Tíminn - 11.01.1996, Page 7

Tíminn - 11.01.1996, Page 7
Fimmtudagur 11. janúar 1996 7 Ókurteisir kennarar fyrirmyndir barnanna? Eru kennarar nemendum sínum gób fyrirmynd hvaö varbar háttvísi og kurteisi? í nýútkomnu tölublabi tíma- ritsins Heimiii og skóli kem- ur fram þaö sjónarmiö aö háttvísi sumra kennara sé ábótavant og ekki viö því aö búast ab þeir geti kennt börnunum góöa sibi. For- maöur Kennarafélags Is- lands segir þetta sleggju- dóma, sem byggist sennilega á vanþekkingu þeirra sem slá þeim fram. Þaö þýðir lítið fyrir foreldra að brýna börnin um að vera alltaf til fyrirmyndar, ef þeirra helsta fyrirmynd, kennarinn, sýnir ekki almenna háttvísi. Þetta er haft eftir Unni Arn- grímsdóttur danskennara í tímaritinu Heimili og skóli, sem gefið er út af samnefnd- um samtökum. í blaðinu er rætt við Unni og eiginmann hennar Hermann Ragnar Stefánsson um aga, kurteisi og uppeldi. í viðtalinu kemur fram að þau hjónin hafi alla tíð lagt ríka áherslu á kurteisi og háttvísi í störfum sínum. Síðastliðið sumar héldu þau síðan námskeið fyr- ir börn þar sem þau kenndu þeim góðar umgengnisvenjur og kurteisi. í viðtalinu er Unnur spurð að því af hverju það gangi ekki alltaf vel í skólunum að kenna börnum háttvísi, prúð- mennsku og kurteisi. Unnur svarar spurningunni þannig: „Ég skal ekkert liggja á þeirri skoðun minni að mér finnst háttvísi sumra kennara ábóta- Eiríkur jónsson, formabur Kl: Sleggjudómar! Tíminn bar þessa umfjöllun undir Eirík Jónsson, for- mann Kennarafélags ís- lands, og spurði hann hvort kennarar kynnu ekki al- menna háttvísi og kurteisi. „Þetta eru auðvitað ekkert annað en sleggjudómar. Ég get ekki fullyrt um einstaka kenn- ara, en eftir því sem ég þekki til, sem er nokkuð víða, held ég að kennarar upp til hópa séu mjög passasamir að þessu leyti. Þeir vita að þeir eru fyrir- myndir og vilja vera góð fyrir- mynd. Að öðru leyti veit ég ekki hvað maður á að segja um svona fullyrðingar. Mér finnst þetta vera heldur einföld út- gönguleið, þegar fólk er spurt svona spurninga." Eiríkur bendir jafnframt á þann eðlismun sem er á grunnskólanum og skólum eins og dansskólum. „Grunnskólinn er skóla- skyldustig og þangað mæta öll börn. Þau eru með misjafnan bakgrunn, búa við misjafnar heimilisaðstæður o.s.frv. Kennarar umgangast öll þessi börn og eiga ekki kost á því að vísa þeim frá, sem haga sér illa eða geta ekki samið sig að regl- um skólans. Ég veit ekki hvernig það er í dansskólum. Ef til vill þekkja þeir sem hér tala ekki betur til í almennum skólum en ég þekki til þar." Eiríkur neitar því hins vegar Eiríkur jónsson, formabur Kl. ekki að það sé eitt af hlutverk- um kennarans að kenna börn- unum kurteisi og prúðmann- lega framkomu. „Þaö er sjálfkrafa hluti af starfi kennarans. Það er ekki sérstök tímaúthlutun vegna þessa, heldur er þab hluti af al- mennri kennslu að kenna börnunum umgengnisreglur og að taka tillit hvert til ann- ars, til kennarans og annars starfsfólks skólans. Þetta verð- ur hins vegar ekki gert nema í samvinnu við heimilin. Það er útilokað að búast við því að nemendur temji sér aðra fram- komu í skólanum en þeim er gert að gera heima. Auðvitað er misjafnt hvað menn leggja mikið upp úr þessu heima fyr- ir og því miserfitt ab taka á þessu í skólunum." -GBK Myndaleibrétting í þættinum Hestamótum í gær birtist vitlaus mynd. Mynd var birt af Bil frá Hól- um, en rétta myndin birtist hér, og er hún af Þrennu frá Hól- um. Beöist er vel- virðingar á þess- um mistökum. ■ vant. Á meðan börnin hafa ekki fyrirmyndina á heimilun- um og í skólanum breytist ekkert." Síðar í viðtalinu kemur fram aö hjónin telja bæði að skól- um væri í lófa lagiö að sjá um kennslu á þessu sviði, en „[til] þess virðist skorta allan áhuga og metnað". Blaðamaður Heimilis og skóla tekur aö vissu marki undir þessa skoðun Hermanns og Unnar og segir: „Það er þó deginum ljósara að tjáning, agi og kurteisi er nokkuð sem skólarnir, sumir hverjir, hafa ekki lagt nægilega rækt við. Greinin í Heimili og skóla. Byggöastofnun: Úthlutar 420 tonnum af þorski Stjórn Byggbastofnunar hefur út- hlutaö 420 tonnum af þorski af þeim 500 tonnum sem stofnunin hefur til ráöstöfunar á fiskveiöi- árinu. Þeim 80 tonnum, sem enn er óráöstafaö, veröur úthlutaö síöar. Frá þessu er greint í Frétta- bréfi Landssambands smábáta- eigenda. í ákvæöum laga er Byggðastofn- un gert aö úthluta þessum afla- heimildum til þeirra byggðarlaga, sem eru algjörlega háð veiðum krókabáta og standa höllum fæti. Samkvæmt úthlutuninni fær Tálknafjörður 112,9 tonn, sem verður skipt á milli 12 báta, 13 bát- ar á Suðureyri við Súgandafjörð skipta með sér 117,8 tonnum, 8 bátar í Grímsey skipta meö sér 68,8 tonnum, einn bátur í Árneshreppi fær.8,3 tonn, 11 bátar í Bakkafirði skipta með sér 69,1 tonnum og 5 bátar á Borgarfirði eystra deila með sér 43,1 tonnum. - grh Auglýsing um fasteignagjöld, sérstakan fasteignaskatt og brunatengd gjöld. Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 1996 verða sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslu- kortum. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, tunnuleigu/sorphirðugjald, vatnsgjald, sérstakan fasteignaskatt og holræsagjald. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári hafa fengið hlutfalls- lega lækkun fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1996. Framtalsnel'nd mun yfirfara framtöl gjald- enda þegar þau liggja fyrir, væntanlega í júní- eða júlímánuði. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun en eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitar- félaga og breytingu á vatnalögum, sem samþykkt var 15. desember s.l. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar, ef um þær verður að ræða. Viðmiðunarreglur vegna fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1996 eru eftirfarandi: 100% lækkun Einstaklingur með (peninga) tekjur allt að kr. 640.000 Hjón ii ii n kr. 900.000 80% lækkun Einstaklingur með (peninga) tekjur kr. 640.000 til kr. 710.000 Hjón ll kr. 900.000 til kr. 985.000 50% lækkun Einstaklingur með (peninga) tekjur kr. 710.000 til kr. 800.000 Hjón " kr. 985.000 til kr.l .120.000 Þeir sem ekki fengu lækkun á s.l. ári, geta til að flýta fyrir afgreiðslu, sent framtalsnefnd umsókn um lækkun ásamt afriti af skattaframtali 1996. Framtalsnefnd er til viðtals alla miðvikudaga kl. 16.00 til 17.00 á II hæð Aðalstrætis 6, frá 7. febrúar til 29. maí. Sími 552-8050 - bréfsími 563-2249. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að nýta heimild til álagningar sérstaks fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru við verslunarrekstur eða við skrifstofuhald, ásamt tilheyrandi lóð, sbr. 1. nr, 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum. Eigendur fasteigna í Reykjavík skulu senda skrá yfir eignir sem falla undir framangreint ákvæði, ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteignamatsverð þeirra eða eftir atvikum kostnaðarverð. Ennfremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra svo og upplýsingar um rúmmál eigna sem einnig eru notaðar til annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds. Upplýsingar skulu sendar til Skráningardeildar fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík. Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi hjá Skráningardeild fasteigna, en þau hafa einnig verið send til allra eigenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í borginni, sem vitað er um. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir, sem ákvæði þetta tekur til, er sveitarstjórn heimilt að nota aðrar upplýsingar til viðmiðunar við álagningu, þar til húseigandi bætir úr. Með fasteignagjöldum eru ennfremur innheimt brunatengd gjöld þ.e. iðgjald brunatryggingar þeirra húseigna sem vátryggðar eru hjá Húsatryggingum Reykjavíkur, svo og viðlagatryggingargjald fyrir Viðlagatryggingu Islands, brunavarnargjald sem innheimt er fyrir Brunamálastofnun ríkisins og umsýslu- gjald sem innheimt er fyrir Fasteignamat ríkisins. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, sími 563-2520. Gjalddagar ofangreindra gjalda eru 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík, 8. janúar 1996

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.