Tíminn - 31.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.01.1996, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 31. janúar 1996 anrjz— 5 Stofnun Dagsbrúnar 1906 Fyrsta kröfugangan sem farin var í Reykjavík var áriö 1923, eöa um 17 árum eftir stofnun Dagsbrúnar. Á fremsta spjaldinu er krafa sem vel gæti átt viö daginn í dag: Enga nœturvinnu. Nóga dagvinnu. I tilefni þess að 90 ár eru liðin frá stofnun Dagsbrúnar, en af- mælisdagurinn var s.l. sunnu- dag, eru hér rifjuð upp tildrög þess að reykvískir verkamenn bundust samtökum til að verja sín hagsmunamál. Hér er birt- ur bókarkafli eftir Harald Jó- hannsson um þann atburð, sem var upphaf mikillar sögu. Bókin er „Pétur G. Guð- mundsson og upphaf samtaka alþýðu", undirtitill er: Viðtöl við Þorstein Pétursson. En Þor- steinn var sonur Péturs og tók síðar sjálfur drjúgan þátt í verkalýðs- og stjórnmála- vafstrinu. Hann var til dæmis lengi framkvæmdastjóri Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Viðtalið við Þorstein fer hér á eftir: „Hvað olli því, Þorsteinn, að faðir þinn afréð skyndilega, eins og fundargerðir Vísis benda til, að beita sér fyrir stofnun jafnað- armannafélags?" „Það veit ég ekki fyrir víst, en mér þykir sennilegt, að kveikjan að þeim ásetningi hans hafi ver- ið heimkoma Ágústs Jósefssonar prentara frá Kaupmannahöfn. Ágúst hafði unnið þar nálega áratug eða frá 1895 til ársloka 1904 og starfað bæði í stéttarfé- lagi prentara og jafnaðarmanna- félagi. í endurminningum sín- um, Minningum og svipmyndum úr Reykjavík, í kapítulanum um „Verkalýðsfélög og jafnaðar- stefnu", segir Ágúst svo frá: „Áð- ur en ég fór að heiman hafði ég hvorki heyrt né lesið neitt um verkalýðsfélög og jafnaðar- stefnu. En af samræðum við hina dönsku vinnufélaga mína sannfærðist ég um, að hér var um merkilegt málefni að ræða, að. sjálfsagt væri fyrir mig að fræðast um allt fyrirkomulag og starfsemi verkalýðsfélaga og að kynna mér stefnuskrá jafnaðar- manna. Ég gerði mér líka í hug- arlund, að fyrr eða síðar mundu einhver slík samtök komast á heima á íslandi fyrir atbeina þeirra manna, sem verið hefðu meðlimir í einhverju verkalýbs- félagi. Hafði ég þá þegar í huga, að vera undir það búinn að geta lagt hönd að því verki með öbr- um góðum mönnum(?)" „Þessi orb Ágústs benda til, aö þú eigir kollgátuna. — Um eitt hljóta menn að hnjóta. Ágúst Jósefsson hafði hvorki heyrt né lesib neitt um verkalýösfélög eða jafnaðarstefnuna 1895, þeg- ar hann kom til Kaupmanna- hafnar, jafnvel þótt Báru- félag hefði þá verið stofnab í Reykja- vík. Tíu árum síðar, 1905, þegar hann kom aftur heim, voru nokkur verkalýðsfélög starfandi, Báru-félög og iðnaðarmannafé- lög. Aftur á móti hafði þá, 1905, enn ekki verið hafin skipuleg fræðsla um jafnaðarstefnuna, þótt Þorsteinn Erlingsson skáld og fáeinir aðrir hefðu kvatt sér til hljóðs um hana, hvað þá stofnað félag jafnaðarmanna." „Bíddu við, Ágúst hélt áfram: „Um þessar mundir voru starf- andi í Kaupmannahöfn ýmsir málfundaklúbbar, þar sem rædd voru stefnumál jafnaðarmanna, ýmis þjóðfélagsmál og verka- lýðsmál... Þegar ég kom til Kaupmannahafnar var nýlega um garð gengin kosning þing- manna til ríkisþingsins. Voldug áróöurshríð af hendi jafnaðar- manna hafði verið hafin um allt landið. Fjöldi eldheitra mælsku- manna flokksins tölubu bæbi á fundum kjósendafélaganna og á opinberum fundum í kjördæm- unum. — í þessum fyrstu kosn- ingum unnu jafnaðarmenn fyrsta stórsigur sinn, fengu átta þingmenn kjörna í stað tveggja áður. Þab var því almenn hrifn- ing meðal flokksmanna, og ósjálfrátt hreifst ég með í þessari sigurvímu. — Aðalforingjar flokksins voru þá nær allir iðn- aðarmenn og verkamenn, sjálf- menntaðir að öðru leyti en því, að ýmsir þeirra höfðu notið nokkurrar kennslu í lýðháskól- um. En mælskulist og þjóðmála- þekkingu höfðu þeir numið svo vel í málfundaklúbbunum, að þeir gengu ótrauðir til bardaga vib hálærba menn andstöðu- flokkanna... — Fyrir og eftir aldamótin 1900 gengu í flokk danskra jafnaðarmanna ýmsir gáfaðir og framgjarnir mennta- menn, og var hinum gömlu for- vígismönnum og málefnum flokksins mikill styrkur ab sam- starfinu við þá... Á því tímabili, sem ég var búsettur í Kaup- mannahöfn, voru margir ís- lenskir stúdentar við háskóla- nám þar, og ýmsir menn ís- lenskir áttu þar heimili, en um engan þeirra heyrbi ég þess get- ið, að þeir fylgdu jafnaðarmönn- um að málum... Sama máli gegndi um íslenska iðnaðar- menn, sem þar dvöldu á þessu tímabili." „Fannst Ágústi vera góbur jarðvegur fyrir jafnaðarstefnuna hér heima?" „Ágúst hélt enn áfram: „Ég hafði ekki dvalið lengi í Reykja- vík, þegar ég varð þess var af við- tali við menn, ab jafnaðarstefn- an átti litlum vinsældum ab fagna hjá almenningi yfirleitt, enda mjög fáir fengib um hana aðra fræðslu en þá, að þeir menn, sem þann flokk fýlltu í öðrum löndum, væru einungis öfgamenn og byltingarseggir, sem vildu breyta þjóðskipulag- inu öllum til bölvunar. — Verkamenn og sjómenn voru svo mjög háðir vinnuveitendum sínum efnalega, að þeir töldu sig þurfa að fara að öllu gætilega, og því tregir til samtaka um hags- munamál sín og ófúsir og ómáttugir til þess ab eiga í ýfing- um við atvinnurekendur." „Nafngreinir Ágúst menn, sem jafnaðarstefnunni voru hlynntir?" „Aðeins föður minn. Hann sagði svo frá kynnum þeirra: „Frændi minn, Pétur G. Guð- mundsson bókbindari, var einn af þeim fáu alþýðumönnum, sem nokkurt verulegt skynbragð höfðu af jafnaðarstefnunni. Hann hafði kynnst henni af lestri erlendra bóka og blaða." „Hvernig var skyldleika föbur þíns og Ágústs Jósefssonar hátt- ab?" „Þar rekur mig í vörðurnar. Móðir Ágústs Jósefssonar var ættuð af Snæfeflsnesi, en hvort ætt hennar og ætt Jóhönnu ömmu minnar verða raktar sam- an, veit ég ekki." „Samstarf hefur tekist með Ág- ústi og föður þínum?" „Já, þeir lögðu á ráð um stofn- un almenns verkamannafélags í Reykjavík og um útgáfu blaðs, sem yrði málgagn jafnaðar- manna hér á landi, og hóf það göngu sína 1. janúar 1906 og var kallað Alþýðublaðið, en það kom aðeins út hálft annað ár. Er það núna oftast kallað Alþýðublaðið eldra. Tóku nokkrir menn þátt í þessum ráðagerðum með þeim, og hittust þeir oft á heimili föb- ur míns, sem þá var á Laugavegi 18, þar sem hús Máls og menn- ingar stendur nú, — en faðir minn hafði þá nýlega gift si'g, eins og ég vík bráðlega ab. Þeir munu hafa orðið kjarninn að út- gáfufélagi Alþýðublaðsins, sem þeir stofnuðu seint á árinu 1905. Hve langt þeir hafa komist áleið- Pétur C. Cuömundsson. is í undirbúningi verkamannafé- lags, get ég ekki sagt um, en aðr- ír unnu einnig að því máli, að á daginn kom, hvort sem það hef- ur verið til ab verða þeim fyrri til eða ekki." „Tók Ottó N. Þorláksson og abrir forystumenn í Bárufélag- inu þátt í þessum ráðagerðum?" „Nei, það munu þeir ekki hafa gert. Því til staðfestingar er at- hugasemd, sem Ottó N. Þorláks- son lét birta í 2. tbl. Alþýðublaðs- ins 1906, sem út kom 21. janúar, vegna greinar um nauösyn verkamannafélags, sem Ágúst Jósefsson birti í fyrsta tölublað- inu. í „Athugagrein" sinni komst Ottó svo ab orði: „Hann getur þess í greininni, að hér hafi ekkert félag verib tekið til starfa á þeim grundvelli, sem ætlast er til, ab hib fyrirhugaða verkamannafélag starfi, nema Prentarafélagið. Ég vil því skýra hinum heiðraða höf. frá, að þrátt fyrir alla virðingu fyrir Prentarafélaginu og öðrum fé- lagsskap í hinum ýmsu greinum iönaðarins, þá er hér eitt félag í bænum, sem hefur staöið og starfab í 11 ár og er nú oröiö út- breitt til hinna fjölmennustu sjóplássa á Suðurlandi. Félag þetta er sjómannafél. Báran. Markmiö þess er hið sama og verkamannafél. Dagsbrún hygg- ur að stefna að, að því mér er kunnugt. Tilgangur þess mun því vera hinn sami." „Athugasemd Ottós tekur af vafa um þetta atriði, en honum hlýtur að hafa verib kunnugt um stofnun Dagsbrúnar, því að annar undirbúningsfundurinn var í Bárubúð?" „Já, og að vísu voru tvö önnur verkalýðsfélög þá með lífsmarki. Frá aðdragandanum að stofnun Dagsbrúnar hafa nokkrir menn sagt, þar á meðal faðir minn í grein í Vinnunni, 6.-7. tbl. 1943, sem hann kallaði „Nokkrar minningar frá uppvaxtarárum Dagsbrúnar": „Helsti forgöngu- mabur að stofnun Dagsbrúnar var Árni Jónsson verkamaður, Holtsgötu 2, og studdu hann all- margir verkamenn. Árni Jóns- son mun ekki hafa talið sig hafa kunnugleika á skipulagi og starfsháttum verkamannafélaga. í lib með sér fékk hann Sigurð Sigurðsson búnaðarráðunaut, sem þá nokkrum árum áður hafði setið á Alþingi, 1901, og sat aftur á þingi fyrir Heima- stjórnarflokkinn 1909-1919. Sigurður hafði þá um nokkur ár ferðast um sveitir landsins sem ráðunautur bænda og mun hafa notið mikils trausts og vin- sælda." „Unnu atvinnurekendur gegn stofnun verkamannafélags?" „Lítið mun hafa verið um það, eins og hinn mikli fjöldi félags- manna Dagsbrúnar fyrstu tvö eða þrjú starfsár hennar er til vitnis um. Þykir mér það benda til, að þeir Árni og Sigurður hafi tryggt sér stuðning Heima- stjórnarflokksins, beinlínis eða óbeinlínis." „Þeir boðuðu til fyrsta al- menna undirbúningsfundarins í árslok 1905?" „í grein sínni, „Nokkrar minn- ingar frá uppvaxtarárum Dags- brúnar", sagbi faðir minn svo frá: „Fyrsti fundur um þetta mál, sem nú er vitað um, var haldinn 28. des. 1905 í vörugeymsluhúsi við Holtsgötu 16 (nú Vestur- vallagata 6). Til fundarins hafði Árni Jónsson boðað og sátu hann 36 menn. Fundarstjóri var Sigurbur Sigurðsson. Á þessum fundi var ákveðið að stofna verkamannafélag og var 5 manna nefnd faliö ab semja lög fyrir félagið og gefa því nafn. — Næsti fundur var haldinn viku seinna, 3. jan. 1906, í samkomu- húsi sjómannafélagsins Bárunn- ar. Lagafrumvarp var lagt fram og rætt, en ekkert samþykkt annað en það, að félagið skyldi kallast Dagsbrún. — Endanlegri stofnun félagsins var frestað til annars fundar. En samið hafði verið áskriftarskjal fyrir þá menn að rita nöfn sína á, sem taka vildu þátt í félagsskap þessum. — Hinn eiginlegi stofnfundur félagsins var haldinn 28. janúar 1906. Þá voru samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn. Einnig voru samþykkt svonefnd auka- lög, en þau höfðu að geyma ákvæði um kaupgjaRJ, vinnu- tíma og fleira. — Stofnendur fé- lagsins voru þeir taldir, sem rit- að höfbu nöfn sín á áskriftar- skjalið. Þeir voru 384 að tölu. Þessi stofnskrá er enn við lýbi, ósködduð, með eiginhandar- nöfnum þessara 384 verka- manna ... en fljótt bættust miklu fleiri í hópinn, svo að við árslok var félagatalan komin upp í 600." „Það er mjög há félagatala, þegar tillit er haft til íbúatölu Reykjavíkur þá." „Já, mjög há. íbúatala Reykja- víkur var 1906 um 9.000. Og eins barnmargar og fjölskyldur voru þá, hefur meira en þriðj- ungur bæjarbúa verið innan 16 ára aldurs, en konur helmingur hinna fullorönu að sjálfsögðu. Nálega fjórði hver karlmaður á vinnualdri hefur samkvæmt því gengið í Dagsbrún 1906." „Heldur þú, að Dagsbrún hafi fljótlega haft áhrif á kaupgjald verkafólks?" „Ekki að ráði fyrstu árin, en þegar fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina var það farið að rába all- miklu um kauptaxta. Og varð það fljótlega það verkalýðsfélag landsins, sem mestu réð um kaupgjald í landinu, því ab aðrar starfsstéttir miðuðu kauptaxta sína mjög við kaupgjald þess, og svo hélst allt fram á síðasta ára- tug. Og enn í dag er Dagsbrún þróttmesta og áhrifamesta verkalýðsfélag landsins, eins og við sáum síðast dæmi um nú á þessu vori. Stofnun Dagsbrúnar var þannig merkur atburöur í at- vinnulífi landsins."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.