Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.01.1996, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 5. janúar 1996 Þekking og smekkvísi Cubrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda l-ll. Hörpuútgáfan 1995. 180+188 bls. Stundum koma gamlir og góðir kunningjar næsta óvænt í heim- sókn og svo var um þessa endur- útgáfu á ritum Guðrúnar P. Helgadóttur um íslenskar skáld- konur á fyrri öldum. Ég las bæk- urnar mér til ánægju og fróðleiks fyrir margt löngu, en af einhverj- um orsökum hafði nýja útgáfan farið framhjá mér, uns bókin var skyndilega send af Tímanum til umsagnar. Skáldkomir fyrri alda kom fyrst út í tveim bindum á árunum 1961 og 1963 og hlutu þau ágæt- ar viðtökur. í fyrra bindinu grein- ir höfundur frá skáldkonum í ís- lenskum forn- og miðaldabók- menntum, en í hinu síðara er sjónum beint að 18. og 19. öld. Ekki er hér um heildstæða sögu íslenskra kvennabókmennta á fyrri öldum að ræða, sá var aldrei tilgangur höfundar. Bindin tvö Sjón og Halldór Baldursson: Sagan af húfunni fínu. Mál og menning. Strákur sat á steini og fjölskylda úr borginni átti leið þar hjá. Hér veröur ekki viðtal þeirra rakið, en það snerist um húfur og þess vegna er þetta myndabók sem sýnir fugla, blóm, fiska o.fl. tengj- ast húfu. Strákurinn á steininum svarar fyrir sig í ljóðum og gerir það bókina girnilegri og skemmti- legri. En stráksa fatast í ríminu þegar hann telur skipin. Þá segir hann: Skútur blíður vindur ber — bíður þeirra ströndin. BÆKUR JÓN Þ. ÞÓR Gubrún P. Helgadóttir. BÆKUR HALLDÓR KRISTJÁNSSON Þarna hefur hann báða stuöl- ana í lágkveðu, en það kallaði Sig- uröur Kristófer léstuðlun og taldi ekki hlutgenga. Strákurinn hefði mátt segja: Skútur vindur blíður ber. Þá er fyrri stuðullinn í há- kveöu, en það kallaði Sigurður Kristófer fallstuðlun, en hástuðl- un nefndi hann þar sem báðir stuðlar voru á hákveðu, muni ég rétt. Stráksa fatast líka stuðlasetning á ferskeytlu þar sem fyrsta hend- samanstanda af mislöngum þátt- um. í hinu fyrra greinir frá ein- stökum skáldkonum, en einnig er þar almenn umfjöllun um sagna- ritun, dansa og rímur, um mennt- un kvenna á miðöldum, um nunnuklaustrin í Kirkjubæ á Síðu og á Stað í Reynisnesi og um skáldkonur í eldri og yngri íslend- ingasögum. í hinu síðara fjalla allir þættirnir um einstakar skáld- konur, utan einn sem er um kvæðið Geðfró. Ekki ætla ég mér þá dul að segja einn þátt öðrum betri í þessari bók. Slíkt hlýtur ávallt að vera smekksatriði og allir eru þættirnir samdir af þekkingu og smekkvísi, ritaðir á skíru og fallegu máli og skemmtiiegir aflestrar. Sjálfur hef ég alltaf haft mest dálæti á tveim- ur þáttum í safninu, þeim um Hildi einsetukonu á Hólum, í fyrra bindi, og þeim um Skáld- Rósu í hinu síðara. Þeir þættir eru báðir afbragðsvel samdir. ing er fjórar kveður og stuðlarnir lenda á fyrri kveðunni: Hœst á húfukollinum helgir guðir sveima. Svona langt má ekki vera frá stuðlum til höfuðstafs. Það er margt aö varast í sam- bandi við skáldskapinn. Það er skemmtilegt að láta barnabækur vera að nokkru leyti í ljóöstöfum. Stefnan er góð og þetta er hægt að gera hnökralaust. Ég held að Sagan af húfunni fínu verði vinsæl barnabók. A myndum hennar er margt að læra. ■ NÝJAR BÆKUR Dolla dropa „rignir" yfir Akureyri Hin fjölhæfa listakona Jóna Axfjörð sendir nú frá sér á veg- um Fjölva nýja bók um Dolla dropa. Aður voru komnar út eft- ir hana Dolli dropi rambar um Reykjavík og Dolli dropi prílar á Pýramídum, því að oftast fer Dolli í ferðalög um heiminn. Hann á heima í Skýjaborg, en dettur einhvers staðar niður á jörðina, þar sem skemmtilegir krakkar taka á móti honum. í nýju bókinni sem nefnist Dolli dropi arkar um Akureyri, bregður nokkuð nýrra við, því að þar má segja að hann sé á heimaslóðum. Á Akureyri hefur Jóna lengstum búið og unnið ó- metanlegt starf fyrir börnin á barnaheimilunum, samið sög- ur, lesið þær upp fyrir krakkana og teiknað myndir til birtingar í sjónvarpi og bókum. Auk þess hefur hún verið athafnasöm í margvíslegri föndurgerð og eru bækurnar Jólaföndur og Trölla- deig, sem Fjölvi hefur gefið út, til merkis um það. Nýja kynningarbókin um Ak- ureyri segir frá því þegar Dolli dettur niður mitt á meðal krakkanna í höfuðstað Norður- lands og arkar með þeim um all- an bæ aö skoða það sem þar er nýstárlegt, fer í Kjarnaskóg og ekur eftir Drottningarbrautinni og síðast tekur hann þátt í því á öskudaginn ab slá köttinn úr tunnunni og verður „kattar- I myndum og ljóðum Skaftfellingur skeiðar í hlað Héraðsritið Skaftfellingur er nú komið út í 10. sinn. Útgefandi þess er sýslunefnd Austur-Skaft- fellinga. Ritstjóri og ábyrgöar- maður er Sigurður Björnsson, en auk hans skipa ritnefndina Guð- bjartur Össurarson og Zóphon- ías Torfason. Einn af upphafsmönnum út- gáfunnar, Friðjón Guöröðarson, þá sýslumabur á Höfn í Horna- firði, sagði svo í aðfaraorðum fyrsta árgangsins árið 1976: „Tilgangurinn með útgáfu þessa rits er fyrst og fremst sá, að skapa vettvang fyrir ritað mál í sýslunni um hvað eina, er til fróðleiks og skemmtunar má telja." Og allt frá upphafi hefur ritið verið trútt þeim tilgangi. Zóphonías Torfason ritar for- mála, en síðan hefst Skaftfelling- ur á rismiklum óði til átthag- anna eftir Þorstein Jóhannsson frá Svínafelli. Annað ljóð er þarna að finna: „Um Hafnarbát- inn Björgúlf" eftir Sigurð Ófeigs- son, bónda á Suðurhóli í Nesjum (f. 1863, d. 1923). Björn Arnarson, vélstjóri á Höfn, og Erla Hulda Halldórs- dóttir sagnfræbinemi hafa safn- að upplýsingum um komur bjarndýra í Austur-Skaftafells- sýslu og eru þær birtar í Skaftfell- ingi. — Benedikt Stefánsson frá Hlíð segir frá stofnun og störfum bændafunda Austur-Skaftfell- inga er þeir höfðu lagt að baki 50 ár, en fyrsti fundurinn var hald- inn 7. mars 1944. Helsti hvata- maður að þessari starfsemi var Steinþór Þórðarson, bóndi á Hala í Suðursveit. Almælt er meöal Austur-Skaftfellinga að fundirnir hafi verið „stærsti hvatinn að þeim alhliba fram- förum, sem hófust í héraðinu um og eftir mibbik aldarinnar". Halldóra Gunnarsdóttir, fé- lagsmálastjóri á Höfn, á þarna nokkuð sérstæða grein er hún nefnir „Hafsjór af tilfinning- um". Er þar „reynt að nálgast skilgreiningu á ástinni". Rök eru færð fyrir því, „að hægt sé að rannsaka ást- ina". Rætt er við TIMARIT MAGNÚS H. GÍSLASON konur sjómanna um „hvernig þær upplifi ástina og gera henni skil". Niðjamót merkishjónanna Ara Hálfdanarsonar á Fagurhóls- mýri (f. 1851, d. 1939) og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur (f. 1855, d. 1924) var haldið að Hofgörðum 15. júní 1994. Þar flutti Sigurður Björnsson á Kví- skerjum „minningabrot", sem birt eru í Skaftfellingi. Sigurður á Kvískerjum segir einnig frá fyrstu göngu á Öræfajökul, en hana þreytti Sveinn Pálsson læknir 11. ágúst 1794. — Arnþór Gunnarsson, Höfn, ritar hug- leiðingar um kaupskipakomur til Hornafjarðar fyrstu 1000 ár íslandsbyggðar. Telur hann að til þessa hafi of mikið verið látið af siglingum skipa til Horna- fjarðar fyrr á öldum og hafi Aust- ur- Skaftfellingar „lengstaf ís- landssögunnar þurft að sækja kauphöfn í aðra sýslu". — Unn- ur Kristjánsdóttir frá Lamba- leiksstöðum á þarna stutta frá- sögn af völvuleiði í Einholti. Hún greinir einnig frá för tveggja Svía á Vatnajökul síðla sumars árið 1919. Til fylgdar fengu þeir Dagbjart Eyjólfsson á Heinabergi. Á jöklinum brast á þá ofsaveður, en með eindæma ______ karlmennsku lánaðist Dag- bjarti að bjarga lífi þeirra. .... Um miðjan júní 1906 strandaði þýskt skip, Norðurstjarnan, á Hofsfjöru í Öræfum. Frá þessu strandi, til- raunum til þess að ná skipinu á flot, þeim sem aö því stóðu o.fl. viðkomandi strandinu segir Flosi Björnsson á Kvískerjum. Hann rifjar einnig upp atvik frá stríðsárunum, en þar er af ýmsu að taka. Sigurður Björnsson bjó handrit Flosa til prentunar. Fróðleg og skemmtileg er frá- sögn Sigurðar Jónssonar, fyrrum bónda á Stafafelli í Lóni, af þeim Eskifellshjónum, Jóni Markús- syni og Valgerði Ólafsdóttur. Þau reistu bú að Eskifelli 1838 og bjuggu þar í 11 ár, en „þar hafði ei áður veriö byggt". Af frásögn Siguröar má ráöa, að þau hjón hafi blátt áfram ekki verið ein- höm. „Þiö voruö heppnir, piltar" nefnist frásögn sr. Sigurðar Sig- urðssonar frá Flatey á Mýrum af Kötlugosinu 1918. Sigurður Björnsson bjó frásögn nafna síns til prentunar, sem er bréf sr. Sig- urðar til Ara á Fagurhólsmýri. — Dagana 20.-24. sept. 1992 voru 17 íslenskir skógræktarmenn í skemmti- og fróðleiksferð um Danmörku í boði Dana. Einn þátttakendanna, Einar Hálfdan- arson á Höfn, segir frá þessu ánægjulega ferðalagi. — Gísli Sveinn Árnason, forstöðumaður Sýslusafns Austur-Skaftfellinga, greinir frá störfum safnsins 1993, sem bæði voru mikil og fjölbreytt. Og svo eru það að venju ann- álar hreppanna. Þorsteinn Geirs- son á Reyöará ritar annál Bæjar- hrepps, Ragnar Jónsson, Akur- nesi, annál Nesjahrepps, Bene- dikt Þorsteinsson, Höfn, annál Hafnarhrepps, Torfi Steinþórs- son, Hala, annál Borgarhafnar- hrepps og Þorsteinn Jóhanns- son, Svínafelli, annál Hofs- hrepps. Loks er minnst Austur-Skaft- fellinga sem létust á árinu 1993, en um þá rita prestarnir séra Baldur Kristjánsson, Höfn, og séra Einar Jónsson á Kálfafells- stað. Fjölmargar myndir eru í þessu riti þeirra Skaftfellinganna og er efni þess og frágangur með ágætum. Jóna Axfjörb. kóngur". Bókin er unnin í Prent- myndastofunni og G.Ben-Eddu prentstofa. Verð er kr. 1280. Ágústína Jónsdóttir. Sónata, nýtt skáldverk Ágústínu Sónata nefnist nýtt skáldverk eftir Ágústínu Jónsdóttur sem Fjölvaútgáfan gefur út. Fyrr í haust kom út ljóðabók hennar Snjóbirta og áttu þær að verða samferða, en það frestaðist ab Sónatan sæi dagsins ljós, því að barátta skáldkonunnar við ný form og efnistök kostaði bæði tíma og átök. Varla er hægt að gefa nýstár- legu listformi Ágústínu í Sónötu ákveöið heiti. Þaö má segja að þetta séu ab hluta örsögur, en þó ekki sögur. Ekki er það heldur ljóð nema að hluta. Sjálf kallar Á- gústína það „tónrænar hending- ar", og það er vissulega nokkuð nýstárlegt að bókinni má helst líkja við tónverk í orðum. Á- gústína tjáir tilfinningar sínar, á- stríöur, unað og átök í sónötu- formi, líkt og hún væri tónskáld. Sem sónata skiptist verkið því að sjálfsögðu í þrjá kafla. Yrkis- efnin eru konan, ástin og tilver- an. Fyrsti kaflinn er heiður kafli ástarjátningar, þá tengjast konan og ástin í tilverunni, en síðast lokast hringurinn með kenndum ástríðu, sársauka, fjarlægðar. Ekki eru yfir köflunum hin venjulegu ítölsku hrööunartákn svo sem al- legretto eba appassionata, en aft- ur á móti viss útfærslumerki til hljóbfæra og vísanir hugmynda fram og aftur í öllum ljóðabálkin- um. Má segja að þab sé vafamál, hvort bókmennta- eða tónlistar- fræbingur ætti fremur ab skrifa gagnrýni um þetta sérkennilega skáldverk. Bókin er prentuð í ísafoldar- prentsmiðju, innbundin í Flatey, en kápuhönnun annabist höf- undur ásamt Torfa Jónssyni og auglýsingastofunni Næst. Ljós- mynd tók Gunnar Gunnarsson. Sónata er 80 bls. og er verð henn- ar kr. 1.680. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.