Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 18. janúar 1996 Halldór Þorsteinn Briem í dag, fimmtudaginn 18. janúar, kl. 13.30 verður til moldar borinn frá Fossvogskapellu Halldór Þor- steinn Briem. Halldór var fæddur 25. janúar 1935 ab Hofi í Vopna- firöi, hann lést 9. janúar 1996 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Foreldrar Halldórs voru Eggert Briem kenn- ari og Guðbjörg Briem, sem einn- ig var kennari. Þar sem foreldrar Halldórs voru bæbi farkennarar, var honum fljótlega komið í fóst- ur til föðurbróður síns, séra Þor- steins Briem, prests á Akranesi og ráðherra fyrir Bændaflokkinn. Eggert og Þorsteinn voru synir Ól- afs Briem alþingismanns á Álf- geirsvöllum, sem var aðalstofn- andi samvinnuhreyfingarinnar á íslandi. Þegar Halldór kom inn á heimili séra Þorsteins, voru dætur hans að verða uppkomnar og fyrri kona hans látin. Halldór ólst því upp á prestssetrinu á Akranesi hjá séra Þorsteini og seinni konu hans, Emilíu Briem. Eftir ferm- ingu var Halldór sendur til náms í Noregi, en séra Þorsteinn dó þeg- ar Halldór var á sautjánda ári og var því ekki um frekara nám að ræða hjá honum. Halldór minnt- ist fósturforeldra sinna ávallt með mikilli hlýju og þakklæti. Ungur kynntist Halldór Krist- ínu Obermann Jóhannesdóttur af t MINNING hollenskum uppruna, en faðir hennar var landstjóri Hollend- inga í Indónesíu. Þau giftust og eignuðust tvö börn, Laufeyju Halldórsdóttur Briem og Gunnar Jóhannes Halldórsson Briem. Kristín og Halldór slitu samvistir eftir nokkurra ára búskap. Síðar giftist Halldór seinni konu sinni, Hugrúnu Kristinsdóttur, og áttu þau fjóra drengi: Þorstein Briem, Emil Kristin Briem, Sturlu Briem og Hauk Halldórsson Briem. Öll börnin lifa föður sinn, nema Sturla sem lést eftir löng og erfið veikindi aðeins sextán ára gamall. Hugrún og Halldór festu kaup á íbúð á Grensásvegi 60 í Reykjavík og áttu þar myndarlegt heimili. Eftir nær áratugar sambúð slitu þau samvistir, skilnaðinn tók Halldór mjög nærri sér. Hann tók þá að sér uppeldi næstyngsta son- ar síns, Sturlu. Fyrstu tvö árin eft- ir skilnaðinn kom Halldór Sturlu í fóstur til Noregs hjá frænku sinni Guðrúnu Briem, dóttur séra Þor- steins Briem. Eftir það annaðist Halldór drenginn einn, allt þar til hann lést eftir mikil veikindi eins og fyrr var sagt. Lengst af bjuggu Framsóknarflokkurinn Þorrablót Framsóknarfélag- anna í Reykjavík Þorrablótib veröur haldib laugardaginn 3. febrúar og verbur þab nánar augjýst sibar. FUF undirbýr blótið og skorar á allt tramsóknarfólk að taka daginn fra. Framsóknarvist Spilum í Háholti 14 föstudagskvöldin 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar. Abeins þrjú kvöld af fjórum verba talin til heildarverblauna. Mosfellingar! Mætum og tökum meb okkur gesti. Framsóknarfélagib Kjósarsýslu Halldór Hjálmar Þorrablót - Kópavogur Þorrablót Framsóknarfélaganna í Kópavogi verbur haldib laugardaginnn 20. jan. nk. í Lionsheimilinu Lundí, Aubbrekku 25. Mibaverb abeins 1500 krónur. Dagskrá Kl. 19.30 Glasagíaumur Kl. 20.00 Blótib sett og matur reiddur fram. Undir borbum verbur Ijúfur söngur og tónlist. Hátíbarræba: Halldór Ásgrfmsson utanríkisrábherra og formaður Framsóknarflokksins. Ávarp: Siv Fribleifsdóttir, alþingismabur. Fréttir úr þinginu: Hjálmar Árnason, alþingismabur. Gamanmál: Jóhannes Kristjánsson, eftirherma. Ýmsar uppákomur ab hætti heimamanna. Embættismenn blótsins Blótsstjóri: Einar Bollason. Söngstjóri: Unnur Stefánsdóttir. Hljómsveit Ómars Dibrikssonar leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Elsu Vilbergs- dóttur. Mibapantanir: Svanhvít (hs: 554 6754), Páll (hs: 554 2725), Ingvi (hs: 554 3298) og Einar (vs: 565 3044). Tryggib ykkur miða á þessa glæsilegu skemmtun. Nefndin Framsóknarvist Félagsvist verbur spilub í Hvoli sunnudagskvöldib 27. janúar nk. kl. 21. Vegleg kvöldverblaun. Næstu spilakvöld verba síðan 28. jan., 4. febrúar og 11. febrúar. Geymib auglýsinguna. Framsóknarfélag Rangœinga þeir feðgar á Hverfisgötu 91 í Reykjavík, hjá Garðari Loftssyni listmálara, miklum velgjörða- manni Halldórs. Halldór tók veik- indi Sturlu mjög nærri sér og gerði allt sem í mannlegu valdi stóð til að vernda og bæta bága heilsu hans. Hann fór með Sturlu í heilauppskurð til Kaupmanna- hafnar til að reyna að bjarga lífi hans. Fráfall Sturlu var Halldóri mikið áfall og náði hann sér ekki eftir það. Heilsu Halldórs hrakaði mjög og allur lífsþróttur þvarr. Síðustu árin fékk Halldór marg- sinnis hjartaáfall og dvaldi hann löngum stundum á sjúkrahúsi vegna þess. En dauðinn hlýtur alltaf að sigra hið jarðneska líf að lokum, þó að í upprisunni felist eilíft líf. Hjartað í þessum áður hrausta og ósérhlífna manni gaf sig að lokum 9. janúar síðastlið- inn. Langt um aldur fram er lífs- skeiði hans nú lokið, stundaglasið runnið út. Drottinn er mlnn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lœtur hann mig hvílast, leiöir mig að vötnum, þar sem ég má nœðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert iilt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíössálmur) Ég kynntist Halldóri Briem hjá Eimskipafélagi íslands árið 1957, en þar unnum við hjá Jóni Þ. Kristjánssyni, föðurbróöur mín- um, sem var yfirverkstjóri í vöru- afgreiðslu Eimskipafélags íslands í yfir 50 ár. Við Halldór urðum strax miklir vinir og hefur sú vin- átta verið órjúfanleg alla tíð síð- an. Við höfum nær undantekn- ingalaust í þessi tæplega 40 ár unnið á sömu vinnustöðum. Þeg- ar ég hef verið sjálfur með at- vinnurekstur, eða verið yfirmaður á vinnustöðum hjá öðrum, þá var Halldór Briem alltaf fyrsti starfs- maður hjá mér. Enda alltaf verið ómetanlegt samstarf okkar á milli og órjúfanlegur trúnabur. Þab á hér vel við sem Albert heitinn Guömundsson sagði eitt sinn: „Einn get ég ekkert, en með ykkur get ég allt." Halldór Briem var ákaflega skemmtilegur og þægilegur í um- gengni. Hann var víðlesinn og hafði mikla þekkingu á sögu og heimspólitík. Þegar ég rak lítið fyrirtæki fyrir 30 árum og Halldór Briem vann hjá mér, þá vann einnig æskufélagi minn Halldór Aðalsteinsson þar, og myndaðist strax með þeim vinátta sem hefur haldist alla tíð síðan. Þegar við Halldór vorum ab vinna í Vestmannaeyjum fyrir eldgosið, fannst okkur stundum að skipulagið væri ekki alveg eins og best yrði á kosið. Þeir þyrftu að fara í læri hjá Sveini Jónssyni, verkstjóra hjá Eimskip, til að læra nútímalegri vinnubrögb, skipu- lagningu og vörumebferb. En allt var þetta til mikillar fyrirmyndar hjá Sveini Jónssyni. Seinna ræddi ég þetta við Einar ríka og lét hann þá smíða mikið af vörubrettum til að raða vörunni snyrtilega á. Þetta fyrirkomulag sparaði mikla vinnu, tíma og fjármuni, fyrir ut- an bætta vörumebferð. Þama í Vestmannaeyjum uröu samstarfs- menn okkar miklir vinir Halldórs, og spyrja alltaf með gleði og hlý- hug: „Hvað er að frétta af Dóra Briem?" Halldór var mjög hraustur og ósérhlífinn til allrar vinnu. Oft fór hann léttklæddur og berhent- ur í ísklefann, ef þurfti að afgreiða ís í bát, en í klefanum var yfir 20 grábu frost. Það kom stundum fyrir að afgreiða þurfti báta um fíelgar eða á nóttunni og var Hall- dór ávallt reiðubúinn, þó að fyrir- vari væri oft stuttur. Það var gott ab geta stólað á það. Hér fyrr á árum tók Halldór virkan þátt í pólitík og verkalýðs- •baráttu og var í fremstu baráttu- sveit með Birgi heitnum Kjaran, sem var aðalskipuleggjandi Sjálf- stæðisflokksins. Bjarni heitinn Benediktsson forsætisráðherra var sérstakur vinur Halldórs. Á ár- unum fyrir 1960 bárust Halldóri í hendur leyniskýrslur um Sovét- ríkin og bar hann þær undir Bjarna heitinn. Bjarni sá svo um að láta Morgunblaðið birta úr þeim kafla og kafla öðru hverju. Enginn vissi hvaðan Halldóri bár- ust leyniskýrslurnar eða að Bjarni hefði fengið þær hjá honum fyrir Morgunblaðið. Halldór Briem var enginn hversdagsmaður eða mebalmað- ur, hvorki að útliti.né hæfileik- um. Sterkur svipur, ákveðið fas, vöxtur og látæði bar vitni um fá- gætan mann. Þab var alltaf hægt að ræða við hann um hin ýmsu mál, sem aðrir höfðu ekki skiln- ing eða þekkingu á. Hann sá í gegnum menn miklu meira en þeir gerðu sér grein fyrir. Margt hefur verið spekúlerað og spjallað gegnum árin og margt sagt til um fyrirfram hvað myndi gerast í landspólitík og heimspólitík. Ég hygg að Halldór hafi fyrstur manna sagt frænda sínum Davíð Oddssyni, þegar hann varð for- sætisráðherra, að hann ætti að bjóba sig fram til forseta þegar Vigdís hætti. Eftir því sem Hall- dór sagbi mér, þá dró hann þá ályktun að Davíð væri því ekki mótfallinn. Ég segi eins og Gunn- ar heitinn Pálsson sagði eitt sinn við mig á Lækjartorgi: „Svona maður fæðist ekki nema á þúsund ára fresti." Hver er sem veit, nœr daggir drjúpa, hvar dafnar fræ, sem ná skal hœst. Hver er sem veit, nær knéin krjúpa við kirkjuskör, hvað guði er næst. Fyrst jafnt skal rigna yfir alla, jafnt akurland sem grýtta jörð, — skal nokkurt tárþá tapað falla, skal týna sauði nokkur hjörð? Hver er að dómi æðsta góður, — hver er hér smár og hver er stór? — Íhverju strái er himingróður, í hverjum dropa reginsjór. (Einar Benediktsson) Á árunum í kringum 1960 vann ég við happdrætti Sjálfstæðis- flokksins. Þá var Óttarr Möller formaður happdrættisnefndar- innar. Þegar Óttarr varð forstjóri Eimskipafélags íslands, en þar hafði hann starfað frá 1938, hætti hann sem formaður happdrættis- nefndarinnar. Sigurliði Kristjáns- son, kaupmaður í Silla og Valda, tók þá við sem formaður happ- drættisnefndarinnar og bab hann mig að útvega mann til að starfa við happdrættið. Þá benti ég á Halldór Briem, sem tók starfið að sér. Halldór lagði sig allan fram við ab gera veg happdrættisins sem mestan, og naut til þess stuðnings Más Jóhannssonar, skrifstofu- stjóra Sjálfstæðisflokksins. Það var aldrei nein lognmolla yfir því sem Halldór tók sér fyrir riendur. Hann gekk til allra verka með dugnaði og samviskusemi, svo að eftir því var tekið. Við Gústaf Einarsson, sem var yfirverkstjóri Tollvörugeymsl- unnar frá stofnun, vorum í stjórn málfundafélagsins Óðins. Gústaf var gjaldkeri og formaður styrkt- arsjóðs félagsins. Hann spurði mig hvort ég vissi um mann til að rukka inn félagsgjöldin og benti ég honum þá á Halldór Briem. Hann tók verkib að sér og gekk í það með þvílíkum dugnaði að fá dæmi eru til um slíkt hjá flokkn- um. Halldór annaðist innheimt- una í mörg ár og hefur Gústaf áreiðanlega ekki getað fengið betri samstarfsmann, og varb vin- átta þeirra mikil upp frá þessu. Halldór Briem var afskaplega trúaður maður, hann var alinn upp í mikilli trúrækni. Kynntist ungur séra Friðriki Friðrikssyni og séra Magnúsi Runólfssyni í KFUM og var þar mikið meðan þeir lifðu. Seinna kynntist Halldór Einari Gíslasyni í Vestmannaeyj- um, andlegum leiðtoga Hvíta- sunnuhreyfingarinnar á íslandi og að öðrum ólöstuðum einhverj- um mesta predikara sem þjóðin hefur átt. Hann hreifst strax mjög af predikunum Einars og gekk til liðs við Hvítasunnuhreyfinguna. Eftir að Einar var orðinn veikur og dvaldi oft á sjúkrahúsi, var Halldór óþreytandi við að heim- sækja Einar og færa honum ein- hvern glaðning. Halldór vildi með þessu sýna Einari þakklæti sitt fyrir stuðning hans við sig, þegar hann var einn að berjast með Sturlu veikan. Halldór var ákaflega góður skákmaður, enda var minnið al- veg einstaklega gott. Var því oft setið að tafli og spjallað um leið. Tefldu þeir oft Guðbjartur sonur minn og Halldór, enda var Hall- dór sérstakur heimilisvinur, eins og einn af fjölskyldunni. Þetta er abeins brot af mjög miklu sem hægt væri ab rifja upp. Sem dæmi um hugulsemi hans og hjarta- gæsku má nefna þegar Halldór lagöi mjög mikið á sig við að fara fárveikur vestur á ísafjörð til að gleðja bamabörnin. Honum leib ekki alltaf vel, og oft miklu verr en margur vissi. Lítt kunnugum mönnum hefur vafalaust stund- um veist auðvelt að hneykslast á sumu í fari hans. Hann fór ekki að öllu leyti margtroðnar slóðir; valdi hann gjarnan leiðir sínar sjálfur, en kunni ekki að hræsna fyrir neinum, hvort sem háir eða lágir áttu í hlut. Eitt bros—getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þelgetur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur íbrjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt lífeitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Úr Einræbum Starkabar, Einar Benediktsson) Ég vil þakka ómetanlega sam- fylgd í tæp 40 ár. Trúfesta þín, velvild og kærleikur munu færa þér eilíft líf. Kristján Guðbjartsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.