Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 5
Þribjudagur 16. janúar 1996 --x.—-- ©mHHSrMiM. 5 Mannsorpib út úr skápnum Tinna Gunnlaugsdóttir og Örn Árnason í hlutverkum sínum. Þjóbleikhúsib: LEIGJANDINN eftir Simon Burke. Þýbing: Hallgrímur H. Helgason. Leikstjóri: Hallmar Sigurbsson. Lýsing: Jó- hann Bjarni Pálmason. Hljóbmynd: Georg Magnússon. Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson. Frumsýnt á Smíbaverkstæb- inu 13. janúar. Enn er komið breskt samtíma- leikrit á fjalir SmíðaverkstæðiSins. Leigjandinn er verk frá 1992 og sló í gegn í Manchester, að sögn, og síðar í London. Höfundurinn er fæddur 1961, með próf í bók- menntum frá Oxford. Þetta er semsagt breskur fagmaður, og verk hans ber því ljóst vitni að þetta er maður sem kann til verka. Þetta er alþýðlegt raunsæis- verk með hráabragði, sem skilar sér vel í þýðingunni. Það er vel skrifað, þétt í byggingu og per- sónugerðin markviss innan ramma verksins. Þetta byggist á því að persónur leiksins afhjúpa sig smám saman eftir því sem fram vindur. Strax í upphafi fær áhorfandinn það á tilfinninguna að persónurnar dylji eitthvað. Blekkingaleikurinn heldur áfram og í lokin er ljóst orðið að enginn er sá sem hann sýnist. Hægt og örugglega fellir höfundurinn hverja persónu sína af annarri niður í djúpið. Þær reynast allar lygarar og skepnur, — og ekkert tilefni til að ætla að þær eigi möguleika á að lifa af með reisn. Það væri þá kannski helst leigj- andinn Lois sem neitar að lokum að skrifa undir logna lögreglu- skýrslu. I þessum heimi gildir það eitt að bjarga sér með kjafti og klóm, lygum og svikum, ef ekki vill betur til. Undir þá sök eru all- ir seldir. LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON Leigjandinn er þó ekkert svarta- gallsraus, fjarri því. Það er í því hraður æðasláttur og klár sýn á viðfangsefnið. Þótt heimur leiks- ins sé vissulega óhrjálegur, er hann lifandi og sjálfum sér sam- kvæmur, með góðu jarðsam- bandi. Þetta er eins og að horfa í spegil sem sýnir manni óþægileg- ar staðreyndir á skemmtilegan hátt. Svo kann höfundurinn að vekja spennu og greiða úr henni. Þetta verk er ekki frumlegt, frekar en flest önnur leikrit, hvorki að efnisvali né sjónarhorni; þessum heimi hefur svo sem oft verið lýst áður á svipaðan hátt. En um leið er það spennandi allt til loka, af því að höfundurinn kann að vinna hugvitssamlega úr efni- viðnum án þess að leggjast í djúp- ar pælingar. Lausnin er alls ekki sjálfgefin, en alveg rökrétt í sam- hengi persónugeröar verksins. Hér segir af stúlkunni Lois, sem komin er frá London til smábæjar eins. Hún leigir herbergi hjá Wise, húseiganda sem virðist feiminn og vandræðalegur mein- leysingi, en sjálf er hún veraldar- vön og orðhvöt, segist stunda skoðanakannanir. Það kemur þó brátt í ljós að hvorugt er það sem þau segjast vera. Lois er ekki könnuður og Wise ekki eins meinlaus og hann virðist, — það er raunar snemma gefiö í skyn. — Leikurinn berst iíka á barinn, þar sem vinur Wise, rannsóknarlög- reglumaðurinn Reed, kemur oft. En hvernig er annars vinátta þeirra? Og nú gerist þab að Wise fær nýjan leigjanda, Pollock. Þar með vitjar fortíbin Lois. Sannleik- urinn um líf hennar kemur upp á yfirborðið, — en annars er ekki hægt að rekja efnið frekar til að forðast ab spilla skemmtun vænt- anlegra leikhúsgesta. Smíðaverkstæbið er hæfilega hráslagaleg umgjörð fyrir þetta verk. Sviðið er að vísu svo breitt að erfitt er að fylgjast með atvik- um á öllum þeim þrem stöðum sem leikið er, herbergi Lois, eld- húsinu og barnum, — reyndar berst leikurinn enn víðar. Leik- myndin undirstrikar skýrlega hinn nöturlega anda verksins, og hljóðmyndin hjálpar til ab gefa hinn rétta tíðarblæ. Forspilið, há- vært og ágengt, frekjulegt popp, kippir áhorfandanum snarlega inn í heim ieiksins og slær tón sýningarinnar sem er á stríðum nótum, en þó tempruð af hálfu leikstjórans, sem hefur farið skyn- samlega leib í sviðsetningunni. Þannig er fagmannlega staðið að verki í ytri búnabi sýningarinnar, eins og sjálfsagt er, og það bregst raunar ekki í Þjóðleikhúsinu. Áhöfn leiksins er öll þrautreynd í Þjóðleikhúsinu og leikararnir auk þess langþjálfaðir í samleik sín á milli. Og sannast að segja skila allir góðu verki hér, að því er ég fæ séð. Sá, sem þó ber af að mínum dómi, er Örn Árnason í hlutverki húseigandans Wise. Örn er með fjölhæfustu mönnum í leikhúsi og hér hefur hann búið til mjög góða týpu. Vandræðalegt fas Wise og óöryggið í samskipt- um við fólk sýnir Örn einkar vel, fremur spurning hvort hann nær að leiða fram hinn uggvænlega demón mannsins í lokin. En að flestu leyti var þetta ágætlega af hendi leyst. — Annað aðalhlut- verkið er leigjandinn Lois sem Tinna Gunnlaugsdóttir leikur. Hún er glæsileg leikkona, eins og allir vita, og leggur heilmikinn þrótt og skap í túlkunina. Tinna kemur vel til skila hinu grófa og vúlgera í fari Lois, en fullt eins vel hentar henni að leika á viðkvæm- ari strengi þegar svo ber undir. — Þriðja stóra hlutverkið er Pollock (Pálmi Gestsson). Það er nokkuð mótsagnakennt frá höfundarins hendi. Þótt Pollock sé skepna, er hann líka eini maðurinn sem ekki lætur sér alveg á sama standa um Lois, hann gerir raunar hvort tveggja að halda henni upp úr skítnum og þrýsta henni niður í hann. Af höfundarins hendi er varla nógu vel gengið frá þessari andstæðu í persónu Pollocks. Pálma varð það úr hlutverkinu sem til stób. Randver Þorláksson leikur Reed skilmerkilega og Stefán Jónsson barþjón, lítib hlutverk. Ekki má gleyma Önnu Kristínu Arngríms- dóttur, kennslukonuna Chris, sem Wise hittir fyrir tilstilli einka- málaauglýsingar og ætlar ab stofna til kynna við. Samtal þeirra á barnum er verulega skemmti- legt og þau Örn og Anna Kristín fóru ágætlega með það. Kannski var þetta besta atriði sýningarinn- ar, dæmi þess hvernig unnt er að gera mikið úr litlu í leikhúsi, ef fólk kann sitt fag. Leigjandinn er vafalaust vel valið sýnishorn breskrar sam- tímaleikgerðar. Jim Cartwright er sá breskra höfunda — og þótt víð- ar væri leitað — sem átt hefur greiðasta leiö ab íslenskum leik- húsgestum upp á síðkastið; hvert einasta verk hans, sem hér hefur komið á svib, hittir í mark. Simon Burke er á sama aldri og jafnast kannski ekki á við Cartwright, en báðir eru kunnáttumenn af því tagi sem öll leikhús þurfa á að halda. Hans og Gréta Barnaóperan Hans og Gréta eftir þýska tónskáldið Engelbert Hum- perdinck (1854-1921) var frum- sýnd í íslensku ópemnni laugar- daginn 13. janúar kl. 3 — enda ríkti á frumsýningunni nokkur 3- bíós stemning, því a.m.k. helming- ur frumsýningargesta vom börn. Ópera þessi hefur notið gríðarlegra vinsælda í Þýskalandi, og reyndar víðar um lönd, alla tíð síðan hún var frumflutt 1893 undir stjórn Ri- chards Strauss; söguna um Hans og Grétu þekkja allir, og ýmis lög úr óperunni urðu alþekkt alþýöulög í Þýskalandi. Hið eina þeirra, sem hér hefur náö fótfestu, er samt lag- ið viö „Það búa litlir dvergar", en sá texti er frumsaminn af Þórði Kristleifssyni og óperunni óvið- komandi. Hans og Gréta, bæði sagan og tónlistin, er sennilega allmiklu fjær íslenskri æsku en þýskri, þótt von- andi kannist flest börn ennþá við ævintýrið. Þorsteinn Gylfason þýddi textann, og vafalaust prýði- lega — nokkrir söngvanna eru birt- ir í skránni — en sá galli er á að textinn var gersamlega óskiljanleg- ur í munni flestra söngvaranna — og sérstaklega aðalpersónanna, Hans (Rannvéig Fríða Bragadóttir) og Grétu (Hrafnhildur Björnsdótt- ir). Bergþór Pálsson (faðir þeirra systkina) skar sig úr með afar skýr- um textaframburði, en einnig var Þorgeir Andrésson (nornin) nokk- uö góður aö þessu leyti. Hins vegar var gervi hans hreint afbragð, og leikur og látbragð sömuleibis. Raunar á það viö um alla flytjend- TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ur, þótt mest sópi að norninni, sem vonlegt er. Þetta með textann er þannig talsvert vandamál og ekki augljóst hvernig það megi eða mætti leysa, en fyrir bragðið eru hinir tíðindaminni tveir fyrri þætt- ir nokkuð langdregnir, þótt stuttir séu. Síðasti þátturinn er lang- skemmtilegastur, enda þá mest um að vera og kökuhúsiö gleður augað. Hulda Kristín Magnúsdóttir hef- ur gert bæði búninga og leikmynd. Búningarnir eru vel lukkaðir, og leiktjöldin ágæt í einfaldleik sínum — rjóður í hávöxnum greniskógi meb hús hægra megin á sviðinu. Samt hefði verið aubvelt ab gera leiktjöldin ennþá betri með litlum tilkostnaði, því þarflaust er að láta húsið og bakaraofninn standa á sviðinu allan tímann: vel mætti breiöa yfir ofninn og hanna húsið þannig að þak þess væri fellt niður í 2. þætti, þegar þau systkin eru að villast í skóginum. Kannski börn hafi svo fjörugt ímyndunarafl að þeim sé sama þótt Hans og Gréta séu að villast á hlaðinu heima hjá sér, en tæplega er á þaö treystandi. Aðalhlutverkin eru, sem fyrr sagði, í höndum Hrafnhildar Björnsdóttur og Rannveigar Fríbu Bragadóttur. Þær leika og syngja ágætlega, en eins og fyrr sagði skilst varla eitt einasta orö sem þær syngja. Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir em reffilegir for- Tímamynd CS eldrar og aðsópsmiklir, og skila vei sínum litlu hlutverkum. Höfundur textans og systir tónskáldsins, Ad- elheid Wette, hefur stungib Óla lokbrá inn í ópemna til að fríska ögn upp á sjónarspiliö. Óla lokbrá syngur Emiliana Torrini laglega. Þorgeir Andrésson er alveg prýðileg galdranorn, skýrmæltur og ógur- legur útiits, og lífgar vemlega upp á sýninguna. Loks em þarna tvær undarlegar vemr, búálfar, sem sennilega koma þýskum börnum ekki á óvart, en falla einhvern veg- inn ekki inn í „íslenskan veruleika" að ég held. Þá léku Arnar Halldórs- son og Benedikt Ketilsson. Garðar Cortes stjórnar sýning- unni allri og sex manna hljómsveit — flauta, klarinetta, horn, kontra- bassi, slagverk og píanó — og gerir það röggsamlega. Leikstjóri er Hall- dór E. Laxness, sem einnig stjórnar ljósum. Og aubvitað koma margir fleiri ab sýningunni, æfingum og undirbúningi. Ekki verður svo skilist við um- fjöllun um sýningu hjá íslensku óperunni að ekki sé minnst á tón- leikaskrána. í þetta sinn er skráin litabók og fylgja vaxlitir1 með; þarna er söguþráðurinn rakinn og stuttur pistill um tónskáldið. Og þarna eru barnamyndir af öllum helstu aðstandendum sýningar- innar! Allir aðstandendur hafa lagt sig fram um að gera Hans og Grétu sem skemmtilegasta og fjörlegasta, og margt er þarna vel gert og til þess vandað. Samt lukkast sýning- in að mínu mati ekki nema miöl- ungi vel, og kemur einkum tvennt til: textinn kemst ekki til skila og tónlistin er yfirleitt ókunnugleg ís- lenskum eyrum. Þrátt fyrir það er full ástæða til að mæla með Hans og Grétu viö foreldra 5 ára barna og eldri, því það er ekki á hverjum degi sem ein frægasta bamaópera heims er sýnd hér á landi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.