Tíminn - 25.01.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.01.1996, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 25. janúar 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM Starf frétta- manns lagt ni&ur Starf fréttamanns Ríkisút- varpsins á Sauðárkróki hefur verið lagt niður. Er þetta liður í sparnaði í rekstri stofnunar- innar, en Steinunn Hjartar- dóttir, forseti bæjarstjórnar á Sauöárkróki, segir illt að una því aö lögð séu niður störf á sama tíma og staöarmenn berjist fyrir því að fá til sín aukna opinbera þjónustu. María Björk Ingvadóttir, sem gegndi hálfri stöðu frétta- manns á Sauðárkróki, starfar framvegis sem fréttaritari Rík- isútvarpsins á staönum. Rábherra vekur athygli á Evrópu- verkefnum Fundir um átak í atvinnu- málum og möguleika ís- lenskra fyrirtækja eftir inn- gönguna í EES voru haldnir á Sauðárkróki og Blönduósi í liðinni viku. í tengslum við fundinn á Blönduósi, sem var fjölsóttur, skoðaði Finnur Ing- ólfsson iðnaðarráöherra ein tíu fyrirtæki á staðnum. Fund- inn á Sauðárkróki sóttu um áttatíu manns. Kom þar glöggt fram að menn eru von- góðir og áhugasamir um efl- ingu atvinnulífs, en ráðherra brýndi það fyrir forráðamönn- um fyrirtækja jafnt sem ein- staklingum, að nýta sér mögu- leika á Evrópuverkefnum sem ætluð eru litlum og meðal- stórum fyrirtækjum. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra var á fundinum á Sauðárkróki og upplýsti að hann hefði orðið við ósk stjórnar Sambands sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra um samvinnu við myndun starfs- hóps um úrbætur í atvinnu- málum kjördæmisins. Fælast fuglarnir frostib á Akureyri? Árleg fuglatalning fór fram á Akureyri 7. janúar og var það í 44. sinn sem talið var á yegum Náttúrufræðistofnunar íslands. Talið var á svæðum frá Skjaldarvík og suður fyrir Akureyrarflugvöll, en auk þess á ofanverðri Brekkunni þar sem ekki hefur verið talið áð- ur. Vart varð tuttugu fuglateg- unda, auk máfa, en þegar talið hefur verið undanfarin ár hafa íhygli setti svip sinn á fundinn á Saubárkróki. tegundirnar verið á bilinu 19- 24. Fjöldi einstaklinga var með allra minnsta móti, og telur Jón Magnússon, einn þátttakenda, að aldrei hafi verið jafnlítið um æðarfugl síðan talningar hófust. Jón telur þó óvarlegt að draga ályktanir um stofnbreytingar af þessu, en bendir á að æður- in kunni að hafa fært sig lengra út með Eyjafirðinum vegna kulda, sem voru svo miklir seinni hluta desember- mánaðar að Pollinn lagði. Ekki er óalgengt, ab sögn Jóns Magnússonar, að 60-80 hrafnar séu á Akureyri um jólaleytið. Að þessu sinni voru þeir heldur fleiri og eru menn ekki frá því að krummi hafi verið að bera sig eftir jólahlað- borðunum í bænum. Páll á hvaba stööum? Páll Pétursson hefur verið nokkuð áberandi í þjóðfélags- umræðunni eftir að hann tók við embætti félagsmálaráð- herra fyrir tæpu ári. Verka hans sér víba stað. Og nú eru menn hættir að tala um Pál á Höllustöðum — heldur þykir, atorku mannsins vegna og hve hann er áberandi, réttara að tala um „Pál á öllum stöb- um". FRETTIR VESTMANNAEYJUM Meiri fiskur keyptur í Eyjum Fiskkaup fiskvinnslufyrir- tækja í Vestmannaeyjum hafa aukist til muna á milli ára. Ár- ið 1994 keyptu fyrirtækin 3.446 tonn'á Fiskmarkaði Vestmannaeyja, en á árinu 1995 keyptu þau 1.146 tonn- um meira, eða 4.592 tonn. Þannig keyptu vinnslustöðv- arnar í Eyjum fisk á markaðn- um fyrir 225 milljónir króna árið 1994, en fyrir 370 millj- ónir í fyrra. Vinnslustöbin slær met í frystingu Um helgina var búið að frysta fjögur þúsund tonn af síldarafurðum í Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum. Er það íslandsmet í síldarfryst- ingu, en síldarvertíð er nú að ljúka og er gert ráð fyrir að þegar vinnslu lýkur verði heildarframleiðslan í Eyjum 7.400 tonn. r \ A laugardaginn var tertuveisla í Vinnslustöbinni í tilefni af því ab búib var ab frysta fjögur þúsund tonn afsíld. Æbarfugl í flœbarmálinu á Akureyri. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Snœfríbi Islandssól, en Pálína Jónsdóttir leikur hib Ijósa man á sínum yngri árum. Leikfélag Reykjavíkur œfir sögu Snœfríöar íslandssólar: Hið ljósa man Æfingar á Hinu ljósa mani, sögu Snæfríðar ísiandssólar, eru nú hafnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Er hér um að ræöa nýja leikgerö Bríetar Héðinsdóttur á íslandsklukku Halldórs Laxness. Leikbúningur Bríetar er veru- lega frábrugðinn fyrri leikgerð- um af íslandsklukkunni og mun án efa koma á óvart, segir í tilkynningu frá LR. Einnig mun ný frumsamin tónlist eftir Jón Nordal tónskáld prýða sýn- inguna. Sigrún Edda Björnsdóttir er í hlutverki Snæfríðar íslandssól- ar, en Pálína Jónsdóttir leikur Snæfríði á sínum yngri árum. Þetta er í annað sinn sem Sig- rún Edda túlkar íslandssólina, þar sem hún lék Snæfríði í sýn- ingum Nemendaleikhússins á íslandsklukkunni árið 1981. Fjöldi annarra leikara tekur þátt í sýningunni, en Bríet Héð- insdóttir leikstýrir. Stígur Stein- þórsson annast leikmynd, Messíana Tómasdóttir sér um búninga og David Walters hef- ur umsjón með lýsingu. Hið ljósa man verður frumsýnt 1. mars nk. Astþór Magnússon og Yogesh K. Candhi. Fribarsinnar frá öllum heiminum á rábstefnu í Lawr- ence í Bandaríkjunum: Fribarvagninn á ab heim- sækja allan heiminn „Viö komum ekki á fribi meö því móti aö beina byssum gegn hvort öbru," sagði Ástþór Magnússon frá Fribur 2000 í vibtali vib breska blabib The Times á sunnudag. Ástþór er í hópi talsmanna fribarsamtaka, sem koma frá ýmsum löndum heims til borgarinnar Lawr- ence í Bandaríkjunum. í The Times er mynd af Ástþóri og sonarsyni Mahahma Gandhi sáluga, Yogesh K. Gandhi, en hann og samtök hans vinna ab" því ab fá ungt fólk til aö snúa baki vio ófriöarflokkum í San Francisco og snúa sér í staöinn ab fribsamlegri iöju. Hópurinn, sem samankominn er vestur í Bandaríkjunum, vinn- ur ab því ab koma af stað „friðar- vagni", sem á ab fara um öll lönd heims. I maí næstkomandi hefst ferð þessa fribarvagns meb heim- sóknum í 56 borgir Bandaríkj- anna, en á næstu árum verða öll lönd veraldar heimsótt. Ástþór Magnússon segir í vib- talinu vib The Times ab Fribur 2000 hafi í starfi sínu stubst vib almenn markabslögmál til ab afla fjár til ab vinna ab fribi. Nefndi hann þar Fribarleikinn, skafmiba sem seldir eru og hafa ab mark- mibi ab fræba fólk um frib og umhverfismálefni, Penny and Peace sem gengur út á ab eitt penní af söluvöru renni til bar- áttu fyrir fribi, og Change to Peace sem er verkefni sem mibar ab því ab ferbamenn gefi í ferba- lok myntir sem orbib hafa af- gangs. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.