Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 1. febrúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfu11trúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Samkeppnisstaða íslendinga Á tiltölulega skömmum tíma hefur íslenskt hagkerfi verið opnaö og er nú hluti af stærri heild. Vægi utan- ríkisviöskipta hefur löngum veriö mikið á íslandi, en nú hefur verið opnað fyrir flutning fjármagns og er- lendrar fjárfestingar, að undanskildum fjárfestingum í sjávarútvegi. Þetta þýðir að ísland er hluti af alþjóð- legu efnahagsumhverfi í miklu ríkara mæli en var fyrir fáum árum, og íslensk fyrirtæki standa í raun í alþjóðlegri samkeppni. Það er því viðfangsefni for- ustumanna fyrirtækjanna, forsvarsmanna launþega og stjórnvalda að tryggja að íslenskt atvinnulíf verði gjaldgengt í hörðum heimi samkeppninnar. í nýútkomnum Fjármálatíðindum skrifar Vigdís Wangchao Bóasson athyglisverða grein sem ber nafnið „ísland: Alþjóðleg samkeppnisstefna". Hún kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að íslend- ingar geti ekki treyst á frumvinnslu náttúruauðlinda til þess að halda samkeppnishæfni og hagsæld í framtíðinni. Hagvöxtur á Islandi hefur sem kunnugt er byggst framar öðru á nýtingu auðlinda hafsins síð- ustu áratugina, og útflutningur fiskafurða hefur numið allt að 80% útflutningsins. í nefndri grein veltir höfundur fyrir sér stöðu ís- lenskra framleiðsluþátta og gerir grein fyrir kostum og göllum. Gallarnir séu meðal annars að nám í æðri menntastofnunum sé ófulinægjandi fyrir háþróaða og sérhæfða framleiðslu, útgjöld til rannsókna og þróunar séu lág miðað við önnur OECD-ríki, og lágu hlutfalli sé varið til tilrauna. Þá nefnir hún að skort- ur sé á áhættufé í ný fyrirtæki og hlutfall sparnaðar og fjárfestingar í þjóðfélaginu sé Iágt. Ýmis lítil fyrir- tæki í hátækni líði fyrir skort á fjármagni. Hins vegar nefnir höfundur marga kosti sem íslenskt samfélag býbúr upp á: það sé nútímalegt og vel þróað og þekk- ing á ýmsum sviðum, svo sem í tungumálum og tölvuþekking, sé almenn. Sá kafli sem fjallar um innanlandsmarkaðinn er einkar athyglisveröur. Þar bendir höfundur á að til- hneiging hafi verið til fákeppni, en hvetur til harðr- ar samkeppni. Þar er fjallað um einkavæðinguna, sem greinarhöfundur telur að eigi ekki einungis að þjóna því markmiði að losa um ríkiseignir og selja þær. Hún eigi líka að stuðla að aukinni samkeppni á einkamarkaönum, en ekki að mynda fákeppni. Meb öflugri samkeppni á heimamarkaði séu fyrirtækin betur í stakk búin til þess að takast á við alþjóðlega samkeppni. Undanfarin ár hafa verið tímar mikilla breytinga. Það er alveg ljóst að teningnum hefur verið kastað hvað íslensk fyrirtæki snertir og þau verða í sívax- andi samkeppni í framtíðinni. Afkoma þeirra og gengi í þeirri baráttu er undirstaða þeirra lífskjara og þeirrar velferðar sem þjóðin vill búa við. Það er ekki sjáanleg leið til baka í þeim efnum, enda er kyrrstaða sama og afturför. Þess vegna mega stjórnvöld, at- vinnurekendur og launþegasamtök ekki fara í baklás gagnvart breytingum í samfélaginu, heldur leitast við að þróa málin á þann veg að Islendingar séu sam- keppnisfærir í samfélagi þjóðanna. Sumt er okkur í hag í þeim efnum, aðrir þættir erfiðari, eins og kem- ur fram í þeirri athyglisverðu grein sem hér var gerð að umræðuefni. Ásta R. á reykinganámskeiði? Einn ötulasti þingmabur Þjóövaka, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur að undanförnu haldið uppi talsverðri skothríð á ríkisstjórnina og þó einkum heilbrigðisráðherra fyrir sparnabinn í heilbrigðiskerf- inu. Ásta var í Morgunþætti Bylgj- unnar í gær og grét þar sáran fyrir hönd öryrkja og fatlaðra, sem sam- kvæmt nýrri reglugerð munu þurfa að búa við mun færri bílastyrki en áður. Benti þingmaðurinn á að einhverjir rábherrar hafi talað um að styrkjunum ætti ab fækka úr 600 í tæplega 400, sem væri víta- verö fölsun, því þeir ættu ekki að verða nema 335 á árinu. Þó rann Ástu einkum til rifja sú mikla mannvonska sem í þessu felst og hvab þetta væru allt saman vondir menn sem rébu landinu. Þeir heföu nú sjálfir keypt undir rass- inn á sér flottar lúxuskerrur, þegar þeir urðu ráðherr- ar, en nú vildu þeir neita þeim sem minnst mega sín um tækifæri til að kaupa sér bíl. Harmleikur Ástu var svo dramatískur, að dagskrár- gerðarkonan, sem við hana talaði, var farin að gráta með henni og sagði ámáttlega: „Og við sem vorum alin upp viö að þab væri ljótt að níðast á minni máttar!" Bestu tilþrifin Garri vill hér með útnefna þetta atriöi hjá Ástu sem bestu stjórnarandstöðutilþrifin á kjörtímabil- inu, og er það vonum seinna að grútmáttlaus stjórn- arandstaöan fari að láta til sín heyra. Stjórnmála- áhugamenn um land allt hafa ekki getað á heilum sér tekið vegna geðdeyfbar stjórnarandstöbunnar og lítilla tilþrifa. En nú kemur Asta Ragnheiður fram á sjónarsviðið og viröist ætla aö taka aö sér ein síns liðs að koma fjöri í pólitíkina. Þó Garri haldi helst að Ásta sé ekki reykingamað- ur, þá læðist engu að síður sá grunur aö honum, að hún hafi skráb sig á námskeiðið hjá Þorsteini Blön- dal til að hætta að reykja, en á slíkurn námskeibum byrja menn víst á að brybja geð- deyfðarlyfin prozac eða fontax. Það virðist í það minnsta trúleg- asta skýringin á óvæntri gagnrýn- isgleöi Ástu. Bílastyrkjamálin, sem útvarps- hlustendur fengu smjörþefinn af í gærmorgun, miða sem kunnugt er fyrst og fremst að því að öryrkjar fá nú aðeins styrk til að kaupa sér nýjan bíl á fimm ára fresti í stað fjögurra ára áður. Slíkt er að sjálf- sögðu vont mál og ekki ætlar Garri frekar en Ásta Ragnheiður að verja sparnaðinn í heilbrigðiskerfinu, ekki nema þann sparnaö sem bitn- ar örugglega ekki á nokkrum manni og sem hvergi skerðir neina þjónustu eða veldur öðrum óþæg- indum. En fyrir þá, sem misstu af út- varpsumræðunum í gær, er hægt að vitna í frétt Morgunblaðsins í gær um gagnrýni Ástu á Alþingi. Þar segir í óbeinni tilvitnun í þing- manninn: „Sérstaklega sé gagnrýnisverð reglugerð um að fækka bifreiðakaupastyrkjum til hreyfihaml- aðra. Þá séu aðrar bætur, svo sem bensínstyrkir, háð- ar því ab viðkomandi eigi bíl." Bíltengdar bætur Þarna kemur eðli þessarar fjandsamlegu ríkis- stjórnar enn betur í Ijós, því það er ekki nóg með að verið sé aö tekjutengja hinar og þessar bætur, heldur er nú farið ab tengja bensínstyrki við bíleign og krefjast þess að viðkomandi þurfi að eiga bíl til að fá bensínstyrk! Garri tekur undir með Þjóðvakaþing- manninum: Hvað verður næst? Greinilegt er að framundan eru bjartari tímar fyrir okkur stjómmálafíkla landsins, ef þaö fordæmi, sem Ásta Ragnheiður hefur gefið, verður öörum stjórnar- andstæöingum til eftirbreytni. Sé þab rétt að reyk- inganámskeiði Þorsteins Blöndals sé að þakka hinn óvænti kraftur Þjóövakaþingmannsins, vill Garri hér meö leggja formlega til að stjórnarandstaðan í heild sinni verði sett á slíkt námskeið. Garri QOVUIV. • -o - Ó^olandiaðför að elli- og örorku-] lífeyrisþegum Mur wtt * w, 'srrrcswÆí 'ISÆT-'SÍ" SsaSSSS *yr»". >y. r* kZZ Ulk.« ' *£.* OUiluU" rJt I ' tfuy xm » ^ >kliui*> !•*'*• . .. rrícœssSS rsssi I >vrftl rVV> urnr«''“ 1 GARRI Lítil absókn ab Bessastöbum Ekki eru nema fimm mánuðir til for- setakosninga og samt hafa ekki nema tveir frambobskandídatar komið fram á sjónarsviðiö. Annar er að vísu hættur við, vegna þess að alltof mikið var skrifað um hann, en óneitanlega sópaði að Ragnari Jóns- syni, tónlistarkennara og organista, þann tíma sem hann var forsetaframbjóðandi og má segja um hann eins og annan snilling að hann átti söguna stutta en göfuga. Framboð Ragnars kom í kjölfar þess ab hann gerð- ist sjálfboöaliði á orgeliö í Langholtskirkju, og upp úr því fékk hann þá hugljómun ab efla kristnina með því að bjóða þjóðinni upp á að taka aö sér hús- bóndavald á Bessastöðum og boða þaðan gubstrú og góða siði. Svo fékk hann óhóflega fjölmiðlaumfjöllun og hætti viö framboð af lítillæti einu saman. En nú er kominn annar fram- bjóðandi sem segist vera fús til að taka forsetaembættið að sér, og er ekki vonum seinna að einhver fari að gefa sig fram. Rafn Geirdal nuddari gefur kost á sér, en hann hefur einkum vak- ið athygli á sér í blöbum fyrir aö nudda í læknum og heilbrigðisyfirvöldum fyrir að leyfa sér ekki að nudda nóg, eins og hann hefur menntun og færni til. Sigurvegari skoðanakannana Ekki skal dregið í efa að góð menntun í nuddi kemur aö góðum notum í embætti forseta íslands. Enda er frambjóbandanum vel tekið af kjósendum og samkvæmt skoðanakönnun, sem Alþýðublaðið gerði, hefur hann 25% fylgi. Fimm manns voru spurðir: Myndir þú kjósa Rafn Geirdal í embætti for- seta íslands? Þrír sögðu nei, einn vissi ekkert um framboöið og einn svaraði játandi. Þetta þýöir að fjórðungur þeirra sem svara vilja Rafn í embættið. Þessi könnun er ekki síður marktæk en loðmullulega orðuð könnun sem DV gerði og gaf séra Pálma ekki nema rúmlega 19%. Þess ber ab gæta að enginn þeirra, sem fengu at- kvæði í DV-könnuninni, er í frambobi og gerir það hana því enn síöur marktæka. Því er ljóst að Rafn Geirdal stendur með pálmann í höndunum, enda eini frambjóbandinn enn sem komið er. Það er annars merkilegt hve lítill áhugi kvenna og manna er á forsetaembættinu og hve treglega gengur að fá frambjóð- endur, þótt fjölmennir hópar vinni ötullega að því að fá hina og þessa til að bjóða sig fram. Hvað er til ráða? Forsetaembættið er vel launað á íslenskan mæli- kvarba. Forsetinn fær tíföld verkamannalaun og er hálfdrættingur á við rikisbankastjóra. Það hlýtur að teljast viðunandi. Nýuppgeröur embættisbústaður fylgir og einhver fríðindi, sem ekki tekur að telja upp. Vinnutíminn er viöunandi og svo er þetta að mestu innivinna. Nema auðvitað gróðursetningin. Sé alls þessa gætt, er furðulegt að ekki skuli fást fólk til að setjast að á Bessastöðum í einn eba tvo ára- tugi og njóta alls þess sem embættið hefur upp á að bjóða. Búið er ab mynda einhver dúsín stuðningshópa, sem hver um sig hefur orðið sér úti um þá hugsjón að koma tilteknu fólki á forsetastól. Eru miklar frétt- ir af áskorunum, en þeir sem skorað er á, eru afar lít- illátir og hikandi. Þeir vilja helst ekkert hafa með embættiö aö gera, eru þrýstihópunum þakklátir fyrir traustið og ætla að hugsa sig um, en eru ekkert spenntir fyrir að skipta um djobb. Ekki nema Rafn Geirdal. Það er heldur leiðinlegt afspurnar að ekki skuli fleiri líta vonaraugum til æösta embættis þjóðarinn- ar og sækjast eftir kjöri. Og það á þessum atvinnu- leysistímum. Athugandi er að gera embættið svolítið eftirsókn- arverðara. Það má hækka kaupið til dæmis, draga frumvarp Ólafs Hannibalssonar um afnám skattfríð- inda til baka, stytta vinnutímann, skaffa nýrri bíla, fjölga starfskröftum á forsetaskrifstofunni, draga úr eða bæta við feröalögum eftir smekk og hætta allri nísku við orðuveitingar, svo eitthvað sé taliö af því sem betur má fara. I USA er forsetaslagurinn fyrir iöngu byrjaður, en þar á ekki að kjósa fyrr en í nóvember. Hér heldur Rafn Geirdal einn uppi merkinu, þar sem aörir eru þess lítt fýsandi aö verba við óskum stuðningshóp- anna og láta ekki undan þrýstingi abdáenda sinna. En einn er sá maður, sem oröaður hefur veriö við forsetaembættið og enginn hefur skorað á. Davíð Oddsson þarf ekki að vera neinum þakklátur fyrir að óska sér til Bessastaða. OÓ Á víöavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.