Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 3
Pimmtudagur 18. janúar 1996 VfwHni Lögreglufélag Reykjavíkur óskar eftír endurskobun á kaupsamningi Hitaveitu Reykjavíkur vegna Hvamms- víkur. Hitaveitustjóri: Ekkert mál að selja löggunni jarbhitann „Ég veit ekki hvab vakir fyrir þeim. Þeir ætla víst aö selja þetta," segir Gunnar Kristins- son hitaveitustjóri Hitaveitu Reykjavíkur. Hann segir aö þab sé í sjálfu sér ekkert mál aö selja Lögreglufélaginu jarb- hitaréttinn á svæbinu fyrir sama pening og borgin greiddi fyrir hann á sínum tíma. Á fundi borgarráös þriðjudag- inn 9. janúar sl. var lagt fram bréf frá Lögreglufélagi Reykja- víkur frá 8. þ.m. þar sem óskað er endurskoöunar á kaupsamn- ingi Hituveitu Reykjavíkur vegna jaröanna Hvamms og Hvammsvíkur í Kjósarhreppi varðandi kaup á heitu vatni. Er- indinu var vísað til umsagnar stjórnar veitustofnana, sem væntanlega mun taka afstöðu til málsins á fundi sínum n.k. föstudag. Eins og kunnugt er þá keypti borgin á sínum tíma jarðhita- réttinn og borholurnar á svæð- inu af Lögreglufélagi Reykjavík- ur fyrir 25 milljónir króna. Um tíma stóð til að borgin keypti jarðirnar líka fyrir allt að 70 milljónir króna en af því varð ekki. Hitaveituveitustjóri segir að samkvæmt niðurstöðu mælinga á svæðinu sé þar ekki að hafa nema eina litla borholu með sjálfrennandi vatni, sem með dælingu gefur 12-13 sekúndu- lítra lítra af 84-85 stiga heitu vatni. Hann segir að það sé of lítið til að hægt sé að fara með það á markað, auk þess sem markaðurinn þarna í kring sé lítill. -grh Segja Island aðila að grófum mann- réttindabrotum Fimm íslendingar hafa sent áskorun til ríkisstjórnar ís- lands þar sem abild íslend- inga ab grófum mannrétt- indabrotum er mótmælt. Þá er átt vib vibskiptabann sem ís- land er abili ab gagnvart írösku þjóbinni og er árásum Bandaríkjamanna og Breta á skotmörk í írak árib 1991 jafnframt harblega mótmælt. „Engin mannréttindabrot sem ógnarstjómin í Baghdad er sökuð um að hafa framið jafnast á við þau mannréttindabrot sem orsakast af þessum refsiað- gerðum. Þótt þær séu að undir- lagi Öryggisráðs. Sameinuðu þjóöanna er framkvæmd refsi- aðgerðanna í höndum einstakra ríkja, þ.m.t. íslands ... Það er því krafa okkar aö íslensk stjórn- völd afturkalli hið fyrsta aðild íslands að þessum glæpum og jafnframt láti rannsaka með opnum og opinbemm hætti hvernig á því stendur að ís- lenskir stjórnarhættir geti leitt til þess að slík óhæfuverk njóti liðsinnis handhafa ákvörðunar- valds í landinu," segir m.a. í ályktuninni. Undir þetta skrifa Axel Árna- son sóknarprestur, Carlos A. Ferrer sóknarprestur, Elías Dav- íðsson tónskáld, Óskar Dýr- mundur Ólafsson sagnfræðing- ur og Pétur Knútsson lektor. -BÞ Margrét Fribriksdóttir, skólameistari MK, í nýbyggingunni vib Menntaskólann íKópavogi, sem verbur innréttabur á næstu mánubum. Tímamynd: sc Menntaskólinn í Kópavogi hefur kennslu í matvœla- og hótelgreinum nœsta haust: Mekka kennslu í matvæla- og ferðaþjónustugreinum „Vib höfum aldrei verib ab horfa á nám á háskólastigi heldur framhaldsskólastigi," sagbi Margrét Fribriksdóttir, skólameistari Menntaskól- ans í Kópavogi í samtali vib Tímann. Nýbygging vib MK er ab komast á lokastig, búib er ab semja um innréttingar sem til þarf þannig ab mat- argerbarmeistarar framtíbar- innar fái góba abstöbu til náms síns. „í þennan matvælaskóla sem hér er verið að byggja flyt- ur Hótel- og veitingaskóli ís- lands sem verið hefur á Hótel Esju. Hann verður þá lagður niður þar. Síðan koma mat- væladeildirnar úr Iðnskólan- um í Reykjavík, bakararnir og kjötiðnaðarmennirnir sem þar hafa verið. Þetta eru þessar lögbundnu iöngreinar á þessu sviði, þjónar, matsveinar, bak- arar, kjötiðnabarmenn, slátr- arar og svo munum vib einnig bjóða styttra starfsnám á þessu sviði, sem er ekki lögbundið nám, til dæmis skyndirétta- matreiðsla og smurbraubs- gerð," sagði Margrét Friðriks- dóttir. Margrét sagði að auk þessa yrði við skólann hefðbundib meistaranám fyrir matvæla- greinarnar. Það mætti segja að það nám væri um sumt á há- skólastigi án þess að skólinn yrbi þó háskóli. „Námið hjá okkur rekst ekk- ert eða sáralítið við þab sem á Auknar líkur á ab gróöurhúsaáhrifin rœni Islendinga Colfstraumnum: Utstreymi koltvísýrings eykst um 63% á íslandi á áratugnum „Búist er vib ab útstreymi koltvísýrings á íslandi aukist um 5% á ári frá vibmibunar- árinu 1990 til ársins 2000, ef ekkert er ab gert", segir í frétt frá umhverfisrábuneyt- inu. Útstreymi koltvísýrings eykst þannig um 63% á ára- tugnum þrátt fyrir íslenska undirskrift Ríó-samningsins, þar sem því var heitib ab út- blástur koltvísýrings yrbi ekki meiri árib 2000 heldur en árib 1990. Meginástæðan er stöðugt vax- andi notkun á olíu og bensíni. Ný skýrsla byggð á niðurstöðum 2.000 vísindamanna dregur upp enn alvarlegri mynd af um- hverfisvanda vegna gróður- húsaáhrifa en fyrri skýrslur hópsins. Hugsanleg röskun á Golfstraumnum yrði alvarleg- ust fyrir íslendinga, vegna áhrif- anna á veðurfarið og fiskimiðin. Ríkisstjórnin - hefur ákveðið veita sérstaklega 1 milljón króna til aö tryggja að a.m.k. tveir íslenskir fulltrúar, í stað eins, sitji þá þrjá samningafundi um loftlagsbreytingar á vett- vangi Rammasamnings S.Þ., sem haldnir verða á árinu. Ríkis- stjómin samþykkti einnig skip- un sérstakrar nefndar aðstoðar- manna ráðherra í 7 ráðuneyt- um, sem ætlað er að hafa um- sjón með framkvæmdaáætlun íslands vegna Rammasamnings- ins. Samkvæmt greinargerð um þróun loftlagsbreytinga hefur 2.000 manna hópurinn bætt vísindalegan grunn niöuistaöna sinna frá fyrri skýrslum. Og út- litið er enn alyarlegra en þeir héldu áður. í niðurstöðum skýrslunnar kemur m.a. fram: -Styrkur gróðurhúsaloftteg- unda af mannavöldum heldur áfram að vaxa þrátt fyrir góð áform í Ríó- samningnum sem undirritaður var af fulltrúum flestra þjóða. -Síðustu árin hafa verið með þeim hlýjustu síðan mælingar hófust, um 1860, og svæðis- bundin dreifing loftlagsbreyt- inganna þykir benda til að þær séu af mannavöldum. -Yfirborð sjávar hefur hækkað um 10 til 25 cm sl. hundrað ár, líklega vegna hækkandi sjávar- hita og vaxandi jöklaleysinga. -Þeir útreikningar sem raun- hæfastir þykja benda til 2ja gráðu hækkunar á meðalhita jarðar til ársins 2100, sem mundi líklega leiða til 50 cm hækkunar sjávarborbsins. Talið er að jöklar, aðrir en Græn- landsjökull og Suðurskautsjök- ull, muni rýrna um allt að 2/3 og hugsanlegt að hafstraumar geti breyst. Um ísland er ekki fjallað sér- staklega, en sagt að á Norður- Atlantshafi noröanverðu veröi hlýnun líklega ekki eins mikil og annars staðar á sömu breidd- argrábum, þar sem breyting á hafstraumum geti vegiö upp vaxandi gróðurhúsaáhrif á haf- svæðum í grennd við ísland. Fyrirsjáanlegar loftlagsbreyting- ar geta breytt búsetuskilyrðum ýmissa lífvera. Hætta þykir á að margar plöntu- og dýrategundir deyi út vegna þess hve hratt þessar loft- lagsbreytingar ganga yfir. Öll skilyrði til matvælaframleiðslu munu breytast mjög mikið, landkostir versna til muna á sumum svæðum en batna á öðr- um. Ljósu punktarnir í skýrslunni byggjast allir á: Ef... og ef... og ef... Með því að stöðva eyðingu skóga og efla skógrækt væri t.d. hægt að binda árlega 15-30% af magni koltvísýrings sem losab- ur var út í andrúmsloftið 1990. að fara að kenna við Háskól- ann á Akureyri. Fyrir norðan er mikið matvælaframleiðslu- svæði og í sjálfu sér engin goð- gá þótt eitthvað nám á þessu svibi verði á böbstólum þar. Mér skilst ab að verði aðallega í matvælafræðum, á þessu svibi er mikil framtíb," sagði Margrét. Viðbyggingin vib Mennta- skólann í Kópavogi er núna tilbúin undir tréverk. Nýlega var gengið frá samningi við verktaka um innréttingar og er hann ab hefja störf. „Við byrjum að kenna í haust. Kennslurýmib er fyrir 300 til 400 nemendur í verk- námi. En hins vegar eru ekki nærri svo margir í þessu námi í dag, ef horft er á þessar lögbundnu greinar. En við höfum um all- mörg ár verið með ferbamálin, Leibsögumannaskólann og ferðamálabraut í dagskóla og kvöldskóla. Þá er meiningin ab við förum ab líta meira á hótelin og sérhæfa okkur og þróa í þessum skyldu greinum, ferba-, hótel-, veitinga- og matvælasviði," sagði Margrét Friðriksdóttir. -JBP Svavar Gestsson um uppskipt- ingu Landsvirkjunar: Útilokar ekkert Eins og fram hefur komið í fréttum eiga sér nú stað viðræð- ur um að skipta upp Landsvirkj- un, annað hvort þannig að fyr- irtækið verði selt eða að eigend- ur leysi til sín eignarhluta. Svavar Gestsson, sem sæti á í iðnaðarnefnd þingsins og í stjórn Landsvirkjunar, segir að innan stjórnarinnar hafí verið komið á fót nefnd sem sé að at- huga þessi mál sérstaklega. „Ég fyrir mi.tt leyti útiloka ekki neitt og geng í þetta verk með opnum huga," segir Svav- ar. „Hins vegar legg ég á þab áherslu að umræða veröi ekki tll þess að spilla fyrir eðlilegri þió- un málsins." ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.