Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. janúar 1996
9
UTLÓND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . .
Fjárlagadeilan í Bandaríkjunum:
Ágreiningur í röð-
um Repúblikana
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings,
þar sem Newt Gingrich er í for-
sæti, neitaöi í gær ab fallast á ab
ríkisstofnanir, sem nú hafa ver-
ib lokabar í 20 daga vegna deilu
Clintons forseta og Repúblík-
ana um fjárlögin, yrbu opnabar
ab nýju og myndu starfa út
næstu viku á meban reynt er ab
finna lausn á fjárlagadeilunni.
Öldungadeild þingsins, meb
Bob Dole í fararbroddi fyrir
meirihluta Repúblikana þar,
hafbi hins vegar á þribjudag
fallist á tímabundna opnun rík-
isstofnana.
Sá klofningur, sem þar meb
hefur myndast í röbum Repú-
blíkana vegna deilunnar, er
greinilegt merki um þann
áherslumun og ólíkan stíl sem
verib hefur á starfi tveggja
helstu leibtoga Repúblíkana á
þinginu, Newts Gingrichs og
Bobs Doles.
I samningavibræbum þeirra
vib Clinton Bandaríkjaforseta
hefur Dole þurft ab taka nokk-
urt mib af því ab hann er sem
stendur einna líklegastur til þess
ab hljóta útnefningu Repúblík-
anaflokksins sem næsta forseta-
efni flokksins, og fara fram gegn
Clinton í kosningunum í nóv-
ember nk. Hann hefur því hefur
því haft tilhneigingu til þess ab
fara sér hægar en Gingrich, sem
er ákafamabur mikill og vill
helst í engu hvika frá þeirri rót-
tæku stefnu sem mörkub var í
upphafi þegar Repúblíkanar
nábu meirihluta í bábum deild-
urn þingsins fyrir rúmu ári — í
fyrsta sinn í fjörutíu ár.
Jafnframt hefur Dole líka
þurft ab taka tillit til þess ab
Gingrich er áhrifamikill mabur í
Repúblikanaflokknum. Hann
hefur náb miklum árangri í full-
trúadeildinni og er ekki síst
honum ab þakka ab Repúblík-
anar nábu meirihlutanum þar.
Hann hélt uppi haröri og ákafri
Newt Gingrich (t.v.) og Bob Dole (í mibib) á leib til vibrœbna vib Bill Clin-
ton Bandaríkjaforseta á þribjudag vegna fjárlagadeilunnar. ..Reuter
gagnrýni á stefnu Demókrata og
leiötoga þeirra, meöan þeir
höfbu meirihlutann, og eftir ab
hann varö forseti deildarinnar
hefur hann veriö óvæginn og
óhræddur viö ab láta hart koma
á móti höröu.
Dole, sem nú er oröinn 72
ára, hefur á hinn bóginn kunn-
ab betur viö sig í öldungadeild-
inni, þar sem færri þingmenn
sitja og andinn er allur annar.
Þar hefur hann getab beitt
kænskubrögöum af ýmsu tagi
og fengiö menn meb lagni til
þess ab fallast á sjónarmiö sín.
Hann hefur sérstaka kímnigáfu
sem getur veriö hvöss og sting-
andi á stundum, en oftar beitir
hann henni þó til þess ab ná
fram málamiðlun þegar honum
þykir mikið líggja við.
Gingrich lét hneykslun sína
óspart í ljós eftir ab honum
fannst Clinton sýna sér lítils-
virbingu meb því ab tala ekki
við hann á flugferðinni til ísra-
els, þegar jarðarför Rabins fór
fram í sl. mánuði. Dole hins
vegar hefur aldrei minnst einu
orði á þab þótt Clinton hafi
heldur ekki yrt á hann í þeirri
flugferb.
„Þaö hefur stundum veriö
áherslumunur," viðurkennir
Gingrich þegar taliö berst að
ágreiningi hans og Doles varð-
andi hugmyndir um að koma
ríkisstofnunum aftur í gang.
Tom DeLay, náinn samstarfs-
maöur Gingrich, er hins vegar
ekkert að halda aftur af sér:
„Dole veröur aö gera þaö sem
hann þarf ab gera. Ef hann ætl-
ar sér að láta undan óskum for-
setans þá getur hann gert það,
en vib ætlum ab útrýma fjár-
lagahallanum." Þegar hann var
spurður hvort það væri uppgjöf
að gera ríkisstofnanirnar aftur
starfhæfar, sagöi hann: „Auövit-
ab er þab uppgjöf og ekkert ann-
ab."
Dole neitaöi því aö kominn
væri upp klofningur á milli
þeirra tveggja, sagbi ab báöir
vildu þeir sjá ríkisstofnanirnar
starfhæfar og báðir vildu þeir
útrýma fjárlagahallanum. Hins
vegar er ljóst aö hann á meira í
húfi en Gingrich og vill helst
finna lausn á deilunni við for-
setann sem fyrst. Álagið vegna
deilunnar hefur valdib því ab
hann hefur þurft aö leggja
minni áherslu á kosningabarátt-
una en hann hefði kosið. Jafn-
framt hefur hann verib sakabur
um að vera of linur vib Clinton,
of ákafur í aö semja.
-CB/Reuter
Reiðast kröfum Palestínumanna
Háttsettur embættismabur í
PLO olli reiði ísraelsmanna í
gær meö því ab krefjast þess ab
Israel greiddi Palestínumönn-
um skababætur rétt eins og
ísrael hefbi fengib skababætur
vegna stríösglæpa nasista.
„ísrael þáði milljónir marka
frá Þýskalandi, en hefur samt
neitab því að greiða skababætur
til þeirra sem hafa misst syni
sína, eba hafa misst augu eöa
fætur," sagbi Frei Abu Medeeq,
sem er lögfræðingur ab menni
og hefur farið með stjórn dóms-
mála í stjórn Jassers Arafats, leið-
toga Palestínumanna. „Þegar
þeir fara fram á skaöabætur frá
öðrum ættu þeir ab beita sömu
reglum fyrir báöa aðila."
Israelskir stjórnmálamenn
segja ab með þessu sé Abu Mede-
en að bera saman ísraelsmenn
og þýska nasista sem útrýmdu
sex milljónum gyöinga í seinni
heimsstyrjöldinni. David Libai,
dómsmálaráöherra ísraels, aftur-
kallaöi fund sinn með Abu
Medeen eftir þetta og sagbi að
andrúmsloftiö væri óviöeigandi.
Ummæli Abu Medeens komu í
kjölfarið á ákvöröun ísraelsku
stjórnarinnar á miövikudag um
ab neita að greiða skaðabætur í
tengslum við uppreisn Palest-
ínumanna sem hófst í desember
1987 og lauk í kjölfar fribar-
samninganna áriö 1993. í stað-
inn ákvað ríkisstjórnin ab sér-
stök nefnd skyldi fjalla um und-
antekningartilvik.
ísraelsku mannréttindasam-
tökin B'Tselem halda því fram
aö á þessu tímabili hafi ísraels-
menn drepið 1.206 Palestínu-
menn, en Palestínumenn hafi á
sama tíma drepið 179 ísraels-
menn. Þúsundir Araba og
hundruð ísraelsmanna hafi hlot-
ib meiðsli af ýmsu tagi á þeim
tíma sem uppreisnin stóö yfir.
„Þessi samanburður er hroll-
vekjandi," sagði Moshe Shahal,
öryggismálaráöherra ísraels um
ummæli Abu Medeens. Og Benj-
amin Netanyahu, leiðtogi Likud-
bandalagsins, sagbi um PLO:
„E.t.v. ættu þeir sjálfir ab borga
skababætur til þeirra þúsunda
sem eru fórnarlömb hryðju-
verka, ekkjunum, munaöarleys-
ingjunum, hinum særðu og fötl-
ubu." ■
Sósíalistaflokkurinn í Grikklandi:
Leita aö eftirmanni
Sósíalistaflokkurinn í Grikk-
landi Iýsti því yfir í gær ab í
þessum mánubi myndu
flokksmenn reyna ab finna
lausn á þeim vanda sem skap-
ast hefur vegna þess aö leib-
togi flokksins og forsætisráb-
herra landsins, Andreas Pap-
andreo, hefur verib alvarlega
veikur frá því í nóvember sl.
og ekkert bendir til þess ab
hann muni ná sér á næstunni.
„Þaö er ljóst að Andreas Pap-
andreo getur ekki lengur sinnt
skyldum sínum," sagði Yannis
Haralambopoulos, fyrrverandi
varaforseti sósíalistaflokksins og
einn af hugsanlegum eftir-
mönnum Papandreos.
Læknar hafa sagt að ólíklegt
sé ab Papandreo geti komist aft-
ur til starfa jafnvel þótt hann
nái sér eftir veikindin.
Miönefnd flokksins hefur
bebib þingmenn flokksins um
aö gera skriflega grein fyrir því
hvort þeir vilji láta fara fram
kosningar um eftirmann Pap-
andreos í leibtogaembættinu.
Staöa Papandreos sem stofn-
anda flokksins hefur verið mjög
sterk og því hafa þeir sem líkleg-
ir eru til þess ab taka við af hon-
um haft hægt um sig meöan á
veikindunum hefur staðið.
-C B/Reuter
Fimmfaldur 1. vinningur!
1. vinningur stefnir í
22 milljónir króna
-vertu viðbúinm vinningi
Nú er að
notfl
tcekifárið!
<*&
Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 á laugardaginn.
Hirðing jolatrjaa
Hirðing jólatrjáa hefst eftir hádegi sunnudaginn 7. janúar næst-
komandi.
Húsráðendur eru beðnir að setja trén út fyrir lóðamörk og verða
þau þá fjarlægð.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík
Hreinsunardeild