Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 1. febrúar 1996 Auöunn Bragi Sveinsson: Danska skáldib Piet Hein Flestir íslendingar kannast viö eða láta sig einhverju varða ís- lensk skáld. Þeir vita raunar margir, að erlendis muni einnig aö finna skáld og rithöfunda engu ómerkari en hér á Fróni. Tungumálakunnátta er vissu- lega á uppleið hjá okkur, og þess vegna ekki nema eðlilegt að vaxandi áhugi sé á lestri er- lendra bókmennta. Að kunna fleiri tungumál en sitt eigiö er ómetanlegt, og munu því bera vitni allir þeir, sem reynt hafa. Við eitt erlent ljóðskáld hefi ég bundist nokkrum tryggðum, ef svo má að orði komast. Veld- ur því gamansemi hans á ýms- um nótum, svo og tvíræðnin. Kemur hann oft skemmtilega á óvart. Nú eru um þrjátíu ár síð- an ég tók að kynna mér skáld- skap þessa danska ljóðskálds. Piet Hein er fæddur árið 1905, sonur frú F.strid Hein augnlæknis og kvenréttinda- konu, einnig baráttukonu ým- issa málefna í Danmörku og víðar á sinni tíð, sem til heilla horfa. Piet Hein ólst upp í Kaupmannahöfn og hlaut góða almenna menntun. Hann tók að yrkja stutt og meitluð ljóð nokkuð snemma og birti þau í stórblaðinu Politiken dag hvern um langt skeið. Nefndi hann þessi ljóð sín Gruk, sem á sér ekki rót í danskri tungu. Orðið er sem sagt myndað af honum. Og þessi ljób, sem ég hefi leyft mér að nefna smáljób, eru ótal mörg og af margvíslegum toga. Mannlífið í þess fjölbreyttu myndum er þó aðalinntakið í þessum sérkennilegu ljóbum. Fyrsta ljóbasafn Piets Hein kom út árið 1940, undir' dul- nefninu KUMBEL, sem hann hefur notað mjög síðan. Auk þess hefur hann sent frá sér ljóð af alvarlegri toga undir eigin nafni. Segja má, að Piet Hein sé eitt af höfuðskáldum Dana á þessari öld. Flestir kunna utan að meira og minna af grúkkum hans eða smáljóðum, enda eru þau flest auðlærb. Skáld eins og hann yrkir ljóð, sem verða eign alls almennings. Stórt er pund slíks skálds á atómöld, sem gef- ur lítiö fyrir form og fastheldni vib fornar hefðir. Hver eru fyrstu kynni mín af ljóðum þessa danska skálds? Sumarið 1964 tók ég þátt í námskeiði í dönsku fyrir ís- lenska kennara, er haldið var í Kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn. Aðalkennari okkar var frk. Ragna Lorentzen, mag.art. Hóf hún hverja kennslustund á því ab fara með eitt eba fleiri erindi eftir Piet Hein, jafnvel tvívegis eöa oftar. Áttum við með þessu að læra erindin utan að. í næsta tíma, daginn eftir, rifjaði Ragna er- indi þessi upp með okkur. Tók ég nú að afla mér ljóba þessa skálds, innanlands og utan. Þá hefi ég fengið að láni nokkur ljóbasöfn hans í Norræna hús- inu, en þar mun vera á einum stað mesta safn norrænna bók- mennta hérlendis. Ég hóf að þýða á móburmál mitt smáljóð Piets Hein eöa grúkkur hans. Fannst mér það skemmtilegt viðfangsefni. Á næstu árum vann ég að þessu verkefni. Þegar ég kenndi á Akranesi, veturinn 1979 til 1980, stytti ég mér löng vetrar- kvöld, einn á herbergi mínu, við aö glíma við smáljóðin hans Piets Hein. Alveg er ótrúlegt, hvað Piet Flein getur sagt mikiö með fá- um oröum. Ég ætla að tilfæra hér tvö erindi um ábyrgöina, á móðurmáli hans, en síðan þýð- ingu mína á þeim: Danska skáldib Piet Hein. Atisvar er saa svœrtat ha', derfor er det skaffet af. Hvis du la’r dit ansvar ligge, tror du nok du har det ikke. Ábyrgö er þung og þjakandi, þess vegha sneiöa menn hjá henni. Efábyrgð þú gerir engin skil, þú álítur víst hún sé ei til. Góðlátlegt grín, finnst ykkur ekki, lesendur góðir? Þarna er ekki verið að fella þunga áfell- isdóma eða predika, heldur bent á hlutina, svona til íhug- unar athugulum lesendum. Margir sætta sig ekki við ab njóta einnar tilveru, þab er hinnar jarðnesku. Þeir vilja lifa áfram, „hinum megin" sem kallað er. Ekki virðist Piet Hein vera reiðubúinn að trúa því aö við lifum lengur en einu sinni á þessari syndum spilltu jörð. Hann er heim- spekingur í hugsun, og heim- speki hans birtist skýrt í ljóð- um hans. Hvað segir fólk um þetta smáljóð hans? Gaa uden vaklen livets krav imode. Vi faar kun én gang tilbudt livets grdde. Og vi kan sove ud naar vi er dðde. Þessu erindi snéri ég þannig á íslensku: Leikum djarft viö lífsins kynni. Við lifum bara einu sinni. Og sofum út í eilíföinni. Greinilega er Piet Hein mikill raunsæismaður innst inni. Hann metur það handfasta fram yfir það ímyndaða, er hann yrkir: Sjœlen ved vi intet om, muligvis er skallen tom. Derför skal vi ej forsmaa det som vi kan föle paa. Um sálina vitum viö ekki ögn, eftil vill er hún bara sögn. Þaö sem við getum þreifað á þess vegna skulum viö ei forsmá. Smíði vetnissprengjunnar Dark Sun: Thc Making of the Hydrogen Bomb, eftir Richard Rhodes. Simon and Schuster, 731 bls., S 32,50. í ritdómi í Economist 7. október 1995 sagði: „í bókinni, sem hefst á eyöingu Hiroshima, er sagt frá tilraunum Rábstjórnarríkjanna til að setja saman kjarnorku- sprengju einsog hina bandarísku og síðan, eftir að þeim hafði tek- ist það, frá þeim ásetningi Bandaríkjanna ab halda forskoti sínu og auka það. Aö fyrsta, og sennilega stærsta, átakinu í þá átt, var í atómvísindum enn stig- ið skref lengra fram, frá sundrun til samfellingar, og náð fram eyð- ingarmætti, sem bregða þurfti á nýjum kvaröa." „I hinni bráðsnjöllu bók Rho- des, The Making of the Atom Bomb, var saga kjarnorkuvopna rakin til eyöingar Hiroshima. Betra framhalds þeirrar sögu munu lesendur hennar ekki geta æskt en þess, sem hér gefst. Sem í hinu undanfarandi bindi segir til glöggskyggni, lærdóms og frá- sagnargáfu, þótt atburbarásin sé ekki eins spennumögnuð sem í því, en um þaö er ekki vib Rho- des ab sakast." „Samsetning fyrstu kjarnorku- sprengjunnar í Los Alamos var lokastig byltingar í atómvísind- um, sem skammtakenningin hratt af stað. Kom þá til kapp- hlaups við óvin upp á líf og Fréttir af bókum dauða og söfnun abfanga, eins og aðeins getur til komið í öfl- ugu, sjálfsöruggu ríki í stríði. ... í Dark Sun er söguþráöurinn ekki eins auörakinn. Til er tekið í miðjum klíbum og til augljósra söguloka ber ekki. í fyrsta hlut- anum eru umfjallabir atburðir í fyrsta bindinu endursagöir út frá sjónarhorni vísindamanna og njósnara Ráðstjórnarríkjanna. I öðrum hlutanum eru rakin hin óljósu pólitísku ferli meðan Kór- eustríðið stóð, en þá sprengdu Bandaríkin fyrstu vetnissprengj- una (1952) og Rússar aðra ári síð- ar. Það er ekki fyrr en í lokahluta bókarinnar, að Rhodes hefur frá atburðum að segja, sem fram draga hið sanna umfang við- fangsefnis hans. Einn þeirra er eyðilegging uppistöbu Eniwek- rifsins við sprengingu 1.000 sinnum öflugri en þá, er eyddi Hiroshima. Annar er aðför Atom- ic Energy Commission (Kjarn- orkunefndar Bandaríkjanna) að hinum vísindalega forystumanni við gerð atómsprengjunnar, Ro- bert Oppenheimer...." „... hverjum þeim, sem vill átta sig á öðrum kapítula kjarnorku- aldar, mun bók þessi ómetan- leg." ■ Aubunn Bragi Sveinsson. Piet Hein er andstæðingur hvers konar skipulagðrar nibur- röðunar og skipulagningar á fólki; hann er unnandi frelsis umfram allt: At lave en primitiv filosofi med baase, som menskene inddeles i, er en fejl, hvorafalle folk lider. Men vi er nogen stykker, som kun kan forstaa én maade at inddele menskene paa: man skal inddele dem i individer. Þarna er Piet Hein lifandi lýst. Hann vill ekki skipa fólki í hólf eða bása. Hver og einn á að vera sjálfstæöur og varðveita sjálf sitt. Skepnur má draga í afmark- aba dilka, en ekki menn. Ljóð þetta þýddi ég á eftirfarandi hátt: Sú frmnstœöa heimspeki í hávegum er: í hólfm aö skipa mönnunum hér; þaö alla mun þegnana þvinga. Viö skytijum þaö nokkur, þó skiljum fátt, hve skipa skal fólkinu á réttlátan hátt: eingöngii í einstaklinga! í BA-ritgerð minni í dönsku við Háskóla íslands tók ég fyrir efniö „Gamansemi í dönskum skáldskap, frá Ludvig Hclberg til Benny Andersens". Þar var Piet Hein ekki gleymt, því aö gamansemin er ríkur þáttur í ljóöum hans, ekki síst í grúkk- unum. Hér á eftir gef ég nokkur dæmi um gamansemi Piets Hein. Hvis du faar en kantet sten i din ene sko, saa vaerglad, det kun var én, taenk hvis der var to! Hvernig á nú að túlka þetta á íslensku? Það geri ég á þessa leið: Efþig meiöir aröa í skó, eitt þér huggun Ijaer: Verra mundi vera þó vœru þaer orönar tvœr! Ég ætla að láta mér nægja að taka eina gamansama grúkku í lokin eftir Piet Hein. julens glœder ere tvende: först dens undtog, saa dens ende. Tvisvar jóla- fognuð finn: við upphafþeirra og endirinn. Meö þessu greinarkorni vil ég vekja athygli fólks á ljóöum þessa ágæta danska skálds. Bækur hans fást í öllum bóka- verslunum í Danmörku. Hér er hægt að fá bækur hans lánaðar í almenningssöfnum, einnig í Norræna húsinu. Piet Hein er enn á lífi og býr á eyjunni Fjóni. Hann er heims- borgari, þó að ég viti ekki til, að hann hafi gist landið okkar. Höfundur er fyrrum kennari og skóla- stjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.