Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.01.1996, Blaðsíða 11
Þribjudagur 16. janúar 1996 11 Sigrún Lína Helgadóttir Fædd 2. ágúst 1920 Dáin 4. janúar 1996 Sú braut, sem lífið liggur á, tekur enda eins og hvert annab. Amma okkar hefur lifað þessa braut eins og hver annar íslend- ingur. Við svona tímamót lítur maður til baka og leitar uppi minningar. I byrjun tíunda ára- tugs var frásögn hennar sjálfrar tilefni til ritgerðar um lífsstíl ís- lendings frá 1920 og finnst okk- ur bræðrum vert að birta frásögn hennar um æskuár og uppeldis- ár sín eins og heimildir segja til um. Fyrstu árin ólst amma upp í niðurgrafinni 2ja herbergja kjallaraíbúð á Hverfisgötu í Reykjavík. Hún fæddist 2. ágúst 1920 og voru þau fjögur í heim- ili. Kjallaraíbúðin var hitub upp með kolum, þegar kalt var í vebri, eldavélin kynnt með olíu og þvottur þveginn meb þvotta- bretti. Þvotturinn varð mjög hreinn með því að nota þvotta- brettin, en brettin slitu mikið flíkunum. Þaö var mjög erfitt að nota þvottabrettin og þá sérstak- lega þegar rúmföt voru þvegin. Þegar heimilisfólkið fór í bab, þá var þvottabalinn notaður. En þegar amma varð eldri, stalst hún í laugarnar, sem þá voru í Laugardalnum í Reykjavík. Þess- ar laugar voru með heitu vatni og með útiklefum til fataskipta. NÝJAR BÆKUR Betri helm- ingurinn, 7. bindi Út er komin hjá Bókaútgáfunni Skjaldborg 7. bindi í bókaflokknum Betri helmingurinn. Skrásett hafa: Bragi Bergmann ogjón Daníelsson. I bókinni er ab finna frásagnir kvenna sem giftar eru þekktum ein- staklingum. Þær eru: Halldóra Hjaltadóttir, maki Egill Jónsson alþingismaður. Kristín Sigríður Gunnlaugsdóttir, maki séra Sigurður Haukur Guð- jónsson. Elsa Bjömsdóttir, maki Gestur Einar Jónasson, leikari og útvarps- maður. Asta Kristrún Ragnarsdóttir, maki Valgeir Guðjónsson tónlistarmað- ur. Ingibjörg Hjartardóttir, maki Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda. Verð kr. 3.480. Þurrar stab- reyndir og blautar Mál og menning hefur sent frá sér bókina Vínin í Ríkinu — Árbók 1996 eftir Einar Thoroddsen. Þetta er þriðja árbókin sem hann sendir frá sér um vínin í Ríkinu, enda hafa fyrri útgáfur þessa verks hlotið frábærar undirtektir. Hér er um nýja og endurskoðaða útgáfu að ræða, því að gefnar eru umsagnir um rúmlega 150 víntegundir og nýja árganga sem bæst hafa í hill- urnar í Ríkinu frá því síðasta árbók t MINNING í kjallaraíbúðinni á Hverfis- götunni var ekkert inniklósett, heldur útikamar fyrir utan hús- ið. Kamar þessi þjónaði öllum í húsinu, sem var á fjórum hæð- um. Þegar amma var 6 ára, flutti fjölskyldan á Njarðargötu 37 og þar var eitt klósett fyrir allar fjór- ar fjölskyldumar, sem bjuggu í húsinu. Útvarp kom inn á heimilið, þegar amma var 11 ára. Það þótti mikill munaður þegar það kom. Útvarpiö kom þó ekki í veg fyrir þann gamla vana að langafi læsi kvöldsögur fyrir krakkana, þegar þau voru komin upp í rúm og þau sofnuðu svo út frá. Ömmu minnir ab rafmagn hafi verib á heimili hennar frá fyrstu tíð, en þó notað sparlega. Maturinn á heimili ömmu var ekki fjölbreyttur. Það var hafra- grautur, slátur, mjólkurgrautur, kæfa og sunnudagsmaturinn var kjöt og kjötsúpa. Skólaganga ömmu var ekki löng miðað vib hvernig hún er hjá börnum almennt í dag. Hún fór einn vetur í tímakennslu hjá Dómhildi Briem við Hverfis- götu, þegar hún var 5-6 ára. Þar varð hún læs. Síðan var hún fjögur ár í Austurbæjarskóla. Þar kom út. Alls eru því nokkuð á þriðja hundrað umsagnir um víntegundir í þessari bók. Einar Thoroddsen er einn þekkt- asti áhugamaður okkar islendinga um vín og víndrykkju. StíU hans er léttur og hann bregbur víba á leik, svo að bæði þurrar staðreyndir og blautar verba minnisstæðar. Vínin í Ríkinu — Árbók 1996 er 147 bls., unnin í G.Ben.-Eddu prentstofu hf. Guðjón Ingi Hauks- son hannaði útlit bókarinnar. Verð: 2480 kr. 100 ára saga Hjálpræ&is- hersins á ís- landi Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, hefur gefið út bók- ina „Meb himneskum armi" — 100 ára saga Hjálpræðishersins á ís- landi. Dr. Pétur Pétursson tók sam- an. Hjálpræðisherinn er litrík al- þýðuhreyfing, sem á uppruna sinn í Englandi. Sérstaða Hersins felst í því að hann er líknarhreyfing sem byggir á því að trúbob og líknarstarf er samofið lífi og starfi hreyfingar- innar, sem tók upp herskipulag. í bókinni er fjallað um uppruna þessarar alþjóðahreyfingar, fyrstu leiðtoga hennar, hjónin Catherine og William Booth, en þau mótuðu þann sérstaka stíl sem einkennt hef- ur Hjálpræðisherinn frá upphafi, þar sem konur standa í forsvari jafnt og karlar. Höfundur kemst meðal annars að þeirri óvæntu nið- urstöðu að hlutur Catherine Booth hafi síst verið minni en hlutur eig- inmanns hennar. ítarlega er fjallað um komu Hjálpræðishersins til íslands og við- brögð manna við honum. Starfs- hættir Hersins voru alger nýjung fyrir íslendinga, enda mætti hann mótstöðu margra. Hjálpræðisher- inn efldist fljótt og virtir borgarar tóku málstað hans. í Reykjavík og á öðrum þéttbýlisstöbum varð Her- inn ab líknarhreyfingu í nánum var kenndur reikningur, danska, kristinfræði, íslenska, enska og landafræði. Þegar amma var um 10 ára, sendi langafi hana í vist til Hafn- arfjarðar, svo fæða þyrfti færri munna á heimilinu. Þegar vist- inni lauk, fékk amma í laun einn kjól og strigaskó. Langafi vann vib það ab kynda og þurrka fisk í útgeröar- fyrirtækinu Kveldúlfi. Þar vann amma þegar hún var 12 ára. Hún, ásamt strák einum, vann vib það ab bera fiskinn til kvennanna, sem þvoðu svo fisk- inn. Þar voru engin færibönd og því var allt borið með höndun- um. Hún segir ab þetta hafi ver- ib mikill þrældómur. Um fermingu vann amma í fiskvinnslunni Iðunni í Reykja- vík, við að breiða út saltfisk til sólbökunar. Fiskurinn var breiddur út og sólin látin þurrka hann. Síðan var fiskurinn tek- inn saman á brettum. Brettin síðan borin af tveim mönnum til kvennanna sem stöfluðu fisk- inum. Saltfiskurinn var síðan keyrbur út. Sólbakabur saltfiskur þótti hið mesta lostæti og þykir enn í dag. Þegar amma var 15 ára, var hún send í sveit á bæinn Giljá í Hvolhreppi. Hún minnist þess sérstaklega ab fjósið var torfhús, svo og bærinn. tengslum við þjóðkirkjuna. Fjallað er um áhrif Hjálpræðishersins á trú- ar- og menningarlíf íslendinga, ekki síst hvernig hann hefur birst í ýms- um skáldverkum. Höfundur bókarinnar skrifar hana að frumkvæði Hjálpræðishers- ins, í tilefni hundrað ára sögu Hers- ins hér á landi. Auk almennra heimilda um sögu þessa tíma hefur hann haft aðgang að öllum gögn- um Hjálpræðishersins, sem hann leggur sjáifstætt mat á. Bókin er skrifuð með það fyrir augum að vera aðgengileg áhugamönnum um trúarsögu íslendinga, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum. Bókin er alls 20& síður að stærð, prýdd fjölda mynda. Kápuhönnun, umbrot og myndvinnsla var í höndum Skerplu, en bókin er prentuö í Steindórsprent-Guten- berg. Bókin kostar kr. 2.980. Saga ylræktar Út er komin bókin Hallir gróðurs háar rísa — Saga ylræktar á íslandi á 20. öld eftir Harald Sigurðsson sagnfræbing. Bókin fjallar um það hvernig ný atvinnugrein, ylræktin eða garðyrkjan, ryður sér til rúms á umbrotatímum í íslensku þjóðlífi og skapar sér sess í menningu þjób- arinnar. í bókinni er greint frá upphafi ræktunar í gróburhúsum hér á landi á fyrri hluta aldarinnar, þegar ein- staka frumkvöðlum hugkvæmdist að nýta þann yl sem bjó í iðrum jarðar til að rækta suðræn blóm og aldin í íslenskri mold á hjara verald- ar. Auk þess sem saga garðyrkju- bænda er almennt rakin, er fjallab um hvernig afurðir gróburhúsanna, blóm og grænmeti, öðluðust með tímanum sess í neyslumenningu þjóðarinnar. Skýrt er frá því hvernig matarmenning landsmanna breytt- ist og saga blómaverslunar er rakin. Þá er sérstakur kafli um upphaf trjá- ræktar og eflingu skrúðgarðyrkju í landinu. Þó að aðaláherslan sé lögb á sögu garðyrkjunnar á 20. öld, þá er í upphafi bókarinnar gefið ágrip af garðyrkju landsmanna á fyrri öldum. Bókina prýbir á annab hundrab ljósmyndir og ságan er kryddub Á' uppvaxtarárum ömmu var farið að gefa út dagblöð, en hún man þó ekki eftir að hafa fengið dagblöðin send heim, því þau voru munaðarvara á þeim tíma. Þegar amma var 18 ára, kom að því að hún stofnaði sína eig- in fjölskyldu. Bjuggu þau fyrst í foreldrahúsum ömmu að Freyjugötu í Reykjavík, en fjöl- skyldan flutti síðan í sitt eigið hús að Smálöndum í Mosfells- sveit. Þegar amma var 25 ára, kom kæliskápurinn fyrst inn á heim- ili hennar. Fram að þeim tíma var fiskur sá, sem ekki átti að borða strax, settur í prentpappir, léttari frásögnum úr ýmsum áttum. Útgefandi er Samband garbyrkju- bænda. Bókin er 428 bls. og unnin í G.Ben.- Eddu. Bókin kostar 4900 kr. Myndljób Út er komin hjá Reykholti Ijóöa- bókin ísland í myndum eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. ísland í myndum er sjötta ljóða- bók Ragnars Inga. í henni eru 40 ljób sem eiga þab sammerkt að vera stutt og gagnorð og fjalla á ein- hvern hátt um ísland og sérkenni þess. Ragnar Ingi er þekktur fyrir að halda tryggð við hið hefðbundna ljóðform og er þessi nýja bók þar ekki undantekning. En þó hér séu notaðir stuðlar og höfuðstafir og hrynjandi ljóðanna minni á forna hætti, þá er ljóðform Ragnars Inga að mörgu leyti nýstárlegt. Ragnar Ingi hefur ábur sent frá sér fimm ljóbabækur og þrjár kennslubækur í bragfræöi. Einnig kom út núna fyrir jólin hans fyrsta skáldsaga, „Febrúarkrísur". Bókin ísland í myndum er 46 blaðsíður og kostar kr. 1.360. Aug- lýsingastofan Hið opinbera sá um hönnun kápu og útlitsteiknun. Bókin er prentuö hjá Prenthúsinu. Ufsilon Skjaldborg hf. hefur gefið út ung- lingabókina Ufsilon eftir Smára Frey og Tómas Gunnar. „Vera settist á hækjur sér, tók um hálsinn á mér og kyssti mig beint á munninn. Þetfa kom mér algerlega að óvörum, þannig að ég reyndi að fara undan í flæmingi, en hún ríg- hélt mér, stelpan. Og svo kom tungan...." Ufsilon er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Blautir kossar, sem allir unglingar ættu að kannast við. Bókin fjallar um viðburðaríkt sumar í lífi ósköp venjulegra ung- linga. Ufsilon er, eins og Blautir kossar, skrifuð á unglingamáli fyrir ung- linga. Verb kr. 1.980. síðan settur út og þakinn arfa. Þannig geymdist hann ferskur í 3-4 daga. Fyrstu þvottavélina fékk amma fyrir u.þ.b. 30 árum. Það var Hoover og þótti mikill mun- aður, því það létti svo mjög heimilisstörfin og sleit þvottin- um ekki eins mikið. Fyrir 1950 var engin mjólkur- búð í Smálöndum. Þá kom mjólkin frá Korpúlfsstöðum 7 daga vikunnar. Þessi mjólk var ekki gerilsneydd eins og hún er í dag. Mjólkin kom í brúsum, sem hver fjölskylda átti, og voru brúsarnir í kassa sem staðsettur var í miðju hverfinu. Fólkið kom svo og sótti hver sinn brúsa, en setti tóman brúsa í staöinn. Á þessum tíma var einnig aðeins einn sími í öllu hverfinu, sem var sveitasími. Kringum 1958 fékk fjölskyld- an svo sinn fyrsta sírna inn á heimilið. Þaö var sveitasími. Það var ekki fyrr en 1962 sem þau fengu síma með skífu. Amma vann í fiskverkun hjá Júpíter og Mars til 1971. Þá var allt komiö á færiband og öll vinna oröin miklu léttari. Tækn- in var að hefja innreiö sína og er enn í dag. Frásögn ömmu um sína ævi, okkur til handa, styrkir þær ræt- ur og uppruna sem við komum frá. Frásögn hennar og lífs- munstur hefur nrótað sitt rýrni í ættarkistu okkar. Takk amnra. Hlymir og Hilmir Gudmundssynir og fjölskyhiur þeirra ívar Björnsson. Ljóbabók eft- ir ívar Björns- son frá Stebja Út er komin ljóðabók eftir ívar Björnsson frá Steðja, fyrrverandi íslenskukennara við Verslunar- skóla íslands. Nefnist hún í haustlitum og tekur nafn af titil- ljóðinu, sem gefur þessu heiti vissa táknlega merkingu. Líkist bókin að þessu leyti fyrri ljóðabók höfundar, Liljublómum, sem kom út árið 1992. í haustlitum er 92 blaösíður að stærð og hefur að geyma 93 ljóð, sem öll eru ort eftir tilkomu Lilju- blóma. Þau eru fjölbreytt að formi, þótt flest séu þau stuðluð og rímuö, stundum er rími sleppt, en stuðlum haldiö og nokkur ljóð eru nýtískuleg að formi, órímuð og óstuðluð. Fáein ljóð eru líka ort undir þekktum lögum og nýtt lag hefur verið samið við eitt þeirra. Meðal nafngreindra brag- arhátta má nefna dróttkvæðan hátt, sonnettur og iimrur. Bókin er gefin út á kostnað höf- undar og annast hann sjálfur dreifingu hennar og sölu. Hann veitir einnig allar nánari upplýs- ingar. Kápumynd er líka höfund- arins og er hún táknræn fyrir bók- arheiti og titilljóð. Offsetfjölritun hf. sá um prentun og bókband. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.