Tíminn - 31.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.01.1996, Blaðsíða 10
10 '^jpr rt-1* i-r nr \ riw<r ifn-tr iwitlglliitai Miövikudagur 31. janúar 1996 Hryssum í folalds- eign verbur ab fækka Á þessum vetri hefur orðið mik- il umræða um hrossafjöldann í landinu og of mikið álag á land- ið af þeim sökum. Ekki verður því á móti mælt að á sumum stööum hefur verið gengið svo nærri landinu að valdið hefur skemmdum. I’essi ofbeit er stað- bundin, því víða um land er nægt beitiland og væri hrossa- fjöldanum raðað niður á þaö, yröi ekki um ofbeit að ræða. En það vita allir að þannig gerast hlutirnir ekki. Þess vegna verður aö taka á þeim málum þar sem hættuástand hefur skapast. Hestamönnum ber aö vinna með þeim aöilum, sem eiga að sjá um gróðurvernd og landnýt- ingu. Rétt er að benda á að Landssamband hestamannafé- laga hefur ítrekað beint þessu til sinna félagsmanna og átt gott samstarf við Landgræðslu ríkis- ins og önnur gróðurverndar- samtök. Það er því fullur vilji hjá hestamannahreyfingunni til þess að vinna vel í þessum málum. Fjárhagsleg hlib málsins En það er annar þáttur þessa máls þar sem skort hefur á að hestamenn og ræktendur tækju nógu vel við sér. I>að er fjárhags- hliðin, svo merkilegt sem það kann að viröast. Hross, sem lítið sem ekkert gefa í aðra hönd, eru þúsundum, ef ekki tugþúsund- um saman í landinu. Þetta eru hrossin sem aldrei ná því að veröa markaösvara, hvorki lif- andi né dauö. Á þetta verða menn að líta með kaldri skyn- semi. Á mörgum stööum eru það einmitt þessi hross sem ganga næst landinu, því þau eru viðvarandi ár eftir ár. Tækju menn rögg á sig og gerðu þetta dæmi upp, myndu þeir komast aö því mjög fljótlega hve þessi hross eru mikill fjárhagslegur baggi. Menn hafa auðvitaö trúað því í upphafi að þau myndu gefa HE$TA- MOT KÁRI ARNÓRS- SON tekjur í aðra hönd. En þegar menn eru búnir að sjá árum saman að þetta reynist tálvon, þá er ekkert um annað að ræða en láta staðar numið. Það hefur komið fram í um- ræöunni að það sé ekkert áhlaupaverk að fækka hrossum svo jáúsundum skiptir á ör- skömmum tíma. Og víst er það rétt. En það er hægt að koma í veg fyrir að þeim fjölgi. Það er t.d. glórulaust aö setja á á hverju hausti fleiri hross en sjáanlegt er að menn komist til að temja eða líkur eru til að þeir geti afsett. Þá hleðst kostnaðurinn upp og þó nokkur hross seljist þá éta óseldu hrossin upp hagnaðinn af sölunni. Slíkur búskapur gengur ekki. Með slíku háttalagi verður fjöldinn fyrr eða síðar vaxinn manni yfir höfuð og þar sem hagar eru takmarkaöir þá skemmist landið. Ræktunarmarkmið- ib gæbahross Ég held þess vegna að það sé nauðsynlegt ab menn horfi meira á fjárhagshliö þessa máls en gert hefur verið. Varöandi reiðhrossin, þá er markabur fyr- ir ótamin hross sáralítill, ef frá er talin nokkur folaldasala. Er- lendi markaburinn gerir sífellt meiri kröfur um góða tamn- ingu, sem um leið útheimtir í flestum tilfellum meiri vinnu. Menn kvarta yfir því ab verð á hrossunum sé lágt. Undir það er vel hægt að taka, þegar um er að ræða miðlungshross og þar fyrir neöan. Þessi staba bendir ein- dregið til þess að ekki megi kosta neinu svo nemi í tamn- ingu slíkra hrossa, en verðið á verulega góðum hrossum er hins vegar gott. En þá má kannski spyrja hvort allir, sem áhuga hafa á hrossarækt, geti náð því ab rækta aöeins mjög góð hross. Vafalaust er svo ekki, frekar en meb hámarksafköst í annarri ræktun. Kröfur neyt- enda eru líka breytilegar, sem og notkunin á hrossunum. Menn hljóta að aðlaga sig markaðnum og þeir sem eru með hross sem henta í hestaleigumarkaöinn rækti þau ab því marki sem eft- irspurnin segir til um. Hitt er þó Iíklegt að í þeirri ræktun þar sem stefnt er á hágæðahross veröi lökustu hrossin miðlungar sem nýtast til ýmissa minni verka. Sé þannig litið á málið, þá er það fyrsta verk ræktandans ab vera með nógu góð hross í sinni ræktun og þar er þá fyrst og fremst horft til hryssnanna. Hryssustofninn í landinu er að stórum hluta kjötmerar, þ.e. hryssur sem ætlað er ab fram- leiða sláturgripi. Þó að hrossa- kjötssala hafi aukist með árun- um, þá held ég að afsláttarreið- hross og afsláttarstóðhryssur fylli þann markað. Kjötverð er líka með þeim hætti um þessar mundir að varla getur talist hag- kvæmt ab framleiða hross ein- göngu til slátrunar. Reiðhrossa- framleiðslan þarf að geta nýtt allan kjötmarkaðinn. Vibkoman þarf ab minnka Það, sem er brýnast í dag, er aö stöðva fjölgun hrossanna. Það verður aöeins gert með þeim hætti að minnka viðkom- una. Þá kemur að því að velja bestu hryssurnar úr til undan- eldis og bjóða hinar á Japans- markað, jafnvel þó þær þurfi að bíða einhver ár. Það á ekki að láta þær eiga folöld, því þab skapar erfiðleika síðar. Sá hugs- unarháttur var skiljanlegur þeg- ar kjötsala var nokkuö örugg og Nýstárleg kynning Stóöhesturinn Toppur frá Eyjólfsstöbum veröur í Húsdýragaröinum í vetur. Sérstök kynning veröur á honum um helgina og mun eigandi hans, Snorri Rafn Snorrason, veröa á staönum. Toppur hefur hœsta byggingardóm stóöhesta, enda gullfallegur. Þá veröur Kristinn Hugason hrossarœktarráöunautur meö fyrirlestur um byggingardóma í Húsdýragaröinum á sunnudag kl. 13 og kl. 15. Fákur veröur meö hesta fyrir börn í garöinum á laugardag. m gaf eitthvaö í aðra hönd. En hann er óverjandi í dag. Síðan veröur að miða viö það að fjöldi hrossanna sé ekki meiri en það, ab menn ráði við að gera úr þeim söluhæfa vöru, sem gott verb fæst fyrir. Væri þessu framfylgt, þá myndi hrossunum smám saman fækka um leið og þau yrbu jafnbetri. Þá gæti þessi búgrein skilað um- talsverðum hagnaði. Hrossun- um myndi fækka í högunum og álagið væntanlega minnka þar sem það er mest. Þab er stundum talaö um að menn geti bætt og aukið beiti- landið með áburðargjöf. En hvers vegna eiga hrossabændur að eyða peningum í áburð til að auka haga fyrir hross sem ekkert gefa af sér? Er þá ekki miklu vit- urlegra að fækka hrossunum og nota peningana í annað? Þessi pistill er hvatning til ræktenda á þessu vori að velja aðeins bestu hryssurnar til und- aneldis, halda hinum frá þó þeir eigi kost á frábærum stóðhesti handa þeim. Temja þarf allar hryssurnar, svo þær sem ekki fara í folaldseign verði þá sölu- vara. Þetta er raunhæfasta leiðin til að fækka hrossunum og um leið sú eina líklega til að hrossa- ræktin skili arði. ■ Mesta aukningin í útflutningi til Kanada 1 Heildarútflutningur hrossa árið I 1995 var 2614 hross, sem er rúmlega eitt hundrað hrossum {^L! færra en árið 1994. Af þessum 2614 hrossum voru 1282 hryss- ur, 1220 geldingar og 112 ógelt- ir hestar (sjá töflu 1). Flest hross- in voru flutt til Þýskalands og Svíþjóbar eins og fyrri ár, eða 59% útflutnings 1995. Mesta aukningin var á útflutningi til Danmerkur, en þangað fóru 120 fleiri hross en 1994 og hlutfalls- lega varð mest aukning til Kan- ada úr 5 hrossum í 105. Helstu viðskiptalönd 1995 eru Þýska- land: 1129, Svíþjób: 407, Dan- mörk: 402, Bandaríkin og Kan- ada: 222, Noregur: 138, Sviss: 96 og Austurríki: 80 (sjá töflu 2 og mynd 2). Stærstu útflytjendur Tafla 1. Stóðhestar Hryssur Geldinear Alls 1991 47 812 975 1834 1992 43 918 ' 1043 2004 1993 86 1235 1164 2485 1994 75 1349 1334 2758 1995 112 1282 1220 2614 eru Gunnar Arnarson: 617 hross, Hinrik Bragason: 435 hross, S.Í.H.-Edda hestar: 361, Sigurbjörn Bárbarson og Axel Ómarsson: 201, og VT hf: 194 (sjá mynd 3). Þessir aöilar eru með 70% útflutningsins, en 60 abilar flytja út hin 30% hross- anna. ■ Tafla 2. Þýs. Svíþj. Danm. Nor. Aust. Holland 1991 798 504 105 204 44 66 1992 982 574 149 112 26 39 1993 1273 441 219 222 59 42 1994 1321 507 282 237 66 79 1995 1129 407 402 138 80 58

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.