Tíminn - 25.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.01.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. janúar 1996 Umhverfisáhrif mislœgra gatnamóta Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar: Náttúrufar ber ekkiskaöaaf Gerb nýrra gatnamóta Reykja- nesbrautar og Fífuhvammsvegar, tvöföldun Reykjanesbrautar og gerb tilheyrandi undirganga og göngustíga eykur öryggi þeirra vegfarenda sem fara um svæbib. Ekki er séb ab náttúrufar eba þjóbleg verbmæti beri skaba af. Þetta eru mebal niðurstabna frummats á umhverfisáhrifum vegna fullnabarhönnunar Reykja- nesbrautar um Kópavog. Áformað er aö rábast í gerö mislægra gatna- móta Reykjanesbrautar og Fífu- hvammsvegar í sumar. í niðurstööum frummatsins seg- ir að það sé mat höfunda að fram- kvæmdirnar séu lykilþáttur í eðli- legri uppbyggingu nýrrar byggðar. Ekki verði séð að náttúrufar eða þjóðleg verðmæti af neinu tagi beri skaða af og ekki er talin þörf á mót- vægisaðgerðum vegna loftmeng- unar. Staðsetning gatnamótanna er sögö ákjósanleg og þau verði að- löguð að núverandi landi. Umferð- arhávaði er sagbur verða innan settra viðmiðunarmarka við þær byggingar, sem hafa þegar verið reistar í nágrenninu. Hljóðstig er á hinn bóginn taliö verða of hátt við sum þeirra húsa, sem fyrirhugað er ab reisa næst Reykjanesbraut, Bygging 3-4 metra hárra hljóö- mana á milli Reykjanesbrautar og byggbar er talin nægja til að vinna bug á því. Athugasemdir við framkvæmd- irnar þurfa aö berast Skipulagi rík- isins eigi síðar en 19. febrúar nk. -GBK Frá undirritun samnings um samstarí um rekstur Kringlunnar og Borgar- kringlunnar í fyrradag. Kringlan og Borgar- kringlan sameinast Leikfélag Menntaskólans viö Hamrahlíö: Dýrabær Leikfélag Menntaskólans vib Hamrahlíb frumsýnir leik- verkib Animal Farm, eba Dýrabær, sem byggt er á skáldsögu eftir George Orwell, laugardaginn 27. janúar. Leikgerðin er eftir breska leik- stjórann Peter Hall og er frá ár- inu 1984. í leikritinu er mikiö um tónlist sem er samin af Ri- chard Peaslee, en söngtextar eru eftir Adrian Mitchell. Leikgerð- in var frumsýnd í Breska þjóð- leikhúsinu í London og hlaut þar mjög góbar viðtökur, en þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt hérlendis og hefur það verið íslenskað af þeim Mel- korku Teklu Ólafsdóttur, sem þýddi leiktexta, og Kristjáni Þórði Hrafnssyni, sem þýddi söngtexta og bundið mál. Leikstjóri er Andrés Sigurvins- son og taka fimmtíu leikendur þátt í sýningunni. Tónlistar- stjórn er í höndum Gústavs Sig- urðssonar, leikmynda- og bún- ingahönnun. annaðist Stígur Steinþórsson, sem meðal annars hefur gert leikmyndir fyrir at- vinnuleikhúsin, og nú síðast Rocky Horror í Loftkastalanum. Kóreógrafíu stjórnar Lára Stef- ánsdóttir, dansari og danshöf- undur hjá íslenska dansflokkn- um, en lýsing er hönnuð af Sig- urði Kaiser. Sýningar verða í Tjarnarbíói og standa til 15. feb. Miðasala er í Tjarnarbíói sýningardaga frá kl. 17, en einnig er hægt að panta miða í síma 561 0280. ¦ Islenskir útflytjendur: Rúmlega 400 kynna starfsemina í bók Utflutningsráb hefur gefib út öbru sinni handbókina Ice- land Export Directory í sam- vinnu vib Miblun hf. í bók- inni er fjallab um fjölbreyti- lega möguleika íslendinga í útflutningi. Bókin gerir skil yfir 400 ís- lenskum útflytjendum af öllu tagi, ekki aðeins í fiskiðnaðar- greinum, heldur líka á ótal mörgum sviðum iðnaðar, ráð- gjöf af ýmsu tagi, hestaútflutn- ingi og ótal mörgu öðru. Upplagið er 10 þúsund eintök og verður bókinni dreift af Út- flutningsráði gegnum ýmsar viðskiptaskrifstofur erlendis og af einstökum ráðuneytum. Upplýsingar bókarinnar hafa verið á Veraldarvefnum í nærri 2 ár, öll fyrirtækin í bókinni fá sína heimasíðu á Intemetinu. Fjölmargar heimsóknir hafa ver- ib á vefsíöurnar og fer sífjölg- andi, enda er þjónustan tengd öllum helstu leitarvélum Ver- aldarvefsins. -JBP Sameiginlegur rekstur Kringl- unnar og Borgarkringlunnar hefst næsta haust, eftir tölu- verbar breytingar sem gerbar verba á svæbinu. Stjórnum Hús- félags Kringlunnar og Kringl- unnar 4-6 var í fyrradag veitt umbob til ab ganga frá samn- ingum um sameiginlegan rekst- ur. Samningar þar ab lútandi voru undirritabir sama dag. Helstu atriöi samningsins eru að Húsfélagið Kringlan taki að sér að sjá um rekstur eignarhluta Kringlunnar 4-6 í Borgarkringl- unni (1. og 2. hæð). Um hann hefur verið stofnað nýtt félag, ís- lenska fasteignafélagið ehf. Stjórn Húsfélagsins mun í framtíðinni ákveða hvers konar rekstur verður á verslunarhæðum Kringlunnar. Hlutafé íslenska fasteignafé- lagsins er 500 milljónir króna. Fyrri eigendur Kringlunnar 4-6 eiga 85% hlutafjár, en félags- menn í Húsfélagi Kringlunnar 15%. Hluti Húsfélagsins er greiddur með aðgangi að bíla- stæðum Kringlunnar. Breytingar verða gerðar á hús- næði Borgarkringlunnar. Opnað verbur á milli bílastæða á neðri hæð Kringlunnar og bílakjallara Borgarkringlunnar. Einnig verður ný aðkeyrsla tengd inn á annarri hæð bííahúss Kringlunnar. Þar verður jafnframt gerður nýr inn- gangur inn á fyrstu hæð Borgar- kringlunnar í norðurenda. Farið verður í þessar framkvæmdir fljótlega og þeim lokið siöari hluta ársins. Samhliða framkvæmdunum verða gerðar ýmsar aðrar breyt- ingar á rekstri Borgarkringlunnar. Verslanir verða færðar til og nýj- um bætt við. Stefnt er að því að boðið verði upp á fjölbreyttara úr- val verslana og þjónustugreina en nú er á svæðinu. Sérstök verkefnastjórn hefur verið skipuö vegna breytinganna. Hana skipa þeir Ásgeir Bolli Krist- insson, Jón Pálmi Guðmundsson og Þorgils Óttar Mathiesen. -GBK Málþing í tilefni afSO ára afmœli Tónlistarskólans á Akureyrí: Frumkvæbið verður að koma frá tónlistarmönnum Kostar tónlistarkennsla of mikib? var spurning sem menn veltu fyrir sér á mál- þingi, sem haldib var í tilefni af 50 ára afrnæli Tónlistar- skólans á Akureyri um síbustu helgi. Frummæíendur á mál- þinginu voru Þorsteinn Gunn- arsson rektor, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrv. alþingis- mabur, og Björn Th. Árnason. Auk frummælenda tóku Jak- ob Björnsson bæjarstjóri og tveir fulltrúar frá Tónlistar- skólanum þátt í pallborb- sumræbum. í máli frummælenda og þátt- takenda í pallborðsumræðum kom sú skoðun fram að síst væri of miklum fjármunum veitt til tónlistarkennslu og starfsemi tónlistarskóla. Jón Hlöðver Ás- kelsson, tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, sagði mebal annars að skammsýni væri mesti bölvald- ur allra. útreikninga og lýsti furðu á að betra væri talið að greiða kostnab við að breyta íþróttahúsi á Akureyri í tón- leikahús á hverju ári, en leggja í eitt skipti fyrir öll í nokkuð meiri kostnab til þess að koma Listaskólinn viö Hamarínn: Nemendur sýna verk sín Nemendasýning Listaskólans vib Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirbi, verbur opnub laugardaginn 27. janúar kl. 14 í Sýningarsalnum vib Hamar- inn. Samhliba sýningunni fer fram kynning á þeim nám- skeibum sem eru í bobi á vor- önn skólans. Á sýningunni verður afrakstur nemenda haustannar við lista- skólann. Má þar nefna teikning- ar, málverk, vatnslitamyndir, lágmyndir, þrívíð verk, mynda- sögur, skartgripi og handgerðan pappír. Sýningargestir geta ennfrem- ur kynnt sér þau námskeið sem eru í bobi á vorönn. Sérstök deild fyrir börn og unglinga er starfandi við skólann, og er henni ætlað að efla sköpunar- gleði og hugrekki nemenda til myndsköpunar. Þrjú námskeið eru nú í boði fyrir börn og ung- linga. í framhaldsdeild, sem ætluð er nemendum 16 ára og eldri, eru mörg námskeið í boði sem skipta má á þrjú sérsvið: Mynd- list, hönnun og handíðir. Sýningin verður opin helgina 27.-28. janúar, kl. 14-18 báða dagana. Kennsla á vorönn hefst 30. janúar. - GBK Nemendur á námskeibi í myndasögugerb. upp aðstöbu til tónleikahalds til frambúðar. Jakob Björnsson bæjarstjóri kvab erfitt ab svara því hvort Tónlistarskólinn á Ak- ureyri skilaði arbi, þar sem slíkt væri ætíð matsatriöi. Engu að síður gerðu bæjaryfirvöld sér grein fyrir mikilvægi skólans fyrir bæjarfélagib og legðu starf- seminni því til verulega fjár- muni. í máli frummælenda kom fram að f jármunir væru oft fyrir hendi til þess að standa straum af tónlistarnámi, ef eftir þeim væri leitað, og fáir stjórn- málamenn hefðu reynt að sýna fram á ab kostnabur vib tóníist- arnám væri of mikill. Þeir lögðu áherslu á að þótt almannafjár- munum væri varið til reksturs tónlistarskóla, þá þyrfti frum- kvæðið fyrst og fremst að koma frá tónlistarmönnum og áhuga- mönnum um tónlistarstarf, en stjórnmálamenn legðu því síð- an lið að útvega f jármunina. Þá var mál manna að tónlistar- kennsla skilaði miklu til baka til þjóbfélagsins, þótt erfitt gæti verib að meta þab í krónum og aurum. í augum stjórnmála- manna og þeirra sem með f jár- veitingar færu væri kostnaöur vib tónlistarnám fremur spurn- ing um forgangsröb en ab þá skorti skilning eba væru haldnir viljaleysi. W.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.