hana eru ekki
notaðir neinir röntgengeislar
eða aðrir orkumiklir geislar,
þannig aö hún er hættulaus. Það
er heilsupólitískt sjónarmið að
nota eins lítið af orkumiklum
geislum og hægt er. Auk þess
gefa þessar útvarpsbylgjur og
það segulsviö sem er notað til að
mynda sjúklinginn okkur ná-
kvæmari mynd af ýmsum vefj-
um en nokkur eldri aðferð gat
gert. Segulómrannsókn er besta
aðferð sem hefur verið fundin
upp sl. 100 ár til að taka myndir
af lifandi manneskjum."
Einingaverð fyrir segulóm-
rannsóknir er um 24-25 þúsund
krónur sem er hærra en fyrir
tölvusneiðmyndarannsókn.
Birna segir það skýrast af
tvennu:
„Við reiknum ekki með því að
koma jafn mörgum sjúklingum í
gegnum þetta tæki á hverjum
degi og tölvusneibmyndatækib.
Auk þess var tölvusneiömynda-
tækið mun ódýrara."
Byrjað verður að nota tækiö
strax í næstu viku. Þótt ágrein-
ingurinn hafi ekki verið leystur
verða sjúklingar aðeins krafðir
um sinn hluta samkvæmt samn-
ingnum, sem er 900 krónur. Þeir
þurfa ekki að óttast endurkröfu
hvernig sem deilan viö T.R. fer
að sögn Birnu. -GBK