Tíminn - 11.01.1996, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 11. janúar 1996
Framsóknarflokkurinn
Heimsóknir
þinqmanna
B" ' ’ Framsoknar- I T, ^
% Á flokksins í ■
Siv Reykjanesi WÁf m J * Hjálmar
Dagana 8.-16. janúar 1996 munu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar
Árnason heimsækja félög og stofnanir í Reykjaneskjördæmi. Nánari upplýsingar
veröa veittar hjá formönnum félaganna á hverjum staö. Vinsamlegast hafiö sam-
band viö þá ef óskaö er eftir upplýsingum.
Stjórn KFR
Suburland
Guöni
ísólfur Gylfi
Almennir stjórnmálafundir veröa haldnir sem hér segir:
1. Fundur aö Skógum, Austur-Fyjafjallahreppi, miðvikudaginn 10. janúar kl.
15.00.
2. Fundur aö Ströndinni í Vík miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20.30.
3. Fundur að Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri, fimmtudaginn 11. janúar kl. 21.00.
Alþingismennirnir Guöni Ágústsson og ísólfur Gylfi Pálmason veröa á öllum fund-
Absendar greinar
scm birtast ciga í blaöinu þurfa aö vera tölvuscttar og
vistaöar á diskling scm tcxti, hvort scm er í DOS cöa
Macintosh umhvcrfi. Vclrit-
aöar cöa skrifaöar grcinar
geta þurft aö bíöa birtingar
vcgna anna viö innslátt.
IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
Norðlendingar
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, kynnir ný tækifæri til atvinnu-
sköpunar.
Fimmtudagur 11. janúar:
Sveitasetrið Blönduósi, kl. 18.00
Föstudagur 12. janúar:
Veitingahúsið Krókurinn, Sauðárkróki
Iðnaðar- og Vibskiptarábuneytið
ií*
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúb og vinarhug vib andlát
og útför
Þóris Jóns Guðlaugssonar
Vobmúlastöbum
Cub gefi ykkur öllum glebilegt nýtt ár.
V.
Anna María Cubmann Þórey Lísa Þórisdóttir
Sæbjörg Tyrfingsdóttir Gublaugur jónsson
Auður Þórhallsdóttir ísak Gubmann
(---------------------------------------------------------------
í
Bróbir okkar
Erlendur Sigurþórsson
frá Kollabæ,
Dvalarheimili aldrabra, Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli
lést á Vífilsstabaspítala þribjudaginn 9. janúar.
Stefanía jórunn Sigurþórsdóttir
Tómas Sigurþórsson
V_______________________________________________________________/
Anna Sigurbardóttir
Dr. Anna Sigurðardóttir, for-
stöðumaður Kvennasögusafns
íslands, lést að morgni 3. janúar
1996. Anna fæddist á Hvítár-
bakka í Borgarfirði 5. desember
1908. Foreldrar hennar voru
Sigurður Þórólfsson, skólastjóri
þar, og kona hans Ásdís Margrét
Þorgrímsdóttir.
Fæðing litlu stúlkunnar á
Hvítárbakka var ekki aðeins
gæfa foreldranna, heldur allra
íslenskra kvenna og raunar is-
lensku þjóðarinnar. Heilladis-
irnar voru ósparar á gjafir sínar
til hennar, glæsileik og gáfur
hlaut hún í vöggugjöf. Eitt af
aðalsmerkjum Onnu var rétt-
lætiskenndin og góðviljinn.
Hún var í senn sterk og við-
kvæm.
Kynni hefjast með ýmsu
móti. Sem ung kona hreifst ég
af málflutningi hennar er ég
hlýddi á í ríkisútvarpinu árið
1953. Þá ræddi hún um störf og
stöðu húsmæðra. Réttlætis-
kenndin og mannvirðingin
leyndu sér ekki. Hún vakti at-
hygli á því hve mikilvæg upp-
eldisstörfin voru og að meta
bæri uppeldisstörfin, sem unn-
in eru á heimilum, ekki síður en
kennslu og fóstrustörf, svo ör-
lagarik sem þau voru, enda felst
í þessum störfum öðru fremur
gæfa liverrar þjóðar, þar er
grunnurinn lagður.
Anna giftist árið 1939 Skúla
Þorsteinssyni, námsstjóra á
Austurlandi. Skúli var mikilvirk-
ur í öllu er að fræðslu og
kennslu laut og félagsmálum
kennarastéttarinnar og foringi í
ungmennafélagshreyfingunni.
Þessi glæsilegu ungu hjón flytj-
ast til Eskifjaröar. Þaö er örlaga-
ríkt fyrir hvert þorp á lands-
byggbinni sem fær slíka send-
ingu. Spor þeirra hjóna þar voru
mikil gæfuspor, sem Eskfirðing-
ar muna og meta.
Um þetta leyti fóru sögur að
berast af húsmóður á Eskifirði
við söfnun heimilda og hvers-
konar fróöleiks um íslenskar
konur. Þar var á ferðinni Anna
Sigurðardóttir, sú hin sama er
ásamt tveim öbrum konum
stofnaði Kvennasögusafn ís-
lands á fyrsta degi kvennaárs
Sameinuðu þjóðanna 1975.
Safnið hefur verið til húsa á
heimili hennar að Hjarðarhaga
hér í borg og Anna verið for-
stöðumaöur þess frá upphafi.
Safnið er skráð og mikiö sótt, en
vinna forstööumanns er óskráö.
Fjöldi fólks kemur í safniö að
leita fanga til fróðleiks og í rit-
gerbir. Lýsir margur undrun
sinni yfir áhuga Önnu á verk-
efnum þeirra og velgengni,
enda hefur þakklætið ekki leynt
sér. Þegar Háskóli íslands hélt
75 ára afmæli sitt hátíðlegt árið
t MINNING
1986, var lýst kjöri nokkurra
heiðursdoktora. I þeim hópi
voru tvær heiöurskonur, önnur
þeirra er Margrét Danadrottn-
ing, en hin Anna Siguröardóttir.
Anna var sæmd hinni íslensku
fálkaorðu áriö 1978.
Þegar ég veitti forystu Orlofs-
nefnd húsmæðra í Reykjavík og
landsnefnd orlofsins, var það
eitt af láni mínu ab í nefndina
var kjörin Anna Sigurðardóttir.
Var hún ritari landsnefndar og
þær ritsmíðar, er hún vann á
ráöstefnum landsnefndarinnar,
bera sömu einkenni og öll
hennar störf. Nákvæmnin og
fræðin voru þau, ab þetta eru
sterkustu heimildir um starf-
semi Orlofs húsmæbra á þessu
tímabili og eiga sinn sess í
Kvennasögusafni. í starfsemi
Orlofsnefndarinnar naut Anna
sín alveg sérstaklega. Þar hitti
hún konurnar — húsmæðurnar
— sem hugur hennar hafði allt-
af staðið til, að hefja þær og sjá
þær fá trú á sjálfar sig og eigin
getu, til sjálfstæðrar hugsunar,
heima og heiman, með fróðleik
og réttlætiskennd í fylgd.
Það er mér í minni er við stóð-
um að kvöldvöku, svonefndu
Davíðskvöldi, með fróðleik um
listamanninn í ljóði og sögum,
að vib leituðum til yfirlætis-
lausrar konu og spurðum hvort
hún vildi ekki lesa fyrir okkur
kvæbið „Konan sem kyndir ofn-
inn minn". Hún brosti og sagði:
„Ég hef nú alltaf haft gaman af
ljóöum, en ég hef aldrei komið
neins staðar fram og get þetta
ekki." Viö Anna töldum hana á
að reyna og sjá til, sem hún og
gerði. Hún hafði vöndunina í
gerö sinni og flutti kvæðið og
skilaði með ágætum. í kvöld-
vökulok var henni hrósað. Þab
gladdi hana, en hún sagði:
„Hjálpi mér hamingjan, ef þaö
fréttist heima að ég hafði verið
að lesa upp í stórum hópi
kvenna hér í Orlofinu." Þeir
sem þekktu Önnu Sigurðardótt-
ur geta skilið viðbrögð hennar,
því að þarna fann hún einmitt
konurnar sem hún leitaði að og
lagði hug sinn í að styrkja. Síðar
varð þessi umrædda kona fyrir-
liði í rööum kvenna.
Allt samstarf með Önnu var
farsælt og skemmtilegt. Sá fjöldi
kvenna, er hún var í forsvari
fyrir, auðgaðist af samfélagi við
hana og mat hana mikils. Ein
Orlofskvenna, Oddfríbur Sæ-
mundsdóttir, birtir í ljóðabók
sinni „Rökkvar í runnum" eftir-
farandi kveðju til Önnu Sigurð-
ardóttur, og mun ort undir Or-
lofsáhrifum:
Frá okkar ylríku dögum
eigum við samhljóma strengi,
óskir frá ótal vinum
auki þitt brautargengi.
Þökk fyrir þekkingu og störfm,
þjóðin minnist þín lengi.
Þegar ég, sem formaður Ljös-
mæðrafélags íslands, stóö að
því að Ljósmæörafélagiö stæði
að útgáfu sögu sinnar og stéttar-
talinu Ljósmæður á íslandi,
færöi Anna félaginu að gjöf til
birtingar ritsmíð er hún nefnir
Barnsburður. Þessi ritsmíb
hennar er stórmerk, segir sögu
barnsburðar á Islandi, aöstöðu,
fátækt og þekkingarskort og
þekkingarleit og er sérstæður og
merkilegur fróðleikur hinnar
mikilvægu stundar lífsins —
fæðingar barns. Ég persónulega
og íslenskar ljósmæður erum
stoltar og þakklátar fyrir gjöf-
ina. Árið 1985 gaf hún út bók-
ina Vinna kvenna í 1100 ár.
Með þeirri bók skipaði hún sér
veglegan sess meðal okkar bestu
fræðimanna. Síðan birtist mikil-
væg ritsmíð hennar um nunnur
og nunnuklaustur. Nefndi hún
þá bók „Allt haföi annan róm
áður í páfadóm". Fyrsta íslenska
bókin, sem skrifuð var til heið-
urs konu, var „Konur skrifa" til
heiöurs Önnu Sigurðardóttur,
sem gefin var út af Sögufélaginu
árið 1980.
Hún naut þeirrar gæfu að
maður hennar, Skúli Þorsteins-
son, skildi og fylgdi jafnréttis-
kröfum kvenna, enda fyrsti
karlmaðurinn sem gekk í Kven-
réttindafélag íslands eftir að
þeir áttu rétt á inngöngu í félag-
ið. Frá því að ég heyrði fyrst í
Önnu Sigurðardóttur hefur
þráðurinn spunnist til æ meiri
kynna samstarfs og vináttu,
sem ég er innilega þakklát fyrir.
Anna Sigurðardóttir var vinur
minn og verndari. Ég kveð hana
með minni dýpstu virðingu og
þakklæti.
Steinunn Finnbogadóttir
Almennur lifeyrissjóbur iðnab-
armanna sameinast Framsýn
Sjoöfelagar í Almennum líf-
eyrissjóöi iönaðarmanna sam-
þykktu á almennum sjóðfé-
lagafundi 20. desember sl. ab
sameinast Lífeyrissjóbnum
Framsýn frá og meb 1. janúar
1996. Sú samþykkt var stað-
fest á fundi stjórnar Samtaka
ibnabarins 5. jan. sl.
Almennur lífeyrissjóður iðn-
aðarmanna hóf starfsemi á ár-
inu 1964. Félagar í sjóðnum
störfuðu aöallega á sviði hinna
löggiltu iðngreina. Fjöldi virkra
sjóðfélaga á síbasta ári var á átt-
unda hundrað.
Meö sameiningu Almenns líf-
eyrissjóðs iðnaöarmanna við
hinn nýja lífeyrissjóð, „Lífeyris-
sjóðinn Framsýn", hafa samein-
ast sex lífeyrissjóðir í einn öflug-
an lífeyrissjóö, sem veröur næst-
stærsti lífeyrissjóður landsins
með hreina eign um 26 millj-
arða króna í árslok 1995.
Lífeyrissjóðurinn Framsýn
hefur frá og með 1. janúar 1996
tekið við réttindum og skyldum
eftirtalinna lífeyrissjóða: Lífeyr-
issjóður Dagsbrúnar og Fram-
sóknar, Lífeyrissjóöur Hlífar og
Framtíöarinnar, Lífeyrissjóður
Sóknar, Lífeyrissjóður verk-
smiöjufólks, Lífeyrissjóður Fé-
lags starfsfólks í veitingahúsum
og Almennum lífeyrissjóði iðn-
aöarmanna.
Með stofnun Lífeyrissjóðsins
Framsýnar er lagður grunnur ab
öflugum lífeyrissjóði, sem
tryggja skal sjóðfélögum sínum
besta mögulegan lífeyri samfara
markvissri ávöxtun iögjalda og
hagkvæmum rekstri.