Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 18. janúar 1996 Gubmundur P. Valgeirsson: Gamalt og nýtt? Kirkjusókn — kirkjusibur Sá siður mun hafa verið algeng- ur við kirkjusókn í sveitakirkj- um landsins, að kirkjugestir voru boðnir inn á prestssetrun- um og þeim veitt hressing að messu lokinni. Eftir að farið var að hafa kaffi til skyndiveitinga mun það hafa orðið fyrir valinu ásamt einhverju meðlæti. Var það kallað „kirkjukaffi". Þar sem prestar sátu kirkjustaðina kom í hlut þeirra að bera uppi þessa risnu. Á öðrum kirkjustöðum mun þessi risna hafa hvílt á kirkjuhaldaranum, sem þá var ábúandi á staðnum. Þessi góði siður var kirkju- gestum kærkominn og mörg- um full þörf, eftir langa ferð til kirkjunnar, oft fótgangandi. Messur tóku þá lengri tíma en síðar varð. Aldrei vissi ég til að menn hefðu þá með sér nesti í kirkjuferðir og fólkinu var því full þörf á að fá hressingu áður en lagt var af stað heimleiðis. Hitt var þó engu síður mikil- vægt, að með þessu gafst fólki tækifæri til að skiptast á orðum og fréttum eftir því sem tími gafst til og ná þannig nánari umræðu en það átti kost á í daglegri önn sinni og fá- breytni. Fyrir prestinn var þetta líka tækifæri til að ræða við sóknarbörn sín um hagi þeirra, daglega hætti og störf, á öðru sviði en messugerðin baub uppá. Hér í Árnesi var þessi siður viðhaföur frá því ég man fyrst eftir mér við kirkju. Séra Sveinn Guðmundsson og frú Ingibjörg Jónasdóttir og Elínborgar frá Skarði héldu þessum sið vel við þau 20 ár (1916-1936) sem séra Sveinn var prestur hér. Þess var vel gætt að enginn yrði útund- an, þó minna ætti undir sér en aðrir. Allir voru jafnir við þeirra borð. Kaffið hennar frú Ingi- bjargar var sérstakt og ávallt til ef gest bar að garði. Var þó mik- il fátækt í búi þeirra fyrstu árin, en batnaði fljótt til muna. Þau séra Þorsteinn Björnsson, síðar Fríkirkjuprestur, og Sigur- rós Torfadóttir, kona hans, frá Ófeigsfiröi, héldu uppi sama sið þegar þau tóku við prest- skap og staðarhaldi eftir séra Svein og Ingibjörgu. Eftir að þau fluttust í annað prestakall og aðrir komu til, varð þetta ekki eins fastur og sjálfsagður liður í kirkjusókninni. Enda fóru þá breyttir tímar í hönd, Ályktun lokaráöstefnu átaksins Stóövum unglingadrykkju: Veitum forvörnum forgang Með forvörnum er hlúð að grundvallarþáttum samfélags- ins og undirstöðum þess. í for- vörnum felst sú mannrækt sem mikilvægastí auður hvers sam- félags grundvallast á, mann- auðurinn. í ljósi þess skora þátt- takendur á ráðstefnu átaksins Stöðvum unglingadrykkju, sem haldin var í Reykjavík 10. janú- ar 1996, á stjórnvöld, skóla- og fræðsluyfirvöld, æskulýðssam- tök, foreldra og foreldrasamtök að sameinast um að veita for- vörnum þann forgang sem þeim ber. Mikilvægt er að þjóð- in standi saman í að afmá þann blett sem barna- og unglinga- drykkja er á íslensku samfélagi. Skilaboð samfélagsins þurfa að vera skýr: Ekki verður unað við áfengisneyslu barna og ung- linga. I æsku og á unglingsárum er lagður grunnur að framtíð hvers einstaklings. Á því ævi- skeiði er að finna mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Sífellt verður ljósara að áfeng- is- og fíkniefnaneysla barna og unglinga getur raskað uppvaxt- arferli þeirra og ógnað velferð þeirra og framtíð. Sá vandi er f jölþættur og snertir nánast alla þætti samfélagsins. Þessu þarf að mæta meb víð- tæku forvarnastarfi. Að því verða allir að vinna. Upplýs- ingastarf er einn liður í for- varnastarfi gegn fíknifefna- neyslu og felur í sér allt þab sem fræðslu- og uppeldisstarf getur áorkað á hverjum tíma. Skólinn er áhrifamikill aðili í uppeldi og mótun ungmenna. Um árabil nær hann til flestra á við- kvæmu mótunarskeiði. Hann hefur auk þess á að skipa starfs- liði með þekkingu á fræðslu- og uppeldisstaríi. Skólinn er því kjörinn vettvangur fyrir fræðslu og upplýsingar um fíkniefna- mál. Þrátt fyrir ótvírætt hlutverk skólans í forvarnastarfi má ekki undanskilja ábyrgð foreldra. I uppeldi á heimilunum leggja foreldrar mikilvægasta grunn- inn að lífsgildum og verðmæta- mati barna sinna. Því má segja ab vímuvarnir hefjist heima. bæði með samgöngur og ann- að. En samt héldu kirkjugestir áfram að stinga saman nefjum, heilsast og skiptast á orðum um daginn og veginn að messu lokinni, úti undir veggjum kirkjunnar og annarstaðar þar sem afdrep var. Fór það þá eftir veðri og vindum hversu næðis- samt var til þeirra hluta. Með byggingu nýju sóknar- kirkjunnar hefur að nokkru verið hugsað fyrir þessum þætti safnaðarstarfsins. Fordyri kirkj- unnar er rúmgott og til hliðar við það eru á aðra hönd hrein- lætisaðstaða og fatageymsla, en á hina lítið herbergi. Hefur það m.a. verið notað til „að hella upp á könnuna" að gömlum sið, að lokinni messugerð. Þar hafa kirkjugestir fengið kaffi- sopa og eitthvert meðlæti, sér til hressingar. Hefur þetta mælst vel fyrir og er vinsælt að njóta þess í hlýju kirkjunnar. Hafa konur safnaðarins og sóknarprestur séð um undir- búning þess. Menn doka vib, kastast á kveðjum og orðum, jafnframt því sem þeir gæða sér á volgum kaffisopa. Með þessu er sá gamli og góði siður „kirkjukaffið" endurvak- inn. Eru kirkjugestir sammála um að þetta sé góður þáttur í kirkjugöngunni, til viðbótar guðsorðalestri og sálmasöng, sem gott er að njóta hverju sóknarbarni og kirkjugesti sem þar kemur inn. Einnig býður kirkjan upp á fjölbreytni ýmiskonar og hafa sóknarböm notið þess í nokkr- um mæli undanfarin ár í heim- sókn tónlistarmanna og að- komupresta, sem hafa veitt okkur ógleymanlega hátíðlegar stundir nokkrum sinnum. Fyrir það erum við mjög þakklát. Nú á jóladag (1995) kom þetta sterklega upp í huga mér og varð til þess að ég setti það á blað. Að þessu sinni hafði séra Jón ísleifsson veg og vanda af undirbúningi jólakaffisins með góðu meðlæti og sýndi í því hlýja hugulsemi. Þá hugulsemi kunnu kirkjugestir vel að meta og voru honum þakklátir fyrir. Þó ég af sérstökum ástæðum gæti ekki sótt þessa jólaguðs- þjónustu og því ekki notið þess með vinum mínum, er þar fór fram, vil ég þakka vini mínum, séra Jóni, fyrir messuna og við- aukann við hana. Okkur gáfust að þessu sinni kyrrlát jól. Jörðin er klædd hvítum jafnföllnum möttli frá fjöru til fjalla. Vegir til allra bæja sveitarinnar greiðfærir. Það nýttu sóknarbörnin vel. Var kirkjan vel sótt og öllum gafst kostur á ab njóta jólaboð- skaparins. Aöeins eitt vantaði á að jólasería náttúrunnar væri í fullu samræmi við jólahugsun okkar. Himinninn var svo hul- inn samfelldum skýjum að ekki sást jólastjarnan „blika á himni hátt". En við vitum að hún var og er á sínum stað og veitti birtu sinni yfir jólahelgina. Því gátu allir sungið um hana í ljúf- um hugblæ jólanna hér við nyrsta haf íslands stranda. Sveitungum mínum og vin- um nær og fjær óska ég gleði- legra jóla. Bæ, á jóladag. Hrifundur er bóndi. Atvinnuleysi í hagfræði samtí&arinnar I umræðum og blaðaskrifum um atvinnuleysi ab undanförnu hér- lendis hefur lítill gaumur verib gefinn skýringum á því fyrirbæri í hagfræbi samtíbarinnar. Af þeim sökum er hér rakin útlistun kunns bandarísks hagfræðings, Pauls Krugman, á orsökum þess í erindi, fluttu á málþingi á vegum Seblabanka Bandaríkjanna í Jack- son Hole í Wyoming 25.-27. ág- úst 1994 (en birtu í Reducing Un- employment: Current Issues and Policy Options). Paul Krugman fórust m.a. svo orb: „Umfjallanir um tilgreiningu þess, hvert atvinnuleysi beri, hefj- ast oft á þeirri tilgátu, fram settri af Friedman og Phelps um daga síbustu kynslóbar, ab alla jafna marki „náttúrulegt stig" atvinnu- leysis efnahagslíf landa. Útþensla samanlagbrar eftirspurnar þrýstir atvinnuleysi nibur fyrir þab stig, en þá ekki einungis gegn meiri, heldur líka vaxandi, verðbólgu. Bakfall samanlagðrar eftirspurnar kann hins vegar að þrýsta at- vinnuleysi upp fyrir hið náttúru- lega stig, og fer þá minnkandi verðbólga á eftir." (Bls. 51) Ab þessari tilgátu (svo að end- ursögn sé upp tekin), verbur at- vinnuleysi sagt vera tvenns kon- ar: „Hagsveiflu"-tilvik kringum hið náttúrulega stig, sem rakin verba til breytinga á samanlagbri eftirspurn og innviba-hneigba EFNAHAGSMAL 1. GREIN (structural movements) í hinu náttúrulega stigi sjálfu fyrir sakir breyttra skilyrba á vinnumarkabi eba ýmissa breytinga á fólksf jölda eða fleira slíks. Frá áttunda áratugnum hefur tilgáta þessi notið viburkenningar flestallra hagfræbinga við kennslu í háskólum, en síbur á meðal stjórnmálamanna og blaðamanna. Ástæða er þess vegna til að benda á, að í Banda- ríkjunum að minnsta kosti komi hún heim og saman við reynsl- una. „Frá 1973 til 1992 var stig at- vinnuleysis á meðal kvæntra karla yfir 4% á ellefu árum, en neban þess á átta árum.... Raunin er sú, að samhengi atvinnustigs og veröbólgustigs var mjög náib: Öll nema tvö ár atvinnuleysis- stigs umfram 4% dró úr verb- bólgu; öll ár atvinnuleysis undir 4% óx verðbólga (Bls. 52). ... Bandaríkin eru sérstæð um þab, ab í þeim verbur ekki greind lang- tíma breytingarhneigb í stigi at- vinnuleysis." (Bls. 53) í öbrum iðnabarlöndum þarf ab meta tilvik í hinu náttúrulega stigi sem og samhengi þeirra og verðbólgu. „Hið vaxandi atvinnu- leysi í OECD-löndum frá önd- verðum áttunda áratugnum er að miklu leyti „innviða atvinnu- leysi". Það verður ráðib af því, að þau atvinnuleysisstig, sem svara til jafnrar veröbólgu, hafa ótví- rætt farið hækkandi, einkum í Evrópu.... Að vísu bendir fallandi verðbólga í OECD-löndum frá 1992 til þess, ab í vibvarandi stigi atvinnuleysis felist líka hag- sveifluþáttur. ... Engu ab síöur virðist vandamál atvinnuleysis aö miklum hluta glögglega stafa af hækkunarhneigð hins náttúru- lega stigs og hér verður áfram haldið á þeirri forsendu, að sá sé mergur málsins." (Bls. 53) ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.