Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. febrúar 1996 7 Átaki til atvinnusköpunar hrundiö úr vör. Árni Magnússon, formaöur Átaksins: Uppbygging meðalstórra Metár hjá Olís í fyrra: Juku mark- aöshlutdeild sína um 2% og lítilla fyrirtækja efld Samstarfsverkefni iðna&ar- og viðskiptarábuneyta, Iðn- þróunarsjóbs, Iðnlánasjóðs og Iðntæknistofnunar, sem kallað er Átak til atvinnu- sköpunar, hefur verið hrundið úr vör. Hér er um að ræða tilraunaverkefni til eins árs, en þá verbur árang- urinn metinn. Verkefninu er ætlað að koma til liðs við fyrirtæki, einkum meðalstór og smá fyrirtæki, sem hyggj- ast efna til nýjunga og at- vinnuskapandi verkefna. Formaöur Átaksins er Árni Magnússon, abstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. Verkefnið hefur til umrába 90 milljónir króna til að styðja við bakiö á fyrirtækjum og einstaklingum, sem koma fram meb verkefni sem talin eru stuðla að aukinni atvinnu í landinu. Árni Magnússon segir að hlu.tverk Átaksins sé að tryggja markvissan og skilvirkan stuðning við íslensk fyrirtæki, lítil og meðalstór, en einnig frumkvöðla sem starfa í eigin nafni. Markmiðið er að efla frjóa hugsun, auka atvinnu og sköpun verðmæta. Einnig að tryggja hámarksnýtingu þess fjár, sem til slíkra verkefna er varið af hálfu Átaksins. „Tilgangurinn er í raun að auðvelda þeim gönguna um kerfið, sem á stuðningi þurfa að halda. Að mönnum sé ekki vísað endalaust frá einum stað til annars, þarna séu einar dyr þar sem stuðnings er að vænta," sagði Árni Magnús- son. Hann segir ab allir aðilar verkefnisins hafi með einum og öðrum hætti styrkt verk- efni af þessu tagi, en hér væri verið að samræma slíka starf- semi í einni samningsstjórn. Mebal verkefna, sem verið hafa í gangi, eru Snjallræði, Vöruþróun og Frum- kvæði/framkvæmd. Meðal nýrra verkefna, sem ráðist verður í, eru Innflutningur fyrirtækja, Raubi þráðurinn (Startlínan), Evrópumiðstöð lítilla og meðalstórra fyrir- tækja, Frumkvöðlastuðningur og fleira. Árni sagði að hugsunin væri ekki endilega sú að stuðla ein- göngu að stofnun nýrra fyrir- tækja. Nýsköpun af ýmsu tagi gæti og ætti að eiga sér stað í starfandi fyrirtækjum. Meðal þeirra verkefna, sem hugað verður að, er innflutn- ingur fyrirtækja. Vel mætti hugsa sér að flytja inn slíkan rekstur. Hér væri rekstrarum- hverfi fyrirtækja um margt gott, raforkuverö lægra en víð- ast hvar og skattar fyrirtækja lægri. Mörg dæmi væru um fyrirtæki erlendis sem væru í góðum rekstri og með öruggan útflutning, en nytu ekki góðra kjara, hvorki varðandi orku- verð né skatta, og vildu því komast burtu til. nýs og betra umhverfis. Iðntæknistofnun mun í öll- um aðalatriðum hafa með höndum framkvæind Átaks til atvinnusköpunar, enda hefur sú stofnun góða yfirsýn yfir þab sem er að gerast, en sér- stök stjórn Átaksins fjallar um umsóknir vegna verkefna og er ábyrg gagnvart fjármögnun- araðilum. Stjórnin mun einn- ig hafa augun opin gagnvart ýmsum möguleikum og þann- ig leggja sitt til málanna. Árni Magnússon í stjórn Átaksins eru Árni Magnússon formaöur, Örn Gústafsson fyrir Iðnlánasjóð, Snorri Pétursson fyrir Iðnþró- unarsjóð, Helgi Magnússon fyrir Samtök iönaðarins, og Rúnar Bachmann fyrir hönd Alþýðusambands íslands. Rit- ari stjórnarinnar er Sveinn Þorgrímsson hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Fleiri aðil- ar koma að verkefninu: fjár- festingaskrifstofa viðskipta- ráðuneytisins og Útflutnings- ráðs, Byggðastofnun og at- vinnuráðgjafar um land allt. -JBP A sama tíma og heildarsala á eldsneyti hér á landi jókst um 4% á síðasta ári tókst Olís ab auka sölu sína um 11,4% — og auka markaðshlutdeild sína í samkeppninni við önnur olíu- félög úr 28,2% í 30,2%. Olís seldi alls 197 þúsund tonn af eldsneyti, en það er mesta salan á einu ári í 68 ára sögu félagsins og 20 þúsund tonnum meira en félagið seldi árið 1994. Olís styrkti því veru- lega stöðu sína í harðnandi samkeppni á eldsneytismarkaði landsmanna, en á honum seld- ust 652 þúsund tonn af bensíni, gasolíu og svartolíu í fyrra. Hjá Olís varð mest söluaukn- ing í gasolíu, 18 þúsund tonn, en hún fer nánast öll til fiski- skipaflotans. Á þessu sviði er Ol- ís með 33% markaðshlutdeild, 27% í bensínsölu og 30% í svartolíu. -JBP m Edda Magnúsdóttir matvœlafrœöingur: Nýjar aöferöir viö pökkun matvœla og aukinn vaxtarhraöa garöávaxta meö gasi blasa viö. Edda Magnúsdóttir, matvœlafrœöingur og markaösstjóri hjá ísaga: Otalmargir ónýttir möguleikar með gas í matvælaframleiðslu Heldur listsýningu á Internetinu: Stærsti sýn- ingarsalur sem vöL er á Listamaðurinn Ægir Geir- dal fer ekki alltaf hefb- bundnar leiðir. Hann hef- ur fyrstur íslenskra lista- manna hafið ab sýna verk sín á Internetinu. „Ég keypti mér heimasíðu hjá Islandía, þetta kostar engin ósköp. Mér er ekki kunnugt um að abrir ís- lenskir listamenn séu komnir á netið, alltjent er þetta fyrsta höggmyndasýn- ingin sem þar er að finna," sagði Ægir Geirdal í gær. Hann sýnir 15 verk á net- inu. Ægir sagði aö í raun væri Internetið stærsti sýningar- salur sem völ væri á, talið væri að 30 milljónir manna væru á netinu, og eflaust kæmu fjölmargir úr þeim hópi í heimsókn á sýningu sína. -JBP „Möguleikarnir eru margir á nýtingu á gasi við matvæla- framleiðslu á íslandi og flestir ónýttir að mestu," sagði Edda Magnúsdóttir matvælafræðingur, en hún hefur tekið við starfi mark- aðsstjóra hjá ísaga hf. Starfs- svið Eddu verður umsjón meb ýmsum gastegundum til matvælaiðnaðar og fisk- eldis. Þessar gastegundir framleiðir ísaga, íslenskt- sænskt fyrirtæki sem starfab hefur um áratuga skeið á Is- landi. Gas er notað víða um heim til að auka geymsluþol mat- væla, en einnig til að örva og auka vaxtarhraða, til dæmis garðávaxta í gróðurhúsum. Meðal verkefna Eddu verður að veita tæknilega þjónustu í sambandi við nýja möguleika á notkun gass við framleiðslu og pökkun matvæla. Fiskfram- leiðendur hér á landi eru farn- ir að þreifa fyrir sér meb slíka pökkun, en lítið meira en það. Gaspökkun á ostum og kjöt- vörum er orðin algeng víða um heim, en er Iítið notuð að- ferð hér á landi enn sem kom- ið er. Gastegundir, sem nýttar eru í matvælaiðnaöi, eru til dæmis kolsýra, köfnunarefni og súr- Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur veitt átta aðilum styrki til atvinnuskapandi verkefna. Nefndin auglýsti eftir um- sóknum og alls óskuðu 13 að- ilar eftir styrkveitingum. Að þessu sinni var 900 þúsund krónum veitt til þessara verk- efna, en styrkveitingarnar eru einkum miðaðar við rekstur smærri fyrirtækja og einyrkja. Að þessu sinni hlutu styrki at- éfni. Edda Magnúsdóttir verður fimmtug í mars. Hún er gift Sigurði Hall, skrifstofustjóra hjá íspan hf., og er þriggja barna móðir. Edda lauk mast- ersnámi í matvælafræði frá Or- egon State háskólanum í vinnumálanefndar: Ármann Þorgrímsson til þess ab vinna að framleiðslu muna úr renndum viði; Birgitta Bengtson og Þór- unn Sigurðardóttir, sem reka saumastofu og sérhæfa sig í brúðarkjólum og samkvæmis- fataleigu; Knútur Karlsson til aö ljúka smíði seglbáts, sem hann hyggst nota til þess að sigla með ferðamenn um Pollinn á kom- andi sumri; Kristinn Bergsson til Bandaríkjunum á síðasta ári. Áður en hún fór í framhalds- nám að loknu BS- prófi frá Há- skóla íslands 1984, starfaði hún um skeið hjá Nóa- Síríusi, en síðan hjá Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins uns hún hélt utan 1992. -JBP framleiðslu á heilsu- og inni- skóm; Ólöf Matthíasdóttir til framleiðslu á fatnaði úr leðri og skinnum; Pálmi Guðmundsson til að skanna ljósmyndir á geisladiska; Svandís Þórodds- dóttir til ab kanna möguleika á vinnslu íslenskrar ullar til fata- gerðar; og Tölvu- og hugbúnað- arþjónustan til að setja tölvu- leikinn Sægreifann á margmibl- unarform. ÞI. Atvinnumálanefnd Akureyrar: Styrkir í atvinnusköpun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.