Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 7
Þrí&judagiir 16. janúar 1996 7 Um 20-25% lyfjakostnaöar stœrri sjúkrahúsa er vegna sýklalyfja: Um 55% sýklalyfja ávísana rangar eba var ábótavant „Á rannsóknartímabilinu fengu um þriðjungur innlagðra sjúk- linga sýklalyf, og í um þri&jungi tilvika voru þau gefin í varnar- skyni. Um 55% ávísana voru ann- a& hvort rangar e&a þeim ábóta- vant. Ljóst er af niðurstö&um ab bæta þarf verulega notkun sýkla- lyfja og draga þannig úr myndun ónæmra bakteríustofna, minnka tíðni aukaverkana og lækka lyfja- kostnaö." Þetta er ályktun af niðurstöðum úr rannsókn á notkun sýklalyfja á Landspítalanum, sem sagt er frá í Læknablaðinu (1. tbl. '96). Megin- gallarnir lutu oftast að röngu lyfja- vali eða röngum skömmtum, en í 15% tilvika var lyfjagjöf talin hafa verið óþörf. Þótt hugsanlegur sparnaður miðaðist aðeins við þessi óþörfu 15%, lækkaði það lyfja- kostnað Landspítalans um 7-10 milljónir á ári. Greinarhöfundar segja vaxandi ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum þó vera mesta áhyggju- efnið. Rannsóknin var unnin af Arnari Þór Guðjónssyni læknanema og læknunum Karli G. Kristinssyni og Sigurði Guðmundssyni. Ámóta könnun segja þeir ekki áður hafa verið gerða hér á landi. En kannan- ir á réttmæti sýklalyfja beggja vegna Atlantshafsins á umliðnum áratugum hafi leitt í ljós, að notkun telst þar einungis rétt í um 30-60% tilvika. Að sögn greinarhöfunda hafa Islendingar stundum átt Norð- urlandamet í notkun sýklaiyfja. Kostnaður við sýklalyf á stórum sjúkrahúsum hérléndis nemi um 20-25% af heildarlyfjakostnaöi þeirra. Þess má geta að heildarlyfja- kostnaður Ríkisspítalanna nam um 415 milljónum króna árið 1994, samkvæmt ársskýrsiu. Rannsóknargögnin voru sjúkra- skrár rúmlega þúsund sjúklinga, sem útskrifuðust á rannsóknartíma- bilinu, hvar af rúmlega 300 eða um 30% höfðu fengið sýklalyf. Algeng- ustu sjúkdómar meðhöndlaðir með sýklalyfjum voru þvagfærasýkingar, lungnabólga, húðnetjubólga og blóðsýking, en varmameðferð var aðallega vegna bæklunaraðgerða og kransæðaaðgerða. Hlutfall lyfjaávísana, sem talið er rangt eða ábótavant, var 42% á lyfjadeildum, 63% á kvennadeild- um og haest, eða 63%, á skurðdeild- um. „Rétt notkun lyfja ætti enda að standa lyflæknum nær en öðrum, og því sérstakt áhyggjuefni að rúm- lega 40% sýklalyfjaávísana á lyfja- deildum skuli hafa reynst rangar eða þeim ábótavant," segja greinar- höfundar. Of- og misnotkun sýkla- lyfja hafi einkum þrjár afleiðingar: Aukinn kostnað, aukaverkanir og lyfjaónæmi baktería, sem sé mesta áhyggjuefni þeirra sem láti sig þessi mál varða. „Því hefur jafnvel verið spáð að fari sem horfir, muni sýklalyfjaöld líða undir lok á næstu áratugum, því ekki muni lengur verða hægt að halda í horfinu með tilkomu nýrra lyfja eins og tekist hefur fram að þessu," segja greinarhöfundar. Þeir benda sömuleiðis á að ein- ungis 15% sýklalyfjanotkunar í landinu sé á sjúkrahúsum. Sýnt hafi verið fram á að sýklalyfjaávísanir utan sjúkrahúsa geti einnig verið misvísandi, þótt könnun á réttmæti lyfjaávísana í heilsugæslu hafi ekki verib gerð. ■ Styrkþegar Vísindasjóös Borgarspítalans í desember 1995. Úthlutaö úr Vísindasjóöi Borgarspítalans: Styrkir til rannsókna Árlega er úthlutað styrkjum úr Vísindasjóði Borgarspítal- ans, sem stofnaður var fyrir tæpum 30 árum til minningar úm Þórð Sveinsson yfirlækni og Þórð Úlfarsson flugmann. Tekjur sjóbsins eru vextir af stofnframlagi, en auk þess renna í hann tekjur af rekstri verslunar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ á spít- alanum, greiðsla fastagjalds frá starfsfólki og mótframlag frá Reykjavíkurborg. Tveimur og hálfri milljón var úthlutað að þessu sinni til 18 rannsóknarverkefna. Verkefnin eru á mörgum sviðum læknis- fræðilegra rannsókna, svo sem athugun á afleiðingum háls- hnykksáverka eftir bílslys, könnun á lesstoli og ritstoli meðal íslenskra heilablóðfalls- sjúklinga, raförvun á þvag- blöðru hjá sjúklingum með skerta þvagblöðrustarfsemi, ár-- angur meðferðar andlitsáverka á Borgarspítala sl. 10 ár, svo eitt- hvað sé nefnt. \JWO Frá vinstri: Kristinn Cuöjónsson frá VSÓ — Rekstrarráögjöf sem haföi umsjón meö útboöinu, Guömundur Einar jónsson, vinnslustjóri hjá Cranda, Svavar Svavarsson, framleiöslustjóri Cranda, Cuöbergur Birkisson, fram- kvœmdastjóri Ræstitœkni, og Guömundur R. Guömundsson frá Ræstitœkni. Grandi hf. býöur út þrifí vinnslusölum: Tilboð Ræstitækni hagstæöast Grandi hf. hefur samiö við Ræstitækni ehf. um þrif í fiskvinnslusölum fyrirtækis- ins í Norburgarði. Þetta er talið vera í fyrsta sinn sem fiskvinnslufyrirtæki býbur út þrif í vinnslusölum með þessum hætti, en þrifin voru boðin út í byrjun desember og bubu sex aöilar í verkib. Tilboð Ræstitækni reyndist hagstæðast og samkvæmt samningi verður árlegur kostnaður Granda hf. við þrif- in um 6 milljónir króna, en kostnaðaráætlun hljóbaði upp á 9 milljónir króna. Skrifað var undir tveggja ára samning 8. janúar sl., en með útboðinu er ekki aðeins stefnt að því að ná niður kostnaði, heldur einnig stuðla ab auknu hreinlæti meb skipulögðum vinnubrögöum. ■ FRISTUNDANAM KVÖLDNÁMSKEIÐ í MIÐBÆJAR- SKÓLA OG GERÐUBERGI ÍSLENSKA: íslenska, stafsétning og málfræði. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir útlendinga I, II. III, IV (í I. stig er raðaö eftir þjóðerni nemenda) íslenska fyrir útlendinga I - hraðferö. Kennt fjögur kvöld i viku. ERLEND TUNGUMÁL: (byrjenda- og Jramhaldsnúmskeið) Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. Ítalska. Spænska. Portúgalska. Gríska. Búlgarska. Rússneska. Japanska. Arabíska. Kinverska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu tktglegs máls. lesnar smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Biitasaumur. Skrautskrilt. Postulínsmálun. Bókband. Glerskurður. Teikning. Málun. Módelteikning. Handmennt. Tréskreytilist. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK OG NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigiö námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. Stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. DANSKA, NORSKA, SÆNSKA, Þ)SKA, SPÆNSKA fvrirö lOáragömu! börn til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum. Byrjendanámskeið í þýsku og spænsku. NÝ NÁMSKEIÐ: Islam. Upphaf, einkenni og saga. Samanburður við önnur trúarbrögð og þýðing fslam í samtímanum. Kennari: Dagur Þorleifsson. Fyrrverandi Júgóslavía. Saga og trúarbrögð. Áhrif pólitískrur sögu. trúarbragða- og hagsögu á viðhorf þjóðanna. örlög þeirra og samskipti imtbyrðis og út á við. Kennari: Dagur Þorleifsson. Kínverska I. Kennari: María Chang. Kinverska II. Kennari: Fenglan Zou. Listasaga. Fjallað verður um helstu timabil listasögunnar frá upphafi myndgerðar fram á okkar daga. Kennari: Oddur Albertsson. Ritlist I. Að skrifa fyrirbörn. Kennarar: Elísabet Brekkan ög Árni Árnason. Ritlist II. Framhaldsnámskeið. Kennarar: Elisabet Brekkan og Árni Árnason. Samskipti og sjálfsefli fyrir konur. Kennari: Jórunn SÖrensen. Handverk - blönduð tækni. Kennari: Jóhanna Ástvaldsdóttir. Öskjugerð. Kennari: María Karen Sigurðardóttir. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkju- vegi l,dagana 18. og 19.janúar kl. 16.30-19.30. Upplýsingar í síma 551 2992. Prófadeild-grunnskóli-framhaldsskóli Innritun stendur yfir. A EFTIR BOLTA KEMUR BARN "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN ( UMFERÐINNI" JC VÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.