Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. janúar 1996 QftftÍlfK Aö spinna blekkingavef til ósigurs Leikfélag Akureyrar: SPORVACNINN CIRND eftir Tennessee Williams. Tennessee Williams er eitt af stóru nöfnunum í bandarískri leikritun á þessari öld. Líkt og aðrir höfundar, sem fylla þann flokk, er vibfangsefni hans mannlegir eiginleikar og á hvern hátt persónur bregðast við umhverfi sínu á mismun- andi máta. Samband einstak- linga og þá einkum einstaklinga innan fjölskyldna eru þessari kynslóð höfunda einnig hug- leikið og hvernig nánir aðilar beita klækjum og brögðum í samskiptum sín á milli. Þetta er aðferð þeirra til þess að skapa nauðsynlega spennu á leiksvið- inu og einnig til að beina at- hygli áhorfenda að texta leik- verkanna fremur en annarri umgjörð sem leikritahöfundar láta leikhúsinu eftir að skapa. Oft er aðferðin fólgin í því að tefla hnignun eldri gilda fram á móti hæfni manneskjtinnar að bregðast við nýjum aðstæðum. Að þessu leyti er Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams, sem Leikfélag Akureyrar sýnir nú á fjölum Samkomuhússins á Akureyri, engin undantekning. í verkinu leitast höfundurinn að draga fram breyskleika manneskjunnar sem birtist með óvægnum hætti þegar álagið verður mikið, og hann notar breyskleikann einnig til að fjalla um samband náinna einstak- linga — í þessu tilfelli systra, af- komenda auðugra plantekrueig- enda við ósa Mississippifljóts. Yngri systirin er löngu horfin til nýrra heimkynna þar sem hún er gift afkomanda pólskra inn- flytjenda, en sú eldri er búin að glata eignum sínum utan nokk- urra kjóla og skartgripa vegna lífsvenja fjölskyldunnar. Hún hefur einnig glatað ástinni í hjónabandi með samkyn- hneigðum eiginmanni og í framhaldi þess því siðferði sem krafist er innan þeirrar þjóðfé- lagsstéttar sem hún hefur talið sig til. í niðurlægingu sinni og ráðleysi flýr hún á vit yngri syst- urinnar þar sem hún upphefur ýmsa leiki til þess að blekkja, sýnast önnur en hún er, halda í ímynd sem er horfin, en jafn- framt tjá vandræði sín og leita ásjár. Með pólskættuðum eigin- manni yngri systurinnar og fé- lögum hans af ýmsu sauðahúsi skapar höfundurinn andstæður sem nauðsynlegar eru þeim leikfléttum er hann ber fyrir áhorfendur. Þótt verkið sé ritað á fimmta áratugnum og frumsýnt í Bost- on árið 1947, á það í raun fullt erindi til samtímans, eins og mörg þeirra leikhúsverka er fram komu í Bandaríkjunum á þessum tíma. Þótt ytri aðstæður og venjur samfélagsins hafi breyst, þá eru hinir mannlegu eiginleikar hinir sömu og um- fjöllun um þá gefur verkunum sígildan undirtón. í ritdómum um Sporvagninn Girnd frá þeim tíma má sjá lýsingarorð á borð við „heitt", „skítugt", „ofsafeng- ið" og „sársaukafullt, Ijótt og truflandi" en einnig „grípandi og tilvalið til þess að hrista upp í áhorfendum". Vissulega er tek- ið á sársaukafullum vandamál- um sem aldrei virðast umflúin í mannlegum samskiptum og fátt dregið undan. Haukur J. Gunnarsson leik- stjóri hefur kosið að sviðsetja verkiö í hinum upprunalega tíð- aranda þess, þótt vissulega megi telja freistandi að færa það nær tíma og samfélagi áhorfenda, því boðskapur þess er í raun óháður tíma og rúmi. En þessar sömu aðstæður gera staðfærslu þess einnig óþarfa og undirstrik- ar það um hversu sígildan efni- við er að ræða. Blanche DuBois er hin fallna kona sem hefur glatað öllu, veraldlegu sem sið- ferðislegu — öllu öðru en að spinna blekkingavef gagnvart systur sinni og mági, en þó einkum sjálfri sér í algerri ein- semd þar sem hún er að lokum dæmd til ósigurs. Rósa Guðný Þórsdóttir fer með hlutverk Blanche, og þótt hún hafi starf- að með Leikfélagi Akureyrar um Stanley (Valdimar Örn Flygenríng) vaknar upp eftir erfiöa nótt. LEIKHUS ÞÓRÐUR INGIMARSSON nokkurra ára skeið, þá stígur hún nú í raun sín fyrstu spor í aðalhlutverki á leiksviði Sam- komuhússins. Leikstjórinn fer þá leið að draga aðalpersónu verksins skýrt fram, en stilla öðrum til filiðar á leiksviðinu, þannig að á köflum er næstum um einleik hennar að ræða. Því má segja að leiksýningin hvíli á henni frá upphafi til enda. Engu að síður nær Rósa Guðný að gefa þessari ólánssömu konu mjög ákveðna mynd. Þótt að- stæðum Blanche sé stillt upp með þeim hætti að þar fari hin bersynduga mannvera í augum samtímans, þá á hún í raun stöðugt meiri samúð er á sýn- inguna líður, þar sem hún kast- ast í sífellu á milli ímyndana sinna og óblíðra örlaga. Hlut- verkið er mjög krefjandi og þótt Rósa Guðný mætti ef til vill sýna meiri kraft og trylling þeg- ar hún sveiflast á milli rósrauðra ímyndana og blákalds raun- veruleika og niðurlægingar, þá er þessi sýning engu að síður leiksigur fyrir hana og vísbend- ing hvers megi vænta af henni á leiksviðinu, þegar persónusköp- un og um túlkun tilfinninga og skapgerðar er að ræða. Ónnur mikilvæg hlutverk eru í höndum Bergljótar Arnalds og Valdimars Arnar Flygenring. Bergljót skapar hina systurina, Stellu, sem fyrir löngu hefur lagt fortíðina frá sér og sætt sig við örlög sín sem eiginkona óuppdregins, en skapmikils iðn- verkamanns, sem einnig er haldinn drykkju- og spilafíkn í samfélagi vina sinna. Andstætt við Blanche sættir Stella sig við orðinn hlut og á því byggist samspil þeirra og ekki síður tog- streita. Valdimar Örn leikur hinn pólskættaða Stanley Ko- walski og gerir því skil eins og hans er von og vísa, en hann hefur sérhæft sig nokkuð í túlk- un á harðjöxlum og karlremb- um á leiksviði og í kvikmyndum á undanförnum árum. Önnur hlutverk eru mjög til hliðar og reyna ekki um margt á hæfni leikara. Þórey Aðalsteins- dóttir kemur þó fram á mjög sannfærandi hátt í mismunandi gervum tveggja roskinna kvenna, en þótt þetta sé 46. hlutverk hennar hjá Leikfélagi Akureyrar á 40 ára leikferli, er enn alltof snemmt að hún fest- ist í líki öldunga á leiksviði. Sýning Leikfélags Akureyrar á Sporvagninum Girnd er í heild vel heppnuð og efnið umhugs- unarvert út frá sígildum spurn- ingum um hið mannlega eðli og samskipti tengdra en ólíkra per- sóna. Ef nefna ætti stjörnugjöf, er þrístirni ekki til of mikils mælst, en freistandi að gefa að- alleikkonunni næstum fullt hús. ¦ Fréttabúi Þegar ég var drengur ferðaðist ég ásamt foreldrum mínum með afa mínum og nafna, Eiríki Einars- syni, um bernskustöðvar hans í Mýrdal. Þessum fallegu slóðum upp- runa míns tengdist ég þar með þeim böndum að þykja vænt um þær og virða. Það var mér þess vegna ánægju- efni þegar mér bauðst áskrift að litlu tímariti sem gefið er út í Mýr- dalnum og nefnist Fréttabúi. Eins og svo mörg hugtök ís- lensks máls er nafnið lýsandi fyrir það sem átt er við: Fréttabúi er sá sem býr yfir fréttum. Vel getur verið að ókunnugum þyki lítið til ritsins koma. í því eru ekki litmyndir, fyrirsagnir eru litl- ar en lesmál því meira og glæsi- legar auglýsingar glanstímarit- anna sjást ekki í Fréttabúa. Þar má hins vegar auglýsa eftir hey- vinnuvélum eða öðrum landbún- aðartækjum eða selja slíka muni. Það má lesa um fæðingar og andlát Mýrdælinga, giftingar og búferlaflutninga, útskriftir frá menntastofnunum og annað sem fólkiö í Mýrdal vill vita og snertir það upprunans vegna. Sögulegir þættir eiga sinn stað og mikinn fróbleik hef ég nýlega lesið um þróun vélvæðingar í bú- skap. Því má svo ekki gleyma ab birt er efni úr fundargerbum sveitar- stjórna og stublab þar meb ab auknu og virku lýbræbi, sem er þar meb sennilega meira en vib eigum ab venjast sem búum á Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE höfubborgarsvæbinu. Eins og ég sagbi, kann sumum ab þykja lítib til Fréttabúa koma og víst er ab hvorki fer hann hátt né mikinn til þess ab fá aðra fjöl- mibla til ab vekja athygli á sér. En þar meb erum vib einmitt komin ab því sem mér finnst sér- staklega heillandi vib tímarit. þetta: Blabið er skrifað, sett og brotið um, því er dreift og hefur skrifstofu á heimili útgefandans, bónda á Skeiðflöt í Mýrdal og konu hans. Á tímum auðhyggju og neyslu- kapphlaups finnast nefnilega enn hugsjónamenn sem nenna að leggja ab sér fyrir hugsjón sína og nenna ab vinna fyrir abra án þess. ab hugsa um fjárhagslegan af- rakstur vegna þess ab verbmæta- mat þeirra er göfugra og snýst um annab en þab sem mölur og ryb fá grandab. Eg veit ab Fréttabúi er fjárhags- legur baggi á útgefandanum, en af virbingu vib þetta framtak hans léttir fjölskyldan undir af rábum og dáb. Utanabkomandi abstob fær hann svolitla, velunn- arar láta birta eina og eina auglýs- ingu og svo er stólab á áskrifend- uv. í hvert skipti sem Fréttabúi berst mér í hendur er fyrsta hugs- un mín abdáun og glebi. Aðdáun á eljusemi bóndans og gleði yfir því ab táp og fjör og frískir menn skuli enn finnast hér á landi. Frískir menn meb hugsjónir. Hér er ekki kröfugerb höfb uppi, hér er hugsab stærra. Fréttabúi er 10 ára um þessar mundir og sannar þab enn frekar að hugsjónin er sterk. Eyþór Ólafsson, ritstjóri og bóndi á Skeiðflöt, verður 60 ára á laujgardaginn, þann 20. janúar. Oska ég honum innilega til hamingju með afmælið um leið og ég þakka fyrir mig. Áfram i sömu braut! ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.