Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 1. febrúar 1996 Tíminn spyr... Á ab ve&setja fiskvei&iheimild- ir? Hjálmar Árnason þingmaöur (B) á sæti í sjávarútvegsnefnd: Nei, þaö kemur alls ekki til greina. Þá væri veriö aö stíga fyrsta skrefiö aö uppbroti á því að auðlindin sé sameign þjóðarinn- ar. I>að er fullur einhugur um þetta innan þingflokks Fram- sóknarflokksins. Steingrímur J. Sigfússon j)ing- maður (G) á sæti í sjávarútvegs- nefnd: Nei, ég tel ab það eigi ekki ab gera. I>að væri fráleitt að lögfesta að veiöiheimildir séu sjáifkrafa veð með skipi á sama tíma og stendur í lögum um stjóm fisk- veiba að auðlindin sé sameign þjóðarinnar. Ég tel mjög háska- legt yfirleitt að búa til slík upp- reiknub pappírsleg verðmæti. Eg tel að nokkur sigur hafi unnist með því ab þetta sé komið út úr „veðmálafrurnvarpinu" og þótt ýmsir hafi eignað sér heiburinn af því er það fyrst og fremst Kristni H. Gunnarssyni að þakka eftir mótmæli hans í allsherjar- nefnd. Nú vildu ýmsir Lilju kveö- iö hafa og t.d. hafa kratar reynt aö eigna sér þetta. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins: Nei, það er af og frá. Útgerðar- mönnum á ekki að vera heimilt að veðsetja veiðiheimildir. Þetta er sameign þjóðarinnar og það hefur enginn leyfi til að veðsetja það sem annar á. Ég er mjög ánægbur meb að búið sé að fella þetta út úr frumvarpinu um samningsveö. Við.hjá Sjómanna- sambandinu höföum alltaf verið mótfallir því að þetta gæti gengið upp og þaö er gleðilegt ab þing- menn hafi nú tekið þetta út. Hrafn Gunnlaugsson segir vangaveltur um forsetaframbob sitt stórlega ýktar: Líkt og fibrildi blaki vængjum í Peking „Þessi frétt um meint forseta- frambob byggir væntanlega á spurningu sem Friðrik Þór beindi að mér eftir að ég var kjörinn formabur Samtaka kvikmyndaleikstjóra á dögun- um. Þá spurði hann hvort ég viidi ekki halda áfram þessum glæsilega karríer og fara alla leib í forseta íslands. Ég svaraði því til að ef hann yrði kosn- ingastjóri væri ég til í að íhuga máliö af djúpri og fullri alvöru. Þetta er ekki ósvipað Jwí Jtegar fi&rildi blakar vængjum í Pek- ing og úr ver&ur fellibylur í Póllandi," sagði Hrafn Gunn- laugsson í vi&tali vi& Tímann í gær, en nafn hans er meðal J'eirra fjölmörgu sem nefnt hefur verið í tengslum vib hugsanlegt forsetaframbob. Hrafn segir líkurnar á að fara fram vera nákvæmlega engar í augnablikinu en hann er alfarið þeirrar skoðunar að íslendingar eigi ab hafa forseta áfram og jafnvel fremur tvo en einn. „Ég held að íslendingar ættu að fjölga sendiráðum erlendis og starfsmönnum þar. Fyrir hvern íslending sem við sendum til Kína fáum við 30 Kínverja til baka. Litlar þjóðir eiga ab hafa utanríkisstarfsemi sem mesta, því þab skilar sér margfalt. Þetta er spurning um viðskiptajöfnuö. Það virðist tíska hjá mörgum ab tala um að utanríkisþjónusta sé bruðl en hún er ein okkar hag- Hrafn Gunnlaugsson. kvæmasta fjárfesting. Eins er með forsetann. Ef hægt væri að hafa tvo forseta væri það ekkert verra. Það á alls ekki að leggja niður embætti forseta íslands," segir Hrafn. Hrafn segist sjálfur á þeirri skoðun ab æskilegt væri að nýr forseti íslands væri menningar- maður og sá menningarmaður gæti allt eins komib úr röðum pólitíkusa. „Þab eru ekki allir pól- itíkusar fæddir kontóristar og getum við nefnt Gunnar Thor- oddsen sem dæmi um stormandi kandídat þótt þjóðin hafi valið annan mann scm reyndist frá- bærlega." Hrafni finnst ennfremur ab Tímamynd C S skynsamlegt hefði verið að breyta stjórnarskrárlögum: „í áramótahugleiðingu í DV 1994 sagði ég: „Á nýju ári vona ég ab stjórnarskrárlögum um kjör for- seta íslands verði breytt þannig aö séu fleiri en tveir í framboði og enginn fær hreinan meiri- hluta í fyrstu urnferb verbi kosið aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta. Þannig verði tryggt að nýkjörinn forseti hafi hreinan meirihluta kjósenda á bak við sig." Þetta myndi slá á þab glens sem nú fylgir kosningaumræö- unni," sagði Hrafn Gunnlaugs- son að lokum. -/}/> Skólalíf ““ EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Hjónaband þeirra Dodda og Dóru var ef til vill ekki það sem væri kallað funheitt ástarsamband þrungið tilfinningum og losta. Miklu nær væri að kalla samband þeirra gagn- kvæmt hagkvæmnis-hjónaband. Báðum virtist líka vel að hafa sambandiö með þessum hætti. Reyndar var það byggt á einlægu trausti þótt losarabragur virtist einkenna það þeg- ar fljótt var á litið. Einkum þótti Dodda mikils virði hvað Dóra virtist vera róleg gagnvart samkennara sínum Baldintátu, en allir vissu að áður en til sambands þeirra skólastjórahjónanna var stofnað, höfðu þau Doddi og Baldintáta verið par. Og þar hafði ekki vantaö blossana. Bæði var Baldintáta framhleypin í meira lagi og lá ekki á skoðunum sín- um. Tók hún þann arf í föðurætt. Stundum kom fljótfærnin henni í koll, en alltaf skyldi hún bjarga sér á endanum. Já, það var ekki örgrannt um að Doddi saknaöi stundum fjörsins sem Baldintátu hafði fylgt, en að öllu samanlögðu var hann þó ánægbur með val sitt. Dóra var bara gamla góða Dóra, á hverju sem gekk og engin hætta á að hún brygðist. Og ekki einu sinni hætta á að aðrir menn renndu til hennar hýru auga, sem ef til vill var hennar mesti kostur. I næsta þætti veröa fleiri persónur kynntar til sögunnar og verður byrjað á nánustu samstarfs- mönnum Dodda, sviðsstjórum bókhaldssviðs, feröamálasviðs, sjávarútvegssviðs og síöan náms- ráðgjafanum. ■ Sagt var... Tómt mál „Það er tómt mál að tala um þessa skattalækkun. Ef þessar tölur yröu að veruleika, myndi halli borgarsjóðs einungis aukast meira en hann er." Borgarstjórinn í Reykjavík um sparnab- artillögur sjálfstæöismanna. Einfalt mál „Ég tel að lausn á fjárhagsvanda sjúkrahúsanna í Reykjavík felist ekki í sameiningu þeirra. Hins vegar tel ég mikilvægt ab auka samvinnuna og samnýta þær aublindir sem sjúkra- húsin hafa yfir ab rába og á ég þar bæbi vib tækjabúnaö en ekki síst þekkingu starfsfólks og sérhæfingu deilda sjúkrahúsanna. Skýr verka- skipting sjúkrahúsanna er naubsyn- leg." Sigrún Knútsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Crensásdeild, í Morgunbla&sgrein. Smámál „Kostnabur hvers frambjóöanda gæti orbib 10-20 milljónir, segja þeir sem vit hafa á þeim málum, og er þetta því orbið dýrt fyrirtæki ab rábast í... það er líka umhugsunarefni hvort við viljum að þab sé fjárhagsgeta fram- bjóbenda sem ræbur því hverjir bjóða sig fram, þannig ab þab verbi í framtíöinni sport fyrir þá ríku að fara í forsetaframboö." Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri í kjallaragrein í DV. Ekkert mál „Ég hef lagst gegn lokun Bjargs og óskað eftir því ab Bjarg verbi lagt undir Félagsmálastofnun. Ákvörbun um ab loka Bjargi er röng hvernig sem á hana er litiö." Ólafur Ólafsson landlæknir í bréfi til Ingibjargar Pálmadóttur heilbrig&isráb- herra. Stórmál „Tryggingafélögin rába ferbinni í krafti peningaveldis síns og rótgró- innar abstöðu sinnar hjá stærstu stjórnmálaflokkunum. Þau eru skóla- bókardæmi um ab íslenska þjóbfé- lagib er ekki snibib ab þörfum borg- aranna, heldur ab þörfum helstu valdastofnana þjóbfélagsins. Framtak lögmannastéttarinnar er stórmerkileg tilraun til ab vekja athygli Alþingis á, ab þetta óeðlilega ástand í þjóbfélag- inu fær ekki staöist til lengdar." Jónas Kristjánsson í forystugrein í DV. Hinn heimsfrægi rappari Coolio sem átti vinsælasta lagib í fyrra „Cangsta' Paradise" mun vera væntanlegur til landsins á næstunni á vegum Hljóma- lindar og mun hann taka sjálfa Laugar- dalshöllina á leigu. Kunnugir segja ab hann muni ekki verba í erfibleikum meb ab fylla höllina af... unglingum ... • í pottinum er verið ab tala um for- mannsslaginn í St. Rv. — Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar. Nú eru menn helst á því ab Grétar Jón Magnússon íhugi ab hætta vib aö fara fram gegn sitjandi formanni Sjöfn Ingólfsdóttur. Ástæðan er sögb ab hann og stuön- ingsmenn hans viti ab hann er tiltölu- lega lítt þekkur og óttist grimmilegan slag sem framundan sé, slag sem ekki muni einskorbast vib St.Rv. heldur teygja sig vítt og breitt um verkalýbs- hreyfinguna ... • Þessa dagana eru verkalýbssinnarnir í pottinum ræbnir og fullyrba ab tillaga Halldórs Björnssonar, nýs formanns Dagsbrúnar, um aö gera rausnarlegan tveggja ára starfslokasamning vib Gvend Jaka sé ekki eingöngu sprottin af góbvild í garð síns gamla félaga. Bent er á fordæmisgildi slíks starfsloka- samnings og ab abeins séu tvö ár þangab til Halldór komist sjálfur á ald- ur. Þab er ekki ab spyrja ab því hvernig mönnum úti í bæ tekst alltaf að draga í efa ab góbverk annara séu raunveruleg og snúa þeim upp í sérhagmunapot...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.